Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðskiptaráðherra um skipan nefndar Segir tillögu einn misskilning FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð- herra gagnrýnir tillögu stjómar- andstöðunnar, sem lögð var fram á Alþingi til ályktunar í gær um skip- an rannsóknamefndar samkvæmt 39. grein stjómarskrárinnar til að fjalla um málefni Landsbanka Is- lands hf. og samskipti fram- kvæmdavalds og Alþingis, og segir hana í samræmi við allan málflutn- ing stjómarandstæðinga í málinu. Finnur segir að Ásta R. Jóhann- esdóttir alþingismaður hafi orðið uppvís að ósannindum í málinu í fyrradag og í Ijós hafi komið við umræður á Alþingi að hún hafi rekið málið á misskilningi og ósannindum. „Mér finnst þessi til- laga vera í samræmi við það, einn stór misskilningur. Lindarmálið hefur verið afhent ríkissaksóknara til rannsóknar. Hún hlýtur þá að taka til þess tíma þegar Lind var að störfum og hefur á engan hátt áhrif á mig, vegna þess að búið var að sameina Lind Landsbankanum þegar ég kom í ráðuneytið. Það er mjög alvarlegt ef stjórnarandstað- an ætlar að blanda sér inn í þá rannsókn með skipun nefndar," sagði Finnur. „Ekki er síður alvarlegt að með skipun rannsóknarnefndar em menn að leggjast á sveif með Sverri Hermannssyni um að draga úr trúverðugleika Ríkisendurskoð- unar, vegna þess að Ríkisendur- skoðun er búin að rannsaka Landsbankamálið. Hún heyrir undir Alþingi og því finnst mér þessi málatilbúnaður allur með ólíkindum," sagði Finnur. ■ Alþingi skipi/12 Morgunblaðið/Asdís Lipponen á Islandi PAAVO Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, kom í opinbera heimsókn til íslands í gær. Lipponen fundar með Davíð Odds- syni forsætisráðherra og Halldóri Asgrímssyni utanríkisráðherra í dag. Einnig heimsækir hann Al- þingi og Hæstarétt íslands og snæðir hádegisverð með forseta- hjónunum, Olafi Ragnari Gríms- syni og frú Guðrúnu Katrínu Þor- bergsdóttur. Þá snæðir hann kvöldverð í boði Davíðs Oddssonar og eiginkonu hans, frú Ástríðar Thorarensen, í Perlunni. Lipponen heldur siðan af landi brott snemma í fyrramálið. Á myndinni sést Lipponen á leið inn á Hótel Sögu ásamt Sigríði Snævarr prótókoll- stjóra. Kristján Pálsson alþingismaður við almennar stjórnmálaumræður á Alþingi Tilfínning þjóðarinnar að útgerð- inni hafí verið gefín þjóðareignin KRISTJÁN Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði við almennar stjómmálaumræður á Alþingi í gærkvöld að það væri afleitt að þjóðin hefði þá til- finningu að útgerðinni hefði verið gefin þjóðareign- in með lögunum um stjóm fiskveiða frá árinu 1990. „I þjóðfélagsumræðunni síðustu daga hafa ýmsir aðilar jafnað saman lögunum um miðhá- lendið og kvótakerfinu með þeim rökum að mið- hálendið sé afhent fáum á sama hátt og kvótinn," sagði hann við umræðurnar í gær. „Þama er ólíku saman að jafna. Miðhálendið er sett undir ríkið og eignaryfirráðin eru ríkisins, eins og kom- ið hefur fram, meðan kvótinn er afhentur útgerð- armönnum til veðsetningar, til sölu, leigu og veiða allt eftir geðþótta hvers og eins útgerðar- manns. Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur af þess- um ástæðum verið mörgum þymir í augum og er það tilfinning þjóðarinnar að útgerðinni hafi ver- ið gefin þjóðareignin með lögunun um stjóm fisk- veiða frá árinu 1990. Það er afleit tilfinning." Sátt náist um auðlindarstýringuna Kristján sagði ennfremur frá því að fyrir rúmu ári hefði hann ásamt nokkmm þingmönnum Sjálfstæðisflokksins barist hart gegn því að lög- fest yrði heimild til að veðsetja kvótann með skipi. ,Ástæða þeirrar baráttu var fyrst og fremst það álit okkar að þá festist kvótinn enn frekar í sessi. Gmndvallarbreytingar á kerfinu geta einnig orðið erfiðari eftir það og bakað þjóð- inni skaðabótaábyrgð. Það var ekki síst fyrir mikinn þrýsting ríkisbankanna að okkur tókst ekki að stöðva þetta mál. Okkur sem nú sitjum á þingi er því mikill vandi á höndum. Allar aðgerðir til að leggja kvótann af í einu vetfangi eru of áhættusamar, enda enginn sem vill setja lang- mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar í hættu, slíkt er ábyrgðarleysi. Ymsir vonast til þess að lausnin fáist með þingsályktun um skipun þverpólitískrar nefndar, sem kanni gjaldtöku í einu eða öðru formi fyrir afnot af þjóðareigninni. Með því móti vonast ég til að sátt geti náðst um auðlindarstýringuna. Niðurstaða þessarar nefnd- ar verður að líta dagsins ljós fyrir næstu ára- mót,“ sagði hann. 36 hljómsveitir á tónleikunum Popp í Reykjavík 4. til 6. júní „Rosalegustu tónleikar sem haldnir hafa verið“ „ÞAÐ leggjast allir á eitt um að gera þetta að rosalegustu tón- leikum sem haldnir hafa verið á íslandi," segir Jón Páll Leifsson, einn aðstandenda tónleikanna Popp í Reykjavík, sem hefjast í Héðinshúsinu og Loftkastalan- um í kvöld. Tónleikarnir standa yfir þrjú kvöld í röð og koma þar fram 36 hljómsveitir. Gerð verður samnefnd kvikmynd um tónleikana sem frumsýna á ( haust. Mikill fjöldi fólks vann öt- ullega að undirbúningi tónleika- haldsins í gær þegar ljósmynd- ari leit inn í Héðinshúsið. I kvöld koma sex hljómsveitir fram á tónleikum í Loftkastalanum sem hefjast kl. 18 og aðrar sex sveit- ir leika í skemmunni í Héðins- húsinu frá kl. 21. Undirtitill tón- leikanna er „Utvegssýning á ís- lenskri tónlist", og er tilgangur- inn, að sögfn Jóns Páls, að veita þeirri miklu grósku, sem nú er í reykvískri popptónlist, þá at- hygli sem hún á skilið, bæði heima og erlendis. Von er á fjöl- mörgum erlendum gestum til landsins, útsendurum sjónvarps- stöðva, útgáfufyrirtækja, tónlist- artímarita o.fl. Allir tónlistar- mennimir sem koma fram gefa vinnu sína. Morgunblaðið/Jim Smart Keiko til Islands í haust? FREE Willy Foundation í Bandaríkj- unum hefur fyrir sitt leyti ákveðið að flytja háhyminginn Keiko til íslands, að því er fram kom í bandarískum fjölmiðlum í gær. Nú er aðeins beðið eftir því að íslensk sfjómvöld veiti heimild til flutningsins. Von er á því að síðasta sýnið sem yfirdýralæknir fór fram á varðandi heilbrigði Keikos berist til landsins innan tíðar. Hallur Hallsson hjá Mönnum og málefnum, sem hefur haft milligöngu í þessu máli, segir að sýnið varði hugsanlega sýkingarhættu gagnvart laxfískum. Sýnið sé neikvætt en svar eigi formlega eftir að berast þar til bæmm yfirvöldum. Bandarískir fjöl- miðlar leituðu fregna hérlendis í gær vegna fréttarinnar ytra um að ákveð- ið hefði verið að flytja Keiko til ís- lands. Veiti stjómvöld samþykki sitt fyr- ir flutningnum er stefnt að því að flytja sjókvína, þar sem Keiko mun dveljast í Eskifirði, til landsins á næstu vikum. Stefnt er að því að flytja háhyrninginn til íslands í sept- ember. Hallur segir að reiknað sé með því að hátt í eitt þúsund blaða- menn komi til landsins og um einn milljarður manns muni fylgjast með fréttum af málinu. ---------------- Björk og Pavarotti hafa ekki náð saman ÍTALSKI óperasöngvarinn Luciano Pavarotti hefur ekki haft samband við útgáfufyrirtæki Bjarkar í Bret- landi, One Little Indian, til að ræða mögulegt samstarf. Haft er eftir Pavarotti í viðtali við danska blaða- manninn Peter Bennett að hann von- ist til að þau geti komið fram saman. Hjá útgáfufyrirtækinu fengust hins vegar þær upplýsingar að það hefði staðið til að þau syngju saman á styrktartónleikum fyrir nokkra en af því hefði ekki orðið. Á þeim tónleik- um kom Bono, söngvari írsku hljóm- sveitarinnar U2, fram með Pavarotti. Björk og Pavarotti hafa því enn sem komið er ekki náð saman. Björk er þessa dagana í sumar- leyfi en næstu tónleikar hennar verða 6. júní í París. -------♦-♦-♦---- Aukning aflaheimilda Tæpir 3 millj- arðar miðað við leiguverð MIÐAÐ við leiguverð kvóta í dag má áætla að tekjur útgerðarmanna auk- ist um 2,8 milljarða króna vegna aukningar á þorskveiðiheimildum á næsta fiskveiðiári. Verðmæti aukningarinnar er um 25,6 milljarðar króna miðað við verð á varanlegum þorskveiðiheimildum í dag. En það má búast við að verð á varanlegum þorskkvóta lækki vegna aukningar á aflaheimildum. ■ Leigutekjur/25 8SKHJR VŒ)SISPTE AMNNUIÍF GSM um gervihnött Hnattvæðing far- símaþjónustu/B8 FARSÍMAR STÓRMARKAÐIR Merrild á toppnum Sölutölur versl- ana gefnar út/B4 Arnór Guðjohnsen gengur til liðs við Val/C1 Skoskur miðvörður gerði samning við KR-inga/C2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.