Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Charente-Maritime Víðtækt samstarf Frakka og Islendinga SÍF átti frumkvæðið SAMKOMULAG um samstarf Sam- bands sveitarfélaga á Suðumesjum (SSS) og héraðsins Charente-Ma- ritime á vesturströnd Frakklands verður undirritað á föstudag. Að sögn Dominique Plédel, viðskipta- fulltrúa franska sendiráðsins, sem verið hefur verkefnisstjóri hér á landi, felur samkomulagið í sér sam- vinnu á mörgum sviðum og hefur undirbúningur þess staðið í rúmt ár. Á laugardag verður einnig opnuð sýning á Miðbakka Reykjavíkur- hafnar um slóðir saltsins en borgin Brouage í Charente-Maritime var helsta saltframleiðsluborg Evrópu á miðöldum. Borgarminjavörður Brouage-borgar, Natalie Ficquet, er hingað komin til að setja upp sýning- una. Samkomulagið tekur m.a. til sam- starfs á sviði heilsulinda en rann- sóknir, svipaðar þeim sem stundaðar eru við Bláa lónið, eru einnig stund- aðar í Charente-Maritime. Domin- ique nefnir einnig samstarf á sviði vinnslu sjávarafurða vegna þess að í háskólanum í Charente-Maritime hafi sérstök áhersla verið lögð á að fmna nýtingu fyrir þær sjávarafurðir sem hefur verið hent hingað til. Dominique segir að svæðin eigi margt sameiginlegt í ferðamálum, m.a. það að ferðamannatíminn sé stuttur, og að franska héraðið hafi ýmislegt fram að færa í umhverfís- málum þar sem stærsta borg þess, La Rochelle, sé fremst í heiminum í notkun rafbíla, og hafi ráðamenn á Suðumesjum þegar farið utan til að kynna sér hana. Hún segir samstarf í menntamálum vel á veg komið og nefnir sem dæmi nemenda- og kenn- araskipti Hótel- og matvælaskólans í Menntaskólanum í Kópavogi við samsvarandi skóla í La Rochelle. Hingað koma héraðsstjómar- menn Charente-Maritime til að ganga formlega frá samkomulaginu við SSS, þ. á m. forseti héraðs- stjórnarinnar sem einnig er bæjar- stjóri Jonzac, auk þess að sitja í öld- ungadeild franska þingsins. Hann hefur sýnt samstarfi við Islendinga mikinn áhuga og velvilja, að sögn Dominique. í Jonzac eru einmitt bækistöðvar dótturfyrirtækis Sölu- sambands íslenskra fiskframleið- enda, SÍF, Nord Morue, en for- svarsmenn SÍF áttu frumkvæðið að komu héraðsstjórans til íslands. Salt í stað grjóts Sýningin um sögu saltsins hefur einnig verið nokkum tíma í undir- búningi. Að sögn Dominique var í Brouage mildlvægasta saltnáma Evrópu allt frá 13., 14. öld og höfðu Hansakaupmenn forgang til að kaupa þar salt og stunda viðskipti með það framan af. Veldi þeirra hmndi þegar fiskveiðar jukust mikið í Eystrasalti og útgerðarmenn sendu sjálfir skip til Brouage til að sækja salt og sniðgengu Hansakaupmenn. Sýningin lýsir m.a. hvernig líf fólks á svæðinu snerist um salt og einnig hvernig lesa má söguna út úr grjóti sem notað var í undirstöður virkis í borginni. Saltskipin, sem komu frá Eystrasalti, fylltu sig af grjóti sem skilið var eftir í Brouage og salt tekið í staðinn. Grjótið var síðan notað til að byggja virki utan um borgina og með því að lesa í grjótið má finna nákvæmlega út hvaðan skipin komu. Borgin er einnig mikilvæg í sögu Frakklands þar sem hún var höfuðsetur stór- menna landsins á 16. og 17. öld. Útvarpsráð vill kanna ávirðingar Vinnu- brögð borin saman ÚTVARPSRÁÐ samþykkti sam- hljóða á fundi sínum á þriðjudag til- lögu Ki'istjönu Bergsdóttur, annars fulltrúa Framsóknarflokksins í ráð- inu, þess efnis að „ávirðingar sem fram hafa komið að undanförnu í garð fréttastofa Ríkisútvarpsins [verði] kannaðar með þeim hætti að bera saman vinnubrögð fréttastof- anna nú og í tvennum síðustu sveit- arstjómarkosningum, með tilliti til aðkomu frambjóðenda í fréttatím- um og fréttatengdum þáttum.“ Pá skiifuðu fjórir fulltrúar af sjö í ráðinu undir svohljóðandi bókun Kristjönu: „Ekkert hefur komið fram sem styður ávirðingar á fréttastofur RÚV í nýlegum sveit- arstjómarkosningum og visa undir- ritaðir þeim alfarið á bug. Starfs- fólk fréttastofanna vann gott starf fyrir sveitarstjórnarkosningar og á kosninganóttu og er þeim sómi að.“ Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði skrifuðu ekki undir bókunina. Morgunblaðið/Golli STYGG mun enn um sinn geta notið frelsisins ásamt lömbum sfnum. Ekki eru í HEILT ár hefur kindin Stygg haldið til í fjallinu Mýrarfelli skammt sunnan Grundarfjarðar. I apríl bar hún gimbur undan hrúts- lambi sínu frá árinu á undan. Fyrir skömmu reyndu bændur að ná henni af fjalli og slóst Morgunblað- ið með í för. Veðrið gat ekki verið ákjósan- legra þegar Leifur Ágústsson og Ólafur Jónsson lögðu í hann upp úr hádegi á þriðjudag. Leifur og Ólafur eru báðir fjárbændur á Snæfellsnesi. Leifur býr á Máva- hlíð, sem er um lð kílómetra norð- an Ólafsvíkur en Ólafur býr á Mýr- um, sem er við fjallsrætur Mýrar- fellsins. Upphaflega 13 kindur Fyrir rúmu ári var fénu af svæð- inu sleppt upp í haga í svokallaðan Lárdal. Fljótlega eftir að fénu hafði verið sleppt fór hluti hópsins, alls 13 kindur, upp í klettabelti sem er efst í fjallinu. Erfitt er að komast að því og þarf að ganga upp fyrir fjallið og siðan fram með því til að komast að fénu. Síðastlið- ið haust tókst að ná flestu fjárins niður að frátaldri einni kind ásamt hrútslambi hennar. Ekki var hægt að komast að mæðginunum í vetur sökum snjóa og fylgdust heima- menn með þeim neðan úr dalnum. í apríl tók Ölafur á Mýrum hins vegar eftir því að fjölgað hafði í allar ferðir til fjár ÓLAFUR Jónsson bóndi á Mýrum hefur fylgst með kindinni í vetur. hópnum. Stygg hafði borið lambi. Ilrútslambið frá árinu á undan hafði svarað kalli móður náttúru og getið með móður sinni af- kvæmi. Segja má því að þarna sé komið náttúrulega villt fjallalamb. Stygg snýr á leitarmenn Uppgangan á Mýrarfell tók um tvær stundir. Fjalliö er um 480 metra hátt. Efst í því er mikil hvít- mávabyggð og einnig er þar tölu- vert af múkka. Komið var að Stygg ásamt lömbum hennar á grasbala við enda fjallsins. Sýndi hún mikla ró þegar leitarmenn komu að þeim og náðu þeir að komast aftan að hópnum. Hófst þá reksturinn og leit vel út með að koma fjölskyldunni til byggða. Skyndilega stöðvaði Stygg förina og tók sfðan á rás upp grasbalann. Náði hún ásamt lömbum sinum að komast upp fyrir bændurna og lilaupa út á mjótt sylluberg í snar- brattri hlfðinni. Ekki treystu mennirnir sér til að fylgja skjátun- um eftir og urðu þeir því frá að hverfa. Þessi sérstaka fjölskylda mun því enn um sinn njóta óskerts frelsis en ráðgert er að reyna aðra tilraun fljótlega. Úthlutun úr Húsverndarsjóði árið 1998 Rúmar 14 millj. til 48 eigna BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu umhverfismálaráðs um úthlut- un úr Húsvemdarsjóði til 48 hús- eigenda árið 1998. Samtals er út- hlutað 14.850 þús. krónum og er hæsti styrkurinn 800 þús. vegna Vesturgötu 50. Til Þingholtsstræt- is 17 em veittar 700 þús. krónur og til Vesturgötu 22 eru veittar 600 þús. krónur. Vegna viðgerða á Hafnarstræti 16 em veittar 500 þús. og til Bók- hlöðustígs 8 og Galtafells við Lauf- ásveg 46 em veittar 450 þús. fyrir hvort hús. Þær eignir sem fá 400 þús. em Ingólfsstræti 10, Sólvalla- gata 25, Hof, Tryggvagata 1, Vikt- arskýli, Veltusund 3 og Vesturgata 27. Þær eignir sem fá 350 þús. em Bergstaðastræti 21, Lækjargata 10, Miðstræti 10 og Miðstræti 3. Þær eignir sem fá 300 þús. em Brattagata 6, Grettisgata 11, Grettisgata 27, Laufásvegur 34, Miðstræti 8b, Mjóstræti lOb, Óð- insgata 8b, Sigtún 23, Stýrimanna- stígur 15, Tjarnargata 24 og Tjarn- argata 37. Þær eignir sem fá 250 þús. era Bergstaðastræti 22, Ný- lendugata 24, Skólastræti 5 og Þingholtsstræti 6. Þær eignir sem fá 200 þús. eru Bræðraborgarstígur 4, Fischer- sund 3, Garðar við Ægissíðu, Garðastræti lla, Hákot, Garða- stræti 25, Grjótagata 12, Miðstræti 5, Isl. óperan, Ingólfsstræti, Mjóstræti 2, Mjóstræti 6, Vestur- gata 29, Þingholtsstræti 13 og Þingholtsstræti 35. Þær eignir sem fá 150 þús. em Mjóstræti 3 og Sólvallagata 1. Eignir sem fá 100 þús. era Austur- stræti 4 og Njálsgata 40. Hátíðardag- skrá í tilefni sjómanna- dagsins SEXTÍU ár eru liðin frá því sjó- mannadagurinn var haldinn hátíð- legur í fyrsta sinn. Af því tilefni verður formleg opnun sögusýning- ar í hátíðarsal Sjómannaskólans í dag, að viðstöddum forseta íslands og fleiri gestum. Sýningin verður opnuð almenn- ingi kl. 14 á sjómannadaginn, sunnudaginn 7. júní. Til sýnis verða líkön af nær 100 bátum og skipum frá fyrri tíð til okkar daga. 58 þessara líkana em gerð af Grími Karlssyni. Sýningin stendur til 20. júní og verður opin daglega kl. 14-19. Samhliða verður haldin sýning Slysavarnafélags íslands í tilefni 70 ára afmælis þess. Kynnt verður ýmis starfsemi félagsins, s.s. til- kynningaskyldan og útkallskerfi allra björgunarsveita landsins, Slysavarnaskóli sjómanna og ýmis Morgunblaðið/Þorkell DYTTAÐ að flotbryggju. myndbönd um slysavarnir og neyðarhjálp. Þá býður fulltrúaráð sjómanna- dagsins til kvikmyndasýningar í Laugarársbíói laugardaginn 6. júní kl. 15 og 16 á heimildarmyndinni íslands þúsund ár, sem sýnir sjó- sókn fyrri alda. Eru sýningarnar öllum opnar og án endurgjalds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.