Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Óttast að N-Kórea eigi kjarnavopn Tókýó. Reuters. Blóðgjafar sjá leikina FULLTRÚAR blóðbankans í Bordeaux í Frakklandi hafa ákveðið að koma fyrir sjón- varpsskjám í öllum blóðgjafar- stöðvum sínum til að tryggja að blóðgjafar missi ekki af neinu markverðu frá heims- meistaramótinu í knattspymu sem fram fer í sumar. Doktor Frederik Meunier, fram- kvæmdastjóri blóðgjafa í Bor- deaux-fylki, segir að þörfin fyrir blóð gæti orðið mikil í júní þegar þúsundir gesta heimsækja Frakkland til að fylgjast með HM en Meunier segist óttast að margir fasta- gesta sinna láti hjá líða að gefa blóð vegna fótboltans. Sjúkra- flutningar í Afganistan ÞORPSBÚAR í Angaryan í Afganistan bera mann sem slas- aðist í jarðskjálftanum á laugar- dag til sjúkraþyrlu í gær. Þá var beðið eftir því að fleiri þyrl- ur bæru matvæli og bráða- birgðaskýli til afskekktra þorpa í norðurhluta landsins sem urðu verst úti í skjálftanum. Þúsund- ir manna biðu bana. I yfírlýs- ingu frá Sameinuðu þjóðunum sagði að ekki skorti á birgðir heldur flutningagetu, því allar tiltækar þyrlur væru nú notaðar við að koma slösuðum til sjúkra- stöðva. VIRT dagblað í Japan skýrði frá því í gær að japönsk varnarmálastofn- un teldi líklegt að Norður-Kóreu- menn ættu að minnsta kosti eina kjamorkusprengju. Japanskir embættismenn hafa látið í ljós áhyggjur af því að Pakistanar, sem sprengdu sex kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni í vikunni sem leið, kynnu að hafa að- stoðað Norður-Kóreumenn við að þróa kjarnavopn. Japanska dagblaðið Nihon Keizai Shimbun sagði í gær að í skýrslu Varnarmálastofnunar Japans kæmi fram að kjarnorkutilraunir Indverja og Pakistana hefðu auðveldað Norð- ur-Kóreumönnum að þróa eigin kjamavopn. „Hugsanlegt er að Norður-Kóreumenn eigi að minnsta kosti eina kjamorkusprengju," hafði blaðið eftir skýrsluhöfundunum. Talsmaður stofnunarinnar neitaði að svara spurningum blaðamanna um fréttina en sagði að stofnunin útilokaði ekki þann möguleika að Norður-Kóreumenn væm að þróa kjarnavopn. í nánum tengslum við Pakistan Norður-Kóreumenn komu Japön- um í opna skjöldu árið 1993 þegar þeir skutu meðaldrægri eldflaug af gerðinni Rodong-1 í Japanshaf í til- raunaskyni. Rodong-1 byggist á hönnun sovésku Scud-eldflauganna, sem Irakar notuðu í stríðinu fyrir botni Persaflóa. Kínverjar og Pakistanar era nán- Japanskir embætt- ismenn telja að Pakistanar hafí aðstoðað við þró- un þeirra ustu bandamenn Norður-Kóreu- manna, sem era einnig í nánum tengslum við stjórnina í Iran. „Við verðum að vera á varðbergi vegna náinna tengsla Norður- Kóreu, Pakistans, Kína og írans. Þessi ríki hagnast öll af þessum nánu tengslum,“ sagði Hideshi Ta- kesada, prófessor við Japönsku her- fræðistofnunina. „Það er mjög lík- legt að Norður-Kóreumenn geti eignast kjarnavopn, með hliðsjón af hernaðarlegri samvinnu Pakistans og Norður-Kóreu.“ Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur sagt að Norður-Kóreumenn séu helstu útflytjendur eldflauga í heiminum og japanskir embættis- menn telja að þeir hafi selt Paki- stönum og Irönum eldflaugar á síð- ustu áram. Takesada sagði hins vegar að kín- verska stjómin hefði verið treg til að aðstoða Norður-Kóreumenn við smíði eldflauga þar sem hún vildi bæta samskiptin við Bandaríkja- stjóm. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segist aldrei hafa getað staðfest að Norður-Kóreumenn eigi kjarnavopn en telur þá eiga kjarnakleyf efni sem hægt sé að nota í kjarnorkusprengjur. „Það er mjög hugsanlegt að stjómin í Pyongyang eigi að minnsta kosti eina kjarnorkusprengju, eins og norður-kóreskir flóttamenn hafa sagt,“ sagði vestrænn fréttaskýr- andi í Seoul. Takesada sagði að ólíklegt væri að Norður-Kóreumenn myndu hefja kjamorkutilraunir og lýsa því yfir að þeir hefðu eignast kjamavopn þar sem þeir væra háðir aðstoð Vestur- landa vegna matvælaskortsins í landinu. „Það þarf þó ekki endilega að þýða að þeir eignist ekki kjarna- vopn. Þeir gætu gert það á laun.“ Kínverjar hafna kjarnorkutilraunum Óttast hefur verið að kjarnorku- sprengingar Indverja og Pakistana verði til þess að Kínverjar hefji kjamorkutilraunir að nýju. Jiang Zemin, forseti Kína, sagði hins veg- ar í gær að Kínverjar hefðu ekki í hyggju að sprengja kjarnórku- sprengjur í tih-aunaskyni. Kínverjar hafa undirritað alþjóð- legan samning um bann við kjarn- orkusprengingum í tilraunaskyni en talsmaður kínverska utanríkisráðu- neytisins hefur bent á ákvæði í samningnum, sem heimilar ríkjum að hefja kjamorkutilraunir telji þau öryggi sínu ógnað. Reuters Að ganga berfættur í mjúkum sandi eða mosa veitir eðlilegt álag á fætuma. Þar sem það býðst ekki daglega er nauð- synlegt að velja skófatnað sem dreifir álagi á fæturna á eðlilegan hátt. Fótbeðið í Birkenstock skófatnaði er létt og sveigjan- legt og er mótað úr hreinum náttúru- efnum, korki og leðri. Fæturnir hreyfast eðlilega, blóðrásin er hindrunarlaus og allir hlutar fótarins bera sinn hluta þungans. Bakverkir, spenna í hálsi og herðum, sem og verkir í ! fótum orsakast oft af slæmum skófatnaði. Birken- stock er því kjörinn skó- fatnaður fyrir þá sem þurfa mikið að ganga eða standa. Markmið Birkenstock er að ffamleiða þægilegan og heilsusamlegan skófatnað og stuðla þannig að ánægju og vellíðan. BIRKENSTOCK VERSLUNIN, LAUGAVEGI 41, SÍMI 551 7440 Ný bandarísk skýrsla um afdrif nazistagulls Hlutlaus ríki voru nazist- um mikilvæg Washington. Reuters. FJÖGUR lönd sem voru yfirlýst hlutlaus ríki í síðari heimsstyrjöld- inni - Portúgal, Spánn, Svíþjóð og Tyrkland - vora ekkert síður mik- ilvæg en Sviss til að auðvelda þýzk- um nazistum stríðsreksturinn. Þetta kemur fram í niðurstöðum opinberrar bandarískrar skýrslu sem birt var í vikunni, en hún var gerð til að rannsaka hvað varð um gull og aðrar eigur fólks sem varð fómarlömb helfararinnar gegn gyðingum. Sviss hefur hingað til mátt þola hörðustu gagnrýnina fyrir að hafa auðveldað nazistum stríðsrekstur- inn með því að taka við stolnu gulli af þeim og greiða fyrir með sviss- neskum frönkum - einum af fáum alþjóðlega skiptanlegu gjaldmiðl- unum á stríðsáranum. En Stuart Eizenstat, aðstoð- arutanríkisráðherra Bandaríkj- anna, tjáði fréttamönnum í Was- hington að Portúgal, Spánn, Sví- þjóð og Tyrkland hafi ekki átt síðri þátt í að halda stríðsvél nazista gangandi, þar sem þau hefðu látið Þjóðverjum í té nauðsynleg hráefni til vopna- og hergagnagerðar. „Það er augljóst, að hefði gullinu [frá nazistum] ekki verið breytt í svissneska franka, þá hefðu þeir ekki haft skiptanlegan gjaldmiðil. Hefðu hin [hlutlausu löndin] ekki selt hráefnin hefði gullið ekki verið ýkja gagnlegt," sagði Eizenstat, sem hefur haft yfirumsjón með rannsókn bandarískra yfirvalda á því hvað hafi orðið um hið svokall- aða „nazistagull". Svisslendingum hælt Fyrri skýrsla sérfræðingahóps Eizenstats um þetta mál var birt í maí í fyrra, en í henni voru sviss- neskir bankar og þarlend stjóm- völd stríðsáranna gagnrýnd fyrir að hafa keypt gull af þýzku nazista- stjórninni. Þessi skýrsla olli mikilli reiði í Sviss, en þarlendum þótti hún ósanngjörn. I nýju skýrslunni, sem birt var í gær, er lýst meiri skilningi á stöðu Sviss í síðari heimsstyrjöld, sem þá var um- kringt þýzkum hersveitum á allar hliðar. Ennfremur er Svisslending- um hælt fyrir að ganga fremst hlautlausu þjóðanna í að reyna að koma til móts við skaðabótakröfur fólks sem lifði helförina af. Svíar brugðust við niðurstöðum skýrslunnar með því að tilkynna að þeir myndu gera þær að þætti í víðtækri rannsókn á sænskri kaup- sýslu í síðari heimsstyrjöld. Full- trúi sænska utanríkisráðuneytisins sagði að niðurstöðunum væri ekki hafnað þar í landi, þvert á móti vildu menn taka þeim opnum huga. „En það era ekki margar nýjar staðreyndir í þessari skýrslu. Ég held að Bandaríkjamenn muni einnig kannast við það,“ sagði full- trúinn. Sænski seðlabankinn hefur viðurkennt að hafa tekið við stolnu gulli frá nazistum gegnum Holland og Belgíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.