Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUMIR ERU JAFNARIEN AÐRIR RÍKISSKATTSTJÓRI birtir op- inberlega a.m.k. tvisvar sinnum á ári orðsendingu sem nefnd er „skattmat í staðgreiðslu" þar sem finna má upplýsingar um skilyrði fyrir frádrætti á móti fengnum dag- ^eningum. Ennfremur má finna upplýsingar um þessi skilyrði í leið- beiningabæklingi sem einstaklingar fá sendan með skattframtali i upp- hafi hvers árs. Þessi bæklingur er gefínn út af embætti ríkisskatt- stjóra. Einhverjum almúgamannin- um gæti nú dottið í hug að leiðbein- ingar þessar ættu við fyrir alla þegna ríkisins. En því fer víðs fjarri. Hvað varðar leiðbeiningar um dagpeninga í umræddum pésum ríkisskattstjóra þá virðast leiðbein- ingarnar aðeins eiga við um foringj- ana á Dýra-Garði og aðrar álíka hátt settar og merkilegar fígúrur svo vísað sé í bók George Orwell: ..Félagi Napóleon". Reyndar virðist *hluti af almúganum hafa sloppið í gegnum þá síu sem notast hefur verið við til að skilja hratið frá í þessu sambandi. En það er ekki von að ríkisskattstjóri átti sig á því að almúginn í landinu kunni að lesa, hvað þá að einhverju almúgaskrípi láti sér detta í hug að það skuli lúta lögum höfðingjanna. Enda voru það bara Skrækur og Napóleon og þeirra bræður á Dýra-Garði sem brutust til mennta og lærðu að lesa svo orð væri á gerandi. En ljóst er - áð asninn Benjamín hefur haft ým- islegt til síns máls en hann var þess fullviss að ekki væri það lesmál til sem væri þess virði að það væri les- ið. Engin lýsing getur átt betur við um leiðbeiningar ríkisskattstjóra varðandi dagpeningagreiðslur en einmitt álit Benjamíns. Það er al- múgalýðnum svo sannarlega einskis virði að lesa þær leiðbeiningar með það að leiðarljósi að fara eftir þeim en detti einhverjum í hug að eyða tíma sinum í þann lestur ber honum að hafa í huga að honum er ekki ætlað að skilja þær eftir orðanna hljóðan. Dagpeningum er ætlað að mæta þeim kostnaði launamanns sem '»iann verður fyrir meðan hann sinn- ir störfum fyrir vinnuveitanda sinn fjarri heimili sínu. Ríkisskattstjóri ákveður síðan almenna hámarks- upphæð sem færa má til frádráttar á móti greiddum dagpeningum. Reyndar eru þær upphæðir sem ríkisskattstjóri hefur heimilað í gegnum tíðina langt umfram þann kostnað sem eðlilegt má telja að menn verði íyrir af þessum sökum. Þetta vita allir sem einhvem tímann hafa fengið greidda dagpeninga. Það má vel vera að einhverjum tak- ist að eyða svo miklu í ferðum á vegum vinnuveitanda að ekki veiti af þeim frádrætti sem heimilaður er af ríkisskattstjóra. Ég fullyrði þó að þeir sem afreka slíkt lifa ekki svo hátt þurfi þeir að bera kostnaðinn sjálfir. Hér er ég þó að vísa í tals- vert lægri tölur en komið hafa fram í úrslitum maraþoneyðslukeppni fyrrum bankastjóra Landsbankans eins og tíundað hefur verið í fjöl- miðlum undanfarið. Allt fram að áramótum 1997/1998 mátti í leið- beiningum ríkisskattstjóra (að með- töldum leiðbeiningum með skatt- framtali 1998) lesa eftirfarandi um dagpeninga og frádrátt frá þeim: „Á móti fengnum dagpeningum er ^eimilt að færa til frádráttar kostn- að vegna ferðar launþega á vegum launagreiðanda. Skilyrði fyrir frá- drætti eru þau að íjárhæðin sé inn- an þeirra marka sem fram koma í skattmati ríkisskattstjóra og að íyr- ir liggi í bókhaldi launagreiðanda sem og hjá launamanni gögn um til- efni ferðar, fjölda dvalardaga og 4járhæð dagpeninga." Starfsmenn ís- lenskra sjávarafurða hf. sem störfuðu að verkefni fyrirtækisins á Kamchatka á árinu 1996 fengu greidda dagpeninga vegna þeirra daga sem þeir voru að störfum fyrir fyrirtækið utan ís- lands. Þessir dagpen- ingar voru innan þeirra marka sem fram koma í skattmati ríkisskatt- stjóra. Nú virðist ein- hver starfsmaður skattyfirvalda hafa fengið þá flugu í höfuð- ið að dagpeninga vegna starfa að þessu ákveðna verkefni skuli alls ekki meðhöndla í samræmi við skilgrein- ingar í leiðbeiningum frá ríkisskatt- stjóra. í þessu sérstaka tilfelli skuli meðhöndla dagpeningagreiðslur eins og um laun sé að ræða. Og rík- isskattstjóri sjálfur leggur blessun sína yfir þessa hugmynd. Rökin sem færð eru fyrir þessu eru að starfsmenn hafi verið langdvölum erlendis við störf og þar með sé „venjulegur vinnustaður" á Kamchatka og þá sé grundvöllur fyrir frádrætti brostinn. Allir sem hafi fengið dagpeninga greidda fyr- ir þrjá mánuði eða meira skuli með- höndlaðir á þennan hátt. Reyndar er tekið á því í leiðbeiningum ríkis- skattstjóra hvernig meðhöndla skuli dagpeningagi'eiðslur fari dvöl er- lendis fram úr þremur mánuðum en þar segir: „Fari dvöl erlendis vegna þjálfunar, náms eða eftirlitsstarfa íram úr þremur mánuðum skal frá- dráttur á móti dagpeningum lækka um 25% þann tíma sem dvalist er umfram þrjá mánuði.“ Ekki er minnst einu orði á að grundvöll bresti fari dvöl fram yfir einhvern tiltekinn dagafjölda. Leiðbeiningar ríkisskattstjóra eru mjög skýrar a.m.k. fyrir þá sem lesa og tala það tungumál sem þær eru skrifaðar á. Hver er munurinn skattalega á að hafa starfað 2 mánuði utan íslands að umræddu verkefni eða 11 mán- uði? Starfsmennimir voru með vinnuréttarsamband við íslenskan lögaðila og héldu heimili á Islandi þar sem þeir höfðu lögheimili. Þeir báru sannanlega kostnað af því að starfa fjarri heimili sínu fyrir vinnu- veitanda sinn alveg á sama hátt og aðrir sem sinna störfum fyrir vinnu- veitendur sína fjarri heimili sínu. Því verður ekki mótmælt að lang- flestir starfsmannanna áttu afgang af dagpeningunum eftir að hafa greitt þann kostnað sem þeir urðu fyrir. En það er að fullu samsvar- andi við þá sem fara styttri ferðir en til þriggja mánaða. Frádráttur á móti dagpeningum eins og hann er ákvarðaður af ríkisskattstjóra er það ríflegur að í flestum tilfellum nýtist stór hluti þeirra eins og um sé að ræða tekjuskattfrjáls laun. Þeir sem störfuðu að verkefni Is- lenskra sjávarafurða hf. á Kamchatka ætlast einfaldlega til að fá að njóta þessara fríðinda á sama hátt og aðrir. Nú hefur komið fram i fjölmiðlum við umfjöllun á starfskjörum banka- stjóra að utanlandsferðir í eigin þágu hafi jafnvel verið hluti af starfskjörum bankastjóranna. Enn- fremur hefur verið látið að því liggja að á þessum ferðum hafi verið greiddir dagpeningar fyrir viðkom- andi svo og maka að viðbættum öll- um útlögðum kostnaði. Mér dettur ekki í hug að gera athugasemdir við hæfileika þessara snillinga við að semja um manneskjuleg kjör handa sjálfum sér. Hins vegar leikur mér forvitni á að vita hvort þessar Örn Gunnlaugsson gi'eiðslur hafi verið meðhöndlaðar í skatta- legu tilliti með rétt- mætum hætti. Napóle- on og Ski-ækur geta kannski lesið út úr leið- beiningum ríkisskatt- stjóra að orlofsferðir sem þessar séu sann- anlega í þágu vinnu- veitanda og þar með sé grundvöllur til frá- dráttar fyrir hendi. Benjamín kæmist ekki upp með að njóta slíkra hlunninda skattfrjálst, enda kann hann ekkert að lesa auminginn og er þar að auki algjör asm. Flugliðar starfa um sem ráðnir eru til borð í fiugförum fá greidda dagpeninga og skattyfir- völd samþykkja frádrátt á móti þeim. Flugliðar sem fara út að morgni og koma til baka með sömu vél seinni hluta sama dags bera sannanlega engan kostnað utan „venjulegs vinnustaöar". Hvaða kostnaði skyldi þeirra dagpeningum Leiðbeiningar ríkis- skattstjóra eru ekki fyrir alla skattþegna, segir Orn Gunnlaugs- son, þær virðast aðeins eiga við um „foringja á Dýra-Garði“. vera ætlað að mæta? Góðfúslega bendi ég stéttarfélagi bflstjóra hjá SVR á að setja inn í næstu kröfu- gerð hjá sér að meginhluti launa verði framvegis greiddur í formi dagpeninga þar sem slík tilhögun myndi auka ráðstöfunartekjur fé- lagsmanna verulega. En það er hæpið að túlkun skattyfirvalda varðandi þessar greiðslur verði með sama hætti og hjá flugliðum þrátt fyrir að hér sé um nákvæma sam- svörun að ræða. Ég og Benjamín asni erum alla vega þeirrar skoðun- ar að hér sé nákvæm samsvörun. En Napóleon og Skrækur eru alveg örugglega ósammála okkur enda eru þeirra líkar langt yfir það hafnir að ferðast með einhverjum rútubfl- um þegar þeim hafa verið afhentir jeppar af sverustu gerð með til- heyrandi útbúnaði allt á kostnað Benjamíns og annarra álíka ein- feldninga. I byrjun árs 1998 birti ríkisskatt- stjóri akvörðun sína um upphæð frádráttar á móti dagpeningum vegna fyrri hluta árs 1998. En þá var búið að bæta við skilgreining- arnar eftirfarandi: „Frádrátturinn er háður því skilyrði að um sé að ræða dagpeningagreiðslur vegna tilfallandi ferða utan venjulegs vinnustaðar.“ Hvað skyldi nú vera venjulegur vinnustaður og hvað óvenjulegur? í leiðbeiningunum er ekki að finna neina skilgreiningu á því. Enda engin þörf á, þetta eru aðeins skýr skilaboð um að gagn- vart ákvæðum skattalaga skuli allir þegnar ríkisins vera jafnir en þó skulu sumir vera jafnari en aðrir. Venjulegur vinnustaður flugliða getur tæplega verið annars staðar en um borð í flugförum, annars væru þeir ekki flugliðar. Nú hafa skattyfirvöld skilgreint reglur um meðferð dagpeninga enn betur en áður var gert. Samkvæmt hinni nýju skilgreiningu er grundvöllur fyrir frádrætti á móti dagpeningum alls ekki fyrir hendi hjá flugliðum og hefur í raun ekki verið sam- kvæmt túlkun embættis ríkisskatt- stjóra undanfarin ár. Það væri nú nær að skattyfirvöld veldu fómarlömb sín af annarri hvöt en villidýi-um er tamt að gera við val á sínum fórnarlömbum. En vinnubrögð skattyfirvalda bera ekki með sér að skynsemi og sanngirni ráði þar ferðinni. Fórnarlömbin virðast því miður vera valin með til- liti til styrks þeirra og getu til að verja sig og þá er vissara að snerta ekki þá sterku og voldugu. Þegnar ríkisins hljóta að eiga heimtingu á að það fólk sem það hefur í vinnu við skattheimtu vanræki ekki störf sín. Rétt er að árétta að ríkisskatt- stjóri og hans hirð eru í vinnu hjá almenningi en erfðu ekki krúnuna eins og þeim virðist stundum hætta til að halda. Ekkert réttlætir það að skattyfirvöld misnoti völd sín og mismuni þegnunum. En það virðist ekki breyta neinu þó skattyfirvöld- um sé bent á ósamræmi milli starfs- stétta eða samsvörun við aðra hópa í þjóðfélaginu. Þau þursast við og svara engu enda ósnertanleg. Því- líkir þverplankar! Ekki verður annað séð en að embætti ríkisskattstjóra svo og ein- stakra skattumdæma hafi liðið fjölda manns skattsvik í gegnum tíðina hvort sem slíkt hefur verið óviljaverk eða ekki. En ég vil benda skattyfirvöldum á að ganga fyrst í þau mál sem elst eru og tryggja þannig að þau fyrnist ekki. Hafi um einhvern skandal verið að ræða þá hófst hann örugglega ekki með dag- peningagreiðslum til starfsmanna við verkefni íslenskra sjávarafurða hf. á Kamchatka. Ég fer fram á það að ríkisskatt- stjóri upplýsi opinberlega eftirfar- andi: Mun embætti ríkisskattstjóra að- hafast eitthvað vegna þeirra upp- lýsinga sem fram hafa komið í fjöl- miðlum undanfarið um dagpeninga og ferðakostnað bankastjóra Landsbankans þ.m.t í orlofsferðum undanfarin ár? Ef ekki, hvers vegna? Látið hefur verið að því liggja að í einhverjum tilfellum hafi ríkið og/eða ríkisbankarnir greitt allan kostnað vegna ferða æðstu starfs- manna sinna jafnframt því að greiða þeim dagpeninga. Mun embætti rík- isskattstjóra rannsaka hvort skatta- leg meðferð dagpeningagreiðslna til þessara aðila hafi verið með rétt- mætum hætti undanfarin ár? Ef ekki, hvers vegna? Einn af núverandi bankastjórum Seðlabankans komst fyrir nokki-u í fjölmiðla vegna landsfrægrar ferða- gleði sinnar. Þrátt fyrir efasemdir um tilgang einhverra þessara ferða var gefið í skyn að um væri að ræða ferðir á vegum vinnuveitanda. Hef- ur embætti ríkisskattstjóra beitt sér fyrir því að rannsakað verði hvort gi-undvöllur hafi verið fyrir dagpeningagreiðslum í þessum ferðum og ferðum annarra í svipuð- um stöðum og hvort skattaleg með- ferð þeirra hafi verið með réttmæt- um hætti? Ef ekki, hvers vegna? Mun embætti ríkisskattstjóra beita sér fyrir því að dulbúin laun til flugliða sem nú eru greidd í formi dagpeninga verði skattlögð með réttmætum hætti og samkvæmt þeirri skilgreiningu að frádráttur sé háður því að „um sé að ræða dag- peningagreiðslur vegna tilfallandi ferðir utan venjulegs vinnustaðar"? Hve mörg ár aftur í tímann? Ef ekki, hvers vegna? Skattyfirvöld hafa krafið starfs- menn Islenskra sjávarafurða hf. vegna verkefnis þeirra á Kamchatka um nótur sem sanni kostnað sem þeir urðu fyrir vegna dvalar ytra á vegum vinnuveitanda. Mun embætti ríkisskattstjóra krefja alla aðra aðila sem fengið hafa greidda dagpeninga á undan- förnum árum um nótur sem sýna fram á hver raunverulegur kostnað- ur á ferðum þeirra hafi verið? Mun embætti ríkisskattstjóra skatt- leggja þá upphæð sem ekki verður sýnt fram á með sannanlegum hætti að hafi verið notaðar til greiðslu kostnaðar? Ef ekki, hvers vegna? Ég geri þá kröfu að rfldsskatt- stjóri gefi greinargóð svör við spurningum mínum að framan og sýni og sanni með ótvíræðum hætti hvernig ti-yggt sé að allir þegnar ríkisins njóti jafnræðis við með- höndlun mála hjá skattyfirvöldum. Varla þarf ríkisskattstjóri að skammast sín svo mikið fyrir ákvarðanir sínar eða afgreiðslu mála hjá embættinu að verk hans þoli ekki dagsins ljós. Ef það er hins vegar raunin kýs hann kannski frekar að slást í hóp yfirmanna Is- lenskra sjávarafurða hf. sem ekki vilja tjá sig um þær vanefndir og blekkingar sem þeir beittu starfs- menn sína vegna skattalegrar með- ferðar dagpeningagreiðslna. Felu- leikurinn verður bara meira krassandi því fleiri sem taka þátt í honum. Höfundur er fyrrv. slarfsmaður Isleuskra sjávarafurða hf. imms IJnisjón Arnór G. Ragnarsson Guðlaugur Iangefstur í annarri viku sumarbrids Sunnudagskvöldið 31. maí lauk annarri spilaviku sumarsins. 14 pör létu sjá sig og varð staða efstu para þessi (meðalskor 168): NS Magnús Halldórsson - Sæmundur Björnsson 210 Guðmundur Vestmann - Unnsteinn Jónsson 192 Jóna Magnúsdóttir - Jóhanna Sig- urjónsdóttir 167 AV Geirlaug Magnúsdóttir - Torfí Ax- elsson 175 Björn Ái-nason - Eggert Bergsson 174 Unnur Sveinsdóttir - Jón Þór Karlsson 174 Jórunn Fjeldsted - Vilhjálmur Sig- urðsson jr. 174 Erfitt er að ímynda sér að keppnin geti orðið öllu jafnari en hún var hér í Austur-Vestur riðlin- um. Hvað um það, flestir áttu frí daginn eftir og því var ákveðið að halda sveitakeppni að loknum tví- menningi. Flestir tóku þátt í henni, eða sex sveitir. Sigurvegari varð sveit Geirlaugar Magnúsdóttur (Torfi Axelsson, Sturla Snæbjörns- son og Cecil Haraldsson, auk Geir- laugar) sem lagði sveit Unnar Sveinsdóttur (Jón Þór Karlsson, Eyþór Hauksson og Björn Svavarsson, auk Unnar). Það kemur engum á óvart að Guðlaugur Sveinsson skuli vera farinn að láta til sín taka í stiga- skorun í Sumarbridge 1998. Hann varð langefstur í annarri spilaviku sumarsins, en staða efstu manna í þeirri viku varð þessi: Guðlaugur Sveinsson 64 Oli Björn Gunnarsson 43 Erlendur Jónsson 43 Jón Steinar Ingólfsson 40 Anton R. Gunnarsson 40 Mánudagskvöldið 1. Júní var spilaður Mitchell. 20 pör tóku þátt og varð staða efstu para þessi: NS Þórir Leifsson - Jón Stefánsson 292 Erla Sigurjónsdóttir - Guðni Ingv- arsson 256 Omar Olgeirsson - Hermann Frið- riksson 252 AV Sigrún Pétursd. - Arnar Geir Hin- riksson 249 Jón Viðar Jónmundsson - Eggert Bergsson 232 Jón Steinar Ingólfsson - Guðlaugui- Bessason 232 Spilað er öll kvöld nema laugar- dagskvöld og hefst spilamennskan alltaf kl. 19:00 Spilastaður er að venju Þönglabakki 1 í Mjódd, hús- næði Bridgesambands íslands. All- ir eru hvattir til að mæta, hjálpað er til við að mynda pör úr stökum spilurum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.