Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ 18 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 F AKUREYRI Þela- merkur- skóli fær tölvu HUGVER í Reykjavík afhenti nýlega Þelamerkurskóla í Hörgárdal tölvu að gjöf, en fyrirtækið hafði leitað að skóla þar sem fínna mætti grósku- mikið starf með nemendum með ríkar einstaklingsþarfír. Þelamerkurskóli varð fyrir val- inu enda hefur hann náð góð- um árangri á því sviði. Tölvur í skólastarfí verða nauðsynlegri með degi hverj- um, auk þess að búa nemendur undir tölvuvætt þjóðfélag nýt- ast þær einstaklega vel í námi og kennslu. Auk þeirrar fjöl- þættu vinnu sem margvísleg forrit bjóða upp á gefa þær nemendum kost á meiri vinnu- hraða en þeir eiga að venjast með hefðbundnum leiðum í námi og einnig má nefna að þær gefa nemendum á svip- stundu upplýsingar um árang- ur. Sýningu Rojs að ljúka UM NÆSTU helgi lýkur sýningu Roj Fribergs í Listasafninu á Akur- eyri. Henni hefur verið afbragðsvel tekið og fjölmargir gestir lagt leið sína í safnið. Roj Friberg sýnir um 160 myndir gerðar með fjölbreyttri tækni. Auk innsetningar í vestursal, sem byggð er á verki Kafka „Rétt- arhöldin", sýnir hann vaxmálverk gerð á pappír og filmu auk stórra blýantsteikninga og litógrafíu. Listasafnið er opið frá kl. 14 til 18 alla daga nema mánudaga. Blindir og sjónskertir Hollendingar og fslendingar á ferðalagi HÓPUR blindra og sjónskertra Hollendinga og íslendinga hefur verið á ferð norðanlands en í gær var farið í Lystigarðinn á Akureyri. LITIL tjörn úr mósaiksteinum vakti athygli ferðalanganna þegar þeir fóru í Lystigarðinn á Akureyri. UM 30 manna hópur blindra og sjónskertra Hollendinga og Islendinga hefur verið á ferð í Eyjafírði síðustu daga, en í gær lá leiðin suð- ur á bóginn. Fólkið tekur þátt í verkefni sem heitir Ungt fólk í Evrópu og er ætlað fólki á aldrinum 15 til 25 ára. Síðar í sumar munu ís- lendingarnir sækja Hollendingana heim og kynnast landi þeirra og lífsháttum. Markmið ferðanna er líka að reyna eitthvað sem ekki er hægt að gera heima. Fararstjórar eru þau Karen Friðriksdóttir, Rannveig Traustadóttir og Halldór Sævar Guðbergsson. I hópnum eru 19 Hollendingar, 6 blindir, 2 sjáandi og 11 sjónskertir, Islend- ingarnir eru 10 talsins, 2 blindir, 1 sjáandi og aðrir sjónskertir. Hópurinn hefur dvalið að Ytri-Vík á Árskógsströnd, en farið í ferðir vítt og breitt, m.a. farið í fljótasiglingu á gúmmíbát og sjóstangaveiði. „Þau hafa tekið þátt í margvíslegum erfiðum verkefnum og upplifað margt sem þau ekki létu sér detta í hug áður að þau gætu,“ sögðu þær Karen og Rannveig þegar Morgunblaðsmenn hittu hóp- inn í Lystigarðinum á Akureyri í gærmorgun. Glíma við mörg erfið verkefni Morgunblaðið/Kristján STYTTURNAR í garðinum voru líka skoðaðar. Hollensku ferðalöngunum þykir margt ein- kennilegt við Island, hin mikla víðátta sem þeir upplifa en þeim þykir landið stórt og stijálbýlt enda vanir hinu andstæða úr sínu heimalandi. Plássið er svo mikið og hljóðun- um sem þeir heyra eiga þeir heldur ekki að venjast, að hlusta á sjávarniðinn, heyra vind- inn hvína. Björt nóttin hefur líka heillað, út- lendingarnir eru vanir því að dimmi á ákveðnum tíma, „ég er þreyttur en get ekki farið að sofa því það er ekki ennþá orðið dimmt,“ sagði einn ferðalangur í hópnum. Margir voru að koma við lifandi físk í fyrsta sinn þegar farið var í sjóstangaveiði frá Hauganesi í vikunni og þótti það afar spennandi. Ekki varð ánægjan minni þegar aflinn var grillaður og fólkið tók til við að snæða fískinn, en margir höfðu ekki áður upplifað svo náin tengsl við náttúruna. „Það eru allir svo jákvæðir, vilja taka þátt í ævintýrunum og þó upp komi vandamál þá er tekið til við að leysa þau, hindranir eru til að sigrast á þeim, það er hugarfarið sem ríkir í hópnum," sögðu fararstjórarnir. Málefnasamningur Sjálfstæðisflokks og Akureyrarlista samþykktur Brýnast að styrkja atvinnulífið Aksjon Fimmtudagur 4. júní 21.00Þ-Sumarlandið Þáttur ætlaður ferðafólki á Akureyri og Akureyringum í ferðahug. BRÝNASTA verkefni bæjar- stjórnar Akureyrar á kjörtímabil- inu verður að leita leiða til að styrkja atvinnulífið að því er fram kemur í málefnasamningi um meirihlutasamstarf Sjálfstæðis- flokks og Akureyrarlista sem sam- þykktur hefur verið innan flokk- HRÍSEYJARHREPPUR Neyðarkall frá Grunnskólanum í Hrísey Ágætu kennarar nær og fjær! Hafið þið prófað að kenna í fámennum skólum? Hafíð þið hugsað um að auka við starfsreynslu ykkar og reyna eitthvað nýtt, t.d. samkennslu. Vitið þið að Hrísey er steinsnar frá Akureyri og ferjuferðir eru oftar en þið haldið. Hrísey er paradís barna og náttúruunnenda. í Hrísey er leikskóli og þar opnar í sumar glæsileg líkams- ræktarstöð. Búið þið í dýru leiguhúsnæði? Ef svo er þá er húsaleiga í Hrísey afar sanngjörn. Okkur sárvantar tvo eldhressa og duglega kennara. í skólanum ríkir góður andi. Þar verða 37 nemendur næsta skólaár í l .-9. bekk. Allar mögulegar kennslugreinar á lausu. Skóiinn er ótrúlega vel búinn miðað við smæð. Hríseyingar eru duglegir og vilja gera allt til að halda uppi góðum skóla. Nemendur skólans eru frábærir. f guðanna bænum hringið eða komið í skoðunarferð hið snarasta. Umsóknarfrestur til 10. júní. Svanhildur Daníelsdóttir, skólastjóri. Vinnus. 466 1763. Heimas. 466 1739. E-mai: Rjupan@nett.is Eftir 1. júní gefur sveitarstjóri upplýsingar. Vinnus. 466 1762. Heimas. 466 1739. anna. Ný bæjarstjóm tekur við á bæjarstjórnarfundi næstkomandi þriðjudag, 9. júní, og verður Krist- ján Þór Júlíusson bæjarstjóri. Til- kynnt verður um skipan í nefndir og ráð á vegum bæjarins á fundin- um. Unnið verður að stefnumótun í atvinnumálum til lengri tíma og verður þeirri vinnu lokið á þessu ári og verður atvinnumálanefnd í samstarfí við atvinnurekendur, launþega og menntastofnanir falið það verkefni. Hvað stjórnsýslu varðar verða störf bæjarritara og hagsýslu- stjóra lögð niður í núverandi mynd, en nú störf, sviðsstjórar fjármálasviðs og stjórnsýslusviðs, mótuð. Þeir verða ráðnir til fímm ára í senn með möguleikum á end- urráðningu. Tæknisvið bæjarins verður endurskoðað sem og um- hverfissvið. Þá verður hlutverk og verkefni framkvæmdanefndar bæjarins einnig tekið til endur- skoðunar. Innkaupa- og útboðs- stefna verður mörkuð sem og regl- ur um val verktaka. Þátttöku bæjarins í Skólaþjón- ustu Eyþings verður hætt og skólaþjónusta grunnskólans sam- einuð hjá Akureyi-arbæ, en lýst er yfir vilja til að veita öðrum sveitar- félögum á svæðinu skólaþjónustu ef eftir verður leitað. Brýnasta verkefni á sviði grunnskólans er úrlausn húsnæðismála og aðbún- aður nemenda og starfsmanna. Ljúka á viðbyggingu við Lundar- skóla haustið 1999 og ný álma við Síðuskóla verður tekin í notkun sama haust. Haustið 2000 verður lokið við viðbyggingu Oddeyrar- skóla, framkvæmdum haldið áfram við Giljaskóla og þá verður tillög- um að húsnæðisáætlun Brekku- skóla hraðað. Nýr leikskóli í stað Iðavalla verður byggður og hafín bygging heimavistar fyrir fram- haldsskólanemendur. Nýtt tjald- svæði við Hamra verður tekið í notkun sumarið 2000, byggt verð- ur yfír skautasvellið og nákvæm hönnunarforsögn fyrir fjölnotahús á íþróttasvæði Þórs verður gerð og miðað við að húsið verði tekið í notkun í lok kjörtímabilsins. Þá kemur fram í málefnasamn- ingi að ljúka á hönnunarvinnu og gerð útboðsgagna vegna bygging- ar við Amtsbókasafnið á næsta ári þannig að framkvæmdir geti hafist árið 2000. Endurbótum á Sam- komuhúsi verður haldið áfram og tengingu þess við gamla barna- skólann, þá verða möguleikar á nýtingu íþróttahallarinnar til tón- leikahalds kannaðir til hlítar. Hverfasamtök verða stofnuð og er miðað við skólahverfin, Mennta- smiðja kvenna verður studd og stefnt að því að hraða gerð jafn- réttisáætlunar. Lán eða eignasala Hvað skipulagsmál varðar má nefna að skipulag Skátagils, göngugötu og Ráðhústorgs verður endurskoðað, einnig íbúðarbyggð austan sjúkrahúss og syðri hluti Miðbæjar. Finna á nýjan urðunar- stað fyrir sorp af Eyjafjarðar- svæðinu svo hægt verði að hætta urðun á Glerárdal, en þar verður uppgi-æðslu haldið áfram til að koma í veg fyrir sandfok og upp- blástur. Stefnt er að því að færa rekstur fráveitu til veitustofnana. Meirihlutinn stefnir að verulegri lækkun á húshitunarkostnaði á síðari hluta kjörtímabilsins í kjöl- far endurfjármögnunar lána hita- veitu. Áhersla verður lögð á að ljúka gerð Fiskihafnar og lengja Oddeyrarbryggju til austurs. Fram kemur í samkomulaginu að þær framkvæmdir bæjarins sem gert er ráð fyrir að ráðast í á kjörtímabilinu séu meiri en svo að hægt sé að greiða fyrir þær með tekjum bæjarsjóðs, þannig að ráð- gert er að taka lán eða selja eignir til að brúa bilið. www.mbl.is Skrifstofa Norðurskautsráðsins um verndun lífríkis á norðurslóðum (CAFF) óskar eftir húsnæði á Akureyri eða í nágrenni fyrir finnskan starfsmann skrifstofunnar og fjölskyldu hennar (2+2) frá og með byrjun júlí, má vera eitthvað síðar, og til loka júlí 1999. Upplýsingar veittar í síma 4623350 á skrifstofutíma annars ísíma 4613292. ) l ) ) ) ) ) ) ) i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.