Morgunblaðið - 01.08.1998, Side 4

Morgunblaðið - 01.08.1998, Side 4
4 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórn HS með áform um nýj a virkjun á Reykjanesi STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja sam- þykkti í síðustu viku að fela forstjóra að undirbúa frekari raforkuvinnslu á vegum fyrirtækisins. Júlíus Jónsson forstjóri segir mestar líkur á að næsta virkjun verði reist á Reykja- nesi í nágrenni við saltverksmiðjuna. Framkvæmdir standa nú yfir við 30 MW jarðgufuvirkjun í Svartsengi, sem verður tilbúin haustið 1999. Júlíus sagði ólíklegt að virkjað yrði meira í Svartsengi, a.m.k. ekki fyrr en Ijóst væri hvað áhrif ný virkj- un hefði á svæðið. Næsta virkjun yrði að öllum líkindum á Reykjanesi þar sem saltverksmiðjan er. Morgunblaðið/Hanna Sveinsdóttir Zoega Gerði nágranna við- vart eftir lestur Fréttavefjar í Noregi HANNA Sveinsdóttir Zoéga er búsett við Bankastrætið en varð þó ekki vör við það þegar stórbruninn kom upp skammt frá henni í Lækj- argötu á aðfararnótt fimmtudags, enda í fastasvefni. Fréttir af brunanum birtust á fréttavef Morgunblaðsins klukkan 6:08 um morguninn. Sonur Hönnu, sem staddur var í Noregi, mörg hundruð kílómetrum frá brunan- um, var þá farin að gá að fréttum frá Islandi, enda klukkan að ganga níu hjá honum. Þegar hann sá hvað var á seyði í Lækjargötunni hringdi hann í móður sína til að spyrja hvort enn væri mikill eldur væri enn laus. Hún brást forviða við, gekk út á svalir og sá þá sjón sem hún festi síðan á filmu, en hafði ekki haft hugmynd um áður. Fyrsti sérbyggði bíósalur landsins HUSIÐ sem kviknaði í tilheyrir Austurstræti, nánar tiltekið 22b, þótt það standi við Lækjargötu. Um er að ræða tvær byggingar. Eldra húsið var byggt árið 1919 og er fyrsta hús á Islandi sem byggt var sérstaklega undir sýn- ingar á kvikmyndum, en þar var Nýja bíó til húsa í áratugi. Húsið var teiknað af Finni Thorlacius úrsmíðameistara og þykir eitt af merkustu húsum sem hann teiknaði. Húsið var fljótlega eitt af helstu tónleika- húsum bæjarins og hafði Hljóm- sveit Reylgavíkur aðsetur í hús- inu, en hún var stofnuð 1922 og er undanfari Sinfóníuhljómsveit- ar íslands. í kjallara hússins var veitingastaðurinn Rósenberg. Árið 1945 var byggt nýtt fímm hæða hús á lóðinni og sneri það út að Lækjargötu. Með nýbygg- ingunni var kvikmyndasalurinn lengdur og skrifstofuhúsnæði var á þremur efstu hæðunum. Bfósýningum var hætt í Nýja bíói fyrir meira en áratug og var bíósalnum breytt í veitingahús. Þar hafa verið rekin dans- og veitingastaður undir ýmsum nöfnum, lengst undir nafninu Tunglið. Lítil starfsemi hefur verið í húsinu síðustu mánuðina. Á neðstu hæð er sjoppa og veit- ingastaðurinn Haeven í Tungl- inu, sem hefur verið opinn um helgar. I undirbúningi var að opna veitingastað í þeim hluta hússins sem snýr út að Lækjar- götu. Eigendur rekstrarins höfðu hins vegar ekki fengið leyfí til rekstrar m.a. vegna þess að eld- vörnum í húsinu var ábótavant. Eldsvoðinn í Nýja Bíói Bensínbrúsar tengj- ast brunanum ekki urstöður vettvangsrannsóknar lægju ekki enn fyrir og framhald rannsóknaiinnar byði þeirrar nið- Urstöðu. Fyrr væri t.d. ekki hægt að staðhæfa að um íkveikju væri að ræða. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa þó allmargir aðilar verið yfirheyrðir vegna brunans, þar á meðal hefur reksti-araðili tengdur húsinu verið látinn gera lögreglu grein fyrir ferðum sínum á þeim tíma sem eldurinn kom upp. NÚ ÞYKIR ljóst að bensínbrús- arnir sem fundust við Vegamóta- stíg í íyrradag tengist á engan hátt eldsvoðanum í húsi Nýja Bíós. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur fólk gefið sig fram við lögreglu og staðfest að brúsarnir hafi verið á þessum stað fyrir brunann. Sigurbjöm Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni í Reykjavík, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að nið- „Virkjun á Reykjanesi hefði einnig rannsóknargildi. Þarna hefur verið lítil túrbína og saltverksmiðjan hefur nýtt borholur meðan hún var í rekstri, en það þarf að láta reyna meira á svæðið og sjá hvernig það bregst við. Við erum því að huga að virkjun á þessu svæði í þessum tvenna tilgangi, að kanna svæðið og framleiða rafmagn. Það er einnig skynsamlegt að láta virkjunina borga rannsóknirnar. Ein af rök- semdum okkar fyrir því að virkja í Svartsengi er að með því erum við að skapa þekkingu og reynslu á nýtingu jarðhita í landinu,“ sagði Júlíus. Samningur gerður um borun Hitaveitan var búin að gera samn- ing um borun á Reykjanesi síðar á þessu ári, en borun hefur verið frestað vegna þess að Landsvirkjun þurfti á bornum að halda til að afla meiri orku við Kröflu. Júlíus sagði að ekkert væri farið að ræða um hvað virkjun á Reykja- nesi yrði stór. Hann benti á að hita- veitan hefði lagt rafstreng á þetta svæði sem flytti 15 MW. Það kynni því að vera hagkvæmt að fara út í slíka virkjun til að byrja með. Það ætti eftir að skoða þetta frá öllum hliðum. Framkvæmdir standa núna yfir við byggingu 30 MW gufuaflsvirkjun í Svartsengi á vegum Hitaveitu Suð- urnesja. Verið er að bora holur, smíða túrbínur, byggja undirstöður undir þær og ljúka við gerð grunns undir stöðvarhús. Áætluð verklok er í september 1999 eða um svipað leyti og Sultartangavirkjun verður tekin í notkun. Hitaveitan og Landsvirkjun eiga nú í viðræðum um gerð orku- sölusamnings. Taflending- ar ginntir til Islands SAUTJÁN Taílendingar, sextán karlmenn og ein kona, yfirgáfu Is- land í gær eftir að hafa dvalið hér frá síðustu mánaðamótum. Að sögn Jó- hanns Jóhannssonar hjá útlendinga- eftirlitinu voru þeir ekki reknir úr landi heldur aðstoðaðir við að kom- ast heim eftir að hafa verið lokkaðir til landsins með gylliboðum um vinnu. Jóhann segir hópinn, sem í voru alls tuttugu Taílendingar á aldrinum 25-40 ára, hafa komið liingað til lands sem ferðamenn. Útlendinga- eftirlitinu hafi svo borist ábendingar fyrir nokkrum dögum um að hópur Taflendinga byggi við þröngan kost á tjaldsvæði í Laugardalnum. Þegar málið var athugað hafi komið í ljós að fólkinu hafði, þegar það keypti ferðina, verið lofað vinnu og að það gæti verið hér í lengri tíma. „Þegar útlendingaeftirlitið hafði gert fólkinu grein fyrir að þetta væri ekki leiðin til að setjast að á Islandi - og fólkið sem ætlaði að hjálpa því hefði ekkert í höndunum nema svik - þáði það aðstoð við að komast heim,“ segir Jóhann. Þremur úr hópnum var hins vegar haldið eftir vegna þess að talið er að þeir hafi átt þátt í skipulagningu ferðarinnar. Jóhann segir þá eiga brottvísun úr landi yfir höfði sér, og endurkomubann til Islands og Norð- urlanda geti fylgt brottvísun. Starfsemi glæpasamtaka? Að sögn Jóhanns er verið að kanna hugsanlegan þátt Islendinga í þessari fór, en hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu, Ijóst væri hins vegar að skipulögð glæpasam- tök væru farin að stunda svona starf- semi víða um heim. „Við lítum á þessa einstaklinga sem þolendur og álítum að þetta fólk hafi komið hingað í góðri trú. Flestir í hópnum áttu fjölskyldur heima og höfðu lagt út umtalsverða peninga í flugfargjald.“ Morgunblaðið/Golli LJÓSASTAURAR þurfa að fá andlitslyftingu reglulega eins og önnur mannvirki borgarinn- ar og þeir Ari Oddsson og Arn- ar Víðisson fóru vel méð pensl- ana þegar þeir máluðu þennan ljósastaur í miðbæ Reykjavikur nýlega. Tvær vélar Búrfells- virkjunar óvirkar Ijónið nemur 10 milljónum TVÆR af sex vélum Búrfellsvirkjun- ar eru óvirkar vegna bilunar sem varð í rafbúnaði í fyrradag þegar sprenging varð í spólu í spenni. Von- ast er eftir að önnur véUn komist í gang í dag og hin eftir viku. Tjónið af völdum sprengingarinnar er metið á allt að 10 milljónir króna, en Lands- virkjun er tryggð erlendis fyrh’ svona tjóni. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, varð sprenging í rafbúnaði. Búnað- urinn er í rammgerðum skápum, en Þorsteinn sagði að sprengingin hefði verið það öflug að skápurinn hefði látið undan og þess vegna hefði ná- lægur búnaður einnig skemmst. Stöðvarhúsið fylltist af reyk og þurfti að rýma það. Einn starfsmað- ur var fiuttur til skoðunar á sjúkra- hús vegna þess að óttast var að hann hefði fengið reykeitrun. Ekkert straumleysi varð í raf- orkukerfinu þrátt fyrir bilunina. Þorsteinn sagði að orsök bilunarinn- ar mætti rekja til bilunar í einangrun á spólunni sem sprakk. Hann sagði erfitt að meta tjónið á þessu stigi, en talið væri að það gæti numið allt að 10 milljónum króna. Sj ó vá-Almennar auka hlut sinn í Islandsbanka SJÓVÁ-Almennar keyptu í gær hlut í íslandsbanka hf. að nafnvirði 39.250.000 krónur og juku þar með hlut sinn í íslandsbanka úr 4,2% 1 5,2%. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra, segir að mönnum hafi litist vel á þróun mála í Islandsbanka undanfai-in misseri og því talið kaupin álitleg. „Við höfúm aukið hlut okkar úr 2,2% í upphafi árs í 5,2% nú og það segir fyrst og fremst að við höfúm mikla trú á íramtíð Is- landsbanka,“ segir hann. Einar segir Sjóvá-Almennar hafa greitt markaðsgengi fyrir bréfin, sem þýðir að kaupverðið nam rétt undir 150 milljónum króna, sé miðað við lokagengi í fyrradag. Sex tundurdufla- slæðarar NATO í heimsókn FASTAFLOTI Atlantshafsbanda- lagsins á Ermasundi er væntanlegur í heimsókn til íslands í boði utanríkis; ráðherra 3.-10 ágúst næstkomandi. I flotanum eru sex tundurduflaslæðar- ar frá Belgíu, Bretlandi, Hollandi, Noregi og Þýskalandi og munu þeir meðal starfa með Landhelgisgæsl- unni og æfa tundurduflavamir við strendur landsins meðan á heimsókn- inni stendur. Um borð í skipunum eru 204 sjóliðar og 50 sjóliðsforingjar. Skipin verða opin almenningi til skoðunar 8. og 9. ágúst í klukkutíma hvorn dag. Sveitarstjóri Dalabyggðar Á FUNDI hreppsnefndar Dala- byggðai- 30. júlí sl. var Stefán Jóns- son, viðskiptafræðingur, ráðinn sveifc- arstjóri Dalabyggðr og mun hann taka til starfa í byrjun september. Þangað til gegnir starfi sveitar- stjóra Haraldur L. Hai-aldsson, hag- fræðingur, frá ráðgjafaifyrirtækinu Nýsi ehf. 18 umsóknir bárust um starf sveitarstjóra í Dalabyggð. Að undanförnu hefur Stefán verið starfandi stjórnarformaður Skelfisks hf. á Flateyri, auk ráðgjafarstarfa í sjávarútvegi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.