Morgunblaðið - 01.08.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.08.1998, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Skortur I múrarastéttmni undanfarin ár: SVONA drífið ykkur af stað, góðærið er líka komið til ykkar . . . National Geographic styrk- ir rannsóknir við Mývatn UNNIÐ að undirbúningi Hofsstaðaleiðangursins, Adolf Friðriksson t.v. og dr. Gavin Lucas. FORNLEIFASTOFNUN íslands hefur staðið fyrir fornleifaupp- greftri á Hofsstöðum í Mývatns- sveit undanfarin sumur. Er þetta sjötta sumarið sem unnið er að rannsóknum þar auk þess sem stofnunin hefur unnið að skráningu fomleifa í Mývatnssveit í samstarfi við Skútustaðahrepp frá árinu 1996. Adolf Friðriksson er forstöðu- maður stofnunarinnar og sam- kvæmt upplýsingum hans hefur rannsóknarstaðurinn á Hofsstöð- um dregið að sér athygli erlendra vísindamanna í auknum mæli. Á Hofsstöðum er að finna vel varð- veittar leifar fornbýlis frá land- námsöld. Fundist hefur mikið af vel vai'ðveittum dýrabeinaleifum og m.a. eggjaskurn, en efniviður af þessu tagi getur varpað ljósi á tímabilið frá um 850 til 1100. Alþjóðlegir sérfræðingar til liðs við verkefnið National Geographic hefur veitt styrk til þessa verkefnis og er von- ast til að fleiri aðilar gangi til liðs við Hofsstaðaleiðangurinn í kjöl- farið, samkvæmt upplýsingum Ád- olfs. Einu kvaðirnar sem þeim styrk fylgja eru þær að tímarit National Geographic hafi forgang umfram sambærileg tímarit um að fjalla um rannsóknirnar. Styrknum fylgir fáni National Geographic og ósk um að fá hann til baka með eig- Vara við Á VEGUM Flugleiða hefur verið ákveðið að grípa þegar tii ráðstaf- ana vegna glóðarkveikjara á borð við þann sem varð til þess að kviknaði í flugvél á vegum flugfé- lagsins Atlanta og verður farþeg- um félagsins gert viðvart. Jens Bjamason, flugrekstrar- stjóri hjá Flugleiðum, sagði að hjá flugfélaginu hefðu menn ekki áttað sig á þessari hættu eða vitað af til- inhandaráritunum allra leiðangurs- manna. Fornleifastofnun fengið til liðs við sig alþjóðlegan hóp sérfræð- inga frá Cambridge, Sheffield, St- irling og Hunter College í New York, auk þess nýtur rannsóknin stuðnings NABO, en það eru sam- tök fomleifafræðinga og fornvist- fræðinga sem starfa við Norður- Atlantshaf. Tekur Pjóðminjasafn íslands einnig þátt í rannsókninni. í frétt frá Fomleifastofnun segir vist umræddra kveikjara fyrr en fréttir bárust af því að eldur hefði komið upp í farþegarými Lockheed Tristar-vélar Átlanta rétt fyrir flugtak í Alicante á Spáni á mánu- dag. „Við munum grípa til tafarlausra ráðstafana vegna þessara kveikj- ara,“ sagði hann. „Allur er varinn góður og það er til dæmis þannig með rafeindatæki, kveikjara og að erfiðlega hafi gengið að fjár- magna umfangsmiklar rannsóknir hérlendis á sviði fornleifarann- sókna. Rannís hafi haldið lífinu í þessu verkefni í allnokkur ár og jafnan verið helsti bakhjarl fom- leifafræðinga. Samhliða rannsókn- um á Hofsstöðum sem hefjast nú um mánaðamótin verður rekinn sumarskóli Fornleifastofnunar með stuðningi Alþingis. Skólastjóri er dr. Gavin Lucas frá Cambridge. annað, að sé staðfest að þau valdi hættu eru gefnar út viðvaranir. Það verður einnig gert í þessu til- viki því að kveikjaramir em greini- lega mjög varasamir. Það þarf að- eins þiýsting til að kveikja á þeim og þeir þurfa ekki súrefni til að logi. Við munum því ekki bíða eftir neinu í þessu máli.“ glóðarkveikjurum Breytt fyrirkomulag í greiðslumiðlun Almenningur þrýsti á um stað- greiðslukjör Sigurður Lárusson SIGURÐUR Lárusson hefur rekið söluturninn Dalsnesti í gamla versl- unarstaðnum Hafnarfirði í tíu ár. Hann hefur varið þónokkrum tíma í baráttu gegn núverandi fyrirkomu- lagi í greiðslumiðlun á þeirri forsendu að kaupmenn beri kostnað af greiðslukorta- notkun viðskiptavina. Sam- keppnisráð úrskurðaði um skilmála greiðslukortafyrir- tækja gagnvart verslunum og fyrirtækjum í kjölfar er- inda frá Sigurði, sem óskað hafði eftir að stofnunin aflaði upplýsinga um gjaldskrár greiðslukortafyrirtækjanna. Segir Sigurður að að áfrýj- unamefnd samkeppnismála hafi veitt málsaðilum frest til aðlögunar að breyttu við- skiptaumhverfi til 1. október á þessu ári. - Hvernig munu kaupmenn innheimta kostnað af viðskiptavin- um sem nota greiðslukort írá og með 1. október? „Greiðslukortafyrirtækin settu á sínum tíma bann við því að kaupmenn væru með tvenns kon- ar verðlagningu fyrir notendur greiðslukorta og peninga. Banka- kerfið segist ekki vilja mismuna viðskiptavinum en ég kalla þetta fyrirkomulag regluna um að not- andinn borgi ekki. Ég vil sjá setta upp gjaldskrá fyrir þessa þjón- ustu þannig að kaupmenn verði eingöngu með staðgreiðsluverð og innheimti kostnað síðan eftir gjaldskrá. Ég er búinn að ákveða með sjálfum mér hvað ég geri þá en get ekki skipt mér af því hvern- ig aðrir haga sínum málum.“ - Hvaða kostnað á notandi greiðslukortsins þá að bera? Hvernig á að reikna hann út? „Allan kostnað. Samkvæmt mínum útreikningum fyrir árið 1995 kostar debetfærsla til dæmis að meðaltali um 40 krónur eða þar um bil. Af því borgar viðskiptavin- urinn níu ki'ónur beint til banka- kerfisins þannig að eftir stendur 31 ki'óna. Þann kostnað á við- skiptavinurinn að sjálfsögðu að greiða. Ég bendi á að peningar eru lögum samkvæmt með fullu ákvæðisverði, sem þýðir að fullt verð á að fást fyrir þá. Á sama hátt á kaupmaðurinn að fá fullt verð fyrir sína vöru því greiðsla til hans á að hafa fullt verðgildi." - Geta kaupmenn ekki reiknað út með mismunandi hætti hvaða kostnað þeir þurfa bera af því að táka við greiðslu með korti? „Kaupmenn mega ekki sam- ræma slíka gjaldtöku. Þeir verða að reikna þennan kostnað en það er auðvitað hægt að gefa út leiðbeiningar um það hvernig það skuli gert og hvaða þætti sé eðlilegt að taka inn í þá útreikn- inga. Með því að búa til gjaldskrá fyrir þessa þjónustu verður kostnaðuiinn sýnilegur hinum almenna borgara svo hann geti vegið og metið hvaða greiðslukort hann vill nota eða hvort hann vill nota peninga. Ég kem til með að skipuleggja ein- hverja kynningu á þessu fyrir mitt leyti og vil skipuleggja aðgerðir í gegnum Neytendasamtökin og samtök kaupmanna um að menn verði annars vegar með stað- greiðsluverð og hins vegar gjald- töku fyrir þessa þjónustu. Að öðr- um kosti þarf almenningur að þrýsta á um staðgreiðslukjör. Endanlegt markmið hjá mér er lagasetning um greiðslukort því slík lög eru ekki til og að banka- ► Sigurður Lárusson fæddist í Reykjavík árið 1944 og ólst þar upp. Hann útskrifaðist úr Sam- vinnuskólanum að Bifröst árið 1963 og stundaði auk þess nám við Samvinnuháskólann á sama stað 1990-1991 og 1991-1992. Hann hefur meðal annars starfað sem aðalbókari hjá Hafnaríjarð- arbæ og deildarstjóri launa- og starfsmannadeildar hjá Raf- magnsveitum rfkisins. Börn Sig- urðar eru Pétur, kvikmynda- gerðarmaður, búsettur í Banda- ríkjunum, og Elín, landsliðskona í sundi. Sambýliskona hans er Guðrún Greipsdóttir frá Flat- eyri. Hún starfar hjá varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli. kerfið semji beint við sína við- skiptamenn eins og tíðkast hefur í viðskiptum í hundruð ára.“ - Ættu kaupmenn ekki að nota frídag verslunarmanna til þess að vekja athygli á baráttumálum? „Kaupmenn eru sundurleitur hópur hefur mér sýnst í þessari baráttu og fullir tortryggni hver í annars garð. Frídagur verslunar- manna er líka löngu hættur að gegna sínum tilgangi því flestir aðrir en verslunarmenn vii'ðast eiga frí þennan dag. Það finnst mér einkennileg þróun.“ - Hvernig finnst þér verslunur- umhverfið í dag? „Það er dálítið einsleitt. í mat- vöruverslun ber mest á stórmörk- uðum með sjálfsafgreiðslukerfi því verið er að spara vinnuafl. Fyrir bragðið dregur úr persónu- legum tengslum milli afgreiðslu- fólks og viðskiptavina. Það sem eftir stendur er kaupmaðurinn á horninu, sem er deyjandi stétt. í sölutumum og á skyndibitastöð- um er, eðli þeirra samkvæmt, eifitt að mynda persónuleg tengsl. Samræður manna í milli eru orðinn sjald- gæfur viðburðm'. Þannig hefur mynstrið gerbreyst frá þeim tíma þegar tengslin voru mun persónulegri milli kaupmanna og viðskiptavina. Mér finnst eftirsjá að þessu.“ - Hvaða breytingar hafa orðið á rekstri söluturna íþinni tíð? „Tóbakssala er orðin stærra hlutfall af heildarveltunni hjá mér en áður. Þetta er þróun sem orðið hefur á undanförnum árum. Það hefur dregið úr sölu á gosi og sæl- gæti því stórmarkaðirnir og lág- vöruverðsverslanirnar hafa tekið stærri skerf þessum markaði “ - Einu sinni snerist verslunin líka um mannleg samskipti. Um hvað snýst hún aðallega í dag? „Hún snýst um það að lifa af. Samkeppnislögmálið er strangasti og harðasti húsbóndi sem hægt er að finna.“ Endanlegt markmið lög um greiðslu- kort
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.