Morgunblaðið - 01.08.1998, Side 17

Morgunblaðið - 01.08.1998, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 17 LANDIÐ Fj örutíu fót- boltar á fjörutíu ára afmæli Egilsstöðum - Þær duttu heldur betur í lukkupottinn, stelpurn- ar í 3. og 4. flokki knattspyrnu- deildar Hattar á Egilsstöðum á dögunum, er Varahlutaverslun- in Víkingur á Egilsstöðum færði þeim að gjöf 40 fótbolta. Tilefnið var 40 ára afmæli fyr- irtækisins. Og svo sannarlega áttu stelpurnar þessa veglegu gjöf skilda því þær hafa staðið sig sérlega vel í sumar. 3. flokkur hefur ekki enn tapað leik í sumar og aðeins gert eitt jafntefli. 4. flokkur hefur unnið alla sína leiki, nema einn. Þjálf- ari stelpnanna er ungur Egils- staðapiltur, Hjálmar Jónsson. Morgunblaðið/Ragnheiður HEIÐAR Sölvason, lengst til vinstri sem, afhenti boltana fyrir hönd Vfldngs, þá 3. og 4. flokkur í knattspyrnu og Hjálmar Jónsson þjálfari. Morgunblaðið/Theodór ÞÓRÐUR Sigurðsson, yfirlög- regluþjónn í Borgarnesi, og Guðlaugur Hjörleifsson, bygg- ingastjóri járnblendifélagsins, við nýja lögreglustöð á Grundartanga. Lögreglu- stöð á Grundar- tanga Borgarnesi - Lögreglan í Borgar- nesi hefur komið sér upp aðstöðu á Grundartanga vegna aukinna verkefna við löggæslu og tollgæslu á Grundartanga og í nágrenni. Við opnun lögreglustöðvarinnar sagði Þórður Sigurðsson, yfirlög- regluþjónn í Borgarnesi, að lengi hefði staðið til að lögreglan fengi varanlega aðstöðu á Grundar- tanga. Vegna löggæsluverkefna og toll- gæslu væri lögreglan daglega á svæðinu og því væri þessi aðstaða kærkomin. Þá hefði opnun Hval- fjarðarganga einnig orðið til þess að tímabært hefði þótt að koma þessari aðstöðu upp. Sagði Þórður að stöðin væri vel í sveit sett á Grundartanga vegna tollgæslunn- ar og einnig mætti geta þess að ör- stutt væri þaðan að Hvalfjarðar- göngum. Guðlaugur Hjörleifsson, bygg- ingarstjóri íslenska járnblendifé- lagsins á Grundartanga, afhenti lögreglunni í Borgarnesi lykla að lögreglustöðunni með þeim orðum, að hann væri mjög ánægður yfir því að hafa átt þátt í því að Is- lenska járnblendifélagið greiddi götu lögggæslunnar við að koma upp langþráðri aðstöðu á svæðinu og stuðla þannig að betri þjónustu við hlutaðeigendur í umdæminu. í Grafarvogi 'tíSs Dagana 7. til 24. ágúst verður umferð beint frá hringtorgi á mótum Gullinbrúar og Fjallkonuvegar. Er þetta gert vegna breytinga á hringtorginu í gatnamót með umferðarljósum. Umferð í báðar áttir verður beint framhjá torginu bæði með akreinum á milli þessara gatna og einnig yfir á Lokinhamra, sbr. meðfylgjandi kort. o Til þess að greiða fyrir umferð verða sett upp færanleg umferðarljós. Einnig mun lögreglan fylgjast með umferð og aðstoða eftir þörfum. Þá verður reynt að sjá til þess að allir sorpbflar og steypubflar aki Víkurveg þessa daga. Loks verður sérstakur gangbrautarvörður við Lokinhamra. fbúar Grafarvogs og aðrir vegfarendur eru beðnir velvirðingar á þessu raski, sem er þó nauðsynlegt til þess að gera úrbætur þessar sem bæta samgöngur og auka öryggi í umferðinni. z Rétt er að benda á að hægt er að nota aðkomu um Víkurveg. , Leið 15 ekur í Hamrahverfi á leið í miðborg öfugt við það sem nú er. ®Gatnamálastjóri Borgarverkfræðingur ''A'V/M Sm VEGAGERÐIN ________

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.