Morgunblaðið - 01.08.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 01.08.1998, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 Mynta í súru, sætu og söltu Mynta er ívaf í menningarsögu margra landa, en er einnig kærkomið ívaf í margvís- legum réttum, eins og Signin Davíðsdóttir rekur hér á eftír. Þessi merkilega kryddjurt á vlssulega mikið og bragðgott erindi við ís- lenska matseld og þjóðerna bragðlauka. Mynta hefur verið fastur liður í matargerð frá örófi alda og það víða um heiminn. Marg- ar tegundir eru til af myntu, en sú sem hentar einna best i matargerð er sú sem á latínu kallast „mentha spicata" eða „mentha viridis“. í upp- skriftirnar hér á eftir er hægt að nota hvaða tegund sem er, en þessi er mjög góð. Eina forsendan er að uppskriftirnar eru miðaðar við ferska myntu, ekki þurrkaða. Þar á er allur munur. Mynta hefur löngum verið áber- andi í norður-afrískri matargerð, þar sem hún er notuð í hið rómaða sæt- lega myntute, með lambakjöti, grænmeti og ávöxtum. Á Indlandi er mynta ómissandi í alls kyns chutney, sem þarlendis er ekki soðin kryddsulta eins og það chutney, sem selt er á Vesturlöndum, heldur blanda, nokkurs konar sósa, búin til úr ferskum hráefnum. I taílenskri matargerð er mynta einnig áberandi í mörgum réttum. Áður en matará- hugi varð tískufyrirbæri og um leið áhugi á matseld heimsins var mynta í evrópskri matargerð einkum bund- in við ensku myntusósuna og myntu- hlaup, sem þarlendir hafa haldið ást- fóstri við frá miðöldum, ef marka má gömul uppskriftasöfn klaustra og annarra menningarstofnana. Þeir sem fást við sultugerð ættu að hafa í huga að mynta í til dæmis rabarbara- eða sólberjasultu er óvenjuleg og forvitnileg viðbót. Þið bætið þá myntunni í í lokin, látið suð- una koma upp ef sultan á að geymast lengi, en annars er nóg að hræra henni saman við heita sultuna. Hafið í huga að þegar ferskar jurtir eru notaðar í matargerð er jurtunum bætt í síðast, en þær ekki látnar sjóða með. Bragðið er mest og best þegar þannig er farið að. Hér á eftir verður farið í gegnum súrt og sætt með myntunni. Upp- skriftirnar eru miðaðar við fjóra. Þeir sem einu sinni hafa tekið ást- fóstri við myntuna gleyma þessari fagurgi’ænu jurt ekki auðveldlega... Góða skemmtun! Myntukjúklingnr með eplum Einn góðan veðurdag nú nýlega þegar myntan í eldhúsglugganum var orðin falleg og kröftug kom hug- myndin að þessum rétti upp í bragð- laukunum og breiddi sig til heilans. Og af því að nýlega rötuðu svo góð epli í eldhúsið, af því að kjúklingur getur verið svo handhægur matur, af því hvítvínslögg í kæliskápnum kall- aði á að verða notuð og af því hun- angið stóð rétt við eldavélina og var einmitt það sem þurfti til að gera hið besta úr þessu öllu, þá endaði allt þetta í einum rétti. Kjúklingurinn á auðvitað að vera gæðafugl, helst ferskur ef slíkt fæst og ekki frystur búrfugl. Eiginlega kýs ég að bera réttinn fram einan sér, þar sem eplin eru í raun eins og meðlæti með kjötinu, en það er hins vegar drýgra að bera eitthvað annað með og sumum finnst meðlæti vísast ómissandi. Meðlætið hér getur verið hrísgrjón, gjarnan hæfilega soðin jasmín- eða basmati- grjón, en hveitikurl, búlgúr- eða couscous-grjón henta einnig vel. Og gott brauð er alltaf vel þegið, til I dæmis heimabakað brauð og þá bak- i að flatt eins og indverskt eða tyrk- neskt brauð. 1 kg kjúklingabringur, gjarnan ón skinnsins, sem minnst af beinum og sem mest af kjöti (eða heldur meira, ______ef þið hlutið kjúklinginn)____ smjörklípg og skvetta gf ólífuolíu 2 væn fínsöxuð hvítlauksrif 2 dl hvítvín, Chardonnay eða þurrt ' hvítvín (eða lítt sætur eplasafi, en þó | minng eða ekkert hunang) ) 8 epli, helst ögn sætleg og stökk Þroskaðir draumar DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson ÁGÆT samlíking á heimi draums- ins er tölvan sem nú er orðin heim- ilisvinur hjá flestum. Þetta undra- tæki býður upp á endalausa mögu- leika tíl úrvinnslu gagna, hvort sem er í máli eða myndum og er óþrjót- andi uppspretta upplýsinga. Eini hængur tölvunnar er minnið og get- an til vinnslu sem ræðst af fjár- magni kaupandans, vilja framleið- enda og seljenda til bættrar ímynd- ar. En tölvuframleiðendur þroskast, seljendur og milliliðir þroskast svo að nú getur hver venjulegur maður ferðast næstum óhindrað um heim tölvunnar, heim- inn okkar og nálgast hvað honum hentar að vita um þennan heim. Heimur draumsins, þinn innri heimur er á nokkuð líkum forsend- um. Draumalandið er staðgengill tölvunnar, en minni þess og geta ræðst af vilja og getu dreymandans til að nálgast sitt innra líf (fjármagn kaupandans), sem ýtir á yfirvitund að opna sig (tölvuframleiðendur), á meðvitund að vakna (seljendur) og dulvitund að gera sig sýnilega (milliliðir) svo draumurinn verði sjálfsagt ferli og dreymandinn geti óhindrað náð þangað í þær upplýs- ingar sem hann þarfnast um sig og sitt líf, sjálfum sér til góða og lífinu til bóta. En Draumalandið hefur það umfram tölvuna að þangað get>- ur þú náð í forn minni sem finnast hvorki í skinnhandritum né tölvu- bönkum og þú getur sótt vitneskju til framtíðar sem enn eru vökunni ókunn, þar með getur þú verið bæði með tærnar og hælana á undan sjálfum þér í tímanum og unnið þér tíma, þekkingu og reynslu fyrir nú- tíð. Þín innri tölva slær vélrænum keppinautum við ef rétt er á takk- ana slegið. Draumar „Kleinu“ Þessa tvo drauma dreymdi mig sitt hvora nóttina, síðari hluta mars mánaðar. Þá var ég ekki stödd heima hjá mér, heldur í öðr- um landshluta. I. Ég er með viða eldrauða kápu með loðkraga í sama lit og finnst að ég eigi hana. En mig langar ekki að nota hana svo ég fer með hana í „second hand“-búð og spyr afgreiðslustúlkuna hvort hún vilji taka við henni. Hún vill það ekki og bendir mér á þéttsetnar slár af alls kyns notuðum jökkum og káp- um, öllum í dökkum litum (brún- um, gráum, svörtum) og segist vera með meira en nóg. Þá segi ég að ég þurfi ekki að fá pening fyrir kápuna, ég vilji gefa búðinni hana, en stúlkan hristir bara hausinn. II. Ég er stödd við borð á ein- hvers konar sýningu og handan borðsins situr spákona sem spáir fyrir gestum og gangandi. Mér finnst spákonan vera Jakobína Sig- urðardóttir skáldkona. Það er nokk- urt öngþveiti við borðið, mest af ungum stúlkum og konum. Stelpa sem heitir Hjördís (og ég þekki ekkert) er með einhver læti og ég segi henni að halda sig á mottunni því ég sé næst - og fæ þá mínu framgengt. Jakobína skáldkona er með lítinn Ijósbleikbiúnan ferkant- aðan stein, eitthvert djásn sem móðuramma mín á að hafa átt (ekki raunverulegt). Hún strýkur stein- inn og segist sjá mikið af klútum, allavega á litinn. Svo skoðar hún ai-mband sem ég á og fóðuramma mín átti (raunverulegt) en hana þekkti ég aldrei. Hún segir ekkert. Svo segir hún hratt og vélrænt „happatölur þínar eru 10,6,6,6“. Svo segir hún „má ég sjá lófann“ og grípur um hann. Hún strýkur niður eftir honum og segir að hér renni mikið af tárum. Lítur svo upp að lokum, horfir á mig og segir: „Þú ert ekki ánægð með það sem þú ert að gera!“ Ég bíð eftir einhverju já- kvæðu að lokum eða lausn, en minn tími hjá spákonunni er búinn og hún fer að sinna öðrum. Ráðning Það er oft og tíðum eins og dreymendur þurfi að skipta um um- hverfi, sofa fjarri heimahögum til þess að draumurinn dreymi þeim skýrum, táknrænum draumum þar sem þeim er gerð afdráttarlaus grein fyrir hvers þeir séu megnugir ef þeir taki sig taki og hætti marklausu hringsóli um lífið, líkt og þessir tveir draumar gera þér. Fyrri draumurinn fjallar um ákveðið tilgangsleysi (draummynd- in öll) sem virðist til staðar í lífi þínu, þar sem þú virðist eyða orku þinni (rauða kápan með loðkragan- um, en loðkraginn gefur í skyn að það eigi einnig við um kynorku) í fánýta hluti („second hand“-búð), hugsunum og gerðum sem spegl- ast af óskilgreindum löngunum og óyfirveguðum framkvæmdum (gráu, brúnu og svörtu fötin á slán- um). Eitthvað sem skilur eftir sig tóm (þú vilt gefa kápuna), en draumurinn vill þig á réttri hillu í lífinu (stúlkan neitar að taka við kápunni og hristir hausinn) og beina þér á þinn veg. Seinni draumurinn hefur skírskotun til þess fyrri en hér verður orkan beisluð og vegurinn upplýstur. Þú virðist af draumnum að ráða bera með þér mikla list- ræna hæfileika til sköpunar á hug- lægi'i list eða skáldskap og draum- urinn gefur í skyn að þú getir náð langt á þeim vettvangi, veljir þú þann þyrnum stráða veg. Samkoman eða sýningin er fram- tíðarmynd eða annar tími sem þú kemur að í draumnum og þér er þar sýnt fram á hæfileika þína og getu en einnig þætti sem hamla þér. Nafnið Hjördís gefur til kynna að þú þurfir að hafa fyrir hlutunum að ná því marki sem hann boðar. Jakobína stendur þama fyrir skáld- skapargyðjuna sem segir fyrir um hvers þú ert megnug: Að djásnið sem móðuramma þín átti sé sá innri arfur sem þú býrð að og geti orðið að skáldsögum/ljóðum/sagn- fræði/prósum (marglitu klútamfr), meira vill hún ekki segja en gefur í skyn að fleira sé að finna í þér (armbandið). Þá gefur hún til kynna með vélrænu látbragði og tölunum 10, 6, 6, 6, að viss fjarlægð á hlut- ina, ásamt kaldri yfii-vegun og „ég er best“ áliti styrki mann fremur en letji. Þessi skoðun til eflingar sjálf- inu á einnig við varðandi þá erfið- leika sem þú virðist hafa lent í, en óbeint þó og kostað hafa tár (hún greip um lófann og sagði að hér rynni mikið af tárum). •Þeir lescndur sem viljn fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu niífni, fæðingardegi og ári ásamt heimiUsfangi og dulnefni til birtingar tH: Draumstafir Morgunblaðið Kringluimi 1 103 Reykjavík. I I 1 ) I ! 1 !
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.