Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 25 Friðar- verð- laun til N-Irlands? AÐSTANDENDUR Belfast- samkomulagsins á N-írlandi sem náðist á páskum eru taldir líklegastir til að hljóta frið- arverðlaun Nóbels í ár, en tilkynnt verður um verðlauna- hafa í dag. Gangi þetta eftir þykir altént öruggt að John Hume, leiðtogi hóf- samra kaþólikka (SDLP), verði einn verðlaunahafanna en óvíst er hvort fleiri myndu deila verð- laununum. Eru nefndir til sög- unnar þeh- Gerry Adams, leið- togi Sinn Féin, David Trimble, leiðtogi stærsta flokks sam- bandssinna (UUP), og jafnvel Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og Bertie Ahern, for- sætisráðherra Irlands, auk Ge- orges Mitchells, bandaríska öld- ungadeildarþingmanninum sem stýrði friðarviðræðunum. Sam- tökin Læknar án landamæra eða Vaclav Havel, forseti Tékk- lands, eru líklegir sigurvegarar fari verðlaunin ekki til N-ír- lands. 60 metrum frá árekstri GREINT vai’ frá því í gær að einungis hefði munað 60 metr- um að tvær flugvélar rækjust á á Heathrow-flugvelli í London í ágúst síðastliðnum. Höfðu flug- umsjónarmenn beint Boeing 737 vél Sabena-flugfélagsins í veg fyrir Boeing 757 vél British Airways fyrir mistök en tókst naumlega að afstýra árekstri er mistökin urðu ljós. Skyggni var því sem næst ekkert er atvikið átti sér stað og því sáu flugmenn vélanna ekki hvað verða vildi. John Hume, Lúzkov stofnar flokk JURI Lúzkov, borgarstjóri Moskvu, sagði í gær að hann hygðist stofna nýjan vinstri- miðjuflokk í næsta mánuði. Lúzkov, sem talinn er hug- leiða framboð í næstu forseta- kosningum í Rússlandi, sagði enn- fremur að hann teldi Alexander Lebed, ríkisstjóra í Krasno- jarsk, sinn helsta keppinaut ef af framboði yrði. Hann tók hins vegar illa í samflot með komm- únistum, sem hafa léð máls á slíku enda óttast þeir að geta ekki unnið í kosningunum upp á eigin spýtur. Fulltrúi Kína til Taívans AÐALSAMNINGAMAÐUR Kínastjórnai’ hefur þegið boð Taívanstjórnai’ um að heimsækja eyjuna. Hafa stjóm- völd landanna samþykkt að halda áfram viðræðum sínum og styrkja samskipti landanna, en sendinefnd Taívans átti tímamótafund með ráðamönn- um í Kína í fyrradag. SPD og Grænmgjar semja um breytingar á ríkisborgararétti Hægrimenn gagnrýna niðurstöðuna harkalega Bonn. Reuters. ÞÝZKIR hægrimenn gagnrýndu í gær harkalega áform jafnaðar- manna og Græningja um að breyta lögum um þýzkan ríkisborgararétt þannig, að milljónum útlendinga sem búa í Þýzkalandi verði auðveldað að fá þýzkt vegabréf. Leiðtogar Jafnaðarmannaflokks- ins SPD og Græningja sömdu um það í stjórnarmyndunarviðræðum á miðvikudag að þeir myndu „eins fljótt og auðið er“ leggja fram laga- frumvarp, sem myndi gera útlend- ingum kleift að öðlast þýzkan ríkis- borgararétt eftir átta ára dvöl í stað fimmtán, eins og kveðið er á um í núgildandi lögum. Hin nýja löggjöf myndi koma í staðinn fyrir 85 ára gömul lög um ríkisborgararétt og veita í fyrsta sinn börnum erlendra ríkisborgara, sem fæðast í Þýzkalandi, þýzkan ríkisborgararétt sjálfkrafa. Opnað fyrir innflytj endastraumi? Rupert Scholz, einn forystu- manna Kristilegra demókrata, flokks Helmuts Kohls fráfarandi kanzlara, sagði að lagabreytingará- formin væru „nærri byltingar- kennd“, þar sem þau myndu gera tvöfaldan ríkisborgararétt mögu- legan. „Þegar tvöfaldur ríkisborgar- aréttur er heimilaður ... þýðir það að útlendingum séu veitt mikil forréttindi framyfir Þjóðverja al- mennt,“ sagði Scholz í útvarps- viðtali. „Þetta þýðir að Þýzkalandi verð- ur breytt í innflytjendaland, land með óheftum aðflutningi fólks,“ sagði Scholz. Þær sjö milljónir útlendinga, sem búa í Þýzkalandi, urðu meðal um- deildustu efnisatriða kosninga- baráttunnar fyi-ir þingkosningarnar í liðnum mánuði. Hægrimenn hétu því að hindra óheftan innflytjenda- straum til Þýzkalands og flokkai’ yzt á hægri vængnum kenndu útlend- ingum um glæpi og atvinnuleysi. Fjöldi erlendra ríkisborgara, sem búa í Þýzkalandi, lítur á dval- arlandið sem sitt heimaland, en gildandi lög um ríkisborgararétt, sem hafa verið í meginatriðum óbreytt frá árinu 1913 og skilgreina þýzkan ríkisborgararétt eftir erfð- um frekar en dvalar- eða fæðingar- stað, hafa gert þeim erfitt fyrir að fá þýzkt vegabréf. Ötto Schily, varaformaður þing- flokks SPD sem reiknað er með að taki við embætti innanríkis- ráðherra í væntanlegri stjórn Ger- hards Schröders, mælti fyrir þeirri málamiðlun sem SPD og Græningj- ar hefðu náð í þessu máli. „Okkur hefur tekizt að semja reglur sem eru virkilega til fyrir- myndar miðað við fyrri lög [um rík- isborgararétt]. Þær byggjast meðal annars á viðurkenningu tvöfalds ríkisborgararéttar,“ sagði Schily í útvarpsviðtali. Það er einmitt þetta atriði, að er- lendum í-íkisborgurum skuli gert kleift að halda vegabréfi uppruna- lands síns en samt fá þýzkt vega- bréf, sem umdeildast var og fráfar- andi stjórn var ekki tilbúin til að samþykkja. Flestir hinna tveggja milljóna Tyrkja, sem dvelja í Þýzkalandi, munu vilja nýta sér þennan möguleika á tvöföldu ríkis- fangi. Einnig samið um áætlun um lokun kjarnorkuvera í gær var staðfest, að í stjórnar- myndunarviðræðunum hefðu jafn- arðarmenn og Græningjar einnig náð saman um áætlun um lokun kjarnorkuvera, en það er í sam- ræmi við yfirlýst markmið beggja flokka. Samkvæmt áætluninni hafa fulltrúar kjarnorkuiðnaðarins eitt ár til að semja við stjórnvöld um hvernig og hve hratt verður gengið til verks við að hætta nýtingu kjarnorkunnar í Þýzkalandi. Náist ekki samningar muni stjórnin setja lög sem kveða munu á um þetta. Kosninga- skrifstofa opnar ! 6. okt. kl. 17 að Hafnar- götu 54 Keflavík Allir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.