Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ 60 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998______________________ FÓLK í FRÉTTUM Arna Þorsteinsdóttir og Stefdn Jökulsson halda uppi léttri og góðri stemningu á Mímisbar. -þín saga! KVIKMYNDIR / Sambíóin, Álfabakka og Kringlunni, Regnboginn og Borgarbíó, Akureyri, hafa tekið til sýninga myndina Wrongfully Accused með Leslie Nielsen í aðalhlutverki. 1 Föstudagskvöld verður tónlistarveisla: Hilmar Sverrisson, Anna Vilhjálms, Stefán P. og Pétur Hjálmars. Þau halda uppi stanslausu fjöri til kl. 3.00. Borðapantanir í síma 557 9717 og 587 6080 rútan sem flytur fíðlusnillinginn í fangelsið ekur yfir bananahýði. Við það missir ökumaðurinn stjórn á henni og hún veltur nið- ur fjallshlíð og lendir í vegi fyrir aðvífandi járnbrautarlest. Ryan sleppur úr brennandi flakinu og er nú maður á flótta í vonlítilli baráttu andspænis hinum fræga mannaveiðara al- ríkisstjómarinnar Fergus Falls. Það sem Ryan þarf að gera er að komast yflr ótrú- legar hindranir, lifa af hræði- legar mannraunir, leysa morðgátu og sanna eigið sak- leysi. Svona er söguþráðurinn og ef hann virðist ruglingslegur þá er það af því að þetta er mynd í anda Naked Gun mynd- anna og Airplane og allra hinna myndanna þar sem Leslie Nielsen er í aðalhlutverki og söguþráðurinn gengur út á að vekja hlátur og gera í leiðinni misjafnlega góðlátlegt grín að söguþræði þekktra kvik- mynda. I Wrongfully Accused er það aðallega Flóttamaðurinn með Harrison Ford, sem gert er grín að, en líka flestar aðrar myndir sem Harrison Ford hefur leikið í, og líka myndir eins og Mission Impossible með Tom Cmise, Bra- veheart með Mel Gibson, Casa- blanca með Humphrey Bogart og fleiri. Handritshöfundur, framleiðandi og leikstjóri myndarinnar heitir Pat Proft en hann og Leslie Niel- sen unnu einmitt saman við Naked Gun og Police Squad sjónvarps- þættina. Proft segir um þessa mynd: „Áratugum saman hafa vinir, sam- starfsmenn, ástkonur og vinir ást- kvenna samstarfsmanna minna spurt mig: Af hverju gerir þú ekki mynd með Leslie Nielsen, Kelly LeBrock, Michael York og Richard Crenna í aðalhlutverkum. Nú vill svo vel til að það er komið að því.“ Hann heldur áfram og segir: „Eg skemmti mér virkilega vel meðan á tökum stóð. Leikarar og tæknilið lögðu hart að sér og það var dásamlegt og vingjarnlegt fjöl- skylduandrúmsloft sem einkenndi vinnustaðinn. Að vísu vora sumir í fjölskyldunni að þéna tugi milljóna en aðrir bara nokkur þúsund krón- ur en þetta var samt mjög gefandi og hamingjusamur vinnustaður," segir maðurinn á bak við myndina. Hvað fannst Leslie Nielsen erf- iðast við að eiga við gerð þessarar myndar: „Það var hvað ég er hjól- beinóttur. Það hefur náttúrlega háð mér alla ævi. I öllu sem ég tek mér fyrir hendur þá hugsa ég um það að kannski takist mér núna að finna einhverja leið til þess að rétta úr fótleggjunum þannig að ég verði ekki svona hjólbeinóttur. Það tekst bara ekki. Þetta er í raun og veru, það sem mér finnst erfiðast við að eiga,“ segir aðalleikarinn kanadíski. Leslie Nielsen er orðinn rúmlega sjötugur og hefur leikið i yfir 60 kvikmyndum og 1.500 sjón- varpsþáttum. Fiðlari á flótta Næturgalinn alltaf lifandi tónlist MYNDARLEGUR og heimsfræg- ur fiðluleikari, Ryan Harrison að nafni (Leslie Nielsen) stendur á hátindi frægðar sinnar þegar hann á stutt en eldheitt ástarævintýri með hinni auðugu, fallegu og stór- hættulegu Lauren Goodhue (Kelly ^LeBrock). Óafvitandi verður Ryan ’peð í ráðabraggi Lauren, en hún kennir honum um að drepa eigin- mann sinn, hinn moldríka Hibbing Goodhue (Michael York). Hann drepur hún af því að hann hefur komist að því að hún hefur annað samsæri á prjónunum. Þar ætlar hún að drepa aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Ryan lendir í því að á hann ræðst einhentur, einfættur og ein- eygður morðingi og að því loknu er hann handtekinn, ákærður, dæmd- ur sekur og dæmdur til dauða. En þar með er þessi saga ekki öll sögð því hann sleppur. Svo vel vill til að TITANIC, Mission Impossible og Flóttamaðurinn eru nokkrar þeirra þekktu kvikmynda sem skopast er að í Wrongfully Accused. K a m m e r tónleikar / í Garðabæ 19 9 8 19 9 9 17. OKTOBER X ____________________- GARÐABÆR Rannveig Fríða Bragadóttir Mezzo-sópran Gerrit Schuil Píanó Vcrk eftir Schuinann, Branis, Debussy og Jón Asgeirsson. Tónlcikarnir vcröa haldnir í Kirkjuhvoli, safnaöarhcimili Vídalínskirkju í Garöabæ, laugardaginn 17. októbcr kl. 17:00. , , , „ Miöasala í Kirkjuhvoli kl. 16:00 - 17:00 tónlcikadaginn. í\(æiuraaGtm Smiðjuvegi 14, %$pavogi, sími 587 6080 J9\ Tveir samliggjandi veitingastaðir. Fjaran: Villbráðar- og sérréttamatseðill Jón Möller spilar Rómantíska píanótónlist fyrir matargesti í Fjörunni og Vikingasveitin kemur i heimsókn. Fjörugarðurinn: Víkingasveitin leikur fyrir veislugesti Dansleikur: Hljómsveitin KOS Fðs sg Lau. Fjaran - Fjörugarðurinn Strandgötu 55 - Hafnarfirði Sími 565 1213» fax 565 1891 vikings@islandia.is www.islandia.is/vikings Frumsýning Stutt Opinber hefnd ELDURINN logar í blóði ítala og það fékk brúðgumi einn á Sikiley að reyna á dögunum. Dagimi fyrir bnið- kaup hans kom hann að heit- meynni í fangi svaramannsins og ákvað að hefna sín á opinberum vettvangi. Því mætti hann í kirkj- una og hafði sig lítt í frammi fyrr en presturinn spurði hann hvort hann vildi ganga að eiga konuna sem við hlið hans stæði. Svaraði hann því hátt og skýrt neitandi við angistarfulla undrun konunnar og kirkjugesta. Benti síðan á svara- manninn og sagði að hún skyldi frekar giftast honum, fyrst hann væri elskhugi hennar. Ekki fór giftingin fram í kirkjunni í Mess- ina þemian daginn, en biúðgumimi hefnigjarni bauð þó agndofa gest- unum að nýta sér veitingar veisl- unnar á sinn kostnað. Ekkert Yiagra APÓTEKIÐ í Vatíkaninu á Ítalíu hefur hingað til státað af ótrúlegu úrvali lyfjategunda, og jafnvel verið sagt að fá apótek stæðu þvi á sporði í vöruúrvali. En nú hafa stjórnendur apóteksins ákveðið að selja ekki það lyf sem mest er til umræðu nú um stundir, getuleysislyfið Viagra. Apótekið í Vatíkaninu er rekið af prestum en opið almenningi. Það mun ekki vera af trúarlegum ástæðíum sem apótekið hyggst hafna Viagra, því haft hefur verið eftir kaþólskum guðfræðingum að ekkert sé rangt við notkun lyfsins svo fremi það sé notað til að hjálpa pörum í kynlífserfiðleikum, en aðeins innan hjónabands. Ráðgert er að Viagra fari á Ítalíu- markað á miðvikudag eftir auglýs- ingaherferð, en sagt er að ekki hafi verið auglýst annað eins síðan Bítl- arnh- komu til ítah'u fyrii' 35 árum. Ítalía, sem þekkt er sem land hins blóðheita elskhuga, er því vel undir- búið fyi-ir komu hins nýja undralyfs. s Imyndin riðar VIAGRA-getuleysislyfið er víðar til umræðu en á Italíu, því grann- ar þeirra Frakkar hafa af því þungar áhyggjur. Lyfið fór í sölu á fímmtudaginn og var búist við að salan yrði gífurleg. Franskir karl- menn, sem hafa ætíð haldið því fram að þeir gætu kennt heims- byggðinni ýmislegt um karl- mennsku og ástafar, eiga nú í vand- ræðum með sjálfsmyndina vegna lyfsins. Nýleg kömiun sýndi að rúmlega 20% franskra karlmanna á aldrin- um 18-69 ára eiga við getuleysi að stríða, í það minnsta sé þeim vandamálið ekki dkunnugt. OIl þessi umræða um undralyfið og getuleysi franskra karlmanna fer þversum í margan manninn og halda því sumir fram að aldrei hafi áður verið vegið jafnhart að franskri karlmennsku. Sá snjó- menn BANDARÍSKUR ævintýramaður, Craig Calonica, segist hafa séð tvær verur sem hann telur að séu snjó- mennirnir hræðilegu, eða yeti, sem tíbetskar sagnii- herma að búi í fjöll- unum. Craig var staddur í Mount Everest, Kínamegin, í 6.000 metra hæð þegar hann sá tvær verur hinn 17. september sl. Hann segir að þær hafi þykkan, svartan feld og gangi uppréttar eins og menn, nema örlitlu bognari í baki. „Snjómaðurinn hræðilegi" er tal- inn af þjóðsöguætt, þrátt fyrir að tfl- raunir hafi verið gerðar tií að reyna að sanna tilvist hans allt frá árinu 1950. Tíbetar hafa tráað tilvist snjó- mannsins í þúsundir ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.