Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 á mbl.is Föstudaginn 23. október er kvikmyndin The Truman Show frumsýnd. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og þykir Jim Carrey, sem hingað til hefur verið í gamanhlutverkum, sýna á sér nýja og góða hlið. Einnig þykir handrit myndarinn- ar líklegt til að keppa um Óskarsverðlaunin eftirsóttu. A............ 0__________0 Son/ KV-29X5 29 tommu sjónvarpstæki frá Japis. í tilefni frumsýningarinnar standa Morgunblaðið á Netinu og Laugarásbíó fyrir léttum leik þar sem þú getur unnið miða á myndina eða glæsilegt 29 tommu Sony sjónvarpstæki frá Japis. Taktu þátt í leiknum á mbl.is, hlustaðu á Erlu Friðgeirsdóttur milli klukkan 13 og 16 á Bylgjunni og hver veit, kannski vinnur þú! JAPISS GiiiimflP! SKOÐUN HEIMSRAÐ- STEFNA UM ORKUMÁL ALÞJÓÐA orkuráðið (World Energy Council - WEC) er ein af elstu starfandi alþjóðasam- tökum, stofnað 1923 og minnist því um þessar mundir 75 ára afmælis síns. Hlutverk ráðsins er að vera allsherjar upplýsinga- og umræðu- vettvangur um orkumál. Þetta hlutverk er rækt með tölfræðilegri upp- lýsingaöflun, með út- tektum á sérstökum viðfangsefnum á sviði orkumála, með margvís- legri útgáfustarfsemi og ekki síst með því að halda alheimsráðstefnur um ork- umál. 17. alheimsráðstefnan var haldin um miðjan september, en seinasta aldarfjórðunginn hafa þessar ráð- stefnur verið á þriggja ára fresti. Til þess að halda utan um starfsemi sína rekur Orkuráðið skrifstofu í London. Aðild að ráðinu eiga landsnefndir í hverju aðildarríki, en þau eru nú um 95 að tölu. Aðild að landsnefndunum er með ýmsu móti. Hér á landi hafa æðstu stjórnendur í iðnaðan-áðu- neyti, Orkustofnun og hjá stærstu orkufyrirtækjunum myndað lands- nefnd auk nokkurra íræðimanna í orkumálum. Orkumáiastjóri er for- maður íslensku landsnefndarinnar. Island hefur átt aðild að ráðinu síðan á fyrri hluta 6. áratugarins. Ráðstefna í Houston Eins og áður segir er nýlokið 17. alheimsráðstefnu Alþjóða orkuráðs- ins, en hún var haldin í Houston í Texas. Hver slík ráðstefna hefur haft sitt kjörorð og í Texas var kjör- orðið Orka og tækni: Burðarás fram- fara um víða veröld fram á nýtt árþúsund. Að hætti þarlendra var keppt að því að þetta yrði „mesta og besta“ orkuráðstefna allra tíma. Auk funda- og erindahalds var viðamikil sýning í húsakynnum ráðstefnunnar þai- sem stærstu orkufyrirtæki heims og fjölmörg þjónustufyrirtæki í orkumálum kynntu sig og afrek sín. A.m.k. fimm þúsund fulltrúar sóttu ráðstefnuna: Stjórnendur orkufyrir- tækja, ráðamenn og fræðimenn hvaðanæva úr heiminum, þar á meðal margir ráðheiTai’ orkumála. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sat ráðstefnuna en undir hann heyra orkumál. Auk hans sóttu ráðstefnuna af Islands hálfu nokkrir æðstu stjórnendur ráðu- neytisins og Orkustofnunar auk yfir- manna stærstu orkufyrirtækja landsins. Framlag íslendinga á ráðstefn- unni var drjúgt. Alls voru þeir með fjórar greinar. Ein þein-a var kort- lagning á hlut vatnsorku og jarðhita í orkubúskap heimsins og umfjöllun um mögulega aukningu á þessum hlut á næstu áratugum. Höfundarn- ir, sem eru frá Orkustofnun og Landsvh-kjun, telja að auka megi hlutdeiidina úr 5-6% af heildar- frumorkuþörf heimsins, eins og hún er nú, í 13% árið 2020. Slík aukin nýting endurnýjanlegra orkulinda drægi úr koltvísýringslosun orku- geirans um 10%. Þá var grein eftir dr. Agúst Valfells um nýstárlega að- ferð við förgun á kjarnorkuúrgangi. í þriðja lagi var sérstök stúdenta- dagskrá þar sem íslenskur verk- fræðinemi, Sigurður Kristinn Egils- son, lagði fram grein um möguleika á framleiðslu metanóls á Islandi. Að lokum er að nefna framlag frá dr. Ingvari Birgi Friðleifssyni, forstöðu- manni Jarðhitaskóla Háskóla Sam- einuðu þjóðanna á Orkustofnun, um beina notkun á jarðhita í heiminum, sem hann flutti á sér- stakri málstofu gesta- landsins, Bandaríkj- anna. Eins og vænta mátti bar margt á góma á svo umfangsmiklu þingi og ekki tök fyrir neinn að sækja alla atbm-ði, enda var þingað samtímis í mörgum fundaröðum. Engu að síður er at- burður sem þessi kjör- inn vettvangur til þess að fá heildaryfirsýn yfir stefnur og strauma í orkumálum heimsins. Tilgangur þessarar frá- sagnar er að deila með áhugamönnum um orkumál því sem gi-einai’höfundi þótti vera það helsta sem fram kom á ráðstefnunni. Forsetar og fyrirmenn Margh- frammámenn í heiminum ávörpuðu ráðstefuna. Til stóð að þar færi Clinton Bandaríkjaforseti í broddi fylkingar, en hann hafði öðr- um hnöppum að hneppa þegar á reyndi. I hans stað flutti Texasbúinn Bush, fyiTv. forseti Bandaríkjanna, 17. alheimsráðstefnu Alþjóða orkuráðsins er nýlokið. Þorkell Helgason sótti ráðstefnuna og fjallar hér um það helsta sem fram kom þar. athyglisverða ræðu sem fylgst vai- með af vakandi áhuga. Varð honum tíðrætt um batnandi heim. Þrátt fyr- h- öll vandkvæði nútímans biði okkar í meginatriðum bjartari framtíð, þar sem kjarnorkuógn kalda stríðsins vofði ekki lengur yfh’ okkur. Þá má nefna James D. Wol- fensohn, yfirmann Alþjóðabankans. Hann og margir fleiri ræðumenn minntu á þá óþægilegu staðreynd að þriðjungur mannkyns, eða um 2 milljai-ðai' manna, hefðu ekki aðgang að neinni orku á markaði. Þetta fólk byggi við örbirgð sem væri í senn or- sök og afleiðing orkuskorts þess. Orka er forsenda allra efnahagslegra framfara. Wolfensohn játaði að ræða sín nú hefði orðið allt önnur hefði hún verið flutt fyrir ári. Þá hefði hann sagt að einkafjármagn væri vísasti vegurinn til að orkuvæða all- an heiminn. Nú benti hann á að fjár- festar hefðu stórlega dregið úr áformum sínum um orkufram- kvæmdir í þróunan’íkjunum í kjölfar þeirrar heimskreppu sem nú ríður yftr. Þörfin á félagslegu fjármagni, eins og Alþjóðabankinn veitir, væri því brýn. En jafnframt brýndi hann orkufyrirtækin til að axla samfélags- lega ábyrgð og hugsa ekki aðeins um hag hluthafa sinna. Stóraukin orkuþörf - en samt enginn skortur á orku Talið er að mannkyn muni tvöfald- ast fram á miðja næstu öld og heims- framleiðslan vaxa enn meira, eða þre- til fimmfaldast. Þess er vænst að orkunýtni muni halda áfram að aukast jafnt og þétt og er þar átt við að orkuþörf á hverja einingu heims- framleiðslunnar muni minnka. Af þessum sökum þarf ekki nema tvöföldun orkuframboðs til að mæta fyrrgreindri aukningu heimsfram- leiðslunnar. Orkuþörf heimsins mun þó í vaxandi mæli endurspeglast í efth-spurn eftir raforku eftir því sem þróunarríkin komast á hærra efna- hagsstig. Raforkuþörfin mun því Þorkell Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.