Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ JltargtsiiHafeib STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgríraur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UPPLAUSNÁ VINSTRI VÆNG KRISTINN H. Gunnarsson er fjórði þingmaðurinn, sem segir sig úr þingflokki Alþýðubandalagsins vegna átakanna í flokknum um sameiginlegt framboð vinstri manna. Ursögn hans hlýtur að teljast áfall fyrir sameiningarsinna innan flokksins. Með úrsögn Krist- ins hefur tæpur helmingur þingmanna Alþýðubanda- lagsins og óháðra sagt sig úr þingflokknum, eða fjórir af níu. Hörð andstaða þessara fjögurra fyrrverandi þing- manna Alþýðubandalagsins gegn sameiningu vinstri manna leiðir hugann að því, hvort afstaða þeirra sé úr takt við meirihluta stuðningsmanna flokksins. Tillaga formannsins, Margrétar Frímannsdóttur, um sameig- inlegt framboð með Alþýðuflokki, Þjóðvaka og Kvennalista, var samþykkt með yfírgnæfandi meiri- hluta atkvæða á aukalandsfundi í júlíbyrjun. Ríflega sjö af hverjum tíu landsfundarfulltrúum studdu sam- einingu, fólk, sem er í forustu flokksins í byggðum um land allt. Enginn vafi er því á, að flokksformaðurinn hefur fullt umboð til að leiða sameiningarferlið til lykta. Margrét Frímannsdóttir hafði einnig afgerandi meirihluta á reglulegum landsfundi Alþýðubandalags- ins fyrir tæpu ári. Afstaða þingmannanna er því ekki i samræmi við skoðanir þorra virkra flokksmanna. En með því að efna til sjálfstæðs framboðs til vinstri við samfylking- una svonefndu eru þingmennirnir í raun að tryggja, að það verði almennir kjósendur Alþýðubandalagsins, sem felli hinn endanlega dóm í þessu ágreiningsmáli innan flokksins. FORELDRA- SAMNINGAR A AHYGGJUR foreldra af uppeldi barna sinna eru ekki nýjar af nálinni. Áhyggjurnar magnast þó um allan helming, þegar flóðbylgja vímuefna skellur á þjóðinni, eins og fram kom í ræðu félagsmálaráðherra nýlega á Alþingi. Hvað er til ráða og hvernig geta for- eldrar brugðizt við til að bjarga börnum sínum frá þeim voða sem fíkniefni eru í nútíma þjóðfélagi? Til þess og eins til að keppa að því markmiði, sem kynnt var fyrir nokkrum misserum undir yfirskriftinni „Is- land án eiturefna 2002“, hefur verið sett á stofn átaks- verkefnið „Fyrirmyndarforeldrar“ á vegum foreldra- samtakanna Heimilis og skóla. Skýrt var í Morgunblaðinu í gær frá einum slíkum átakssamningi, sem gerður var á Akureyri, en foreldr- ar nemenda hafa gert slíka samninga víða um land. Ataksverkefnið „Fyrirmyndarforeldrar“ hófst í fyrra og voru þá gögn til kynningar send í 21 skóla í Reykja- vík og á landsbyggðinni. Nú er verið að senda þau aft- ur til allra skóla í landinu, sem hafa nemendur í 6. til 8. bekk, alls 200 skóla. Samningurinn er í 9 liðum og þar er meðal annars hvatt til þess að foreldrar láti aðra foreldra vita sjáist börnin reykja eða neyta áfengis. Ennfremur er samningurinn hvatning til foreldra um, að þeir sjái til þess að almenn atriði í reglugerðum séu haldin, svo sem eins og lögboðinn útivistartími o.s.frv. í kynningu verkefnisins segir: „Verkefninu „Fyrir- myndarforeldrar“ er ætlað að vekja okkur til umhugs- unar og ábyrgðar og auðvelda okkur að ræða um áfengi og vímuefni við börnin okkar. Titillinn fyrir- myndarforeldrar skírskotar til þess að við erum fyrir- myndir barna okkar og miðlum þeim ýmsum viðhorf- um beint og óbeint. Hlutverk okkar er því afar mikil- vægt í forvörnum, og reynslan sýnir að unglingar taka meira mark á foreldrum sínum en margir halda.“ Þetta verkefni lofar góðu. Það er rík ástæða til að ætla, að það geti skilað umtalsverðum árangri. Alþjóðlegar flugprófanir á GPS-flugleiðsögutækni á Keflavíkurfluffvelli BANDARÍSKU flugmennirnir Keith J. Biehl, Larry Van Hoy og John Talthan flugu Boeing 727 þotu FAA við prófanimar. Morgunblaðið/RAX Fyrstu sam- prófanir á bandarískum og evrópskum kerfum Leiðréttingarkerfi fyrir GPS-gervihnatta- leiðsögu í flugi hafa verið prófuð á Keflavík- urflugvelli síðustu daga. Flugmenn og tæknimenn Flugmálastjórnar hafa tekið þátt í þessum prófunum ásamt starfsbræðrum frá bresku og bandarísku flugmálastjórnun- um. Jóhannes Tómasson kynnti sér hvað um var að vera í Keflavík í gær. HÓPUR íslenskra og erlendra tæknimanna og flugmanna hefur unnið við flugprófanirnar og hér eru nokkrir þeirra saman komnir í vél FAA. FLUGMÁLASTJÓRNIR Ís- lands, Bandaríkjanna og Bretlands ásamt fulltrúum Evrópusambandsins kynntu í gær á Keflavíkurflugvelli sam- starfsverkefni um flugprófanir sem byggist á GPS-staðsetningartækni. Undanfama daga hafa staðið yfir prófanir á þessari tækni á vellinum og er það í fyrsta sinn sem Evrópu- búar og Bandaríkjamenn prófa kerf- in á sama flugvelli. Segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri þetta tímamót og heiður fyrir ísland að prófanimar skuli fara fram hérlendis. Flugmálastjórn íslands og Flug- málastjórn Bandaríkjanna, FAÁ, sömdu fyrir nokkrum árum um sam- starf um prófanir og gagnaöflun vegna GPS-leiðréttingarkerfa sem fram hafa farið undanfarið bæði í Bandaríkjunum og hérlendis. Hefur vél flugmálastjórnar, Beechcraft King Air 200 skrúfuþotan, verið við prófanir á flugvöllunum í Reykjavík, Keflavík, Akureyri og Vestmanna- eyjum auk þess sem vélin hefur farið eins langt norður og kerfið á að ná, þ.e. nyrst á Grænlandi til að stað- festa drægi þess. Þá hafa þotur FAA, Boeing 727 þota, og Flugmálastjóm- ar Bretlands, sem er af gerðinni BAC 1-11, verið við prófanir á Kefla- víkurflugvelli síðustu daga og lauk þeim í gær. Framundan eru frekari prófanir og samkvæmt þriggja ára áætlun mun Flugmálastjórn leggja fram alls um 40 milljónir til þessa verkefnis. Leiðréttingarkerfi við GPS Það sem verið er að prófa eru svo- nefnd víðáttustoðkerfi sem notuð eru til að leiðrétta GPS-gervihnattaleið- sögukerfið. Rekin eru í dag tvö til- raunakerfi, annað í Bandaríkjunum og hitt í Evrópu og munu ný leiðrétt- ingarkerfi leysa þessi kerfi af hólmi á næstu árum. Bandaríska kerfið er mun lengra komið og er stefnt að því að taka það í notkun á næsta ári en það evrópska nokkrum árum síðar. Víðáttustoðkerfi er net leiðrétting- arstöðva sem tengdar eru móðurstöð sem leiðréttir upplýsingar frá GPS- gervihnöttunum. í dag eru þeir 24 en GPS-kerfinu var upphaflega komið á fót til nota í hernaði þótt almenn not þess séu nú mun víðtækari en fyrir hernað. Leiðréttingarnar eru sendar í GPS-viðtæki notenda, í þessu tilviki í flugvélar. Hægt er með þessu móti að nota eitt eða fleiri gervitungl til að þjóna stóru svæði þannig að ekki þarf að koma upp leiðréttingarstöð fyrir hvern flugvöll. Prófanirnar á Kefla- víkurflugvelli síðustu daga hafa gengið út á svonefnt nákvæmnisað- flug þar sem notað er merki frá GPS- gervihnattaleiðsögukerfinu leiðrétt með merkjum frá leiðréttingarstöðv- um til að auka nákvæmni og öryggi. GPS-leiðréttingarstöðvamar auka nákvæmni staðsetningar í um sjö metra í lóðréttum og láréttum flötum og leiðréttingarstöðvarnar flytja við- vörunarupplýsingar til flugvéla á innan við sex sekúndum ef einhver GPS-gervihnattanna 24 bilar. í dag geta liðið allt uppí 20 til 30 mínútur frá því einhver GPS-gervilinötturinn bilar og þar til stjórnstöð tekur hann úr notkun. Prófanirnar í Keflavík eru þær fyrstu í heiminum þar sem notuð voru bæði víðáttustoðkerfin á sömu flugbraut en notkunarsvæði beggja kerfanna liggur um ísland. Einn megintilgangurinn með tilraununum hér var að reyna samvirkni kerfanna og eru þær nýjasta skrefið í þá átt að nota megi samhæft kerfi um allan heim. Vonir eru bundnar við að hægt sé að nota GPS-kerfið á víðtækari hátt í flugi í framtíðinni, þ.e. við al- menna flugleiðsögu, ferð flugvéla milli staða hvort sem er yfir landi eða hafi, sem verður þá enn nákvæmari en nú er, aðflug og lendingu og jafn- vel akstur á flugvelli. Höfðu banda- rísku tæknimennirnir á orði að flug- félög myndu spara sér umtalsverðan kostnað með nákvæmari flugleiðsögu og myndi sá sparnaður greiða upp fjárfestingu vegna GPS-tæknibúnað- ar. Aðflug mögulegt við verri veðurskilyrði Þessi nýi búnaður gefur möguleika á aðflugi á flugbrautum sem hafa takmarkaðan blindflugsaðbúnað eins og er sums staðar á Grænlandi og ís- landi. Hefur slíkum búnaði reyndar þegar verið komið upp við flugvöllinn við Höfn í Hornafirði sem þýðir að þar er aðflug nú mögulegt við viss skilyrði sem ekki var unnt áður. Fram kom í viðræðum við tækni- menn bandarísku flugmálastjórnar- innar, FAA, þegar blaðamenn Morg- unblaðsins fóru í prófunarflug í fyrradag að nákvæmnin er yfirleitt mun meiri en sjö metra frávik sem fyrr var nefnt eða á bilinu einn metri til þrír metrar. Þá sögðu þeir að kostir þess að taka upp GPS-kerfið væru meðal annars þeir að auka mætti afkastagetu þar sem hægt er að hleypa meiri flugumferð á ákveðin svæði án þess að auka áhættu þótt aðskilnaður sé minnkaður. Einnig mætti einfalda tæknibúnað við flug- velli og leggja af ýmsan dýrari búnað á jörðu niðri og þeir bentu einnig á að búnaður í flugvélunum væri einnig einfaldari. Nokkur tími mun hins vegar líða áður en þetta verður. Fyrir utan þessa notkun í fluginu má minna á að GPS-tæknin hefur verið notuð um árabil á skipum og bátum, til leiðbeiningar í hvers konar hálendisferðum eins og margir ís- lendingar þekkja og í Evrópu sjá menn fyrir sér aukin not varðandi ýmsar aðrar samgöngur á landi, svo sem járnbrautir. Árangursríkar flugprófanir Fyrstu niðurstöður úr flugprófun- um undanfarinna daga á Keflavíkur- flugvelli voru árangursríkar að sögn tæknimanna og verða notaðar við frekari þróun nýju tilraunakerfanna. Liggur til dæmis fyrir að nákvæmni í aðflugi niður í allt að 200 feta hæð er talsvert meiri en krafist er og að kerf- in uppfylla ennfremur skilyrði um skekkjumörk í farflugi. Frekari úr- vinnsla gagna fer fram hjá viðkomandi flugmálastjómum næstu vikurnar. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að stefnt sé að því að ljúka gagnasöfnun vegna verkefnisins næsta vor. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort víðáttustoðkerfið verði tekið upp hérlendis sem myndi geta bætt aðflugsskilyrði á vissum stöðum. Hann sagði rekstri núver- andi flugleiðsögukerfa hérlendis ekki hætt þótt GPS-kerfið yrði notað í auknum mæli. Flugmálastjórn á í viðræðum við FAA og Evrópusam- bandið um að stofnunin taki virkan þátt í áframhaldandi þróunarverk- efnum vegna víðáttustoðkerfanna og sagði Þorgeir að erlendu aðilarnir væru áhugasamir um frekara sam- starf við íslendinga. FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 35. ÞRAVIRK LIFRÆN EFNI Raunhæft að banni verði kom- ið á árið 2002 Andy Gilman, sem hefur tekið mikinn þátt í samningaviðræðum um bann við notkun þrávirkra lífrænna efna, segir að Island hafí gegnt mikilvægu hlutverki í samningavinnunni. Hann segir í samtali við Egil Ólafsson að skilningur hafí skap- ast á mikilvægi banns við notkun þessara efna og raunhæft sé að ætla að samningur um slíkt bann verði fullgildur árið 2002. ANDY Gilman, deildarstjóri umhverfisdeildar við heil- brigðisráðuneytið í Kanada, segir góðar líkur á að lokið verði við gerð samnings sem bannar alla notkun þrávirkra lífrænna efna árið 2000 og samning- urinn taki gildi árið 2002. Nú sé til staðar vísindaleg þekking á áhrifum þessara efna og útbreiðslu þeirra. Alþjóðasamfélagið viðurkenni nauð- syn á að banna notkun þeirra. Vinna við gerð alþjóðlegs samn- ings sem bannar notkun á þrávirk- um lífrænum efnum er nýlega hafin. Sú spurning vaknar hvort það taki ekki langan tíma að koma á banni sem nái til alls heimsins, ekki síst í ljósi þess að talsvert langan tíma hefur tekið að ná samningum um svæðisbundið bann við notkun efnanna. „Stefnt er að því að ljúka gerð samningsins árið 2000. Það mun trúlega taka tvö ár fyrir öll aðildarlöndin að full- gilda hann. Samningurinn mun þegar í stað hafa áhrif því að hann mun innihalda dagsetn- ingar um notkun og meðferð þrávirkra lífrænna efna sem aðildarlöndin gangast inn á að uppfylla. Það hefur tekið okkur um 10 ár að komast á það stig að geta hafið viðræður um alþjóðlegan samning um takmörkun á notk- un þrávirkra lífrænna efna. Það er fyrst núna sem vísindaleg þekking um áhrif þessara efna er álitin það sterk að alþjóða- samfélagið er tilbúið að semja um að hefta notkun þeirra. Eg hef því þá trú að viðræður um samninginn gangi hratt fyrir sig.“ Bann við notkun 12 efna því að stíga fleiri skref og bæta við efnum á bannlistann.“ Eru þessi efni mikið notuð enn í dag? „ísland notar þessi efni ekki í dag. Norður-Ameríka og Evrópa hafa sömuleiðis stöðvað notkun þeirra. Það eru enn nokkur lönd á norður- slóðum sem nota PCB. Rússland hef- ur ekki hætt notkun skordýraeiturs og þrávirk lífræn efni eru enn notuð í suðlægum löndum. DDT er t.d. enn talsvert mikið notað í baráttu gegn skordýrum sem valda malaríu. Lönd í Mið-Ameríku og Afríku segja að ef þau hætta notkun á DDT muni það leiða til þess að mannskaði vegna malaríu muni aukast, raunar svo mikið að þau tala um hundruð þús- unda manna í þessu sambandi. erfiða baráttu við malaríu? „Það eru aðrar árangursríkar að- ferðir til sem geta ráðið við moskítófluguna sem veldur malaríu. Breytt landnotkun getur dregið úr hættu á þessum sjúkdómi og einnig er hægt að nota önnur skordýralyf. í Mexíkó hefur verið unnið ötullega að því að útrýma notkun á DDT og stefnt er að því að þar verði notkun efnisins hætt innan 5 ára. Það verð- ur mjög merkur áfangi. Við getum því náð árangri, en það kallar á mikla vinnu og fjármuni. Þróuðu ríkin verða að leggja sig fram um að gera þróunarlöndunum kleift að nota bestu fáanlegu tækni og þekk- ingu í þessari baráttu." Líður ekki nokkur tími frá því að notkun á þrávirkum lifrænum efn- Er þá ekki mikil andstaða við gerð samningsins? „Eg held að andstaðan við hann sé ekki mjög mikil. Samningurinn mun innihalda bann við notkun 12 tiltek- inna efna. Ég get nefnt efni eins og PCB, DDT díoxín, sem era vel þekkt. Þarna er um að ræða efni sem hafa verið framleidd í ákveðnum tilgangi til notkunar í iðnaði eða landbúnaði, en einnig efni sem verða til sem aukaafurð í ákveðinni fram- leiðslu. Aðildarlöndin munu því fall- ast á að hætta notkun þessara til- teknu 12 efna og ég á ekki von á mikilli andstöðu við það. En það má búast við að það kalli á talsvert mik- ið starf að fá þjóðirnar til að fallast á að bæta við efnum á þennan bann- lista. Þegai’ samningurinn verður farinn að virka og menn sjá strax já- kvæðan árangur af tilvist hans vona ég að menn sjái einnig ávinning af Morgunblaðið/RAX GILMAN sagði að Island hefði átt mikinn þátt í því að koma á samningum um bann við notkun þrávirkra lífrænna efna. Ávinningur fólks á norðlægum slóðum af banni við notkun þessara efna er mikill. Þegar þrávirk lífræn efni safnast upp í líkama fólks draga þau úr hæfleika fólks til að læra, þau hafa áhrif á ónæmiskerfið, á tauga- kerfið og draga úr þroska ungra bama. Það er kannski ekki hægt að tala um að þau séu bráðdrepandi með sama hætti og malaría er. Við verðum þess vegna að finna jafnvægi milli sjónarmiða landa sem fást ann- ars vegar við langtímaafleiðingar notkunar þrávirkra efna og hinna sem nota þau til að berjast við alvar- lega sjúkdóma." DDT notað í baráttu gegn malaríu En hvert er þitt svar við rök- semdum suðlægra þjóða sem heyja um í heiminum er hætt þar til þess fer að gæta í norðlægum löndum? „Jú, það er rétt. Ef notkun efn- anna verður stöðvuð árið 2000 má reikna með að hlutfall þeirra haldi áfram að hækka í norðlægum lönd- um í allt að 20 ár. Að því leyti eru áhrifin svipuð og áhrif af notkun ósoneyðandi efna. Ósoneyðandi efni sem fara út í andrúmloftið í dag mun hafa áhrif í næstu 15 ár. Áhrifa af banni við notkun þrá- virkra lífrænna efna mun hins veg- ar gæta mun fyrr í löndum sem nota þau. Banni við notkun á DDT var komið á í N-Ameríku á árunum 1970-1974 og leiddi það til þess að 95% minna fannst af efninu í mönn- um 10 árum síðar. Vænta má sömu áhrifa í þeim löndum sem nota DDT í dag.“ Hættuleg efni Era þau 12 þrávirku eiturefni sem samningurinn nær til hættulegustu efnin eða era þetta þau efni sem auð- -> veldast er að ná samningum um bann við? „Þetta era hættulegustu efnin og vegna þess hvað þau eru hættulegt er jafnframt auðveldast að ná samn- ingum um bann við notkun þeirra. Það era til fleiri hættuleg efni sem valda umhverfisspjöllum, en þau valda annars konar hættu. Þrávirk lífræn efni byggjast upp eftir því sem komið er ofar í lífkeðjunni og era þess vegna hættuleg. Þau finn- ast í 10 milljón sinnum hærra hlut- falli í hvalspiki en í vatni. Þau eru . einnig hættuleg vegna þess hvað þau geta ferðast langar leiðir. Þekking á útbreiðslu efnanna er tiltölulega ný og hún hefur komið vísindamönnum nokkuð á óvart. Þrávirk lífræn efni geta borist upp í andrúmsloftið og borist langar leið- ir með vindum. Þegar efnin berast yfir í kalt loftslag falla þau niður til jarðar. Þegar þau eru einu sinni komin á norðlægar slóðir er mjög erfitt fyrir þau að komast upp í and- rúmsloftið að nýju og þess vegna era þau þar kyrr. Þau berast síðan í líf- keðjuna og valda röskun eins og ég lýsti áðan. Þau era hins vegar ekki hættuleg að því leyti að ég get stungið hendinni í PCB án þess að ‘ verða fyrir alvarlegu heilsutjóni. Mælingar á Islandi mikilvægar Hægt er að finna öll þessi 12 efni í íslenskum fiski líkt og í fiski í flest- um öðrum löndum. Efnin finnast í litlum mæli og fiskurinn er eftir sem áður mjög hollur matur. Þrávirk líf- ræn efni berast að norður heim- skautinu úr þremur áttum, frá Norð- ur-Ameríku, frá meginlandi Evrópu og frá Asíu og Rússlandi. Efnin sem berast frá meginlandi Evrópu fara yfir ísland og vægi þeirra í lífkeðj- unni er mun minna en á Grænlandi vegna þess að þau berast til Græn- lands bæði frá Evrópu og N-Amer- íku. Sama gildir raunar um N- Kanada. Minna mælist af efnunum í Skandinavíu en á íslandi. Mæl- ingar í Rússlandi sýna að þar finnst mikið af tilteknum efnum en minna af öðram. Mælingar frá íslandi hafa hjálpað okkur mikið til að fylla út í þá mynd sem við höfum í dag af dreifingu þrávirkra líf- rænna efna.“ Berast nægilega miklar tölu- legar upplýsingar frá íslandi um dreifingu þessara efna? „Það er nauðsynlegt að fylgj- ast stöðugt með útbreiðslu efn- anna og hvemig vægi þeirra breytist frá einum tíma til ann- ars. Við þurfum því meiri upp- lýsingar og vonandi getur Is- land eins og hin löndin gert meiri rannsóknir á þessu sviði. Við getum alltaf gert betur. Eitt af því sem væri nauðsyn- legt að rannsaka betur hér er breytileiki frá einum stað til annars og frá einum hópi til annars.“ Gilman sagði að ísland hefði átt mikinn þátt í að koma á samningum um takmörkun á notkun þrávirkra lífrænna efna. íslendingar væru ekki fjölmenn þjóð, en fulltrúar þeiira hefðu talað kröftugi’i röddu fyrir nauðsyn slíkra samninga og svo sannarlega haft áhrif. Mikilvægt væri að rödd ís- lands yrði áfram sterk á þessum vettvangi. Löndin sem liggja að norður heimskautinu, Kanada, Bandaríkin, Grænland, ísland, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Rússland hafa með sér samstarf sem miðar að verndun líf- ríkisins. í vikunni var haldinn í fyrsta skipti á íslandi fundur í heil- brigðisnefnd þessa samstarfs. Gilm- an sagði að á fundinum hefði verið lögð fram áætlun um starf nefndar- innar til næstu fimm ára. Lögð hefði verið fram áætlun um söfnun upp- lýsinga sem yrði grandvöllur að starfi nefndarinnar næstu árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.