Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 46
^6 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, AÐALSTEINN EGGERTSSON stórkaupmaður, Bauganesi 14, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 14. október. Jónína S. Snorradóttir, Snorri Aðalsteinsson, Martha Sverrisdóttir, Eggert Aðalsteinsson, Guðrún E. Bjarnadóttir, Gunnar Aðaisteinsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir og barnabörn. Faðir minn, bróðir okkar og afi, JÓN BACHMANN GUÐMUNDSSON, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. október. Magnús Jónsson, Edda Pálsdóttir, Guðrún Vilborg Guðmundsdóttir, Jónas Eysteinsson, Hallfríður Guðmundsdóttir, Gunnar Guðmundsson og barnabörn. + Móðir mín og amma, HALLDÓRA ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR netagerðarmaður, Flókagötu 3, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 15. október. Guðrún Jóna Jónasdóttir, Halldór Tjörvi Einarsson. + Faðir okkar og sonur, ÞORFINNUR EGILSSON lögmaður, Næfurási 14, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 14. október sl. Sigþrúður Þorfinnsdóttir, Egill Þorfinnsson, Ástrún Jónsdóttir, Egill Þorfinnsson. LAUFEY KRISTÍN LOFTSDÓTTIR + Laufey Kristín Loftsdóttir fæddist 20. ágTist 1913 í Reykjavík. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 12. oktdber síðastliðinn. Laufey var ddttir hjdnanna Lofts Bjarnasonar, f. 30.9. 1881, d. 11.3. 1958, pípulagninga- og járnsmíðameist- ara, og Onnu Krist- ínar Kristdfersddtt- ur, f. 16.4. 1880, d. 22.11. 1944. Laufey átti eina systur, Ástu, sem lést úr berklum í Kaupmannahöfn 1946. Laufey stundaði nám í Landa- kotsskdla árin 1921-1928 og vann síðan við verslunar- og verksmiðjustörf til ársins 1939, er hún giftist Sigurði Guð- mundssyni, vélstjdra, f. 5.3. í dag verður tengdamóðir mín Laufey Loftsdóttir lögð til hinstu hvílu. Laufey var skarpgreind kona en af þeirri kynslóð sem átti þess sjaldnast kost að mennta sig eins og hugur stóð til. Hún gekk í Landa- kotsskóla í sjö ár og bjó alla tíð að þeirri menntun sem hún hlaut þar. Kynni okkar hófust fyrir rúmum tuttugu og fimm árum, og þá gerði ég mér fljótlega grein fyrir því, að þarna var óvenju sterkur persónu- leiki á ferðinni. Hún var ekki aðeins greind, heldur var dugnaður hennar og þrautseigja aðdáunarverð. Pað sem hún tók sér fyrir hendur leysti hún af lagni og útsjónarsemi, og varð ég oft aðnjótandi þessara hæfí- leika hennar. Hún hafði lifandi áhuga á því sem var að gerast í þjóð- félaginu hverju sinni og myndaði sér mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Þessum eiginleikum hélt hún fram á síðustu stundu. Pað var mér sjálfgefið að bera virðingu fyrir þessari konu. Áður en langt um leið frá okkar fyrstu kynnum bund- umst við vináttuböndum, og það leið varla sá dagur að við töluðum ekki saman, því okkur féll svo ljómandi vel hvorri við aðra. Á undanförnum árum tók heilsu hennar mjög að hraka, en dæmafá umhyggja og natni dætra hennar létti henni lífíð og gerði henni kleift að búa heima til æviloka. Síðustu dagarnir í lífi þínu voru þér erfiðir og okkur varð ljóst hvert stefndi. Það kom mér því á óvart að fá ákveðin skilaboð frá þér um að koma að hitta þig með dætrum þín- 1911, d. 2.4. 1980. Ár- ið 1941 fluttu þau norður að Laxárstöð í Aðaldal þar sem Sig- urður var vélstjóri. Árið 1944 fluttu þau sig um set að Skeið- fossstöð í Fljdtum, þar sem Sigurður vann að uppsetningu véla og tók við starfi stöðvarstjdra, þegar stöðin var gangsett. Árið 1946 lá leiðin suður í Borgarfjörð, en þar var Andakfls- árvirkjun í byggingu. Þar bjuggu þau síðan til ársins 1960 og Sigurður gegndi starfi 1. vélstjdra. Árið 1960 tóku þau sig upp enn á ný og stefndu til höfuð- borgarinnar. Sigurður gerðist þar starfsmaður Stálumbúða, þar sem hann vann allt til dauðadags, Iengst af sem verkstjdri. Skömmu eftir komuna til Reykjavíkur fdr um kvöldið sem reyndist vera næst- síðasta kvöld lífs þíns. Þetta var ótrúleg stund. Við sátum og spjöll- uðum saman hressar og kátar og drukkum kaffi eins og svo oft áður. Og þegar við fórum kallaðir þú á eftir okkur „góða nótt og sofið þið vel“. Þetta voru síðustu orðin sem þú sagðir við okkur. Elsku Laufey mín, ég þakka þér innilega fyrir alla þá umhyggju og væntumþykju sem þú hefur sýnt mér öll þessi ár. Ég mun sakna þín sárt. Sigurbjörg Ármannsdóttir. Dagar þíns lífs, þínar sögur, þín svör voru sjóir með hrynjandi trafi. Móðir. Nú ber ég þitt mál á vör og merki þér Ijóðastafi. Til þess tók ég fari, til þess flaut mín knör. Til þess er ég kominn af hafi. Svo orti Einar Benediktsson í ljóðinu Móðir mín. Mamma er komin þangað sem verkir og þjáningar ná ekki til en af þeim hafði hún fengið nóg. Síðustu árin var eins og hún ætti að reyna alla sjúkdóma og sagði: „Ef eitt er búið tekur bara annað við.“ Mamma hafði óbilandi kjark og neitaði að gefast upp. Lífið hafði upp á svo margt að bjóða sem hana langaði til að gera en heilsan leyfði ekki. Við systurnar vorum mikið inni á heimili hennar, nutum ráðlegginga og sóttum til hennar með öll okkar + Ástkær faðir okkar, SIGURJÓN G. ÞÓRÐARSON vélstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Skúlagötu 40b, lést miðvikudaginn 14. október. Jarðarförin auglýst síðar. Böm hins látna. + Bróðir minn, EINAR KR. EINARSSON fyrrverandi skólastjóri í Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju á morgun, laugardaginn 17. október, kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á Grindavíkurkirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig Einarsdóttir. > + Sambýliskona mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Sogavegi 212, Reykjavík, er látin. Jarðarförin fer fram föstudaginn 23. október kl. 10.30 frá Bústaðakirkju. Theodór Ólafsson og börn hinnar látnu. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HERMANNS LÁRUSSONAR, Þórhólsgötu 1, Neskaupstað. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Neskaupstaðar og Landspítalans. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Bergsdóttir. Laufey einnig út á vinnumark- aðinn og vann við verslunar- störf auk húsmóðurstarfanna um árabil. Hún lauk sínum starfsferli utan heimilis hjá Ábyrgð hf., þar sem hún sá um kaffi fyrir starfsfólkið um hríð. Börn þeirra eru: 1) Edda, tryggingafulltrúi, f. 6.10. 1940, eiginmaður hennar er Valdimar Ásmundsson, bifreiðarstjóri. Dóttir þeirra er Laufey Kristín, menntaskólanemi, f. 1982. 2) Anna Sigríður, bréfberi, f. 30.10. 1946, eiginmaður hennar er Sigurður I. Georgsson, húsa- smíðameistari. Synir þeirra: a) Sævar, bifreiðarsljóri, f. 1973, sambýliskona hans er Anna Margrét Jónsdóttir, búfræðing- ur og nemi í búvísindum. b) Sig- urður Elvar, bifreiðarstjóri, f. 1976. Sonur hans er Áxel, f. 1996. 3) Gylfi, byggingarverk- fræðingur, f. 3.11. 1947, eigin- kona hans er Sigurbjörg Ár- mannsdóttir. Sonur þeirra er Ármann, verkfræðinemi, f. 1977. Utför Laufeyjar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. vandamál, sem hún hjálpaði með eins og hún best gat, hvort sem það varðaði tungumál, bakstur eða að fara með okkur í verslunarleið- angra. Hún lagði áherslu á að vera fín og líta vel út hvert sem hún fór og hafði mjög ákveðnar skoðanir á gallabuxnagleði kvenna. Það var mikið frá mömmu tekið þegar hún gat ekki séð um heimili sitt sjálf og varð að fá hjálp við alla hluti. Oft komum við að henni þar sem hún hafði byrjað að baka en orðið að hætta við. „Ég hélt að ég gæti gert þetta í áfóngum,“ sagði hún, þegar við systurnar vorum að setja ofan í við hana. Mamma var mjög ákveðin og staðfóst og gaf ekkert eftir meðan heilsan leyfði henni að fara það sem hún taldi sig geta. Hún fylgdist vel með dótturson- um sínum, Sævari sem kaus sveita- lífið umfram borgarlífið og Sigurði Elvari, sem orðinn er pabbi, og fékk að njóta þess að sjá langömmu- strákinn sinn, hann Axel, dafna og þroskast og náði því að sjá sonarson sinn, Ármann, verða stúdent og dótturdótturina og nöfnu sína, Laufeyju, fermast. Sameiginleg spurning þeirra er: Hvað verður um næstu jól þegar amma er ekki leng- ur hér? Mamma var samt ekki búin að gefast upp þótt heilsunni hrakaði í síðustu spítalalegunni. Hún ætlaði ekki að vera hér lengi þegar hún var lögð inn 22. sept. sl. en líkaminn sagði stopp þegar ein veikindin í viðbót lögðust á hana. Við systurnar, ásamt Sibbu mág- konu okkar, áttum ómetanlega stund með henni á laugardagsköld- ið sl. þar sem hún sat svo fín um hárið, í peysu með nælu í og drakk með okkur kaffi. Um leið og við kvöddum sagði hún „og sofið þið vel“. Það var eins og hún vissi að þetta yrði í síðasta skiptið sem hún sæi okkur. Á sunnudaginn var hún í móki og fékk hægt andlát þá um kvöldið. Ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu verður sárt saknað. Anna og Edda. Nú þegar þú, elsku amma mín, ert farin frá okkur þá streyma minningamar fram í huga minn, um það sem við gerðum saman. Ég minnist þess þegar ég kom í heimsókn, þá bakaðir þú kleinur eða dekraðir við mig á annan hátt. Við áttum sameiginlegt áhugamál, það var að spila. Við gátum setið tímunum saman við að spila og hlæja. Þú hafðir einlægan áhuga á því sem ég tók mér fyrir hendur, og hafðir mikinn metnað fyrir mína hönd. Ég ætla að reyna að bregðast þér ekki og fara vel með líf mitt. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín sárt. Laufey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.