Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Signý Þóra Fríða Sæmundsdóttir Sæmundsdóttir Signý og Þóra Fríða í Selfoss- kirkju SIGNÝ Sæmundsdóttir söngkona og Þóra Fríða Sæmundsdóttir pí- anóleikari halda tónleika í Selfoss- kirkju sunnudaginn 18. október kl. 17. A efnisskránni era sönglög og ljóðaflokkar eftir Robert og Klöru Schumann, glettin og smellin kaffí- húsalög eftir Eric Satie, Francis Poulenc og sönglög eftir Arnold Schönberg og Hector Berlioz. Signý stundaði tónlistarnám í Reykjavík og Kópavogi. Fram- haldsnám stundaði hún í Tónlistar- háskólanum í Vín í Austurríki þar sem hún lagði stund á ópera-, ljóða- og óratóríusöng og lauk það- an prófi. Þóra Fríða er píanókennari í Reykjavík. Hún lauk píanókenn- araprófí frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1978. Hún stund- aði framhaldsnám við Tónlistarhá- skólann í Freiburg im Breisgau. Þaðan lauk hún Diploma-prófi árið 1981 og var síðan við nám í Stutt- gart, en þar valdi hún ljóðaflutning (Liedgestaltung) sem sérgrein. --------------------- Rannveig Fríða og Ger- rit í Hvera- gerðiskirkju Hveragerði. Morgunblaðið. RANNVEIG Fríða Bragadóttir, mezzosópran, og Gerrit Schuil, pí- anóleikari, halda tónleika í Hvera- gerðiskirkju næstkomandi fóstu- dagskvöld, 16. október. A efnis- skránni verða sönglög eftir Schumann, Debussy og Brahms en einnig flytja þau níu lög eftir Jón Ásgeirsson við ljóð Halldórs Lax- ness. Rannveig Fríða og Gerrit era landsmönnum að góðu kunn. Bæði tóku þau til dæmis þátt í tónlistar- hátíðinni Bjartar sumamætur sem haldin var í Hveragerði í vor. Rannveig stundaði nám við Tón- listarskólann í Reykjavík en síðan við Tónlistarháskólann í Vínar- borg. Hún hefur starfað sem ein- söngvari síðastliðin 10 ár bæði hér heima og erlendis. Gerrit Schuil stundaði nám í píanóleik við Tón- listarháskólann í Rotterdam en síð- an framhaldsnám bæði í London og París. Hann hefur unnið í flestum löndum Evrópu sem og í Banda- ríkjunum bæði sem einleikari og eins sem hljóinsveitarstjóri. Und- anfarin ár hefur hann búið og starfað hér á íslandi. Tónleikamir verða sem fyrr seg- ir í Hveragerðiskirkju á fóstudags- kvöld og hefjast klukkan 20.30. --------------------- Sýningum lýkur MÁLVERKASÝNINGU Þor- steins Helgasonar, arkitekts, í Gallerí Borg, Síðumúla 34, lýkur á sunnudaginn. Á sýningunni era 22 olíuverk sem unnin era á sl. tveimur áram. Þegar hafa 11 verkanna selzt. Gallerí Borg er opið laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl. 14-17. Dagbækur og handrit streymdu inn FJÖLMARGIR lögðu leið sína á handritadeild Landsbókasafnsins eða höfðu samband símleiðis og færðu safninu dagbækur og önnur persónuleg gögn til varðveislu á Degi dagbókarinnar í gær. Meðal þess sem safninu barst í gær era dagbækur og ferðasögur Jóhannes- ar úr Kötlum, ræður og handrit að leikritum eftir séra Stefán Björns- son prófast á Reyðarfirði (f. 1876), fimm handrit að skáldsögum eftir Rögnvald Guðmundsson (f. 1852) frá Uppsölum í Seyðisfirði vestra og bemskuminningar Sigurjóns Gunn- arssonar bílstjóra í Hafnarfirði (f. 1880). Þá bárust safninu dagbækur fjögurra kvenna frá fyrrihluta ald- arinnar og era þetta allt ómetanleg- ar heimildir um líf fólks í landinu fyrr á tíð að sögn Kára Bjamasonar handritavarðar á Landsbókasafn- inu. Á hátíðardagskrá í Þjóðarbók- hlöðunni í gær veittu Einar Sig- urðsson landsbókavörður og Ög- mundur Helgason forstöðumaður handritadeildar safnsins viðtöku dagbókum, handritum og öðrum persónulegum skjölum frá nokkrum einstaklingum sem ákváðu af þessu tilefni að færa þau Landsbókasafn- inu til varðveislu. Meðal þein-a sem fært hafa safn- inu dagbækur, handrit og bréf er Matthías Johannessen skáld og rit- stjóri en handritasafn hans er mikið að vöxtum. Þá afhenti Friðrik Gunnarsson safninu gögn sem faðir hans, Gunn- ar J. Friðriksson fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, hefur varðveitt um langa hríð. I gögnum Gunnars er að finna dagbækur og bréf Einars Ás- mundssonar í Nesi sem var langafi hans. Að auki ánafnaði Gunnar handritadeildinni mikið safn heim- ilda sem tengjast árdögum verk- smiðjuiðnaðar hér á landi. Svavar Hávarðsson sagnfræðingur hefur tekið saman skrá yfir handritasafn Gunnars en Svavar er að hefja rit- un sögu verksmiðjuiðnaðar hér á landi. Auðunn Bragi Sveinsson rithöf- undur og kennari hefur ritað dag- bók samfleytt í 60 ár og færði í gær handritadeild dagbókasafn sitt til varðveislu. Þá afhenti Ingeborg Einarsson dagbækur sínar sem hún hefur haldið í 40 ár. Ingibjörg Benediktsdóttir afhenti dagbækur afa sins, Páls Árnasonar lögreglu- þjóns í Reykjavík. Páll hélt dagbók frá 1919-1924. Sigríður Matthíasdóttir afhenti í nafni fjölskyldu sinnar dagbækur ömmu sinn- ar, Jóhönnu Sigríðar Arnfínnsdóttur garð- yrkjukonu, en hún hélt dagbók frá 1930-1966. Kári Bjarnason sagði það sérstakt fagnaðar- efni að taka við dagbók- um kvenna þar sem þær væra einmitt sér- stakt áhersluatriði átaksins. Annað áhersluatriði væru dag- bækur barna sem sér- staklega hefur verið reynt að ná í. Af öðrum dagbókum og handritum sem Kári nefndi að safninu hefðu verið færð í tilefni af átakinu eru dagbækur Sigurðar Helgasonar fyrrverandi forstjóra Flugleiða sem hann hélt í 25 ár, tónlistarhandrit Mark- úsar Kristjánssonar píanóleikara og tónskálds, handrit Jakobínu Sigurð- ardóttur rithöfundar og væntanleg Morgunblaðið/Kristinn STEINGRÍMUR Hermannsson afhendir Einari Sigurðssyni lands- bókaverði til varðveislu einkabréfasafn föður síns, Hermanns Jónas- sonar fyri-vei andi forsætisráðherra. DAGBÆKUR og önnur persónuleg gögn Er- lendar í Unuhúsi í innsigluðum böggli sem ekki má rjúfa fyrr en 1. janúar árið 2000. Framan við er sýnishorn af dagbókum Sig- hvats Grímssonar Borgílrðings sem hann hélt frá 1863 til 1930. munu í safnið handrit Tómasar Guðmundssonar skálds. Við athöfnina í gær afhenti Stein- grímur Hermannsson fyrrverandi og seðlabanka- varðveislu safn Hermanns sins, forsætisráðherra stjóri safninu til einkabréfa fóður Jónassonar fyrrverandi forsætis- ráðherra. Þá opnaði Einar Sigurðs- son landsbókavörður sýningu á merkum dagbókum og handritum sem eru í eigu safnsins og meðal þess helsta eru sýnishom úr dag- bókum Þórbergs Þórðarsonar, Jónasar Hallgrímssonar, Ólafs Davíðssonar, Magnúsar Hj. Magn- ússonar sem varð Halldóri Laxness fyrirmynd að Ólafi Kárasyni ljós- víkingi, handrit Matthíasar Johann- essen, og einnig er sýndur innsigl- aður böggull merktur Erlendi í Unuhúsi og hefur að geyma dag- bækur hans og persónuleg skjöl. Þennan böggul má ekki opna fyrr en 1. janúar árið 2000. Ögmundur Helgason í handritadeild segir menn bíða þess með óþreyju að mejga rjúfa innsigli böggulsins. I máli Kára Bjarnasonar kom fram að mjög vaxandi áhugi er orð- inn á persónulegum heimildum á ólíkum fræðasviðum. „Varðveisla og gerð dagbóka er þó ekki lokaáfangi þessa átaks,“ sagði Kári. „Markmið okkar er ekki síður að vekja athygli á dagbókinni sem tæki til persónu- legrar tjáningar. Allra helst vakir þó fyrir okkur að huga að okkar eig- in sögu, okkar eigin þátttöku í heildarsögunni, þannig að við fáum skilið að við erum öll gerendur á því stóra sviði sem lífið er og fræði- menn fjalla um.“ Rætist úr hjá rithöfundarnefnu KVIKMYjVPIR Stjörnubfð HINN EINI SANNI HOWARD SPITZ (THE REAL HOWARD SPITZ) ★★ Leikstjóri Jean Vadim. Handrit Jurgen Wolff. Tónlist David A. Hughes. Kvikmyndatökustjóri Glen McPherson. Aðalleikendur Kelsey Grammer, Amanda Donohoe, Genevieve Tessier, Joseph Rutten, Patrick McKenna. 90 mín. Bandarísk. Metrodome 1998. OFTAR en ekki mistekst kunnum sjónvarpsleikurum að halda vinsældum og reisn á stóra tjaldinu. Tökum Staupa- stein sem dæmi. Sá langlífi gam- anþáttur ól af sér fjölda leikara sem vongóðir stefndu á frama í Hollywood. Árangurinn er ekki beysinn. Ted Danson er nánast gleymdur og grafinn eftir marg- ar tilraunir og sumar ærlegar. Kirstie Alley er farin sömu leið- ina og Shelley Long varð aldrei fugl né fiskur. Kelsey Grammer virðist stefna á hraðferð í glatkistuna, aðeins Woody Harrelson heldur höfði. Flest eru þau ágætir gamanleikarar en það dugar ekki til. Kvik- myndastjörnur þurfa einfaldlega að búa yfir meiri útgeislun og fá betri línur en Danson og Co. Ein ástæðan fyrir hröðu falli sjón- varpsstjarna í hörðum heimi kvikmyndanna er vafalaust draumurinn um að verða alvöru- stjarna á hvíta tjaldinu. Skyn- semin verður undir í baráttunni við framaóra. Sjónvarpsfólk virðist stökkva á hvað sem er - svo framarlega sem það á að fara í bíódreifingu. Líkt og Hinn eini og sanni Howard Spitz, sem er ekki neitt, neitt, og gott ef hún fór ekki beint á myndband í Vesturheimi. Grammer stendur sig ekki illa, leikur Spitz, and- lausa, drykkfellda og óaðlaðandi rithöfundarnefnu, svona and- skotalítið. Gallinn sá að það sem hann og aðrir segja er hreint ekki nógu fyndið. Hamd- ritakreppan segir ekki síður til sín í Hollywood en hér. Til að losna úr fjárhagskrögg- um breytir Spitz um viðfangs- efni, hættir reyfaraskrifum og flytur sig yfirí barnabókmennt- irnar. Þær eru styttri. Nýtur fulltingis telpunnar Samöntu (Genevieve Tessier), sem er bæði skörp og á fallega, ein- hleypa mömmu (Amanda Donohoe). Allt fyrirsjáanlegt og í mesta lagi broslegt, þegar best lætur. Myndin er heldur ekki leiðinleg en geldingsleg, líkt og bækurnar hans Spitz hljóta að vera. Það reynir lítið á aðra leikara en Grammer og Tessier, sem er dá- lítið stressuð en skilar samt sínu vel. Þeir era báðir skoplegir, McKenna, sem tekur að sér að leika Spitz á blaðamnannafund- um, (þar sem skáldið er bama- hatari), og Joseph Rutten sem umboðsmaður Spitz.. Donohoe er hlutlaus í átakahtlu hlutverki og rómantíkin blossax- á milli hennar og Grammers líkt og tveggja gegnsósa rekaviðardrumba. Tón- listin er undarleg blanda úr ýms- um áttum, sjaldnast vel viðeig- andi. Leikstjórn Jean Vadims, sem gerði hina athyglisverðu Gangverksmýs - Clockwork Mice, ádeilu á félagslega kerfið á Englandi, er að þessu sinni held- ur litlaus. Sæbjörn Valdimarsson Nýjar bækur • AMERÍKA er eftir Franz Kafka í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar. Þeir hafa áður þýtt tvær bækur Kafka, í refsinýlendunni og aðrar sögur og Réttarhöldin. Ameríka var fyrsta skáldsag- an sem Kafka tók til við að skrifa og í engri þeirra kemur jafn vel í ljós hve gaman- samur höfundur hann var og hve ímyndunarafl hans var frjótt, segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir að þetta sé sag- an af unglingspiltinum Karli Ross- mann, sem sendur er til Ameríku af foreldrum sínum eftir að hafa barn- að þjónustustúlkuna. Hann er ákveðinn í að standa sig í nýja heiminum en líkt og aðrar persónur Kafka leiðir undarlegt sambland af bláeygðu sakleysi og öfgakenndri samviskusemi hann út í ófyrirséð ævintýri. Eftir góðar móttökur í fyrstu lendir hann í slagtogi við óráðvanda menn, starfar sem lyftu- drengur á forkostulegu hóteli, verð- ur þjónn dömunnar Brúneldu og að síðustu starfsmaður í „Leikhúsinu í Oklahoma" - framtíðarríki listar- innar. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 251 bls., prentuð í Svíþjóð. Kápuna gerði Robert Guillemette. Verð: 3.680 kr. Bókin kom út í Heimsbókmenntaklúbbi Máls og menningar fyrr íhaust en er nú komin á almennan markað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.