Morgunblaðið - 18.10.1998, Page 56

Morgunblaðið - 18.10.1998, Page 56
56 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ > Norræna barnamyndahátíðin 1998 Urval norrænna barnamynda NORRÆNA barnamyndahátíðin verður haldin í Reykjavík dagana 20.-25. október í kvikmyndahúsinu Regnboganum. Hátíðin á sér tutt- ugu ára sögu og hafa Norðurlöndin skipst á að halda hana annað hvert ár, en í ár er hún í fyrsta skipti haldin hérlendis. Þorgeir Gunnars- son er framkvæmdastjóri hátíðar- innar. -Hvers vegna hefur hátíðin aldrei verið haldin hérlendis fyrr? „Eg kann nú enga einhlíta skýr- ingu á því, en við vorum ekki að gera margar barnamyndir fyrstu árin sem hátíðin var haldin og erum kannski núna íyrst orðin gjaldgeng í þessum geira kvikmyndagerðar,“ segir Þorgeir og bætir við að lengst af hafi fáar bamamyndir verið gerðar hérlendis og það sé ekki fyrr en uppsveifla hafi orðið hér- lendis í gerð bamamynda með myndum eins og Benjamín dúfu, Bíódögum og svo núna síðast Stikk- frí að farið sé að líta til Islands. Kynning og sölumöguleikar -Hvaða gildi hefur svona hátíð fyrir íslenska barnamyndagerð? „Við fáum tækifæri til að bera okkur saman við nágrannaþjóð- irnar á þessu sviði og getum séð það besta sem verið er að fram- leiða á á Norðurlöndum fyrir börn. Um leið beinum við sjónum annarra kvikmyndagerðarmanna að því sem við erum að gera hérna. A hátíðinni verða um 150 erlendir gestir, kvikmyndagerð- armenn, sjónvarpsfólk og fólk sem tengist gerð og framleiðslu barnamynda. Flestir koma frá Norðurlöndunum en þónokkrir koma víða að. Því myndast hér gott tækifæri til að kynna og einnig selja íslenskar barnamynd- ir til sýninga erlendis og mynda ýmis konar tengsl við áhrifafólk í þessum iðnaði.“ - Hvaða myndir verða sýndar á hátíðinni? „Á hátíðinni verður sýnt það besta sem framleitt hefur verið á Norðurlöndum síðustu tvö árin í flokki leikinna kvikmynda í fullri lengd, stuttmynda og heimildar- mynda. Val á myndunum fer fram í kvikmyndastofnunum landanna en hvert land hefur aðeins ákveðinn klukkustundafjölda sem takmark- Síðasta hraðlestrarnámskeiðið... á þessu ári hefst innan skamms. Ef þú vilt margfalda afköstin í starfi og námi skaltu skrá þig strax. Margfaldaðu afköstin! IíRAÐL^EvSIR A RSKÓIJ N N Sími: 565-9500 Fax: 565-9501 www.ismennt.is/vefir/hradlestrarskolinn SwlM'O-Par Utsölustaðir: Libia Mjódd, Disella Hafnarfirði, Háaleitis- apótek, Grafarvogsapótek, Apótekið Smiðjuvegi. Egilsstaöaapótek, Apótekið Hvolsvelli, Apótekið Heliu, Iðunnar apótek, Isafjarðarapótek, Borgarnesapótek, Regnhlifabúðin, Apótekið Suðurströnd, Apótekið Iðufelli, Apótekið Smáratorgi, Vesturbæjarapótek, Hafnarapótek, Höfn, Akureyrarapótek, Hraunbergsapótek. Dreifing: KROSSHAMAR. S. 5888808. NYTT FRA SVISS Svviss-o-Par® Dreifing: KROSSHAMAR. sími 588 8808 Ekta augnhára- og augnbrúnalitur með c-vítamíni. Allt í einum pakka, auðvelt í notkun og endist frábærlega. FÓLK í FRÉTTUM _ ýjl The pJordic ChlUreWS Film Festivaf 20-25 OctJeer ffff 0 STIKKFRÍ kemur frá íslandi. Leikstjóri: Ari Kristinsson. ^ NÁR MOR KOMMER H JEM er frá Danmörku. Leikstjóri Lo- ne Scherfíg. © URPO & TURPO er hreyfímyndasería frá Finnlandi. Leikstjór- ar: Liisa Helminen, Marjut: Rimminen og Riho Unt. Q GLASBLÁSARNS BARN kemur frá Svíþjóð. Leikstjóri: Anders Grönros. 0RNENS 0JE kemur frá Ðanmörku. Leikstjóri: Peter Flinth. ar það magn efnis sem valið er,“ segir Þorgeir. Keppt til verðlauna I tilefni 20 ára afmælis hátíðar- innar er keppt til verðlauna í fyrsta skipti. Veitt verða verðlaun í fjór- um flokkum; fyrir bestu leiknu kvikmynd hátíðarinnar í fullri lengd, fyrir bestu stuttmyndina, bestu hreyfimyndina og bestu heimildarmyndina. Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari hannaði og bjó til verðlaunagrip- ina. -Hvaða myndum tefla Islend- ingar fram? „Stikkfrí er okkar framlag í leiknum kvikmyndum í fullri lengd og Palli var einn í heiminum keppir um verðlaun fyrir stuttmyndfr. Við eigum því miður enga heimildai-- mynd fyrir böm og engin hreyfi- mynd hefur verið gerð hérlendis á undanförnum tveimur árum. Dagskrá hátíðarinnar er þrí- skipt. í aðalflokknum era þær myndir sem jafnframt keppa til verðlauna og eru þær sýndar tvisvar á meðan á hátíðinni stend- ur. I öðrum flokki eru myndir sem vegna fyrrgreindra tímamarka komust ekki í aðalflokk og verða þær sýndar einu sinni. I þriðja flokknum eru síðan tvær sérdag- skrár, annars vegar úrval af því besta í norrænni hreyfimyndagerð síðasta áratugar og hins vegar valdar myndir frá breska fyrirtæk- inu Aardman Animations en fyrir- tækið hefur þrisvar hlotið Oskarsverðlaun fyrir stuttar hreyfimyndir," segir Þorgeir. „Hátíðin er upprunalega hugsuð fyrir þá sem vinna í þessum bama- myndageira, fyrir leikstjórana að hittast og íyrir kaupendur að skoða framboðið. En við erum aðeins að víkka út þann ramma og bjóða al- menningi að sjá hluta af þessum framúrskarandi myndum og helstu sýningar fyrir almenning eru um næstu helgi.“ Klúbbur, málþing og fyrirlestrar Kvikmyndahátíðin verður sett á þriðjudag í Regnboganum en sýn- ingar hefjast á miðvikudag og eru sýningar frá kl. 10 til 17 á daginn. „Síðan bjóðum við eldri grunn- skólabörnum á sérstakar skólasýn- ingar þar sem þau fá að velja um þrjár góðar danskar myndir sem eru sýndar ótextaðar og er það hugsað sem liður í dönskukennslu," segir Þorgeir. Ekki er þá allt upp talið því í tengslum við hátíðina verður haldið málþing í Norræna húsinu sem fræðimenn munu stýra. Að auki stendur Norræna húsið fyrir fyrir- lestraröð um bamamyndir laugar- daginn 24. október. Klúbbur verður starfræktur á veitingahúsinu Vegamótum og þar verða pallborðsumræður kl. 21 þar sem leikstjórar sitja fyrir svörum. Þar verður hægt að fræðast um myndirnar og leggja spurningar fyrir leikstjórana. Hverjum degi lýkur síðan með léttri sveiflu á Vegamótum þar sem valinkunnir tónlistarmenn koma fram. Sérstök kynning á nýju Ununni af umgjörð- um frá Hugo Boss fyrir herra ogfrá Anna & útl ifggff verður í verslun ol Hamraborg máriu, ■'TSk- 19. október milli l Hé Og gefur vidskiptav, iÉÉÁ J5I góð ráð. titanium fyrir konur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.