Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 31 VÍGBÚNAÐUR EÞÍÓPÍU OG ERÍTREU i Grannríkin Erítrea og Eþíópía, sem eitt sinn voru bandamenn, hafa vígbúiz mjög frá því í maí á síðasta ári, þegar deila um landamæri ríkjanna óx í stríð. Hlé varð á átökum í júní en þau hófust á ný um síðustu helgi. Á fimmtudag höfnuðu stjórnir beggja rikja áskorun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hætta átökunum. Russnesk MiG-29 RAUÐAHAF Zalambessa Adigrat Nýleg átðk Svæði sem deilt er um Frá þvi i mai 1998 hafa yfir 52.000 Eritreumenn verið reknir frá Eþíópiu og um 22.000 Eþíópíumenn hafa yfirgefið Eritreu, flestir eftir að hafa misst atvinnu. Allt að 250.000 manns hafa neyðzt til að yfirgefa heimili sin vegna átakanna. Eþíópía 100.000 Hermenn t Erítrea 46.000 64 Herflugvélar 20-25 39 MiG-21 8 16 MiG-23 2 5 MiG-27 - MiG-29 5-10 4 SU-27 - - MB-339 5 24+ Herþyrlur V-4- 4 131 millj. (2,02%) Útgjöld til vamarmála* 65 millj. (8,33%) • Áætlað fyrirárið 1998 iBandarikjadölum og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 199 Heimildir: IISS, Jane’s Information Group, Amnesty Internationí Varað við fyrsta „hátæknistríði“ Afrrkubúa Nairobi. The Daily Telegraph. MOHAMED Sahnoun, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, varaði á fímmtudag við því að átök Eþíópíu- manna og Erítreumanna vegna landamæradeilu þeirra gætu orðið að „fyrsta hátæknistríði Afríku“. Sahnoun sagði að þessi „heimskulegu“ átök hefðu hafíst vegna mikillar hernaðaruppbygg- ingar í Afríkuríkjunum, sem hafa eytt hundruðum milljóna króna í nýjar vígvélar frá því deilan bloss- aði upp í maí. Hætta væri á „alls- herjarstríði með hryllilegri eyði- leggingu og skelfilegum afleiðing- um í þessum heimshluta". Bandarískir ríkisborgarar hvattir til að hafa sig á brott Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefur samþykkt ályktun þar sem öll ríki heims eru hvött til að „binda strax enda á alla vopna- sölu“ til Afríkuríkjanna tveggja. Ráðið bannaði þó ekki vopnasöl- una og líklegt er að ályktunin komi of seint til að hindra alls- herjarstríð, sem hvorugar þjóð- irnar hafa efni á. Bandaríkjastjórn hefur hvatt alla bandaríska borgara í báðum löndunum að fara þaðan vegna átakanna. Erítreumenn sökuðu í gær Eþíópíumenn um að hafa drepið yfír tug óbreyttra borgara í sprengjuárásum á þorp nærri landamærabænum Zalambessa, sem ríkin tvö deila um yfirráðin yfir. Suzuki Vilara jepparnir voru þeir vinsælustu og mest keyptu í Evrópu árið 1998 (eins og 1997).* Crand Vitara 2,0L 2.179.000 kr. Crand Vitara Exclusive 2,5L, V6 2.589.000 kr. Vitara JLXSE, Sd 1.830.000 kr. Vitara Diesel Sd 2.180.000 kr. $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is Frekari snjóflóð í Olpunum FIMM fórust í snjóflóðum í frönsku Olpunum í gær og er því tala látinna vegna snjóflóða í Frakklandi í þessari viku komin í átján en þrettán munu hafa farist í snjóflóðinu mann- skæða á þriðjudag. Fórust þrír í snjóflóðum í Les Arcs í gær og tveir í Val d’Isere en snjó- koma hefur verið afar mikil á þessu svæði upp á síðkastið. Jarðskjáifti í Afganistan TALIÐ er að fimmtíu manns hafí látið lífíð og 200 særst er öflugur jarðskjálfti reið yfír Kabúl, höfuðborg Afganistan, og nærliggjandi svæði á fimmtudagsnótt, samkvæmt heimildum frá útvarpsstöð Ta- lebana á svæðinu. Enn er óvíst um endanlegan fjölda látinna, en talsverðar skemmdir hafa orðið á eignum. Jarðskjálftinn mældist 5,5 á Richterskvarða. Tveir öflugir jarðskjálftar urðu í norðausturhluta Afganistan í fyrra, sem urðu um 8.000 manns að bana og lögðu mörg þorp í eyði. Folksfjöldi fer vaxandi SAMEINUÐU þjóðirnar (SP) hafa birt sláandi tölur um vax- andi íbúafjölda á jörðinni. í>ví er spáð að jarðarbúar verði um sex milljarðar í október 1999. A hverju ári fæðast um 78 milljónir manna, sem jafngildir íbúafjölda Frakklands, Grikk- lands og Svíþjóðar samanlögð- um. Þrátt fyrir að fæðingar- tíðni fari minnkandi, hefur það ekki áhrif á aukninguna því fleiri fæðast en deyja ár hvert. Með þessu áframhaldi verður íbúafjöldi kominn í 10,7 millj- arða árið 2050. Hins vegar spá SÞ að frjósemi fólks minnki verulega sem minnki fjöldann niður í 8,9 milljarða. Pólland aðili að NATO PÓLLAND mun formlega verða aðili að varnarsambandi Atlantshafsbandalagsins, NATO, 12. mars á þessu ári, sagði Pawel Dobrowolski, tals- maður pólska utanríkisráðu- neytisins, sl. fimmtudag. Aðild að NATO er beðið með eftir- væntingu í Póllandi, þar sem hún er af mörgum talin trygg- ing þess að landið verði aldrei framar undir stjórn Rúss- lands. Tuttugu þúsund Angólar flýja ALLT að 20.000 manns hafa nú flúið yfir til Lýðveldisins Kongó og Sambíu vegna stríðs- átaka í Angóla sem brutust út í desember á síðasta ári, að því er fram kom hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) í gær. Átök brutust enn á ný út milli stjórnarhersins og UNITA- skæruliða í desember á síðasta ári en friðarsamkomulag hafði verið gert milli stríðandi aðila árið 1994. Mikill meirihluti flóttamanna er í Lýðveldinu Kongó, en einnig eru nokkur hundruð í Sambíu og á flótta í eigin landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.