Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk Svo að þú ætlar að fljúga suður fyrír veturinn. I 5UPP05E Í'OU REALIZE IT'S A L0N6 U)AY.. Ég geri ráð fyrir að þú vitir að það er löng leið. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Rétt skal vera rétt Frá Auðuni Braga Svcinssyni: STUNDUM ber það við, að menn skreyta mál sitt með ljóðum góð- skálda í ræðu jafnt sem riti. Fer oft vel á því, þar eð skáldin segja oft margt viturlegt og minnisstætt, sem hrífúr hugi fólks. En eins verður sér- staklega að gæta, þegar vitnað er í orð skálda og annarra andans manna, að rétt sé eftir haft. Ljóði, sem gengið hefur verið frá til fullnustu, verður ekki breytt, hversu sterk sem ósk- hyggja manna kann að vera til þess. Svona hefúr skáldið gengið endanlega frá Ijóði eða öðru andlegu hugarfóstri og skilað framtíðinni í hendur. Einu sinni sá ég vitnaði í Ijóð eftir Guðmund Inga Kristjánsson á Kirkju- bóli. Það er aðeins tvö stutt erindi, en samt er í því fólgin djúp speki. Ljóðið nefnist „Vonlaust getur það verið“. Seinna erindið tilfærir greinarhöfund- ur því miður ekki alveg rétt. Hefur sjálfsagt farið eftir minni sínu, en eigi slegið ljóðinu upp í bókinni „Sólbráð", sem út kom 1945, og var önnur ljóða- bók skáldsins. Hann lætur síðara er- indið hefjast þannig: Vonlaust getur það verið, þótt vöm þín sé örugg og traust Ljóðlínumar eru hins vegar á þessa leið: Vonlaust getur það verið, þótt vöm þín sé djörf og hraust Búnaðarfrömuður vitnaði í Alda- mótaljóð Einars skálds Benediktsson- ar í ræðu, sem hann flutti, og vildi vera hátíðlegur og skreyta mál sitt með Ijóði eftir eitt af höfuðskáldum okkar. Honum fannst víst fara best á því að segja: Að fortíð skal hyggja, þá framtíð skal byggja, án fræðslu þess hðna sést ei, hvað er nýtt Ljóðlínumar hjá Einari em hins vegar þannig, sé rétt eftir haft: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess Mðna sést ei, hvað er nýtt Varla hefði það kostað manninn mikla fyrirhöfri að finna þetta ljóð í ljóðasaftú Einars Benediktssonar. Þess í stað treysti hann brigðulu minni sínu og gerðist skáld, svona óvart. Honum fannst einhvem veginn, að svona hlyti ljóðið að vera! Nýlega sá ég vísu í blaði, er Valdi- mar K. Benónýsson orti árið 1927, við fráfall Jóns Sigfússonar Bergmanns skálds. Þar er vísan höfð á þessa leið: Beina kenndi listaleið, ljóðin sendi af munni. Orðin brenndu, og það sveið undan hendingunni. Eg man ekld eftir vísunni á þessa leið, heldur þannig: Beina kenndi listaleið, lag tfl enda kunni. Orðin brenndu, og það sveið undan hendingunni. Hvor gerðin er meiri skáldskapur? Ég læt lesendur um að dæma það. Eitt sinn sá ég á prenti vitnað í ljóð Stephans G. Stephanssonar: „Hver er allt of uppgefinn" það hefst þannig: Hver er aht of uppgefínn eina nótt að kveða og vaka, láta óma einlefldnn auðveldasta strenginn sinn, leggja frá sér lúðurinn, langspilið af hiUu taka? En greinarhöfundur hefur treyst minni sínu um of, því að hann sagði: „einfaldasta strenginn sinn“, í stað „auðveldasta strenginn sinn“. Breytir talsverðu. Fleira af svipuðum toga mætti tína til, en ég læt þetta nægja að sinni. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Niðurfelling á uppbót öryrkja vegria sparisjóðsinnstæðu Frá Margréti Thoroddsen: ÉG VILDI aðeins leiðrétta ummæli heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, Ingibjargar Pálmadóttur, sem eftir henni vom höfð í Morgunblað- inu 23. jan. sl. Vom þau í sambandi við niðurfellingu á frekari uppbót Garðars Sölva Helgasonar, sem er öryrki, vegna sparisjóðsinneignar hans. Þar segir ráðherra: „Ekki er um að ræða nýjar viðmiðunarreglur þótt bréfritari tali um reglugerð frá 1996. Þessi vinnuregla er miklu eldri en það.“ Þetta er ekki rétt, því þessi vinnu- regla kom í kjölfar reglugerðar nr. 245/1996, sem gekk í gildi 1. maí 1996. Reyndar á ég bágt með að trúa að þessi ummæli séu rétt eftir ráð- herra höfð og séu ef til vill byggð á misskilningi, en þá þarf að leiðrétta það. Mér er þetta mál vel kunnugt, því móðir Garðars Sölva leitaði til mín á skrifstofu FEB 12. júlí 1996, þar sem Garðar hafði skyndilega verið svipt- ur þessari uppbót, sem hann hafði haft lengi. Móðir hans var orðin átt- ræð og heilsuveil, en hafði samt ann- ast son sinn heima frá því að hann varð öryrki og þar með sparað þjóð- félaginu stórfé. Hún hafði miklar áhyggjur af framtíð sonar síns, en fannst þó víst öryggi í því að hann ætti sparifé, sem hægt væri að grípa til ef í nauðir ræki. En nú átti hann að lifa af 39 þús. kr. á mánuði, svo ekki var um annað að ræða en ganga á höfuðstól- inn til að komast af. En hve lengi myndi hann endast? Ég leitaði til heilbrigðisráðherra um hvort ekki væri hægt að veita neina undanþágu og fékk þau svör, að málið væri í athugun. Auk þess var mér kunnugt um, að Garðar Sölvi ætlaði að skrifa forsætisráð- heira. Ég var að vona, að mál þetta hefði fengið farsælan endi, en nú tveimur og hálfu ári síðar kemur í ljós, að Garðar Sölvi hefur ekki einu sinni fengið svar. MARGRÉTTHORODDSEN, Sólheimum 25, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.