Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 11 FRÉTTIR Slapp ómeiddur úr hrá- efnistanki Morgunblaðið/Arni Sæberg GÓLF hinnar nýju Gullinbrúar var steypt í blíðuveðri á skírdag en þegar brúargólf eru steypt verður að vinna án uppihalds þar til verk- inu er lokið. Tók það allan daginn og fylgdist fjöldi manna með verk- inu við aðalleiðina í þetta fjölmenna hverfi í Reykjavík. Gólf Gullinbrúar steypt á skírdag Verklok áætluð fyrsta júlí STARFSMAÐUR SR-mjöls var hætt kominn er hann varð fyrir súrefnisskorti í hráefn- istanki verksmiðjunnar í Helguvík um páskana. Rétt viðbrögð starfsfélaga hans urðu til þess að hann slapp óskaddaður frá atvikinu, að mati Eggerts Olafs Einars- sonar verksmiðjustjóra. Slysið bar að með þeim hætti að maðurinn fór ofan í hráefnistank tO að fjarlægja aðskotahlut sem þai- var. Varð hann var við að loftið í tankn- um væri ekki nógu gott og tók að loftræsta hann. Taldi hann ástandið vera orðið í lagi en svo var ekki og hneig hann nið- ur áður en hann komst upp úr tanknum á ný, að sögn Egg- erts. „Félagar hans tóku strax loftslöngu og köstuðu niður til hans þar sem hún lenti við vit hans þannig að hann fékk súr- efni nánast strax. A meðan náði verkstjórinn í grímu og sótti hann niður í kassann," segir Eggert sem segir að at- burðarásin hafi verið mjög hröð og telur að maðurinn hafi einungis verið í nokkrar mín- útur ofan í kassanum. Að mati Eggerts varð það manninum til happs að starf- sélagarnir bruðgust hárrétt við. Komst hann fljótlega til meðvitundar á ný en var lagð- ur inn á Landspítalann þaðan sem hann var útskrifaður síð- ar sama dag. FRAMKVÆMDIR við tvöföldun Gullinbrúar í Reykjavík eru á áætlun en á skírdag var gólf nýju brúarinnar steypt. Fóru í það 150 rúmmetrar af steypu og þurfti 30 ferðir steypubíla í verkið. Járnbending ehf. sér um brúarsmíðina og segir Elfar Óla- son markaðsstjóri að margir hafi fylgst með verkinu af áhuga, ekki síst góðviðrisdagana um páska, enda snertir framkvæmd- in marga. Um 23 þúsund bflar fara í dag um Gullinbrú og segir Elfar við- búið að umferðin verði enn meiri þegar nýja brúin bætist við og leiðin verður orðin greiðari inn og út úr Grafarvogi. Verða þá tvær akreinar í hvora átt. Verk- lok eru áætluð 1. júlí og þá verður einnig búið að smíða nýja bni fyr- ir gangandi og hjólandi vegfar- endur. Hún á að hanga milli brúnna tveggja og stendur lægra en bflabrúin. Segir Elfar göngu- leiðina síðan greiða til beggja handa undir brúarsporðana en hann segir mjög mikla umferð gangandi fólks um Gullinbrú. Steypuvinnan gekk vel og stóð hún allan skírdag. Elfar Ólason segir að samkvæmt verkáætlun hafi átt að steypa gólfið 1. aprfl og stóðst það. Gólfið verður orðið fullhart eftir um það bil mánuð. Næsta verkefni er að ganga frá handriðum og breyta handriði eldri búarinnar. Hátt í 20 manns vinna við verkið. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sumarbú- staður ónýtur eftir bruna SUMARBÚSTAÐUR við Elliðavatn er ónýtur eftir bruna aðfaranótt mánudags. Húsið var mannlaust er eldurinn kom upp og var bústaður- inn alelda þegar Slökkvilið Reykja- víkur kom á vettvang skömmu eftir útkall klukkan 3.45. Mannaferðir höfðu verið í bústaðnum kvöldið áð- ur, en eldsupptök eru ekki kunn. Fara þurfti um nokkurn veg til að afla vatns og lauk slökkvistarfi á klukkustund, en vakt var höfð við húsið nokkru lengur. Varðstjóri hjá Slökkviliði Reylq'avíkur taldi tjónið verulegt því um var að ræða góðan bústað. Litlar sem engar skemmdir urðu á gróðri vegna eldsins. Söfnun fyrir fjölskylduna sem glímdi við veggjatítlu 310 þúsund kr. hafa safnast ALLS höfðu í gær safnast tæpar 310 þúsund krónur til handa fjöl- skyldu sem varð fyrir því óláni að veggjatítlur eyðilögðu hús hennar, en fjölskylduna vantar um fimm milljónir króna til að greiða kostnað við uppbyggingu nýs húss. Þá hefur glerverksmiðjan ÍSPAN boðist til að gefa spegla og allt gler í húsið, að sögn Jóhönnu Harðardóttur, for- svarsmanns þeirra sem að söfnun- inni standa. Einnig hefur húsgagna- verslun boðist til að gefa fjölskyld- unni húsgögn, en hún þarf að brenna eldri húsgögn sín og bækur. „Nú eru fyrstu dagarnir sem bankar eru opnir eftir mánaðamót og því viðbúið að fólk hafi meira fé handa á milli á næstu dögum og geti fremur látið aur af hendi rakna. Það vantar meira, án þess þó að við för- um fram á einhverjar sérstakar upphæðir. Margt smátt gerir eitt stórt og við gerum okkur vonir um að landsmenn taki við sér nú og leggi eitthvað inn á söfnunarreikn- inginn,“ segir Jóhanna. Óvissa um húsnæði Söfnunarreikningurinn er í Spari- sjóði Hafnarfjarðar og er númer 12000, en sparisjóðurinn er jafn- framt fjárgæsluaðili söfnunarinnar. Að sögn Jóhönnu mun fjölskyldan þurfa að rýma kjallaraíbúðina sem Hafnarfjarðarbær útvegaði henni 1. maí næstkomandi. VíIjtöí hafi feng- ist fyrir annarri íbúð á vegum bæj- arins þangað til uppbyggingu húss lýkur, en þau mál séu ófrágengin og ekki vitað hvort af því verði eða hvenær. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ORRI frá Þúfu er óumdeilanlega eftirsóttasti stóðhestur landsins og með langbestu stöðu allra hesta í kynbótamati Bændasamtakanna. Knapi er Rúna Einarsdóttir. Stóðhesturinn Orri frá Þúfu Folatollurinn hækkar um 67% ÞRÍR af eigendum stóðhestsins Orra frá Þúfu gerðu nýlega tilboð í þá tíu folatolla sem seldir hafa verið árlega á frjálsum markaði. Buðu þeir 1,5 milljónir króna í pakkann sem þýðir að hver tollur fer á 150 þúsund krónur. Er það 67% hækk- un frá því verði sem tollarnir hafa verið seldir á. Samþykkt var að taka tilboði þremenninganna sem tekur til tveggja ára og fá þeir því að halda alls 20 sinnum undir hestinn. Kjör- in eru þau sömu og verið hafa á þeim tollum seldir voru á frjálsum markaði. Þessi samþykkt félagsins rýrir mjög aðgang utanfélags- manna að hestinum en mögulegt er að einstakir eigendur selji undir hann. Samþykkt um hundahald á Kjalarnesi afgreidd í borgarráði eftir viku Tekið verði tillit til siónarmiða eigenda MÓTMÆLAPLAGG sem meiri- hluti kosningabærra íbúa á Kjalar- nesi undirritaði og lagði fram 30. mars síðastliðinn, gegn hugmynd- um um bann við hundahaldi á Kjal- arnesi er nú til skoðunar í borgar- ráði en málið verður tekið íyrir og afgreitt á fyrsta fundi ráðsins eftir páska hinn 13. apríl. Guðni Einarsson, hundaeigandi á Kjalarnesi, er einn af foivígismönn- um undirskriftasöfnunarinnar. Hann segir þá sem skrifuðu undir óánægða með að Kjalnesingar hefðu ekki verið hafðir með í ráðum við samningu reglugerðai'innar. Guðni segir hundaeigendur á Kjalarnesi ekki telja þörf á þeim ströngu reglum sem gilda í Reykja- vík. Það hafi vissulega verið í gildi reglur á Kjalarnesi sem hafi dugað hingað til. „Þetta er ekkert „villta vestur“ hérna. Hundar er skráðir, fara í hreinsun og eiga ekki að vera á fiækingi.“ Guðni bendir á að byggð á Kjalarnesi sé dreifð, eins og í hverri annarri sveit. Hann sér því ekkert til fyrirstöðu að mismun- andi reglur um hundahald gilai á Stór-Reykjavíkursvæðinu, eftir að- stæðum á hverjum stað. Óánægja hefur einnig komið fram með hækkun gjalda á hundaeigend- ur, að sögn Guðna. Til þessa hafi Kjalnesingar borgað 2.000 króna hundaeftirlitsgjald en eftir nýju samþykktinni sé þeim gert að borga 9.100 krónur. Hundaeigendum hafi því brugðið í brún þegar þeim bár- ust bréf frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur þar sem gjaldtakan er tilkynnt og þeim ennfremur gert að sækja um leyfi til hundahalds í Reykjavík. Þeir telji tæplega ástæðu til að sækja um leyfi sem þeir hafi þegar. Þá fari þeir fram á að veittur verði afsláttur á gjaldinu á svæðinu ofan Leii’vogsár, líkt og fordæmi eru fyrir í innheimtu gatnagerðargjalda. Guðni vildi leggja áherslu á að með mótmælunum væri ætlunin að knýja á um að meira tillit verði tek- ið til þeirra sjónarmiða sem ríkt hafa í Kjalarneshreppi. „Eg treysti því að þessum sjónarmiðum verði vel tekið.“ Jónas Vigfússon, fyrrverandi sveitarstjóri Kjalarneshrepps og núverandi formaður samstarfs- nefndar Kjalarness, ráðgefandi nefndar á vegum borgarinnar um málefni Kjálarness, vísaði í bókun nefndarinnar sem gerð var á fundi hennar hinn 14. mars síðastliðinn þar sem vakin er athygli á því að „með þeirri lausn sem Heilbrigðis- eftirlitið kynnti væri gengið lengi-a í gjaldtöku en samkomulag vegna sameiningar kvað á um.“ Samkomulagið er skýrt að mati Jónasar. „I því segir: „Heilbrigðis- eftmlit Reykjavíkur tekur við heil- brigðiseftirliti á Kjalarnesi. Eigend- ur hunda í dreifbýli verða undan- þegnir hundaefth-litsgjaldi." Þetta er það sem samið var um og við viljum að staðið verði við, ef það er hægt. Sveitarfélagið verður auðvitað að gæta jafnræðis en það er svolítið að vefjast fyrir mönnum,“ segir Jónas. Að sögn Jónasar er vilji fyrir hendi til þess að fylgja ákvæðum samkomulagsins. „Menn eru að reyna það eftir fremsta megni. Ég held að það borgi sig frekar að gera meira heldur en kveðið er á um í samkomulaginu heldur en öfugt. Ég trúi ekki öðru en menn geri það sem hægt er.“ Helgi Pétursson, borgarfulltrúi, formaður heilbrigðis- og umhverfis- nefndar, og formaður sérskipaðrar nefndar sem samdi drög að sam- þykkt um hundahald í Reykjavík, sem mótmælin beinast gegn, segir að reynt verði að taka tillit til fram- kominna sjónarmiða við endanlega afgreiðslu málsins. „Við höfum tekið við þessum at- hugasemdum og gerum okkur grein fyrir því að aðstæður eru mismun- andi,“ segir Helgi. „Það sem menn hafa verið að horfa á er skilgrein- ingin á „dreifbýli“. Við lítum svo á að Kjalarnes sé hluti borgarinnar, eitt hverfa hennar. En aðstæður á Kjalarnesi eni vissulega öðruvísi og nú er bara að finna rétta lendingu í málinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.