Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 64
—«4 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Gissur Jónsson, bóndi í Valadal á Skörðum, fæddist á Stóru-Okrum í Blönduhlið hinn 25. mars 1908. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Aðalberg- ur Árnason, bóndi á Stóru-Ökrum, lát- inn, og Dýrborg Daníelsdóttir, látin. Systkini Gissurar eru Kári, látinn, barn dó nýfætt, Hjalti, Iátinn, Aðalbjörg, búsett í Reykjavík, Unnur, búsett í Reykjavík, Skafti, látinn, Hörður, látinn, andvana fætt barn, Jónas, bú- settur í Kópavogi. Eiginkona Gissurar var Ragnheiður Eiríksdóttir frá Vatnshlíð, d. 26. september 1997. Böm þeirra era: 1) Val- dís, f. 31.8. 1941. Sambýlismað- ur hennar Haukur Sveinbjörn Ingvason lést 16.3. 1998. Börn þeirra eru fimm og eru fjögur *** þeirra á lífi. 2) Jón, f. 5.11. 1946. Kona hans er Hólmfríður Ingi- björg Jónsdóttir. Börn þeirra eru Qögur. 3) Friðrik, f. 21.3. 1949. Kona hans er Ester Selma Sveinsdóttir. Böra þeirra eru þijú. 4) Eiríkur Kri- stján, f. 6.6. 1953. Fyrrverandi sam- býliskona hans er Anna Fjóla Gísla- dóttir. Eiríkur Kri- slján á sex börn. 5) Stefán, f. 3.1. 1957. 6) andvana stúlkubarn, f. 1963. Barnabarnabörn Gissurar eru 12 og þar af eru níu á lífi. Af- komendur Gissurar eru samtals 36. Gissur hafði barnaskóla- menntun að þeirrar tíðar hætti. Framan af ævi vann hann við ýmis störf, svo sem vegagerð, símalagningu og fleira, gerðist síðan bóndi í Valadal og bjó þar til ársins 1972. Utför Gissurar fór fram frá Víðimýrarkirkju í Skagafírði 3. apríl. GISSUR JÓNSSON Hvað er tíminn? Trú og æðri máttur, tignarfagur andans klukknasláttur. Bergmál hans í brjóstum okkar vekur það besta sem að enginn frá oss tekur. Þannig hefst kvæði sem Gissur Jónsson bóndi í Valadal orti við dánarbeð móður sinnar Dýrborgar Daníelsdóttur, sem lést hinn 29. janúar árið 1970. 30. A fyrri hluta þessarar aldar voru tímamir nokkuð aðrir heldur en nú til dags. Islenska þjóðin var smám saman að brjótast úr örbirgð til allsnægta. Fátækt var þá enn á mörgum heimilum og það jafhvel allt fram yfir heimskreppuna miklu á fjórða áratugnum og þá ekki síst til sveita. Rafmagn var óþekkt í byggðum landsins, lítið um verk- færi nema handverkfæri, húsakost- ur ennþá slakur, ræktun skammt á veg komin, og samgöngutækni og vegagerð enn frumstæð, þannig mætti lengi telja, þægindi voru því lítil á nútíma mælikvarða. Þannig voru aðstæðurnar í upp- vexti Gissurar. Hann ólst upp á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð til 14 ára aldurs, eða til ársins 1922, en það ár fluttist hann ásamt foreldrum sínum Jóni Aðal- bergi Ámasyni og Dýrborgu Daní- elsdóttur að Ytra-Skörðugili á Langholti, en þar bjuggu þau í fimm ár, eða til ársins 1927, en keyptu þá jörðina Valadal á Skörð- um af Stefáni Friðrikssyni bónda þar. Gissur var þá á tuttugasta ár- inu. Mun þeim Jóni og Dýrborgu hafa fundist of þröngt um sig á Skörðugili og þar sem elstu bömin voru orðin stálpuð og því mikið vinnuafl fyrirsjáanlegt réðust þau í að kaupa þessa landmiklu fjallajörð wsem Valadalur er. Þó að efni foreldra Gissurar væm ekki mikil höfðu þau þó ávallt nóg handa á milli til að geta séð heimilinu farborða og með elju og atorkusemi tókst þeim að koma bömum sínum til manns. Eins og þá var títt fór Gissur snemma að rétta hjálparhönd við búskapinn og einnig mun hann stundum hafa hjálpað bændum í nágrenninu ef á þurfti að halda. Gissur sagði sjálfur frá því að þegar hann var sautján ára gamall, _f:n þá átti hann heima á Ytra- nSkörðugili, var hann alloft um sum- arið lánaður í heyskap á bæ þar í nágrenninu, þurfti hann þá stund- um að standa við heybinding myrkranna á milli og varð þá bæði að binda baggana og lyfta þeim á klakk. Eina stúlku hafði hann sér til aðstoðar. Mun verk þetta hafa BBfirið talið fullerfitt hverjum meðal- manni þó eldri væri. Ekkert kaup sá hann fyrir vinnu þessa, en hafi það eitthvert verið hefur það verið greitt foreldmm hans og það því runnið í heimilið á Skörðugili. Sumarið 1930 fór Gissur að vinna við vegagerð en við það var hann allmörg sumur bæði á Öxnadals- heiðinni og á Vatnsskarðinu, vom þá hestakermr enn notaðar til mal- arflutninga og allri mölinni mokað með handafli. Gissur var þá ásamt foreldmm sínum og systkinum ný- lega fluttur að Valadal og rann kaupið hans hjá vegagerðinni nær óskipt í heimilið þar. Hann vann einnig við lagningu símans bæði á Vatnsskarðinu og á Öxnadalsheið- inni. Þegar Jón Aðalbergur Ámason faðir Gissurar andaðist árið 1938 fór Gissur að búa í Valadal á móti móður sinni og systkinum. Fljót- lega upp úr því kynntist hann eig- inkonu sinni, Ragnheiði Eiríksdótt- ur, hún var dóttir Eiríks Sigur- geirssonar bónda í Vatnshlíð og konu hans Kristínar Karólínu Ver- mundsdóttur. Fluttist Ragnheiður síðan að Valadal og fór að búa með Gissuri, en móðir hans Dýrborg flutti fljótlega til Reylgavíkur og settist þar að. Þau Gissur og Ragn- heiður bjuggu fyrstu árin í Valadal á móti systkinum Gissurar, en síð- an á jörðinni allri allt til ársins 1972, en þá slitu þau samvistum, Ragnheiður flutti þá alfarin til Reykjavíkur, en Gissur flutti að Víðimýrarseli til Jóns sonar síns og konu hans Hólmfríðar Jónsdóttur, sem það sama ár hófu þar búskap, hjá þeim var Gissur síðan í fimmt- án ár eða til ársins 1987, en þá fór hann að Valagerði til Birgis Haukssonar, dóttursonar síns og sambýliskonu hans Fanneyjar Friðriksdóttur, hjá þeim var hann í fjögur ár. Arið 1991 fór hann að Litla-Dal í Lýtingsstaðahreppi til Valdísar dóttur sinnar og sambýlismanns hennar Hauks Ingvasonar, þar var hann síðan að mestu leyti þangað til hann fór á Dvalarheimilið á Sauðárkróki haustið 1996. Gissur var í lægra lagi á vöxt, grannholda og grannleitur í andliti, dökkhærður og bláeygur. Hann var vel stæltur, hvatur í hreyfing- um, léttur á fæti, skarpur til vinnu og fylginn sér. Hann gat verið galsafenginn og gamansamur og brá oft á leik við böm, en var lítt fyrir að kjamsa þau og kjassa þó barngóður væri. Skapmaður var hann nokkur, en tamdi skap sitt vel. Greindur var hann og orðvar, en lét þó hiklaust í ljós álit sitt á mönnum og málefnum ef því var að skipta. Þær mætu dyggðir, spar- semi, nýtni og nægjusemi, sem löngum hafa verið taldar gulls ígildi voru ríkur þáttur í fari hans. Skuldir voru honum lítt að skapi og reyndi hann jafnan að eiga fyrir þeim hlutum sem hann þurfti að kaupa eða að öðrum kosti að greiða þá sem fyrst. Hann var heimakær maður og naut best lífsgæðanna heimavið, en hafði þó gaman af að blanda geði við aðra þegar svo bar undir og var þá jafnan ræðinn og spaugsamur. Hann var góður bóndi og hafði gaman af skepnum og þá sérstak- lega sauðfé. Skepnuvinur var hann mikiH, og voru skepnur hans vænar og vel fram gengnar og þó búið væri aldrei stórt gaf það þokkaleg- an arð. Gissur sagði sjálfur: „Eg var aldrei ríkur, en hafði nóg fyrir mig.“ Sauðfjáreignin var meirihlut- inn af búinu, en hann var þó ávallt með nokkrar kýr og lagði inn mjólk í samlag. Noklon- hross hafði hann einnig en var þó aldrei mikiU hesta- maður. Hann átti þó aUajafna dug- lega smalahesta og fór á hestbak fram á níræðisaldur. Hann gat fengið jafnmikla eða meiri ánægju út úr því að fara á hestinum sínum að gá að kindum og aðrir fengu út úr löngu ferðalagi. Gissur hafði þann farsæla sið að ganga snemma tH náða á kvöldin og fara síðan ofan íyrir allar aldir á morgnana. Hafði hann því oft skil- að drjúgu verki þegar aðrir komu á fætur. Hann var vanafastur reglumað- m- og vildi hafa hlutina í lagi, gekk hann ávallt til verka sinna á sama tíma. I trúmálum flíkaði hann lítt skoðunum sínum, en innst inni var hann þó trúaður. Hann geymdi barnatrú sína sem gullinn sjóð í leynum hugans og átti sér örugga vissu fyrir því að við tækju betri og bjartari tilverusvið að jarðvistinni lokinni. Gissur var lengst af heilsugóður, utan þess hvað hann kenndi óþæg- inda frá maga, en það lagaðist með aldrinum. Gigt ásótti hann einnig nokkuð síðari hluta ævinnar. Hann var mjög andlega hraustur og hafði stálminni. Hélt hann minni sínu óskertu til hinsta dags. Fyrir tæp- um tveim árum fékk hann hjartaá- fall, en með góðri aðstoð lækna og hjúkrunarfólks tókst honum að komast aftur á fætur og til allgóðrar heilsu, en núna þegar hann fékk áfall á hjartað öðru sinni varð ekki aftur snúið og hann lést eins og áður segir hinn 24. mars, eftir stutta legu. Gissur var snjall hagyrðingur og hafði gott vald á íslenskri tungu þrátt fyrir litla skólamenntun í æsku. Vísur hans og ljóð eru form- föst og vel felld í rím og stuðla og kennir þar víða áhrifa frá rímna- kveðskapnum gamla. Þó að Gissur væri aUa jafna nokkuð dulur á ljóð sín og vísur lét hann þær þó fara við vel valin tækifæri og í góðra vina hópi. Aldrei lét hann vísu frá sér fara öðruvísi en vel gerða og gat oft verið fljótur að snara þeim fram ef svo bar undir og það jafn- vel bráðsnjöllum hringhendum. Gissur var maður vorsins og í nöprum skammdegiskulda og hríð- um orti hann um það margar fal- legar vísur. Hann mun hafa staðið yfir fé á köldum vetrardegi þegar hann gerði þessa vísu: Vetur hrindir frá mér frið, flestan myndar trega, mínar bind ég vonir við vorið yndislega. Eg sem þetta rita, sonur Gissur- ar, átti því láni að fagna að vera föður mínum samtíða á heimili um langan tíma, fyrst sem bam og unglingur heima í Valadal og síðan sem fulltíða maður, en hann var eins og áður er getið hér á heimili okkar hjónanna í um það bil fimmt- án ár. Handleiðsla foður míns var einstök og nú við leiðarmörkin hvarflar hugurinn aftur til liðins tíma og þá ekki síst tO bamæsk- unnar heima í Valadal. Pabbi var alltaf þessi trausti aðili sem hægt var að leita til í vandræðum sínum og leysti hann ætíð úr vandamálum okkar systkinanna með þeim hætti sem skynsamlegastur var hverju sinni, hann kenndi okkur að varast þær hættur sem á vegi okkar urðu, og hvatti okkur til að standa á eigin fótum. Hann kenndi okkur að vinna og að lesa, skrifa og reikna og einnig margt fleira. Mörg voru þau einnig skiptin sem hann svæfði okk- ur á kvöldin og sagði okkur þá sög- ur eða raulaði fyrir okkur vísur eða ljóð, en af þeim kunni hann mikið. Pabbi minn, við Hólmfríður kona mín þökkum þér af alhug fyrir þau ár sem þú varst hér á Víðimýrar- seli, og varst okkur stoð og styrkur í búskapnum og annaðist skepnur okkar sem þær væm þínar eigin, og einnig þökkum við þér fyrir öll hin árin og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Bömin okkar barst þú á höndum þér, leiddir þau og vernd- aðir og nú þegar þau kveðja þig hinstu kveðju veit ég að þau minn- ast samverustundanna með þér með hlýjum hug. Eg veit að ég mæli einnig fyrir munn systkina minna, maka þeirra og bama og einnig bamabarna okkar allra. Pabbi, tengdapabbi, afi og langafí, við þökkum þér fyrir allt. Að lokum ætla ég að setja hér síðasta erindið af ljóðinu faUega sem þú ortir við dánarbeð ömmu minnar Dýrborgar: Við stöndum hljóð, hér dagur lífs er liðinn, það lýsir inn í æðsta dýrðar friðinn, við biðjum þess að fóðurhöndin hlýja hefji þig á sviðið bjarta og nýja. Við englasöng á fógru ljóssins landi, lifa mun þinn kærleiksríki andi. Við hryggjumst ei þó hold í jörðu rotni í himninum er sálin geymd hjá drottni. Jón Gissurarson, Víðimýrarseli. Nú er komið að kveðjustund og vfljum við láta frá okkur nokkur orð um hann elsku afa okkar. Hann tók góðan þátt í uppeldi okk- ar systkinanna og eigum við hon- um margt að þakka en aldrei verð- ur fullþakkað honum afa það sem hann gerði fyrir okkur, allar stundimar sem hann eyddi í að kenna okkur bókstafina og tölu- stafina ásamt því að segja okkur sögur og vísur og alltaf var jafn- gaman að hlusta þó hann segði okkur það sama aftur og aftur en hann vildi greinilega að við lærð- um eitthvað af honum. Oft kom það fyrir að við vildum ekki borða matinn okkar en þá kom afi og mataði okkur á meðan sagði hann frá einhverju sniðugu og fyrr en varði vorum við búin að borða. Við lærðum mörg handtökin í búverk- unum og umgengni við skepnumar hjá afa okkar en hann hafði ætíð miklar tilfinningar í garð fer- fætlinga. Alltaf var jafn gott að skríða upp í rúmið þitt, afi, og sofna þar á kvöldin og ef við vöknuðum á nótt- unni og okkur vantaði hlýju þá höfðum við í öruggt og gott skjól að venda í rúminu hjá þér. Er við komum til þín núna síðustu árin hafðir þú ætíð áhuga á að vita allt um hagi okkar og varst alltaf ánægður með það sem við tókum okkur fyrir hendur og virtist ætíð standa með okkur og ávallt spurðir þú um bamabarnabörnin þín. Við systkinin emm full þakklæt- is fyrir að fá að alast upp með svona góðan afa eins og þig okkur við hlið og eigum margar góðar æskuminningar um árin með þér, elsku afi. Baldvin Kristján, Ragnheiður Osk, Jón Árni og Gissur Már Jónsbörn. Húmar hér að kveldi, hm'gur ævisólin. Alheims æðraveldi örugg býður skjólin. Menning mætra lista mun í slíku ranni, þar er gott að gista göngulúnum manni. Meðan stofninn sterki, stóðíValadalnum varst þú æ að verki vítt í fjallasalnum. Eyddir ævidögum ávalt sinnisglaður. Hafðir fé í högum hygginn búandmaður. Berist kveðjan kæra, klökk frá okkar hjarta. Megi fógnuð færa friðar ljósið bjarta. Áfram Iíf þig leiði laustviðamaogtrega. Vel þinn veginn greiði vorið yndislega. Fjölskyldan Víðimýrarseli. SIGURÐUR SNORRASON + Sigurður Snorrason fæddist í Stóru-Gröf á Langholti í Skagafirði 6. apríl 1919. Hann lést í Sjúkrahúsinu á Sauðár- króki 20. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 28. febrúar. Elsku afi, okkur langaði til þess að senda þér afmæliskveðju á 80 ára afmælisdaginn, 6. aprfl, enda þótt við getum ekki fagnað honum saman. Við viljum þakka þér fyrir öll árin sem að við áttum saman. Við eigum svo margar góðar minn- ingar, sérstaklega frá Stóru-Gröf. Það var svo gaman að keyra með þér og ömmu út í sveit eftir vinnu á fóstudögum og fá ristað brauð og rauða teið, sem við drukkum nú reyndar aldrei! Og alltaf fómaðir þú þínum helming rúmsins svo að grislingarnir fengju að kúra hjá ömmu sinni. Á sumrin var enda- laust hægt að leika sér í stóra fal- lega garðinum ykkar ömmu - sér- staklega þegar við fengum að setja indjánatjaldið upp. Það var örugg- lega engin lognmolla hjá ykkur þegar við bamabörnin mættum á staðinn. Þegar árin færðust yfir fluttust þið amma í Drekahlíðina. Kannski urðu heimsóknimar til ykkar styttri en síst færri. Kannski héldu sumir að þú fylgdist ekki alltaf með hlutunum en það var nú öðru nær, þú lést ekkert fram hjá þér fara, sérstaklega þegar bamabörnin áttu hlut að máli. Þú vissir ná- kvæmlega hvað hvert og eitt okkar var að gera og varst ekki vanur að liggja á skoðunum þínum hvað okkur varðaði. En við vitum að þótt við væmm ekki alltaf sammála þá vora hlutirnir sagðir af væntum- þykju því þú vildir okkur alltaf allt hið besta. Haustið 1997 lögðum við frænkumar land undir fót, gran- lausar um að það yrði í síðasta sinn sem við sæjumst. Við hefðum svo innilega viljað geta kvatt þig áður en þú fórst en hlutimir era víst ekki alltaf eins og maður vill hafa þá. Því er þetta okkar hinsta kveðja til þín, þótt seint komi. Tfl hamingju með afmælið, elsku afi. Megi Guð geyma þig þangað til við hittumst næst. Þínar Tinna og Kristín. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.