Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 25 Samruni AstraZeneca fær samþykki hluthafa i. Ishaf tapaði 151 m.kr. HLUTABRÉFASJÓÐURINN ís- haf hf. tapaði 151,5 milljónum króna á síðasta ári en 64 m.ki’. tap varð ár- ið á undan. Samkvæmt fréttatil- kynningu skiptist rekstrarniður- staðan í annarsvegar innleystan hagnað ársins að fjárhæð 53 m.kr. og hins vegar lækkun á óinnleystum gengishagnaði að fjárhæð 205 millj- ónir að teknu tilliti til breytingar á tekjuskattsskuldbindingu vegna þess liðar. Sjóðurinn hefur aðallega fjárfest í hlutabréfum sjávarútvegsíyrir- tækja og fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi en slo-áð markaðs- gengi þessara félaga lækkaði nokk- uð á árinu. Heildareignir félagsins í árslok námu 957 milljónum króna og er þar aðallega um að ræða eign- arhluta í félögum að fjárhæð kr. 732 milljónir. Eigið fé félagsins var í árslok 622 m.kr. og hafði lækkað um 16,5% á milli ára. Stjórn Ishafs mun leggja til að ekki verði greiddur arður til hlut- hafa á aðalfundi félagsins. ------------------ Leiðrétting Breytingar hjá Kaup- þingi Norð- urlands í VIÐSKIPTABLAÐI Morgun- blaðsins á skírdag víxluðust myndir af Sævari Helgasyni og Sveini Torfa Pálssyni. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum og birtist því fréttin aftur. SÆVAR Helgason hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Kaupþings Norðurlands en hann hefur verið starfandi frá því að fráfarandi framkvæmda- stjóri lét af störf- um 1. mars. Sveinn Torfi Pálsson mun áfram gegna stöðu aðstoðar- framkvæmda- stjóra félagsins. Sævar er 26 ára að aldri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri vorið 1993, sveins- prófi í málaraiðn frá Verkmennta- skólanum á Akureyri vorið 1994 og BS-prófi frá rekstrardeild Háskól- ans á Akureyri vorið 1997. Þá lauk Sævar löggildingarnámi í verð- bréfamiðlun frá Háskóla Islands vorið 1998. Sævar hóf störf hjá Landsbréfum á Akureyri á miðju ári 1997. Hann starfaði einnig um skeið á fyrir- tækja- og stofnanasviði Viðskipta- stofu Landsbanka íslands uns hann hóf störf hjá Kaupþingi Norður- lands, sem forstöðumaður eigna- stýringasviðs félagsins, í júlí 1998. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Hlutabréfasjóðs Norðurlands og Sjávarútvegssjóðs íslands fyrr á þessu ári en báðir sjóðimir eru í vörslu Kaupþings Norðurlands. Sambýliskona Sævars er Sara Dögg Pétursdóttir, nemi í hjúkrun- arfræði við heilbrigðisdeild Háskól- ans á Akureyri, og eiga þau einn son. SVEINN Torfi Pálsson hefur starf- að hjá Kaupþingi Norðurlands frá því í janúar 1993. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri árið 1987 og BS- prófi í fjármálum frá University of South Carolina í Bandaríkjunum árið 1992. Sambýliskona Sveins er Brynhildur Smáradóttir, nemi í hjúkrunarfræði við heilbrigð- isdeild Háskólans á Akureyri. MESTI fyrirtækjasamruni Evrópu varð að veraleika í gær, þegar við- skipti með bréf í ensk-sænska lyfja- risanum AstraZeneca hófust opin- berlega að fengnu samþykki hlut- hafa fyrir samrunanum. Fyrirtækið tilkynnti að hluthafar Astra í Svíþjóð hefðu opinberlega samþykkt sameininguna í atkvæða- greiðslu, sem lauk 30. marz. Með 36 milljarða dollara samruna Astra og Zeneca í Bretlandi verður komið á fót fimmta stærsta lyfjafyrirtæki heims miðað við sölu. Viðskipti með bréf í nýja fyrir- tækinu hófust um leið og samþykkið lá fyrir. Verð bréfanna lækkaði um 1,6% í London, en breyttist ekki í Stokkhólmi. Stærstir í Evrópu Samningurinn var samþykktur með 96% atkvæða þeirra sem at- kvæðisrétt höfðu í Astra eftir margra mánaða athuganir banda- rískra og evrópskra eftirlitsyfir- valda. AstraZeneca PLC (AZN) verður stærsta lyfjafyrirtæki Evrópu og mun sameiginleg sala hins nýja fyr- irtækis nema rúmlega 17 milljörð- um dollara. Samkvæmt sölutölum mun nýja fyrirtækið þar með skjót- ast fram úr Novartis AG, Merck & Co Inc og Glaxo Wellcome. Staðan getur þó breytzt áður en langt um líður. Rhone-Poulence í Frakklandi og Höchst í Frakklandi annars vegar og Glaxo-Wellcome í Bretlandi og Bristol-Myers Squibb í Bandaríkjunum hins vegar geta orðið stærri fyrirtæki en AstraZeneca ef viðræður um sam- runa þeiiTa bera árangur. Höfuðstöðvar AstraZeneca verða í London, en rannsóknarstarfsemi fyrirtækisins mun fara fram í Sví- þjóð. Stofn er samheiti yfir tryggingar fjölskyldunnar. Grunnur að Stofni er ávallt Fjölskyldutrygging en auk hennar velurðu þær tryggingar sem tjölskyldan þarfnast og átt þá möguleika á afslætti og endurgreiðslu. Stofn er sveigjanleg lausn þar sent þti lagar tryggingamálin að þörfum þfnum. Traustur þáttur í tilverunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.