Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 62
G2 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EINAR EGILSSON Einar Egilsson fæddist í Hafn- arfírði 18. mars 1910. Hann lést á Landakotsspítala sunnudaginn 28. mars. Foreldrar hans voru Egill Halldór Guðmunds- son, sjómaður, f. 2.11. 1881, d. 29.9. 1962, og Þórunn Einarsdóttir, hús- móðir, f. 16.12. 1883, d. 28.5. 1947, bæði frá Hafnar- firði. Einar átti átta systkini og eru þau öll látin. Elst var Jensína, húsmóðir, f. 21.9. 1905, d. 5.6. 1991, var gift Gísla Sigurgeirssyni, f. 1.3. 1893, d. 7.5. 1980; Sigríður, húsmóðir, f. 2.10. 1906, d. 1.4. 1950, var gift Jóni Finnbogasyni, f. 1.10. 1907, d. 1.12. 1987; Guðmundur, loft- skeytamaður, f. 25.10. 1908, d. 31.10. 1987, var kvæntur Astu Einarsdóttir, f. 1.10. 1917, en þau slitu samvistum; Gunnþór- unn, húsmóðir og kaupmaður, f. 10.6. 1911, d. 25.2. 1999, var gift Sigurbirni Magnússyni, hár- ’ír skerameistara; f. 2.10. 1910, d. 20.9. 1994; Nanna, söngkona, f. 10.8. 1914, d. 22.3. 1979, var gift Birni Sv. Björnssyni, kennara, f. 15.10. 1909, d. 14.4. 1998; Svan- hvít, söngkennari og fyrrv. pró- fessor í Vín í Austurríki, f. 10.8. 1914, d. 12.11. 1998, var gift Jan Moravek, f. 25.5. 1912, d. 25.5. 1970, en þau slitu samvistum; Gísli Jón, kaupmaður, f. 31.3. 1921, d. 22.4. 1978, var kvæntur Sigrúnu Þorleifsdótt- ur, kaupmanni, f. 16.12. 1927; Ingólfur, rakarameistari í Garðabæ, f. 4.12. 1923, d. 2.1. 1988, var kvæntur Svövu Júlíus- dóttur, húsmóður, f. 30.12. 1925. Hinn 7. apríl 1945 kvæntist Einar Mar- gréti Thoroddsen, f. 19. júní 1917, við- skiptafræðingi og fyrrverandi deildar- sljóra í Trygginga- stofnun ríkisins. For- eldrar hennar voru Sigurður Thoroddsen, yfírkennari og lands- verkfræðingur, f. 16.7. 1863, d. 29.9. 1955, og María Kristín Claes- sen, húsmóðir, f. 25.4. 1880, d. 24.6. 1964. Börn Einars og Mar- grétar eru fímm, barnabörnin sautján og barnabarnabörnin þrjú. 1) María Louisa, f. 29.10. 1945, lyfjafræðingur og kennari, gift Hannesi Sveinbjörnssyni, kennslufulltrúa. Börn þeirra eru Sveinbjörn, Einar, Asgerður Þór- unn og Sigurður. Sveinbjörn á soninn Hannes Þór. 2) Egill Þórir, f. 25.2. 1948, efnaverkfræðingur, kvæntur Hlaðgerði Bjartmars- dóttur, kennara. Börn þeirra eru Einar Bjartur og Guðrún Agla. Barn Egils og Hólmfríðar Gunn- laugsdóttur er Salvör. Hlaðgerður á dótturina Hafrúnu. 3) Þórunn Sigríður, f. 24.2. 1950, félagsráð- gjafi, gift Halldóri Árnasyni, efna- ojg hagfræðingi. Börn þeirra eru Arni Björgvin, Margrét Herdís, Einar Egill, Steinn og Kristín Halldóra. Dóttir Árna er Karin Hera. 4) Sigurður Thoroddsen, f. 10.8. 1953, framkvæmdastjóri, kvæntur Auði Vilhjálmsdóttur, innanhússarkitekt. Dóttir þeirra er Margrét Dögg og sonur henn- ar er Darri Már. 5) Margrét Herdís, f. 11.6. 1961, húsmóðir og nemi, var gift Bjarna Má Bjarnasyni, nuddara. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Sandra, Símon Rafn og Sunnefa. Fyrrum sambýlismaður Mar- grétar er Stefán Steinarsson, búfræðingur. Dóttir þeirra er Margrét Vigdís. Einar ólst upp í Hafnarfirði ásamt systkinum sínum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flens- borg 1928 og stundaði síðan verslunarnám í tvö ár við Pitsm- an’s College í London og lauk prófi þaðan 1931. Á námsárun- um var hann mikið til sjós í sum- arleyfum. Einar starfaði á skrif- stofu Kveldúlfs í sex ár eða frá 1931 og þar til hann fór til Suð- ur-Ameríku. Hann dvaldi í tvö ár í Argentínu og vann þar á skrifstofu Swift & Co. Þaðan fór hann til Chile þar sem hann stundaði bátaútgerð í þrjú ár. Árið 1941 kom Einar heim til ís- lands og vann við ýmiss konar verslunarstörf þar til hann flutt- ist með fjölskylduna til Mexíkó árið 1950, þar sem hann veitti forstöðu gosdrykkjaverksmiðju Canada Dry til ársins 1954. Þá fluttist hann aftur heim til ís- lands og vann við verslunar- og skrifstofustörf þar til hann réðst til Rafmagnsveitna ríkis- ins 1967, í byrjun sem fulltrúi en siðar sem innkaupastjóri. Einar lét af störfum þar 1985. Útför Einars fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jk Ævintýramaður er fallinn í val- inn. Einar Egilsson fór að vinna sem kúskur í vegagerð átta ára gamall, en endaði starfsferil sinn tæplega níræður sem innflytjandi. I millitíðinni hafði hann víða ratað og lagt stund á margvísleg störf í þremur heimsálfum. Hann fór að ferðast áður en bflar og flugvélar voru almennt notuð til langferða, en í síðustu viðskiptaferðunum naut hann þæginda nútíma breiðþotna. Hann var frá Hafnarfirði, faðir hans var einn af Hellubræðrum sem þar voru kunnir fiskimenn í byrjun aldarinnar. Einar fór ungur til sjós eins og faðir hans og föður- bræður, stundaði nám í verslunar- —y skóla í Englandi. En þetta var bara byrjunin. Hann hefur trúlega hugs- að líkt og Egill forðum, út víl ek. Eftir sex ára starf á kontórum Kveldúlfs, þar sem hann vann á kreppuárunum, lá leiðin til Argent- ínu þar sem hann vann í gríðarlegu sláturhúsi. Til að komast þangað árið 1936 þurfti að fara sjóleiðina um Bandaríkin. Frá Argentínu fór hann með lest til Chile, yfir Andes- fjöllin og gerðist útgerðarmaður í Valparaísó. Eftir að hann frétti að Englendingar hefðu hertekið ís- land dró römm taug hann til foður- túna með viðkomu í New York. Þar hitti hann í fyrsta sinn Margréti Thoroddsen, sem síðar varð eigin- • kona hans og lífsförunautur. Á stríðsárunum ferðaðist hann nokkrum sinnum miUi Islands og Bandaríkjanna, vann fyrir banda- ríska herinn og stundaði útflutning frá Bandaríkjunum til Islands. Eft- ir stríðið voru verslun og viðskipti starfsvettvangur Einars. Þau hjón- in stofnuðu verlsunarfyrirtækið Glóbus. En ævintýraþráin varð til þess að þau seldu fyrirtækið og fluttu með þrjú ung börn sín til Mexíkó þar sem hann starfaði í nokkur ár. Eftir að heim var komið var Einar lengi með sjálfstæðan at- vinnurekstur og vann síðar sem innkaupastjóri hjá Rafmagnsveit- um ríkisins. Sjötíuárareglan stöðv- aði Einar ekki, hann stundaði inn- flutning alveg fram á síðasta ár. Síðustu viðskiptaferðina fór hann til Portúgals fyrir fjórum árum. Eg trúi því að viðskipti hafi ekki ein- ''Wgöngu verið honum starf, til að sjá sér og sínum farborða, heldur miklu frekar ástríða. Kynni okkar Einars hófust 1971, þegar við Tóta dóttir hans fórum að draga okkur saman. Á þeim ár- um vorum við Einar báðir eldhugar í pólitík. Við sem þá vorum að kom- ast til manns vorum af fyrstu kyn- slóðinni á Islandi, sem bjó við vel- megun frá blautu barnsbeini. Við gerðum uppreisn gegn viðhorfum og venjum foreldra okkar, sem ald- ir voru upp í allt öðrum heimi fyrir stríð. Einar þurfti frá barnsaldri að draga björg í bú foreldra sinna. Eg hafði notað nær alla mína hýru fyr- ir sjálfan mig. Einar var sjálfstæð- ismaður, studdi veru hers í landi, en ég vinstrisinnaður á móti hern- um og NATO. Við tókumst á um pólitískar skoðanir okkar og deild- um oft hart. Mér er ekki örgrannt um að Einari hafi fundist nóg um að báðir tengdasynir hans væru svo vinstrisinnaðir og fundist að Tóta ætti að koma heim með hægrimann fyrst Maja var búin að binda trúss sitt við róttækling. Með tímanum dró úr þessum deil- um okkar og við urðum æ oftar sammála. Ég hygg að það hafi ekki bara verið vegna þess að ég breytt- ist úr vinstri- í hægrimann heldur einnig vegna þess að lífsviðhorf Einars voru sífellt að þróast og breytast. Undir það síðasta fannst mér stundum eins og hlutverk okk- ar í umræðum hefðu snúist við, þó að samræðurnar væru mildari en í byrjun. Líf Einars var viðburðaríkt og þar skiptust á skin og skúrir. Ef eitthvert eitt atriði einkenndi skap- höfn hans, þá var það bjartsýni. Andstreymi tók hann með jafnaðar- geði, hélt alltaf reisn sinni og var sannfærður um að allt færi vel að lokum. Þegar við kynntumst fyrst hafði hann oft legið á spítala. Ékki festi ég tölu á sjúkrahúslegum hans frá því fundum okkar bar fyrst saman. Stundum var honum vart hugað líf, en alltaf spratt hann upp aftur líkt og hann hefði níu líf og lá sjaldnast lengi. Ég trúi að sterk lífsþrá og baráttuvilji ásamt bjart- sýni og trausti til lækna hafi reist hann úr rekkju hressan og tilbúinn til að takast á við lífið. Þó var ljóst að á síðasta ári var þrekið farið að minnka og þreyta farin að segja til sín. Gaman var að heyra Einar segja frá viðburðaríku lífi sínu. Hvort sem hann sagði frá störfum sínum og mannlífi í Chile eða frá ferðum yfir Atlantshafið í skipalestum á stríðsárunum. Hann gat dregið upp ljóslifandi myndir af atburðum og samferðafólki án þess að skyggja sjálfur á það sem hann var að lýsa. Fyrir allt þetta kann ég Einari þakkir, samband okkar, sem í upp- hafi einkenndist af átökum, þróað- ist með árunum í einlæga vináttu. Einar átti barnaláni að fagna og var gæfumaður í einkalífi. Missir Margrétar er mestur, hún hefur misst eiginmann og vin. Við skulum minnast með þakklæti alls þess sem Einar gaf af sjálfum sér, nú þegar hann er fallinn í valinn. Halldúr Árnason. Elsku afi minn er látinn. Bjart- sýni og sterkur lífsvilji voru hans aðalsmerki. Afi hafði oft veikst al- varlega en alltaf risið aftur upp sprækari en áður. Maður hélt orðið að hann væri eilífur og því er erfitt að skilja það sem orðið er. Þegar ég var barn bjuggu afi og amma í næstu götu. Þangað vorum við krakkarnir alltaf velkomnir og það var alltaf sperinandi að fá að gista hjá ömmu og afa. Þau tóku alltaf á móti okkur með bros á vör og þolinmóð voru þau við ærsla- belgina sína. Eg man að ég var alltaf svo stolt yfir því að eiga svona fallegan og myndarlegan afa. Hann var alltaf þrjátíu árum yngri en hann var. Hann hélt sér ungum með dagleg- um sundspretti. Það er sagt að á gömlum ljósmyndum líkist hann þessum gömlu kvikmyndastjömum sem ég kann ekki að nefna, en þykja með afburðum myndarlegar og þannig var því farið með afa. Áfi var mikill ævintýramaður og hann hafði gaman af því að segja sögur frá Suður-Ameríku frá sínum yngri ámm. Það var ýmislegt sem dreif á daga hans þar og ýmis afrek unnin. Það vom þessar sögur sem urðu til þess að ég og tveir bræður mínir lögðum leið okkar þangað sem skiptinemar. Ég hef séð Suð- ur-Ameríku í hillingum frá því ég var barn. Jafnvel á sjúkrabeði sagði hann mér sögur af Chile-bú- um, rauðvínsgerð þeirra og gest- risni. Það var líkt og hann fyndi ennþá bragðið af ljúffengum vínum þeirra. Það gerist víst oft að með ámn- um kulnar ástareldurinn í hjóna- böndum. Þannig var því aldrei var- ið með ömmu og afa. Þau vom ást- fangin og virtu hvort annað til hins síðasta. Elsku amma, söknuður þinn er sárastur. Við höfum öll misst mikið og við munum halda minningu afa á loft um ókomin ár. Margrét Herdís Halldúrsdúttir. Margar góðar minningar um afa hafa rifjast upp fyrir mér síðustu daga eftir að hann skildi við þetta líf. Ég man að ég gat setið lengi og hlustað á fjölmargar sögur afa frá bernsku- og uppvaxtarárum hans í Hafnarfirði, útgerðaráranum í Chile, dvölinni í Mexíkó og frá ferðalögum hans víðs vegar um heiminn. Minnisstæðastar em mér sögur hans frá frostavetrinum mikla árið 1918, naumlegri björgun frá sökkvandi skipi í seinni heims- styrjöldinni, stómm jarðskjálftum í Chile og hvemig hann og amma kynntust fyrst í New York. Sá sem hefur aðeins upplifað hluta af þeim ævintýmm sem afi hefur upplifað á sinni ævi myndi líklega teljast mjög lífsreyndur maður. Afi var mikill herramaður og mjög glæsilegur í útliti og allt fram á síðustu daga hans var fólk að nefna við fjölskylduna hversu glæsilega hann bar sig, þrátt fyrir aldur og veikindi. Heilsu sinni hélt hann mjög góðri með því að synda reglulega. Hann sótti laugarnar svo lengi sem að heilsan leyfði og ég verð honum ætíð þakklátur fyrir að það að snemma kenndi hann mér að synda. Einn af mestu kostum afa var að hann talaði aldrei illa um fólk og hann stærði sig aldrei af sínum eig- in verkum. Gott dæmi um það er að eitt sinn bjargaði hann ungum dreng frá dmkknum í Reykjavíkur- höfn en þá sögu heyrði ég aðeins frá öðrum fjölskyldumeðliinum en ekki honum. Eitt af því sem afi hef- ur reynt að kenna mér var að bera virðingu fyrir öllum lifandi verum og veraldlegum hlutum en sjálfur hugsaði vel um allar sínar eigur og ræktaði vináttu sína mikið við ann- að fólk. Minningin um þennan glæsilega og óeigingjarna herra- mann mun lifa í minningu minni til æviloka. Ég veit að þú hefur skilið sáttur og óhræddur við þetta líf, afi, þar sem fullvíst er að þú hefur lokið dagsverki þínu. Hvert sem leið þín liggur máttu búast við stórri mót- tökunefnd allra þinna vina sem þú hefur eignast á lífsleiðinni og eitt er víst; að ævintýri þín em rétt að byrja. Einar. Mig langar að minnast fáeinum orðum hins mæta manns Einars Egilssonar, sem er látinn. Einar var kvæntur móðursystur minni Margréti Herdísi Thoroddsen. Það má segja að sumir menn verði ekki gamlir, þrátt fyrir að þeir lifi langa ævi. Þannig var með Einar, sem var nýorðinn 89 ára gamall. Það var alltaf gaman að hitta Einar og tala við hann. And- inn var ungur og ferskur og þó lík- aminn hafi gefið sig var bjartsýni á framtíðina ríkjandi. Hann lifði í nú- tímanum, þekkti fortíðina og rækt- aði þá minningu, en horfði fram á veginn og hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og stjórnmálum. Það er söknuður í huga nú er við kveðjum hann. Einar var fæddur í Hafnarfirði. Þar ólst hann upp í stórum og myndarlegum systkinahópi. Faðir hans og föðurbræður vom miklir fiskimenn og ungur að ámm fór hann til sjós með fóður sínum. Á skólaáram sínum í Flensborg sótti hann jafnframt sjóinn, en fór síðar til Englands i verslunarnám. Að námi loknu starfaði hann um tíma hjá Kveldúlfi, en ákvað að leggja land undir fót um 1936 á vit ævin- týranna og fór til Suður-Ameríku. Einar bjó í Argentínu og Chile í nokkur ár, þar sem hann fékkst við ýmis störf, aðallega tengd sjávarút- vegi. I Suður-Ameríku kynntist hann lífi og störfum í öðrum heims- hluta, sem eflaust hefur haft djúp áhrif á ungan mann, víkkað sjón- deildarhringinn og næmi fyrir lífi og kjömm manna við aðrar aðstæð- ur en hér heima á Islandi.'I minn- ingu minni frá barnsámnum bar hann með sér blæ frá framandi löndum. Á leiðinni heim frá Suður-Amer- íku dvaldi hann í New York, þar sem hann kynntist Margréti frænku minni. Gengu þau í hjóna- band 1945. Þau bjuggu fyrstu árin hér heima á Islandi, en fluttust síð- an til Mexíkó þar sem þau voru bú- sett í nokkur ár, á meðan Einar var umdæmisstjóri Canada Dry þar. Ég minnist þess alltaf hversu gleð- in og tilhlökkunin var mikil, er þau fluttu heim til Islands aftur 1954 með börnin, sem þá voru orðin fjögur. Á heimili Möggu og Einars átti ég sem barn og unglingur margar góðar stundir með þeim og börnum þeirra. Þau vom ekki eingöngu frænka mín og maðurinn hennar, heldur einnig foreldrar bestu vin- konu minnar. Barnalán þeirra er mikið og endurspeglar þann kær- leika og hlýju sem ríkti á heimilinu og skiptir mestu máli í samskiptum manna. Á heimilinu var mikil söng- gleði, en fjölskylda Einars var söngelsk, systur hans vom þekktir tónlistarmenn og varð ég þess stundum aðnjótandi að hlusta á þau og dáðist að kunnáttu þeirra. Allar helstu hátíðir í fjölskyld- unni em tengdar minningunni um nærvem Möggu og Einars með börnum sínum, hvort sem það var á heimili þeirra eða heimilum ann- arra í systkinahóp móður minnar. Þá var sungið og farið í leiki og tóku allir þátt jafnt ungir sem aldnir. Starfsævi Einars var löng og hef- ur hann meðal annars starfað sem sjálfstæður atvinnurekandi, um- dæmisstjóri hjá Canada Dry í Mexíkó, skrifstofustjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar og lengst af var hann innkaupastjóri hjá Raf- magnsveitu ríkisins. Einar og Magga nutu þess að ferðast bæði innanlands og erlend- is. Þau vom afar samrýnd og kær- leikur og umhyggja þeirra hvors fýrir öðm og fjölskyldunni endur- speglaðist í gjörðum þeirra. Þegar bömin fimm vora komin vel á legg ákvað móðursystir mín, nokkuð komin á sextugsaldur, að nema við- skiptafræði við Háskóla Islands, og með stuðningi Einars, lauk hún því námi á skömmum tíma. Þau hafa sýnt fagurt fordæmi með þeirri natni og umhyggju, sem þau sýndu hvort öðra og kom frarn ekki hvað síst nú á síðari tímum í umhyggju hennar og bama þeirra fyrir Éinari er heilsu hans fór hrakandi. Við Sigurður vottum Margréti, börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Við kveðjum Einar með kæm þakklæti fyrir öll góðu árin og minningarnar og óskum honum blessunar á óþekktum stigum. Herdís Túmasdúttir. Einar afi hefur verið hluti af lífi okkar alla tíð. Nú þegar hann er dáinn situr eftir stórt skarð í hjarta okkar en þó við höfum hann ekki lengur höfum við samt alltaf minn- ingamar sem allar em góðar og yndislegar. Þú varst fyrirmynd okkar allra og við munum aldrei gleyma þér, elsku afi. Þín bamabörn Sveinbjörn, Sigurður og Ásgerður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.