Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 67 Megi Guð veita ykkur ti*ú, von og styrk á erflðum stundum. Hvíl í friði, kæra vinkona, Asta María, Erna, Guðrún, Jóhanna, Ragna, Stefanía og Svava. Hvað er líf og hvað er heimur? Klæddur þoku drauma geimur. Elsku Asta. Þessar ljóðlínur leit- uðu á hugann þegar mér barst sú frétt að þú værir dáin. Ótal spurn- ingar og vangaveltur um ranglæti eða óréttlæti heltaka hugsanir mín- ar og reiðin kraumar í hjartanu. Hvers vegna ert þú, ung og góð kona tekin frá eiginmanni og tveim einkar skýrum og vel gerðum börn- um? Engin fást svörin. Það er svolítið skondið hvernig leiðir okkar hafa legið saman. Þú varst ári á undan í skóla og fylgdir þess vegna mínum árgangi í gegn- um allan grunnskólann. Arið 1985 eignuðumst við báðar fyrstu börnin okkar, þú Björn ívar og ég Krist- ínu. Á þessum tíma unnum við Kalli saman. Síðan fluttuð þið til Reykja- víkur og Kalli lærði læknisfræði. Árið 1993 fluttuð þið heim til Eyja aftur. Ég man þegar ég frétti að þið Kalli ættuð von á barni, hugsaði ég með mér: „0, ég væri til í að liggja með henni Ástu á sæng.“ Og viti menn, að kvöldi 27. júlí 1993 hringdi mamma í mig og sagði að Ásta og Kalli hefðu eignast dóttur þá um kvöldið. Ég var þungt hugsi þegar ég sofnaði þetta kvöld. - Þetta ætlaði að klikka. En klukkan 5 um morguninn vaknaði éjg með verki og yngsta dóttir mín, Agústa, er fædd aðeins 12 tímum á eftir henni Berglindi. Á meðan við lág- um á sæng tók Kalli sínar fyrstu vaktir sem nýráðinn læknir á Heilsugæslu Vestmannaeyja. Hann skoðaði húsið í Stóragerði að innan en þú horfðir bara á það út um gluggann á spítalanum og þið ákváðuð að taka það á leigu. Við voi-um svo lukkulegar að eiga stelp- urnar okkar rétt fyiir Þjóðhátíð. Um miðnætti aðfaranótt laugar- dags skeiðuðum við á náttsloppnum fram ganginn á spítalanum til að reyna að sjá þegar kveikt yrði í brennunni. Ekki fannst okkur nú mikið varið í þann bjarma sem við sáum og þessar örfáu rakettur. Við vorum fljótar að fara upp í rúm aft- ur og horfa bara á litlu gullmolana okkar. Veturinn 1993-1994 byrjaðir þú svo í saumaklúbbnum með okkur. Það er sárt til þess að hugsa, Ásta mín, að það er ekki fyrr en í veik- indum þínum að virkilegur vinskap- ur fer að myndast á milli okkar. Þá fyrst gáfum við okkur tíma til að sitja saman og spjalla um börnin okkar og okkur sjálfar. Elsku Ásta, þú varst hreinasta perla, hæverska, gleði og hjarta- hlýja er það sem einkenndi þig. Minninguna um þig mun ég ávallt geyma í hjarta mér, ég sakna þín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði nú sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikindum þínum, þín veröld er björt á ný. (Þ.S.) Megi góður Guð varðveita og blessa minningu þína. Guð veri með okkur öllum. Þín vinkona Guðrún Kristmanns. Á fógrum vetrardegi, þegar náttúran skartar sínu fegursta, slokknar ljós Ástu Garðarsdóttur. Sólin var á lofti og baðaði allt með geislum sínum og gyllti snæviþakin fjöllin. Og nú er hún farin og algóð- ur Guð hefur losað hana úr viðjum sársaukans, en hann veitir okkur líkn sem eftir lifum. Þegar sorgin hellist yfir fólk, verður einatt fátt um orð í fyrstu. Söknuður og þakklæti fylgjast að. Það finn ég svo vel nú þegar Ásta Garðarsdóttir vinkona mín og fyrrverandi starfsmaður er dáin. Vinátta okkar hófst árið 1986 er hún hóf störf hjá mér í leikskólan- um Hraunborg. Ég hafði þá nýverið tekið við stjóm skólans. Ásta sýndi fljótt hvað í henni bjó, var afar barngóð og vann verk sín af mikilli fag- mennsku og dugnaði. Hún var traustur starfsmaður, listamaður í samskiptum sínum við börnin. Hún umgekkst hvern einstakling í barnahópnum af einstöku næmi og virðingu. I starfsmannahópnum var hún traustur vinur og áttum við margar ánægjustundir innan vinn- unnar sem utan. Ásta og Karl, ásamt Birni Ivari ungum syni sín- um, voru þá nýkomin til Reykjavík- ur. Karl var í námi við Háskólann og vann Ásta við leikskólann á námstíma hans. Eftir að fjölskyld- an fluttist svo aftur til Vestmanna- eyja fæddist þeim dóttirin Berg- lind. Björn ívar var nú orðinn stóri bróðir og var afar stoltur af litlu systur sinni. Vináttu Ástu átti ég áfram eftir að fjölskyldan flutti til Eyja. Hún vai- dugleg að viðhalda samband- inu, sendi myndir af bömunum og heimsótti okkur þegar tækifæri gafst. Síðustu tvö ár hefur hún komið oftar í heimsókn enda verið oft á ferðinni vegna heimsókna til lækna. Ásta hafði í tæp tvö ár tekist á við andstæðing sem Ijóst var að hafði undirtökin og raunar unna stöðu, en henni hafði með hugrekki, baráttukrafti og trú á lífíð tekist að draga svo endataflið að maður trúði að hún fengi lengi-i tíma. Öllum þeim sem unnu og elskuðu Ástu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Eiginmanni, börnum, Bimi Ivari og Berglindi og foreldrum er missirinn sárastur. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Blessuð sé minning Ástu Garðarsdóttur. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Sigurborg Sveinbjörnsdóttir. t Systir mín, HÓLMFRÍÐUR S. ÁRNADÓTTIR, LILLÝ, lést mánudaginn 5. apríl á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Fyrir hönd aðstandenda, Helgi. H. Árnason. Elsku móðir okkar, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsinu í Keflavík þriðjudaginn 6. apríl. Sigríður Júlíusdóttir, Sólborg Júlíusdóttir, Kristján Júlíusson, Steinþór Júlíusson, Bergmann Júlíusson, Jóhanna Júlíusson, Erlingur Björnsson. t Ástkær móðir okkar, amma og langamma, ARNFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Austurbrún 6, Reykjavfk, áður til heimilís á Þingeyri, Dýrafirði, andaðist á Landspítalanum mánudaginn 5. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Grétar Sig. Arnaz, Ósk Árnadóttir, Kristján Sverrisson, Elísabet Sigurbjarnadóttir, Arnar Sverrisson, Sólveig Hilmarsdóttir, Sigurlaug Kr. Pétursdóttir, Stefán Þór Jónsson, Garðar J. Grétarsson, Kristín Högnadóttir, Arnfríður Ingibjörg Grétarsdóttir, Viktor Jónsson, Bjarni Sigurður Grétarsson og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRÚ HANNA ANDERSEN, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, lést laugardaginn 27. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd vandamanna, Helga Kristjánsdóttir, Ágústa Þ. Kristjánsdóttir. + Elskuleg móðursystir okkar, MAGNEA S. HALLDÓRSDÓTTIR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis á Kaplaskjólsvegi 1, Reykjavík, lést sunnudaginn 4. apríl. Dóra Gunnarsdóttir Jónasson, Hilmar Gunnarsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EYRÚN ÁRNADÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Baðsvöllum 13, Grindavík, lést að kvöldi páskadags. Ásta Karlsdóttir Lauritsen, Jens Christian Lauritsen, Edda Karlsdóttir, Finnbogi Björnsson, Ásrún Karlsdóttir, Kristján Árni Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN AXELSDÓTTIR, Álfhóli 5, Húsavík, lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur sunnudaginn 28. mars. Jarðarförin fer fram frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 8. apríl kl. 14.00. Reynir Jónasson, Jakobína Reynisdóttir, Kristinn Jónsson, Jónas Reynisson, Brynja Björgvinsdóttir, Oddfríður Dögg Reynisdóttir, Magnús Hreiðarsson, Axel Reynisson, Jóhanna Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg vinkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Sólheimum 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 3. apríl. Andrés Finnbogason, Ingibjörg Jónsdóttir, Sveinbjörn Einarsson, Guðrún Dóra. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR GUNNARSSON, frá Einarsstöðum, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar fimmtudaginn 25. mars sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Stefanía Ingimarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR EGILSSON fyrrverandi innkaupastjóri, Sólheimum 25, Reykjavík, sem lést á Landakotsspítala sunnudaginn 28. mars, verður jarðsunginn frá Langholts- kirkju í dag, miðvikudaginn 7. apríl kl. 13.30. Margrét Thoroddsen, María L. Einarsdóttir, Hannes Sveinbjörnsson, Egill Þ. Einarsson, Hlaðgerður Bjartmarsdóttir, Þórunn S. Einarsdóttir, Halldór Árnason, Sigurður Th. Einarsson, Auður Vilhjálmsdóttir, Margrét H. Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.