Morgunblaðið - 09.04.1999, Side 26

Morgunblaðið - 09.04.1999, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ARÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU Aætlanir um innrás NATO í Kosovo LANDHERNAÐUR Lundúnir. Reuters, The Daily Telegraph. ÞRÁTT fyrir að hafa þráfaldlega neitað því að áætlanir væru uppi um að senda landher inn í Kosovo hafa nokkur NATO-ríki þegar haf- ið undirbúning að slíkum aðgerð- um ef til þess kemur að loftárásir einar og sér duga ekki til að kné- setja Slobodan Milosevic Jú- góslavíuforseta. Þetta mátti a.m.k. ráða af orðum kanadíska varnar- málaráðherrans Arts Eggletons á miðvikudag er hann sagði blaða- mönnum að þar eð Milosevic þrá- ast við að hleypa friðargæslusveit- um inn í Kosovo, „verður að leita annan-a leiða til að nýta styrk landhers". Yfirlýsing Eggletons var í mót- sögn við yfirlýsingu Williams Cohens, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði sama dag að engar áætlanir væru uppi um að senda landhersveitir inn í Kosovo. Háttettur evrópskur her- málafulltrúi sagði í samtali við fíeuters-fréttastofuna að báðir þessir menn segðu sannleikann. „Um þessar mundir er víðfeðm áætlanagerð um landhernað í gangi, þótt pólitískt samþykki liggi ekki fyrir," sagði embættismaður- inn. Þrátt fyrir að ekkert NATO- ríkjanna hafi enn samþykkt að senda hersveitir inn í Kosovo, má merkja að orðanotkun talsmanna bandalagsins hefur breyst. Þar sem áður var rætt um nauðsyn „friðargæsluliðs“ til að framfylgja samkomulagi um sjálfstjórn hér- aðsins er nú vísað til „alþjóðlegs herliðs" til að tryggja það að flótta- menn geti snúið til síns heima. Hlutverk bandarískra land- gönguliða getur breyst Hafnir eru liðsflutningar hund- raða bandarískra landgönguliða til vesturhluta Makedóníu, með þyrl- um og herflutningabifeiðum. Eru þetta talin vera íyrstu merki þess að Bandaríkjastjórn sé að undir- búa innrás í Kosovo. I viðtali við Ihiily Telegraph sagði Kenneth F. MeKenzie, undirofursti landgöngu- sveitanna, að hann hefði ekki búist við að fyrsta verkefni sinna manna yrði að aðstoða við að byggja upp flóttamannabúðir. Lét hann að því hggja að verkefni landgöngulið- anna kynni að breytast fljótlega. „Eins og ég les stöðuna tel ég að við gætum þurft að fylgja flótta- mönnunum aftur inn í Kosovo, þeg- ar rétti tíminn kemur,“ sagði McKenzie og lagði áherslu á að þetta væri hans persónulega skoð- un. Þrátt fyrir að ekkert benti til þess að verið væri að undirbúa inn- rás sagði undirofurstinn að lið sitt væri þjálfað með þann tilgang í huga að geta skipt um verkefni með skjótum hætti. Áður en loftárásir NATO á Jú- góslavíu hófust sagði Javier Sol- ana, framkvæmdastjóri NATO, að ekkert bandalagsríkjanna vildi ráð- ast til inngöngu í Kosovo. En hug- myndin um landhernað hefur - þrátt fyrir hugsanlega varnarbar- áttu Júgóslava - átt sífellt meira fylgi að fagna í skoðanakönnunum meðal vestrænna ríkja. Eggleton sagði í viðtali eftir rík- isstjórnarfund í Kanada á miðviku- dag að fyrir lægju áætlanir um að senda landher inn í Kosovo er Milosevic hefði undirritað friðar- samning. „Ef það reynist ekki ger- legt [...] þá verður NATO vissu- lega að horfa til annarra úrræða,“ sagði varnarmálaráðherrann kanadíski. Árásarferðirnar sagðar skila góðum árangri Belgrad, Brussel. Reuters. Lundúnir. The Daily Telegraph. TALSMAÐUR Atlantshafbanda- lagsins (NATO) sagði í gær að um eitt hundrað orrustuþotur banda- lagsins hefðu ráðist á hemaðarlega mikilvæg skotmörk í Júgóslavíu og hersveitir Serba í Kosovo aðfaranótt fimmtudags. Ráðist var á Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu, og fyrrver- andi höfuðstöðvar hersins eyðilagð- ar. Heimildamenn í höfuðstöðvum herdeilda NATO sögðu í gær að allar vélar bandalagsins hefðu snúið til baka heilu og höldnu utan ein mann- laus eftirlitsvél sem talið er að hafi verið skotin niður. I Kosovo vom „skotmörfdn land- hersveitir Serba auk þess sem bryn- varðir vagnar voru eyðilagðir. Einnig vai’ ráðist á færanlegar loftvamarfall- byssur, með góðum árangri“, sagði talsmaður NATO. Það er íyrst nú, er NATO hefur hafið þriðju viku loft- árása á Júgóslavíu, að árangur næst í árásum á þær herveitir Serba í Kosovo sem taldar eru hafa staðið fyr- ir óhæfuverkum gegn fólki af albönsk- um ættum. Reynist það þó erfitt verk þar sem Serbar hafa ítrekað reynt að dyljast orrustuvélum NATO. Leiðtogar NATO-ríkja sögðu í gær að bandalagið myndi halda „tví- hliða hernaðarstefnu" sinni til streitu og ráðast á hersveitir Serba í Kosovo og „réttmæt skotmörk11 í Jú- góslavíu. Wesley Clark, yfirmaður herafla NATO í Evrópu, sagði: „Við vitum hvar þeir halda sig - og við er- um að nálgast þá.“ Fulltrúar NÁTO sögðu að árásar- vélar bandalagsins hefðu ráðist á herstöðvar, hergagnaskemmur, her- flugvelli og fjarskiptastöðvar víðs vegar um Júgóslavíu. „Nær allar árásarferðirnar skiluðu góðum ár- angri vegna hagstæðra veðurskil- yrða,“ sagði talsmaður NATO í gær. Um nóttina bárust fréttir um að flugskeyti NATO hefðu lent á svæði þar sem áður vora höfuðstöðvar Jú- góslavíuhers í miðborg Belgrad. Ser- bneska Tanjug-fréttastofan sagði að þrír óbreyttir borgarar hefðu farist í árásunum á Belgrad. 3.000 Belgradbúar á rokk- tónleikum við Dóná Serbneskar sjónvarpsstöðvar sögðu frá því að árásir hefðu verið gerðar á úthverfí borgarinnar Kra- Ijevo sem er í um 160 km fjarlægð frá Belgrad. Einnig var sagt frá því Reuters SERBNESKIR lögreglumenn við stóra sprengju seni nýlega var varpað úr NATO-vél án þess að springa nærri þorpinu Gracanica í Kosovo-héraði. að íbúðarbyggð í borginni Cuprija í suðurhluta landsins hefði eyðilagst í flugskeytaárás. Þá bárast fréttir af öflugum sprengingum í Pristina í Kosovo. Ekki hefur verið unnt að staðfesta fréttir serbnesku fjölmiðl- anna. Talsmenn Bandaríkjastjórnar sögðu í gær að svo virtist sem júgóslavneski herinn stæði ennþá fyrir aðgerðum í Kosovo, þrátt íyrh- að Milosevic hefði lýst yfir einhliða vopnahléi á þriðjudag. Um 3.000 Belgradbúar söfnuðust saman á aðalbrú Dónár í Belgrad í gærkvöldi. Hafði verið efnt til rokktónleika á brúnni, sem talin er vera eitt af skotmörkum NATO, til þess að afstýra því að á hana yrði ráðist. I viðtali við fréttamann BBC sagði einn tónleikagestanna að tekist hefði að forða brúnni frá árásum. „Við erum að reyna að stöðva loft- árásirnar og koma á friði í Jú- góslavíu,“ sagði hann. I frétt bandaríska dagblaðsins Washington Post í gær var sagt að Wesley Clark, yfirmaður herafla NATO í Evrópu, krefðist stóraukins herstyrks bandalagsins á Balkanskaga og er það talið vera merki um að menn hafi áhyggjur af því að árásir NATO hafi verið of hægar og lítill árangur náðst. Á blaðamannafundi í Belgíu á miðviku- dag sagði Clark að NATO myndi auka þrýstinginn á Milosevic á næst- unni. Gaf hann ekki upp nein smáat- riði en talsmaður NATO sagði í við- tali við blaðið að áætlunin gerði ráð fyrir „stóraukinni hernaðargetu“. William Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem var á ferð í Belgíu á miðvikudag, sagði: „Wesley Clark hershöfðingi mun fá allt það sem hann telur að þurfi til þess að ljúka verkinu farsællega." Þegar farið að gæta hergagnaskorts Hermálasérfræðingar hafa lýst því yfir að nú væra farin að sjást merid samdráttar í hergagnafram- leiðslu eftir lok kalda stríðsins. Daily Telegraph sagði í gær að margt benti til þess að bandaríski flugher- inn væri að verða uppiskroppa með flugskeyti og að sjóherinn myndi þá og þegar þurfa að grípa til lélegri gerðar af flugskeytum en ella. Sam- kvæmt heráætlunum Bandaríkja- manna er gert ráð fyrir því að þeir geti háð tvær svæðisbundnar styrj- aldir samtímis. Þegar er talsverður hluti bandaríska hersins bundinn vegna átakanna í írak. Er haft eftir heimildarmönnum blaðsins að skort- ur á varahlutum í herstöðvum Bandaríkjamanna í Tyrklandi þýði að erfiðlega gangi að fylgjast með flug- bannssvæðinu yfir norðurhluta íraks. „Eg held að við séum að sjá fyrstu merki skorts á flugskeytum nú þeg- ar klasasprengjur eru notaðar á þau skotmörk sem venjulega era ætluð flugskeytum," sagði Eugene Carroll, aðmíráll og yfinnaður Centre for Defence Information í Bretlandi. Sagði hann ennfremur að fyrstu mis- tökin væra farin að sjást: „Mér hefur sýnst sem röð sprengna hafi verið kastað á íbúðarbyggðina í borginni Aleksinac á mánudag. Vopn sem lúta þyngdarlögmálum munu alltaf falla á ranga staði af og til.“ Lawrence Korb, fyrrverandi að- stoðarvarnarmálai-áðherra Banda- ríkjanna í stjórnartíð Ronalds Reag- ans, gagnrýndi stefnu Bandaríkj- anna í viðtali við blaðið. „Líkt og með fyrri ríkisstjómir, hefur þessi eytt allt of miklu í þróun vopnakerfa í stað skotfæra,“ sagði Korb. ARASIRNAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.