Morgunblaðið - 09.04.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.04.1999, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 29 LISTIR Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ÞRIR af stofnenduni Lúðrasveitar Vestmannaeyja mættu á afmælis- tónleikana. Frá vinstri: Haraldur Kristjánsson, Kjartan Bjarnason og Árni Guðjónsson. Lúðrasveit Vest- mannaeyja 60 ára Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. LÚÐRASVEIT Vestmannaeyja fagnaði fyrir skömmu 60 ára af- mæli sveitarinnar. Lúðrasveitina stofnaði Oddgeir Kristjánsson, tónskáld og tónlistarkennari, ásamt fleirum og varð Oddgeir fyrsti stjórnandi sveitarinnar en fyrsti formaður hennar var Hreggviður Jónsson. Oddgeir var prímusmótor í starfí Lúðrasveit- arinnar i áratugi og stjórnaði henni til dauðadags árið 1966. I sextíu ár hefur Lúðrasveitin verið fastur punktur í tónlistar- starfi í Eyjum og hefur leikur sveitarinnar verið fastur liður á ýmsum samkomum í Eyjum svo sem á Sjómannadegi og Þjóðhá- tíð. Auk Lúðrasveitar Vestmanna- eyja hefur verið starfrækt skóla- lúðrasveit í Eyjum og hafa hljóð- færaleikarar hennar skilað sér upp í Lúðrasveit Vestmannaeyja þegar þeir hafa náð þroska til. Núverandi stjórnandi Lúðra- sveitarinnar er Stefán Siguijóns- son en hann hefur verið stjórn- andi sveitarinnar samfellt frá ár- inu 1988 en formaður Lúðrasveit- arinnar er Hafsteinn Guðfinnsson. Fjöldi hljóðfæraleikara Lúðra- sveitarinnar hefur sveiflast tals- vert til gegnum árin en nú eru um 20 hljóðfæraleikarar í sveitinni. I tilefni afmælisins gaf Lúðra- sveitin út veglegt afmælisblað þar sem rakin voru brot úr sögu sveit- arinnar í máli og myndum. Þá var haldin í Listaskólanum sýning á ýmsum munum, myndum og hljóðfærum sem tengjast sögu Lúðrasveitar Vestmannaeyja. Einnig voru haldnir afmælistón- leikar í sal Listaskólans og troð- fylltu Eyjamenn salinn á tónleik- unum til að samfagna með Lúðra- sveitinni. I lok tónleikanna voru Lúðrasveitinni færðar ýinsar gjaf- ir í tilefni afmælisins en síðan hélt Lúðrasveitin afmælishóf þar sem öllum hljóðfæraleikurum sem leikið hafa með sveitinni gegnum árin var boðið. LÚÐRASVEIT Vestmannaeyja á afmælistónleikunum í Listaskólanum. Glefsur úr starfi leigumorðingj a ERLEIVDAR BÆKUR Spennusaga LEIGUMORÐINGINN „HIT MAN“ eftir Lawrence Block. Avon Twilight 1999. 309 síður. „HONUM fannst hann ekki vera neinn sérstakur óþokki. Honum fannst hann vera venjulegur ein- hleypur náungi frá New York sem bjó einn, borðaði úti eða tók mat með sér heim, hunskaðist með þvottinn í þvottahús, réð krossgát- una í Times með morgunkaffinu. Fór í líkamsrækt, átti í ómöguleg- um ástarsamböndum við kvenfólk, fór einn í bíó. Það voru átta milljón sögur í borginni og fæstar merki- legar, þar á meðal hans.“ Þannig lýsir hún sér aðalsögu- hetjan í nýjustu sakamálasögu bandaríska rithöfundaríns Lawrenee Blocks, Leigumorðing- inn eða „Hit Man“, sem kom út fyr- ir skemmstu í vasabroti hjá Avon- útgáfunni. Hann heitir Keller og er ósköp venjulegur New York-búi sem lifir rólegu og tilbreytingar- lausu lífi einstæðingsins í stórborg- inni. Ekki frábrugðinn nokkrum manni nema jú, að einu leyti. Hann er margfaldur morðingi. Þó dytti honum aldrei í hug að drepa nema fyrir pening. Undarleg samkennd Lawrence Block er afkastamikill höfundur sakamálasagna og hefur unnið til verðlauna fyrir skrif sín. Eftir hann liggja fimmtíu bækur eða svo og margar þeirra um Matt- hew nokkurn Schudder. Hann til- einkar Leigumorðingjann kollega sínum, Evan Hunter, sem kannski er betur þekktur undir nafninu Ed McBain. Sá hefur efiaust gaman af þessari nýjustu Blocksögu, kald- hæðnislega húmornum, leigumorð- ingjanum Keller, sem lesandinn finnur undarlega samkennd með um leið og hann auðvitað fyrirh'tur hann, aðstæðum Kellers sem ein- mana New York-búa sem gengur til sálfræðings og krísum hans sem miðaldra manns með vafasama for- tíð og óráðna framtíð. Það er auðvitað eitthvað stór- kostlega brenglað við mann sem tekur fé fyrir að stúta fólki en við verðum aldrei vör við bilunina. Þvert á móti. Maður spyr sig: Hvernig getur hann verið svona geðþekkur þessi morðingi? Bloek gerir Keller að svo venjulegum miðaldra manni að hann gæti þess vegna verið tryggingasali. Bókin skiptist í nokkra kafla sem lýsa Keller í starfi og leik og heita eitt- hvað eins og Val Kellers eða Karma Kellers og Síðasta athvarf Kellers. Ekkert er sagt frá því hvernig hann leiddist út í þetta „starf“ eða hverjum hann tengist. Einhver maður, sem er á góðri leið með að verða elliær, lætur hann hafa upplýsingar í gegnum skrif- stofudömuna sína, Dot, og annað er það ekki. „Stai-fið“ krefst mikilla ferðalaga og Keller er mest einn með sjálfum sér. Hann er dæmi- gerður einyrki og þjáist af lífsleiða. Líka riddari Það er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir hvernig Block kemst upp með að gera morðingjann svo viðkunnanlegan og fyrst og fremst mannlegan. Það er eitthvað grát- broslegt við Keller. Hann er ekki geðsjúkur sadisti sem hefur unun af því sem hann gerir. Hann hefur engar tilfinningar til þess. Morðin era eins og hvert annað starf. Ef hann innti það ekki af hendi gerði það einhver annar og græddi á því. Stundum gerir hann mistök en þau eru ekki honum að kenna heldur elliæra kallinum sem útdeilir verk- efnunum; hann getur ruglast á númeri hótelherbergis og póst- númeri og Keller myrðir á röngum hótelgangi. Fylgir starfinu. Hann er líka riddari. Bjargar ungum dreng frá drukknun. En mestmegnis er hann einn með sjálfum sér að velta fyrir sér kross- gátunni og hugsa um áhugamál sem gæti hjálpað honum að drepa tímann. Block hefur samið glefsur úr lífi leigumorðingja og fjallað um lífsleiðann í sömu andrá í bók sem er alltaf áhugaverð aflestrar. Arnaldur Indriðason SIÐUSTU DAGAR RÝMINGARSÖLUNNAR 20-70% afsláttur af öllum vorum. Við tokum á Nýbýlavegi og í Ármúla frá og meó 12. apríl. Opnum nýja, gtæsilega verslun f Bæjartind 6, 17. apríl. Nýbýlavegi 30, (Dalbrekkumegin), sími 554 6300. ÁrmúLa 7, sími 553 6540. Netfang: www.mira.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.