Morgunblaðið - 09.04.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 09.04.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ UMR/EÐA FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 37 ifbúar/ha. arum. Keflavik Njarðvík Keflavík Njarðvik 7100 Oc/ýrori símfö/ fi/ úf/anc/a sem nægilegt landrými sé á íslandi. Því er til að svara að verðmæti lands er mjög mismunandi. Um leið og lóðarverð verður dýrara en upp- fylling gera menn landfyllingar á jaðarsvæðum. Uppfylling á hafnar- svæði getur verið ódýrari en ný höfn, á ódýrara og fjarlægara landi. Kópavogsbær er nú að láta gera uppfyllingar í Skerjafírði vegna hafnarframkvæmda. Staðsetning flugvallarins í Vatnsmýrinni kemur í veg fyrir glæsilega byggð á besta stað á höfuðborgarsvæðinu. Með áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni eru borgaryfírvöld að láta samgöngumálaráðuneytið skipuleggja borgina fyrir sig. Borg- arstjórnin leyfir samgöngumála- ráðuneytinu að setja framtíðar- skipulag borgarinnar í spenni- treyju. Flugsamgöngur eru einnig settar í spennutreyju, því aukning og þró- un flugs um Reykjavík þarf að stór- aukast í framtíðinni. Það sem verið er að segja okkur varðandi svokallaðar „endurbætur" á Reykjavíkurflugvelli er þetta: Umferð um flugvöllinn á ekki að aukast umfram það sem nú er: Samt á að leggja akstursbraut meðfram einni flugbrautinni, sem mun stórauka afköst flugvallarins. Styrkja á eina flugbrautina svo að hún geti nýst millilandaþotu, sem er 120 tonn, t.d. Boeing 737 eða jafnvel 757. Ekki mun á þetta reyna því ætlunin er að slíkar þot- ur lendi hér örsjaldan. Flugvöllur- inn þurfi að vera einn af þremur varaflugvöllum Keflavíkurflugvall- ar, en á það muni sjaldan reyna því báðir flugvellimir eru á sama veð- ursvæði. Þá er því haldið fram að svokallaðar „endurbætur" séu hugsaðar til ársins 2016 eða aðeins í 12 ár eftir að „endurbótum" sé lokið. Ef flugmálayfirvöld em ekki að blekkja borgaryfirvöld, eru þá ekki bæði þessi yfirvöld í samein- ingu að reyna að blekkja borgar- búa? Sannleikurinn er sá, að yfirvöld hafa aldrei tímt að leggja nema mjög takmarkað fé til flugsam- gangna eins og núverandi ástand Reykjavíkurflugvallar ber glöggt merki. Svokallaðar „endurbætur“ á Reykjavíkurflugvelli eru einfald- lega það ódýrasta, sem ríkissjóður býður fram, en borgaryfirvöld eru sofandi yfir því hverjar afleiðing- arnar em og kostnaður fyrir borg- arbúa. Afstaða flugmálastjóra í þessari stöðu er skiljanleg. Hann veit að ef hann þiggur ekki þessa hungurlús, þá fær hann ekki neitt eins og fyrri daginn. Það er löngu kominn tími til að þessari vitleysu linni. Flug er fyrir löngu orðið þýðingarmesta sam- göngumál Islendinga og höfuðborg- in þarf að fá fullkominn flugvöll, sem bæði getur sinnt innanlands- og millilandaflugi annars staðar en í miðborg höfuðborgarinnar. Það er ekki hægt til eilífðar að aðskilja millilanda- og innanlandsflug með 52 km akstri. Stefna samgöngumálaráðuneyt- isins er einfaldlega ekki nógu metn- aðarfull fyrir hönd okkar Islend- inga Höfundur er stórkaupmaður { Reykjavik. Hvernig þróast byggð á höf- uðborgarsvæðinu á næstu öld? Allt ab 50% ódýrari símtöl til útlanda 1) Hringdu i síma 575" 1 1 00 og skrá&u símann þinn 2) Eftir það velur þú 1 1 00 í stað 00 í hvert skipti sem þú hringir til útlanda og sparar stórfé Skráningar- og þjónustusíminn er 575-1100 (OpiS frá kl. 9-22 virka daga, 12-16 laugardaga) www.netsimi.is Mynd B. Landþörf útnesjaborgar 210C 3.662 ha m.v. árið 2000 og tvöfaldan núverandi þéttleika byggðat 5 Mannfjöldaspá 2000-2100: Reiknað er með 1 % náttúrulegri fjölgun Islendinga allt tímabilið. Reiknað er með að helmingur af náttúrulegri fjölgun utan höfuðborgarsvæðisins flytjist þangað á tímabilinu. Til ein- földunar er ekki reiknað með fólksflutningum til og frá landinu. Árið 2000 eru íbúar á höfuðborgarsvæðinu 165 þúsundr/'\.! þar af 110 þúsund í Reykjavík. Byggð á höfuðborgary ' svasðinu þekur um 6.000 ha. Miðað við ofangreindar ' forsendur um mannfjölda og þéttleika byggðar verður þörf fyrir 3.662 ha lands til víðbótar á 100), 1 y&éíK 5km Mynd A. Landþörf línuborgar 2100 12.965 ha m.v. árið 2000 og núverandi þéttleika byggðar, 28 íbi Mannfjöldaspá 2000-2100: Reiknað er með 1% náttúrulegri fjölgun Islendinga allt tímabilið. Reiknað er með að helmingur af náttúrulegri fjölgun utan höfuðborgarsvæðisins flytjist þangað á timabilinu. Til ein- földunar er ekki reiknað með fólksflutningum til og frá landinu. Árið 2000 eru íbúar á höfuðborgarsvæðinu 165 þúsum " þar af 110 þúsund í Reykjavík. Byggð á höfuðborgar- svæðinu þekur um 6.000 ha. Miðað við ofangreindar forsendur um mannfjölda og þéttleika byggðar < verður þörf fyrir 12.965 ha lands til víðbótar á 100 arum' Mörk mögulegra landfyllinga —- Hafnari 5km VOXTUR höfuð- borgarsvæðisins á öld- inni, sem er að líða 1900 - 2000 hefur ver- ið eins og sprenging í 1100 ára sögu lands- ins. Nú er upphaf næstu aldar skammt undan og ekki að undra þó sumir velti því fyrir sér hver verði þróun næstu hundrað ára. Við höfum mikið magn upplýsinga um þá byggðarþróun, sem átt hefur sér stað frá árinu 1900. A grundvelli þess- ara upplýsinga getum við framreiknað þróunina næstu 100 ár með sæmilegri vissu. Menn hafa metið það svo að um næstu aldamót verði höfuðborgarbúar um 500 - 800 þúsund. Árið 1940 voru Reykvíkingar 38 þúsund talsins og voru 170 íbúar að meðaltali á hvern hektara lands. Síðan hefur byggð Skipulagsmál Svokallaðar „endurbætur“ á Reykj avíkurflugvelli eru einfaldlega það ódýrasta, sem ríkissjóður býður fram, segir Jóhann J. _______Olafsson, en________ borgaryfírvöld eru sofandi yfír því hverjar afleiðingarnar eru og kostnaður fyrir borgarbúa. þanist út og gisnað eða dreifst svo að nú búa aðeins um 26 íbúar að meðaltali á hverjum hektara. Þessi mikla dreifing íbúa á stórt svæði hefur mikinn kostnað í fór með sér. Almenningssamgöngur eru nánast úr sögunni. Menn eru mjög háðir einkabílunum í flestu. Nú er svo komið að allir Islendingar geta samtímis setið í framsætum bíla- flotans, með öll aftursætin auð. Þessi einkabílalausn er einnig að teygja sig um allt land, svo að mjög þýðingarmiklar almenningssam- göngur, innanlandsflugið, eru smátt og smátt að leggjast niður. „Samtök um betri byggð“ voru stofnuð til að hafa jákvæð áhrif á þróun byggðar og vekja áhuga al- mennings á skipulagsmálum. Hraði og fjárfesting í uppbyggingu höfuð- borgarsvæðisins fer svo ört vaxandi að minnstu mistök í þeim efnum geta haft óheyrilegan kostnað í fór með sér. Nauðsynlegt er að forðast það, sem getur útilokað nauðsynlegar aðgerðir og eðlilega þróun í framtíðinni. Með þessari grein fylgja tvær skýringa- teikningar A og B. Mynd A sýnir hvern- ig landnotkun á höfuð- borgarsvæðinu mun þróast næstu 100 ár, verði núverandi stefnu haldið áfram óbreyttri, þ.e.a.s. meðalþéttleiki byggðar verði 28 manns á hektara, Jóhann J. Reykjavíkurflugvöllur Ólafsson enn á sínum stað, ekki byggt á uppfyllingum utan innnesja, og á Alftanesi o.s.frv. Höfuðborgarsvæðið myndi dreifast í u.þ.b. 70 km langa „borg“, sem næði frá Kjalarnesi suður á Vogastapa. Menn geta rétt ímynd- að sér hvar miðbærínn yrði í þessu tæplega 19.000 hektara ferlíki eða hvernig almenningssamgöngum yrði háttað. Mynd B sýnir hvemig höfuð- borgarsvæðið myndi þróast ef byggð væri þéttari og byggt væri á uppfyllingum í sjó fram, í Vatns- mýrinni, á Alftanesi og víðar. Gert er ráð fyrir helmingi þéttari byggð en nú er eða 56 íbúum á hvern hektara að meðaltali. Mun ódýrara væri að veita opinbera þjónustu eins og t.d. almennings- samgöngur. Þessi borgarbyggð yrði mun ódýrari fyrir borgai-búa og skilvirkari. Hvorug myndin A eða B munu þó sennilega rætast, heldur einhver þriðja útfærsla, en þessar tvær spá- myndir sýna þó glöggt nauðsyn þess að vera vakandi í þessum efn- um og setja mun meiri kraft í þró- unarmál og skipulagningu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Ódýrar Iausnir duga einfaldlega ekki lengur Astæða þess að málefni Reykja- víkurflugvallar eru nokkuð fyrir- ferðai-mikil um þessar mundir, er sú að núverandi staðsetning flug- vallarins sker „hjartað“ úr höfuð- borgarsvæðinu. Ef Reykjavíkur- flugvöllur verður áfram í Vatns- mýrinni eru það skilaboð til fram- tíðarinnar að við eigum að byggja „línuborg" eins og sýnt er á mynd A. Áframhaldandi staðsetning flug- vallarins í Vatnsmýrinni þýðir að lokað er á frekari nýtingu á Álfta- nesi og Seltjarnarnesi. Höfuðborg- arbúum er bent á að byggja borg framtíðarinnar fyrir austan Elliða- ár. Frekari þróun gamla miðbæjar- ins er útilokuð og jafnframt er eytt því einstaka tækifæri, sem Reykja- vík ein allra höfuðborga í Evrópu hefur, til þess að verða skipulögð upp á nýtt með glæsilegri hætti en nokkru sinni fyrr. Ymsir spyrja hvers vegna menn leggja til uppfyllingar út í sjó, þar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.