Morgunblaðið - 07.05.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 07.05.1999, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Talsmenn NATO gefa nákvæmar lýsingar á árangri loftárásanna Clinton heitir flóttafólki að það geti snúið heim í öryggi Stjórnvöld í Makedóníu segjast ætla að opna landamærin á ný Blace, Frankfurt, Skopje, Belgrad, Brussel. Reuters, AP, The Daily Telegraph. Reuters BILL Clinton Bandaríkjaforseti hlustar á raunasögu aldraðs Kosovo- Albana sem flúið hefur til Þýskalands frá Kosovo. í GÆR gáfu talsmenn Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í fyrsta skipti nokkuð nákvæmt yfirlit yfir loftárásirnar á Júgóslavíu, sem staðið hafa stanslaust yfir í 44 daga. Sögðu þeir árangur þeirra hafa ver- ið góðan sl. tvær til þrjár vikur og að þeim myndi ekki linna fyrr en Slobodan Milosevic, forseti Jú- gósalvíu, hefur gengið að skilyrðum bandalagsins. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, heimsótti Kosovo-AIbana í Þýskalandi í gær og hét þeim því að þeir myndu komast heilu og höldnu til síns heima. Makedónísk yfirvöld hafa samþykkt að hleypa takmörk- uðum fjölda flóttamanna inn í land- ið, en á miðvikudag var landamær- unum lokað er allt að þrjú þúsund flóttamenn vildu komast yfir þau. Walter Jertz, talsmaður herafla NATO, skýi-ði frá því á blaða- mannafundi í gær að loftárásir NATO hefðu náð að eyðileggja um 20% af skriðdrekum og þungavopn- um júgóslavneska hersins í Kosovo og yfir helming skotfæra þeirra, frá því að árásimar hófust, 24. mars sl. Er þetta í fyrsta skiptið sem bandalagið gefur út svo nákvæma greiningu á árangri loftárásanna á Júgóslavíu. Jertz sagði að a.m.k. 300 hervopn Serba, þ.á.m. skrið- drekar, þungavopn, brynvarin far- artæki og herbílar hefðu eyðilagst í árásunum. 200 þessara tækja sagði hann vera skriðdreka og fallbyssur og önnur stórskotaliðstæki. Jertz sagði orrustuþotur einnig hafa hæft átta sebneskar stjómstöðvar og lokað fjórum mikilvægum sam- gönguleiðum fyrir lestir og bifreið- ar að héraðinu. Að sögn Jertz hefur mestur ár- angur loftárásanna náðst á sl. tveimur til þremur vikum vegna bættra veðurskilyrða og aukningar í flugflota NATO. Wesley Clark, yfirmaður Evr- ópuherafla NATO, sagði loftárás- irnar sl. tvo daga hafa hæft tíu vopnaðar serbneskar hersveitir, ell- efu hergagnabirgðastöðvar, þrjár stjómstöðvar og þrettán herbíla- sveitir. Olíu- og gasbirgðastöðvar hæfðar A miðvikudag vom loftárásir gerðar í nágrenni Nis, þriðju stærstu borg landsins, í um 200 km suðaustur af Belgrad. Að sögn inn- lendra fjölmiðla féllu þar sjö flug- skeyti á olíu- og gasbirgðastöðvar Jugopetrol og Energogas. Júgó- slavneska ríkisfréttastofan Tanjug sagði miklar sprengingar hafa orðið í kjölfar árásanna og logaði borgin enn í gær af völdum eldanna. Tanjug sagði árás einnig hafa verið gerða á tvær Jugopetrol elds- neytisbirgðastöðvar og efnaverk- smiðju í nágrenni Prahovo við Dóná í austurhluta Serbíu á landamærum Rúmeníu. Einn er sagður hafa særst í árásunum. A.m.k. þrjú flugskeyti lentu á Detelinara-svæðinu í Novi Sad um þrjúleytið í gær, af því er óháða fréttastofan Beta skýrði frá í gær. Serbneskar hersveitir gerðu gagn- árás á flugvélar NATO í Novi Sad, en þær geiguðu. Tanjug greindi frá því í gær að fjórir hefðu særst í loftárásum NATO á hádegi á miðvikudag, þ.á.m. sjö ára stúlka, er tvö flug- skeyti hæfðu íbúðarhús í Lipljan, um 18 km suður af Pristina, héraðs- höfðuborg Kosovo. Serbneskir fjölmiðlar skýrðu frá því að heyrst hefðu sprengihvellir snemma í gær umhverfis Pristina, í Mount Goles og í úthverfi Grmija. Fregnir bámst einnig af loftárásum um hádegisbil á Ponikve flugvöllinn norðvestur af Uzice í Serbíu og La- djevci flugvöll í Kraljevo. Utvarp í Svartfjallalandi skýrði frá því að NATO hefði gert loft- árásir á brá skammt frá Novi Pazar á miðvikudagskvöld í suðvestur- hluta Serbíu og á herflugvelli skammt frá bænum Lazarevac í Serbíu. Ostaðfestar fregnir bámst frá íbúum Svai’tfjallalands um að sprengingar hefðu heyrst skammt frá höfuðborginni, Podgorica. Clinton heimsækir flóttamenn A ferð Clintons til Þýskalands í gær heimsótti hann hóp rámlega 300 flóttamanna frá Kosovo skammt frá Frankfurt. Clinton hlustaði á raunasögur fólksins og hét þeim því að þau myndu komast aftur til Kosovo. „Þið munið komast aftur heim og búa þar við öryggi og frelsi", sagði Clinton. Hann sagði flóttafólkinu að það skyldi ekki að láta hugfallst því það myndi jafngilda því að Milos- evic hefði sigrað. „Það sem gert hefur verið við ykkur, börn ykkar og heimaland ykkar verður ekki aftur tekið. En þið skuluð vita að þið hafið ekki verið gleymd og yfirgefin.“ Landamæmnum að Makedóníu var fyrirvaralaust lokað í fyrradag og tvö til þrjú þúsund flóttamönn- um meinað að fara inn í landið. Var flóttafólkið hrakið aftur til Kosovo af serbneskum hersveitum og óvíst er um afdrif þeirra, af því er Denn- is McNamara, talsmaður Flótta- mannahjálpar Sameinuðu Þjóðanna (UNHCR) sagði í gær. A þriðjudag höfðu makedónísk yfirvöld tekið við 8.400 flóttamönn- um, en um 200.000 flóttamenn hafa komið inní landið frá því í mars sl. Þarlend yfii’völd segja slæm áhrif flóttamannastraumsins á efnahags- kerfi landsins og frekari blöndun þjóðarbrota þar ógna verulega stöðugleika í landinu. I gær sagði Nikola Klusjev, varnamálaráðherra Makedóníu að yfirvöld væm tilbúin að opna landa- mærin aftur. Klusjev sagði jafn- framt að fleiri flóttamönnum yrði ekki hleypt inn í landið en sem nemur þeim fjölda sem fluttur yrði til annarra landa jafnóðum. Fremur illa hefur gengið að flytja flóttamenn frá Makedóníu og Albaníu til annarra landa jafnóðum og nýir flóttamenn flýja Kosovo og því hefur fjöldi þeirra hrannast upp í flóttamannabúðum í nági'anna- ríkjum Kosovo. McNamara sagði UNHCR stefna að því að flytja um 60.000 Kosovo-Albana frá Ma- kedóníu til Albaníu, sem nú þegar hýsir um 400.000 flóttamenn. Prodi bregst við gagnrýni Brussel, London. Daily Telegraph. ROMANO Prodi, verðandi forseti framkvæmdastjómar Evrópusam- bandsins (ESB), brást á miðvikudag við fréttaflutningi brezka dagblaðs- ins The Daily Telegraph um að hann hefði á liðnum 15 árum tvisvar yinn- um sætt sakarannsókn á Ítalíu vegna starfa sinna sem yfirmaður IRI, stærsta eignarhaldsfélags ítalska ríkisins, áður en hann varð forsætisráðherra Ítalíu árið 1996. í gi-ein blaðsins, sem birtisf á þriðjudag, var skorað á Prodi að gera hreint fyrir sínum dyrum með því að sjá tO þess að gerð yrðu opin- ber réttargögn um þessi mál. I gær skýrði blaðið síðan frá því að Prodi hefði brugðizt við þessu með því að dreifa 50 eintökum af dómsúrskurði sem dómur í Róm felldi í desember 1997. Þar er Prodi hreinsaður af öll- um ásökunum um að hafa gerzt brot- legur við lög. I kjölfar fyrstu greinarinnar í Daily Telegraph krafði Edward McMillan-Scott, formælandi Evrópu- þingmanna brezka íhaldsflokksins, Prodi skýringa á þessum málum. Þingmennimir hafa farið fram á að fá að sjá gögn saksóknarans sem sótti málið sem viðkomandi dómur féll í. Málið snýst um einkavæðingu matvælafyrirtækisins Cirio-Bertolli- De Rica. Saksóknarinn, Giuseppa Geremia, taldi samkvæmt upplýsing- um Daily Telegraph að fyrirtækið hefði verið selt fyrir minna en helm- ing raunvirðis er Prodi var forstöðu- maður IRI árið 1993. Hann sagðist vonast tii að með birtingu dómsins væri endir bundinn á gagnrýni á störf sín fyrir IRI. íri yfir starfsliðið Greint var frá því í gær, að Prodi hefði tilnefnt írann David O’Sullivan yfirmann starfsliðs síns eftir að hann tekur við embætti. Prodi hefur heitið því að hrinda í framkvæmd róttæk- um umbótum á starfsháttum fram- kvæmdastjómarinnar. Hann sagði á miðvikudag, þegar Evrópuþingið staðfesti útnefningu hans með yfir- gnæfandi meirihluta, að hann hygð- ist skera á þau tök sem stjómvöld heimaríkis hvers einstaks fram- kvæmdastjórnarmeðlims hefðu haft á einkastarfslið þeirra, með því að fyrirskipa að þeir sem munu koma til með að skipa stjómina með honum næstu fimm árin hefðu fjölþjóðlegt lið aðstoðarmanna. Til að sýna for- dæmi hefði hann ákveðið að velja ekki Itala í stöðu nánasta samstarfs- manns síns. ▼^FÉLAG jHeldri BORGARA Asgarður L Æ S I B Æ í kvöld frá kl. 20 Ferðakynningar frá Suðurlandi - Fjölbreyttir ferðavinningar Fjölbreytt skemmtidagskrá, m.a. bingó-spurningakeppni. Gestur kvöldsins: Ragnar Bjarnason. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur til kl. 2. Aðgöngumiðaverð kr. 1.000. Borðapantanir í síma 588 2111. Vökvaneysla minnkar hættu á þvag’blöðrukrabbameini Boston. Reuters, AP. ÞVÍ meiri vökva sem fólk drekkur þeim mun minni hætta er á að það fái krabbamein í þvagblöðra, en líklegra er að reykingafólk fái sjúkdóminn en aðrir. Þetta er með- al niðurstaðna nýrrar rannsóknar sem kynnt var í The New England Journal of Medicine í gær. Talið er að um 310.000 manns um heim all- an fái krabbamein í þvagblöðru á ári hverju og er þetta fjórða al- gengasta krabbameinið sem herjar á karla í Bandaríkjunum. Um 40 íslendingar greinast árlega með þvagblöðrakrabbamein. Rannsóknin leiddi í ljós að bandarískir karlmenn sem drakku a.m.k. tvo og hálfan lítra af vatni eða öðram vökva á dag, stafaði helmingi minni hætta af tveimur algengustu tegundum krabba- meins í þvagblöðra en karlar sem drakku rámlega lítra á dag. I Ijós kom að tegund drykkja getur skipt máli. Avaxtasafar geta dregið lítillega úr hættunni en vatn hefur fyrirbyggjandi áhrif á þvag- blöðrakrabbameinssýkingu. Karlmenn sem drukku a.m.k. einn og hálfan lítra af vatni á dag drógu úr líkum á þvagblöðra- krabbameini um helming saman- borið við karla sem drakku innan við fjórðung lítra af vatni á dag, óháð því hversu mikið þeir drakku af öðram drykkjarföngum. Rannsóknin leiddi í Ijós að ekk- ert benti til að kaffi- eða áfengis- drykkja úr hófi hefði áhrif á mynd- un þvagblöðrakrabbameins, eins og talið hafði verið í öðrum um- fangsminni rannsóknum. Rannsókn þessi er sú fyrsta sinnar tegundar sem sýnir fram á að því meira sem fólk drekkur þeim mun minni líkur séu á að tvær algengustu tegundir krabba- meins í þvagblöðru meðal Vestur- landabúa myndist. Tegundimar myndast báðar á slímhúð þvagblöðrannar út frá þekju hennar, sem er ysta lag hennar og snýr að þvaginu. Annars vegar er krabbameinið flatt og hins vegar totumyndandi. Að sögn Eiríks Jónssonar, yfir- læknis á þvagfæraskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, fá tveir þriðju af þeim 40 íslendingum, sem greinast með þvagblöðra- krabbamein, þessar tvær tegundir, en þó er totumyndandi krabba- mein algengast. Þriðjungur íslend- inga, sem þjáist af krabbameini í þvagblöðru, greinist hins vegar með krabbamein í blöðranni sem hefur vaxið ofan í dýpri lög hennar. Reykingar auka hættuna Fjórum sinnum fleiri karlmenn fá krabbamein í þvagblöðru en konur. I greininni kemur fram að orsök þessa megi að einhverjum leyti rekja til þess að tiltölulega fá- ar konur reyktu þar til fyrir skömmu, en það getur tekið allt að 40 ár fyrir krabbamein að myndast í þvagblöðra frá því að einstakling- ar byrja að reykja. Reykingar auka veralega magn krabbameinsvaldandi efna í þvagi og styður þessi rannsókn fyrri nið- urstöður, þess efnis að hætta á þvagblöðrukrabbameini sé allt að fjóram sinnum meiri meðal reyk- ingafólks en þeirra sem ekki reykja.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.