Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 39
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAI1999 39 MINNINGAR ASLAUG KRISTINSDÓTTIR + Áslaug Kristins- dóttir fæddist í Reykjavík 7. janúar 1920. Hún lést á Landakotsspítalan- um 17. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- björg Árnadóttir, f. 9. febrúar 1880, d. 28. september 1961, og Kristinn Árna- son, f. 23. október 1885, d. 9. mars 1966. Systkini Ás- laugar eru: Sigmar, látinn; Unnur Árný, látin; Haraldur; Elín Stefanía, látin, og Helga. Hinn 4. júlí 1948 giftist Ás- laug Bjarna Krisljánssyni, f. 4. mars 1924, d. 4. september 1988. Þau eignuðust einn son, Kristin, f. 16. ágúst 1948, maki Sigrún Guðmunds- dóttir, f. 6. janúar 1948. Sonur þeirra er Guðmundur Rún- ar, f. 26. júní 1969. Einnig ólst upp hjá þeim Ása Magnús- dóttir, f. 18. aprfl 1959. Áslaug bjó mestan hluta ævi sinnar að Braga- götu 30 hér í borg. Utför Áslaugar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. maí og hefst athöfnin klukk- an 15. Á kveðjustund vil ég minnast með nokkrum orðum elsku tengda- móður minnar Áslaugar Kristins- dóttur eða Ásu eins og hún var köll- uð. Við upphaf lífs skal endinn skoða. Við vitum öll að við eigum ekki eilíft líf hér á jörðu, en þegar kallið kem: ur erum við alltaf jafn óviðbúin. í eigingimi okkar viljum við ætíð hafa ástvinina lengur hjá okkur, þó við vitum að hveiju stefnir. Trú, von og kærleikur er það fyrsta sem kemur upp í huga minn þegar lífshlaupi þínu er lokið, Ása mín. Trú þín á Guð var takmarka- laus, von að ástvinum þínum gengi allt í haginn og af kærleika áttir þú nóg til að gefa ástvinum þínum sem öðrum. Lífíð fór ekki um þig mildum höndum, þú varst búin að vera sjúklingur í tæpa hálfa öld og þætti mörgum nóg um. En með ótrúlegri seiglu og þrjósku tókst þér að standa upp og lifa þínu lífi. Aldrei heyrði ég þig kvarta Ása mín þó þú hafir haft ríka ástæðu til í gegnum sjúkdómsstríð þitt. En þú stóðst ekki ein, Bjarni tengdafaðir minn, stóð eins og klettur við hlið þér, það gerðu líka aðrir ástvinir og þú glat- aðir ekki þinni léttu lund sem hjálp- aði þér yfir margan erfiðan hjall- ann. Það var mikið áfall fyrir þig þeg- ar Bjarni þinn lést þann 4. septem- ber 1988 og þá héldu allir að lífi þínu væri lokið. Með ótrúlegri þrautseigju og trú á Guð tókst þér að halda áfram og sýndir okkur hinum að vilji og trú er allt sem þarf. Ása mín, þú varst einstök. Elsku Ása mín, nú er ferð þinni lokið, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og ég á eftir að sakna þín mikið. Þó lengi þú stríddir við lasleika þann sem lamaði kraft til að vinna með hugprýði’ og þreki þá höndin þín vann að hagsældum ástvina þinna. Æ stimuð er höndin - og sorgin er sár við síðustu hvíluna þína en glitrandi sólstaff í gegnum vor tár í Guðs dýrð við sjáum þér skína. Vor Herra mun þerra af hvörmunum tár og þjáningar vorar lina æ vertu nú sæl - um öll eilífðar ár við eigum þig hjartkæra vina. (Í.H.) Eg trúi því að vel verði tekið á móti þér Ása mín á þeim góða stað þar sem þjáningar fýrirfinnast ekki og eilíf hamingja ríkir, þú átt það skilið. Eg vil nota tækifærið að þakka öllu því góða starfsfólki á deild K-2 á Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun og elsku í-garð Áslaugar minnar, ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þakklæti mínu. Elsku Kristinn minn, Guðmund- ur og aðrir ástvinir, missir okkar er mikill, ég bið góðan Guð að varð- veita og blessa þessa góðu konu sem gaf okkur svo mikið. Blessuð sé minning hennar. Þín tengdadóttir, Sigrún Guðmundsdóttir. Mig langar að minnast ömmu minnar, Áslaugar Kristinsdóttur, í örfáum orðum. Þegar ég reyni að láta hugann reika þá eru mér efst í huga öll þau veikindi sem hún þurfti að ganga í gegnum. Það er ekki of- sögum sagt að hún hafi verið sjúk- lingur í 50 ár en með trú á Guð, mátt hans og megin tókst henni að kom- ast á „fætur“. Það hlýtur að hafa verið erfitt, tæplega 30 ára, að lam- ast geta ekki gert sig skiljanlega né hreyft. Það sýndi styrk hennar að hún lærði að tala og ganga upp á nýtt á þeim tíma þegar ekki var boð- ið upp á neina endurhæfingu. Ég veit að afi Bjami var hennar stoð og stytta ásamt fjölskyldunni. Þrátt fyrir þrálát og sársaukafull veikindi lét hún ekki bugast og kvartaði aldrei. Ég dáist að hugrekki þínu og dugnaði, amma mín. Amma mín var einstaklega góð- hjörtuð kona og hún geislaði af innri fegurð sem snerti hvem þann sem þekkti. Ég heyrði hana aldrei „blóta“ né tala illa um nokkum mann því allt sitt sótti hún í trúna. Þegar einhver fór frá henni þá signdi hún hann í bak og fyrir og bað honum Guðs blessunar. Við sögðum oft í gríni að þá færi hún með „50 Maríubænir“. Hún átti sínar skemmtilegu hlið- ar sem gerðu hana að sérstaklega skemmtilegri manneskju, hún hafði einstakt skopskyn og var mjög stríðin. Þegar henni tókst að „gabba“ einhvern þá hló hún og hló því þá var tilganginum náð, en aldrei skildi hún eftir særindi því þetta var bara „stríðnin hennar Ásu“. Hún kallaði mig alltaf „ömmu- drenginn sinn“ og fyrir ungling fannst mér það svolítið vandræða- legt þegar hún sagði það við ókunn- ugt fólk. í dag er ég stoltur af því, því ég skil merkingu orðanna. Elsku amma, þegar afi Bjarni dó, þá dó eitthvað innra með þér, því þið voruð einstaklega samhent hjón og ég veit hann vakti yfir velferð þinni. Með ömmu fer svo margt. Mig langar, elsku amma mín, að kveðja þig með þessum ljóðlínum: Eg kveð þig, elsku amma, síðsta sinni með sárri hrýggð, en blessuð minning þín mun verma mig og lýsa á lífsbraut minni sem ljós, er mér af himni bjartast skín. Þín góða sál svo glöggt mitt hjarta skildi og græddi að fullu marga djúpa und, þar fann ég ást sem lífið leggja vildi til liðs við mig á hverri raunastund. Ó amma mín, ég krýp við kistu þína, af hvarmi falla tárin þung og heit en vorsins geislar vonarbjartir skína og vekja fegurst blóm á grafarreit. (ÁH.) Elsku pabbi minn, söknuður þinn er mikill og það skapast mikið tómarúm í lífi þínu, en ég veit að þú tekst á við það með sömu trú og amma hafði. Elsku amma mín, ég elska þig svo mikið og í mínum huga ert þú hetja. Megi Guð vernda þig og taka á móti þér opnum örmum. Elsku amma mín, ég verð alltaf „ömmudrengurinn þinn“. Guðmundur Rúnar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína þvi nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt (M. Joch.) Elskuleg móðursystir okkar, Ás- laug Kristinsdóttir, er látin eftir erfið veikindi. Yndisleg kona, sem var duglegur og sterkur persónu- leiki. I erfiðum veikindum sínum sýndi hún ótrúlegt æðruleysi, þar nýttist henni vel hin létta og skemmtilega skapgerð og sá eiginleiki að geta komið öllum í gott skap sem í kringum hana voru. Með henni leið manni vel. Okkar fyrstu minningar um Ás- laugu eru frá því að við litlar stelp- ur komum í heimsókn á Bragagötu 30, til ömmu okkar og afa, Guð- bjargar og Kristins. En þar bjó einnig stór frændgarður sem gam- an var að heimsækja, og okkur ávallt einstaklega vel tekið. Þetta var sannkallað fjölskyldu- hús því eftir lát afa og ömmu flutt- umst við fjölskyldan þangað einnig, þ.e. foreldrar okkar og við þrjár systurnar. Áslaug og Bjarni maður hennar, sem nú er látinn, bjuggu á fyrstu hæðinni, ásamt Kristni syni sínum. Haraldur móðurbróðir okkar og Ásdís kona hans, ásamt dætrum sínum Unni og Ernu bjuggu á efstu hæðinni en við á miðhæðinni. Þetta var yndislegur tími þar sem allt fór fram í sátt og samheldni. Það var gott að fá að alast upp í þessu hlýja umhverfi. Við minnumst Áslaugar með hlý- hug og þakklæti fyrir allt hið góða sem hún gerði fyrir okkur. Syni hennar Kristni, Sigrúnu konu hans og Guðmundi Rúnari syni þeirra vottum við okkar innilegustu samúð og biðjum góðan Guð að blessa minningu mætrar konu. Guðbjörg Kristín, Sólveig og Unnur Kjartansdætur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt (V. Briem.) Hún Ása mín hefur kvatt. Langri þrautargöngu er lokið. Hún hefur gengið þyrnum stráðan veg veik- inda í 50 ár síðan hún var 28 ára gömul, en þá var hún trúlofuð móð- urbróður mínum Bjarna og áttu þau von á sínu fyrsta og eina barni þegar veikindi hennar bar að. Hún fékk heilaæxli og var vart hugað líf. Eftir fæðingu sonarins Kristins var hún flutt til Danmerkur þar sem dr. Bush gerði á henni aðgerð og bjargaði lífi hennar. Hún lamaðist þó að hluta og missti málið og náði sér aldrei. Því miður var endurhæf- ing ekki tíðkuð á þessum árum. Hún lærði þó að tala aftur en náði ekki góðu valdi á málinu. Eftir þetta mikla áfall gengu þau Bjami í hjónaband og segir það sína sögu um frænda minn og vin að hann hopaði hvergi og stóð við hlið fal- legu konunnar sinnar þrátt fyrir allt. Fötlun hennar gjörbreytti þeirra lífi. En þau vom bæði hjartahlýjar og gefandi persónur og áttu eftir að strá um sig mikilli ást og gleði. Bjarni og Ása hafa gef- ið mér margar góðar gjafir um æv- ina, en enga dýrmætari en þá ást og umhyggju sem þau sýndu mér alla tíð. Þegar ég var lítil telpa og bjó í góða fjölskylduhúsinu okkar á Bragagötu 30 kallaði ég Ásu mömmu númer 2. Eitt sinn datt ég og meiddi mig, settist óhuggandi á tröppurnar og ekki fyrir nokkrun mann sem heima var að hugga mig. Ég var ákveðin í að gráta þangað til Ása kæmi. Við skulum ekki gráta og ekki tala ljótt því guð og allir englamir vaka dag og nótt. Þetta kenndi hún Ása mín mér þá og þetta syngja barnabörnin mín í dag. í áranna rás hef ég fylgt Ásu á milli lækna og heyrt hana fá hvem dóminn á fætur öðrum. Sú upptaln- ing á ekki heima hér, en ég verð þó að nefna að tvisvar fékk hún krabbamein og í seinna skiptið fyrir um 15 árum. Þá var okkur sagt að það væri engin von, það hefði ekki tekist að komast fyrir meinið, og við Bjarni grétum saman sannfærð um að við værum að missa hana. En hún var nú aldeilis ekkert á því að hún væri á forum og bað bara bænirnar sínar og signdi okkur öll í kringum sig. Bjarni bar hana alltaf á höndum sér, hann talaði alltaf svo fallega við hana að unun var að heyra og gerði henni lífið eins léttbært og hægt var. Og það urðu margar gleði- stundirnar með stórfjölskyldunni sem hélt vel saman. Én svo kom áfallið, Bjarni frændi veiktist í júlí 1988 og lést 4. september aðeins 62 ára. Þá var Ása mín sterk eins og alltaf. Þó við hin værum brotin brosti hún í gegnum tárin og söng þá stundum fyrir mig yndislega fal- leg lög og mundi textana svo ótrú- lega vel, eins og „Ég minnist þín um daga og dimmar nætur“. Og það var svo skrítið að þegar hún söng þá runnu orðin greitt fram, ekkert stam og ekkert minnisleysi. En í annan tíma gat hún oft átt í erfiðleikum með að tjá sig, vantaði orðin eða gat ekki sagt þau. Hún virtist eitthvað svo frjáls þegar hún söng. Hún hafði einstaklega létta lund og átti svo auðvelt með að sjá það jákvæða í tilverunni. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Líf mitt hefði verið öðruvísi og fátækara ef ég hefði ekki haft hana Ásu mína. Hún var mér og mínum mjög kær. Ég hvísl- aði að henni Ásu minni þegar ég sat við dánarbeð hennar: „Nú ertu að fara að hitta Bjarna og þú verður frísk og falleg og talar eins og í gamla daga“. Þannig sé ég þau fyr- ir mér núna leiðast hönd í hönd, frísk og falleg að njóta hamingjunn- ar sem lífið neitaði þeim um. Ég þakka guði fyrir Ásu og Bjama og allt það góða sem þau gáfu mér. Inga Rósa. . Avallt í leiðinni ogferðarvirði Aburður og sáðvörur Mjólkurfélag Reykjavíkur hefur um áratugi verið stærsti innflytjandi á sáðvörum. Við bjóðum grasfræ af öllum gerðum. Hafra og bygg. Einnig áburð í litlum og stórum einingum. Réttar sáðvörur tryggja góða rœkt MRbúðin Lynghálsi 3 Simi: 5401125 • Fax: 5401120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.