Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HORÐUR SÆVAR GUNNARSSON + Hörður Sævar Gunnarsson fæddist í Reykjavík 2. mars 1941. Hann lést 15. maí síðast- liðinn í Reykjavík. Foreldrar Harðar voru hjónin Gunnar Bjöm Halidórsson, f. 9. september 1900, d. 13. október 1978, og Aðalheiður Magnea Jóhanns- dóttir, f. 6. septem- ber 1904, d. 26. júlí 1989. Systkini Harðar era Jóhanna Halldóra, f. 7. ágúst 1928, Jóhann Ágúst, f. 5. mars 1932, d. 7. september 1987, Sverrir Sævar, f. 2. mars 1941, og Aðalheiður Birna, f. 13. mars 1943. Þau hjón ólu upp systurson Aðalheiðar, Guðmund, f. 26. nóvember 1925. Foreldrar hans voru Hallgrímur Friðriksson og Rósalind Jóhannsdóttir. Fyrri kona Harðar var Svein- dís Helgadóttir, f. 25. nóvember 1938. Þeirra böm eru: 1) Rúnar Ásmundur, f. 2. desember 1965. Maki Sylvía Bragadóttir, f. 27. júlí 1970. Þeirra sonur Anton Óra, f. 28. febrúar 1996. 2) Hel- ena Björg, f. 15. september 1967. Maki I Gísli Harðarson, f. 11. ágúst 1965. Þeirra sonur Andri Þór, f. 24. maí 1989. Maki H Jón Gísli Ragnarsson, f. 1. janúar 1967. Þeirra sonur Fannar Snær, f. 28. nóvember 1996. Áður hafði Sveindís eign- ast soninn Gunnar Viðar Haf- steinsson, f. 4. október 1956. _ Seinni kona Harðar er Ása Sólveig, f. 12. janúar 1945. Börn Ásu Sólveigar frá fyrra hjónabandi eru: 1) Þór, f. 2. júní 1962. Maki I Björk Guðmundsdóttir, f. 21. nóvember 1965. Þeirra sonur er Sindri, f. 8. júní 1986. Maki II Mar- grét Örnólfsdóttir, f. 21. nóvember 1967. Þeirra börn eru: Sunna, f. 31. júlí 1989, og Örnólf- ur, f. 9. júní 1992. 2) Sif, f. 21. september 1963. Maki ívar Webster. Þau slitu samvistum. Þeirra synir eru Jón Kári, f. 24. febrúar 1989, Árni, f. 23. nóv- ember 1993 og Súnon, f. 10. mars 1996. 3) Ari, f. 10. desem- ber 1969. Maki Riina Pauliina Tarkiainen, f. 17. ágúst 1969 í Finnlandi. Hörður nam rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík og meistari hans var Eiríkur Ormsson. Vann um skeið hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Lauk meistaraprófi í sinni iðn 13. ágúst 1971 og að auki sótti hann ýmis námskeið sem tengd- ust hans fagi. Hörður rak fyrirtæki með Jó- hanni bróður súium um árabil en stofnaði síðar sjálfstætt raf- verktakafyrirtæki. Árið 1977 gerðist Hörður fé- lagi í Oddfellow-reglunni, gekk í stúkuna Þormóð goða og gegndi þar ýmsum trúnaðar- störfum til dauðadags. Útför Harðar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. maf og hefst athöfnin klukk- an 10.30. Með nokkrum orðum skal hér minnst Harðar Sævars Gunnars- sonar rafverktaka, en hann andað- ist á Landspítalanum hinn 16. þ.m. Hörður var fæddur í Reykjavík 2. mars 1941, ásamt tvíburabróður sínum Sverri, nú húsasmíðameist- ara hér í borg. Hörður var sonur hjónanna Gunnars Halldórssonar, línumanns hjá Raúnagnsveitu Reykjavíkur, og Aðalheiðar Jó- hannsdóttur húsmóður, en þau hjón bæði ráku ættir sínar að mestu til Austurlands. Systkmi Harðar voru flmm5 Guð- mundur, Jóhanna, Jóhann Ágúst, Sverrir Sævar og Aðalheiður Birna, Guðmundur að vísu uppeldisbróðir þeirra systkina, en þar á gerði Hörður engan greinarmun. Systk- ini Harðar lifa hann öll nema Jó- hann Ágúst, sem einnig mátti sætta sig við þau örlög, eins og Hörður nú, að látast á besta aldri eftir erf- iða sjúkdómsraun. Hörður nam ungur raívirkjun og starfaði framan af árum hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, síðan um árabil með Jóhanni bróður sínum sem rafverktaki og eftir andlát hans starfaði Hörður sjálfstætt sem rafverktaki. Hörður var mynd- arlegur maður á velli, reglusamur, hreinskiptinn í öllum samskiptum, jafnlyndur og flíkaði ekki tilfinning- um sínum. Það var á árunum 1985-86 sem leiðir okkar Harðar lágu saman. Hvorugur hafði vitað af hinum, þrátt fyrir að við værum þremenningar að frændsemi, komnir af Jóni Jónssyni og Rósu Guðmundsdóttur frá Bræðraborg í Seyðisfirði, fyrr en við kynntumst sem stúkubræður í Oddfell- owstúkunni Þormóði goða. Höfðum þó áður verið vinnufélagar á sama vinnustað hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Kynni okkar frænda þróuðust smám saman og leiddu til vináttu er varð þeim er hér heldur á penna mikils virði. Komu þar til mann- kostir Harðar, en hann var óvenju traustur, yfirvegaður og fumlaus maður, sem gott var að ræða við og eiga að félaga í amstri daganna. Þessi sterka skaphöfn Harðar kom berlega í ljós í erfiðum veikindum hans. Þar var ekki mælt æðruorð, heldur þvert á móti slegið á létta strengi og sem minnst gert úr, þrátt fyrir fulla vitneskju um hvert stefndi. Þar sat karlmennska í fyr- irrúmi. Eg veitti því skjótt athygli hve Hörður bar hag systkina sinna fyrir brjósti og kom þá heldur ekki á óvart hversu hann bar hag barna sinna og barnabama fyrir brjósti. Síðar uppgötvaði ég að hann hélt góðu sambandi við fjölmarga sam- ferðamenn og æskuvini, þótt hljótt færi, en slíkt var fjarri eðli hans að bera á torg. Eins og áður segir var upphaf kynna okkar Harðar innan vébanda Oddfellowreglunnar, en þar var Hörður virkur félagi sem mjög bar hag Reglunnar fyrir brjósti. Þar gegndi hann trúnaðar- störfum af stakri kostgæfni og vann að velgengni Reglunnar allt til hinsta dags. Það er hér þakkað. Hörður var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Sveindís Helgadóttir og þeirra börn Rúnar Ásmundur, kvæntur Sylvíu Bragadóttur, og Helena Björg, gift Jóni Gísla Ragn- arssyni, fóstursonur Harðar er Gunnar Viðar, sonur Sveindísar. Seinni kona Harðar er Ása Sólveig Guðmundsdóttir rithöfundur. Með henni eignaðist Hörður ekki aðeins eiginkonu heldur sinn besta vin. Þau hjónin höfðu búið sér gott heimili og voru samstillt í því að njóta lífsins í formi menningar sem fólst meðal annars í ferðalögum til ókunnra staða, innanlands sem ut- an. Farsælum lífsferli er lokið. Eftir standa minningar um góðan dreng, hugumprúðan og traustan. Að leiðarlokum eru honum færð- ar þakkir fyrir trausta og einlæga vináttu um leið og eiginkonu, börn- um og öðrum ástvinum er vottuð dýpsta samúð. Friðhelg vari minn- ing Harðar Gunnarssonar. Magnús Sædal. Dáðadrengur er dáinn. Andartak í eilífðinni liðið. Mikill að vallarsýn en krafðist ekki mikils rýmis sjálf- um sér til handa. Vinnuforkur var hann, bóngóður og vinur vina sinna. Talaði ekki óþarfa né lagði illt til nokkurs manns. Við kveðjum Hörð, tryggan vin til fjölda ára, og þökkum honum samfylgdina. Auð- vitað finnst okkur kallið hafa komið alltof fljótt. Otímabært kall, sem leiðir hugann að því, hvort dauð- dagi sé nokkum tímann tímabær. Því er vandsvarað en hitt er víst, að þegar lífið er orðið illbærilegt sakir sjúkdóms, sem ekki ræðst við, er dauðinn frelsi úr helsi. Hörður stóð lengur en stætt var og barðist til hinstu stundar, sjálfum sér samkvæmur. Keikur og hnar- reistur tók hann örlögum sínum æðrulaus. Öðru hverju síðastliðna mánuði og svo loks síðustu dagana naut Hörður hjúkrunar og að- hlynningar á krabbameinsdeild Landspítalans, þar sem starfsfólk allt leggur sig fram við að lina þjáningar sjúkra og gera aðstand- endum dauðastríð ástvina eins bærilegt og verða má. Það hlýtur að vera umhugsunarefni hvernig búið er að því fólki, sem vinnur svo erfið og krefjandi störf. Kæri vinur, við minnumst þín þegar þú fórst glaður til útlanda með Ásu þinni eða nýkominn úr reisu og sagðir okkur frá fjarlæg- um stöðum sem þið höfðuð yndi af að heimsækja og skoða. Þegar þú komst óvænt í heimsókn af því að þú „fannst á þér“ að eitthvað væri bilað, sem þyrfti að laga. í Hálsa- koti að leggja rafmagn, skaust eftir vinnu eins og ekkert væri austur í sveit. Ef við mundum ekki nöfn á fólki, sem við höfðum þekkt „í den“, var næsta víst að þú mundir og ekki bara það heldur sitthvað fleira. Þú hafðir nefnilega jákvæðan áhuga á fólki. Það er margs að minnast og við eigum einungis góð- ar minningar um þig, sem ekkert fær grandað. Við söknum vinar í stað. Ásu, bömunum og öllum ástvin- um öðrum sendum við hlýjar kveðj- ur. I guðs friði. Áslaug og Sigurður. Látinn er vinur minn, Hörður Gunnarsson, eftir stutt en erfið veikindi. Eg kynntist Herði íyrst í gegnum starf hans sem raíVirkja er hann starfaði fyrir mig og voru þau kynni afar ánægjuleg í alla staði. Hörður Gunnarsson var afar prúð- ur maður og hvers manns hugljúfi. Árið 1986, er ég gekk í Oddfellow- regluna, kynntist ég Herði enn bet- ur, þar sem hann var þar fyrir. Einnig voru kynni mín af Herði á þeim vettvangi mjög góð. Svo var það að fyrir tæpum fjórum árum frétti ég að Hörður væri kominn í gönguhóp sem hittist þrisvar í viku og gengi sér til heilsubótar um göt- ur Kópavogs. Fékk ég þar inni og voru þær samvistir sem ég upplifði með Herði og félögum mjög skemmtilegar og gjöfular. Göngu- hópurinn hittist líka oft á laugar- dögum, eftir góða göngu, yfir kaffi- bolla og var þá spjallað um allt milli himins og jarðar. Var Hörður oftar en ekki hrókur alls fagnaðar þar. Nú er stórt skarð komið í okkar hóp, þegar Harðar nýtur ekki leng- ur við. Við félagarnir í gönguhópn- um eigum Herði margt að þakka og samfylgdin við hann hefur fært okkur mikið. Elsku Ása mín og fjölskylda, ykkar missir er mestur. Vil ég færa ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur og megi góður guð vera með ykkur í sorg ykkar. Jón Albert Kristinsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1116, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 41 ------------------------*' t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför GUÐMUNDAR KRISTMUNDSSONAR, Skipholti. Kristrún Jónsdóttir, Elín Sigrún Guðmundsdóttir, Brynjólfur Grétarsson, Jón Kristinn Guðmundsson, Sigrún Lilja Smáradóttir, Bjarni Valur Guðmundsson, Gyða Björk Björnsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR S. GUNNARSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 25. maí kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afbeðnir en þeir, sem vilja minnast hans, láti Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Suðurlandsbraut 6, njóta þess. Ása Sólveig, Rúnar Á. Harðarson, Sylvía Bragadóttir, Helena Björg Harðardóttir, Jón Gísli Ragnarsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Króki í Ásahreppi, Stífluseli 11, sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstu- daginn 14. maí, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 26. maí kl. 13.30. Guðrún Marta Sigurðardóttir, Óskar ísfeld Sigurðsson, Sólveig Ágústsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Ágúst Óskarsson, Erlendur ísfeld Sigurðsson, Fanney Kristjánsdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, INGVAR JÓN GUÐBJARTSSON frá Kollsvík, Berugötu 26, Borgarnesi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 14. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 26. maí kl. 15.00. Jóna Snæbjömsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og fósturmóðir, ÁSLAUG KRISTINSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 25. maí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristinn Bjarnason, Sigrún Guðmundsdóttir, Guðmundur Rúnar Kristinsson, Ása Magnúsdóttir. LEGSTEINAR t Marmari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Bkkrvti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.