Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 43 ______________________r MINNINGAR BJORN BJARNASON + Bjöm Bjamason fæddist í Bol- ungarvik 6. ágúst 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 4. maí síðast- liðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Hann afí vissi allt í heiminum. Þegar okk- ur vantaði svör við einhverju þá fórum við beint til afa, ef hann vissi ekki svarið, þá vissi það enginn. Við gátum spurt hann að öllu milli himins og jarðar, afí þreyttist aldrei á að útskýra fyrir okkur furður veraldar. Það sem hann sagði var í okkar augum það eina sem var hægt að taka mark á. Afí var alltaf tilbúinn að hjálpa okkur. Þær voru líka margar stundirnar sem setið var á menntasetrinú inni í herbergi hjá afa og hann leiðbeindi okkm- með stærðfræði og ýmislegt annað. Engu máli skipti hversu erfið og illskiljanleg vandræðin virtust vera, alltaf tókst afa að útskýra hlutina og gera þá einfalda. Tím- inn flaug þegar við sátrnn við út- reikningana eða að gera skemmti- legar tilraunir en amma passaði alltaf upp á að við ofkeyrðum okk- ur ekki og að við værum ekki svangir og gaf okkur ömmubollur. Afa þótti vænt um gróðurhúsið og garðinn sem hann ræktaði mjög vel. Oftast var hann í lopa- peysunni sinni raulandi lítinn lagstúf ánægður á svipinn þegar hann færði blómin og laukana úr geymslunni eða gróðurhúsinu út í garð á vorin. Biómabúðin öarSskom v/ Fossvo0sl<i»*kjM9a»*á Sími: 554 0500 Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur aö sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í likhús. - Aðstoða við val á kistu og likklæðum. - Undirttúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - L’egstaö í kirkjugarði. - Organista, songhópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Likbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sór stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Svemr Olsen, útfararstjóri Útfararstofa fslands - Suðurhlið 35 - 105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. Hrásalatið með púðursykri hjá afa og ömmu var eitthvað við okkar hæfí. Á gamlárskvöld gerðist afi listakokkur, þá eldaði hann Irish Stew handa allri fjöl- skyldunni. Að vísu vorum við bræðumir dálítið matvandir og vildum frekar ham- borgarana sem amma steikti heldur en Irish Stew hans afa. En loksins þegar við smökkuðum það þá var það bara nokkuð gott. Afí var mikill áhuga- maður um ættfræði og bókband og allt sem hann tók sér fyrir hendur var gert af natni og vand- virkni enda var það honum svo eðlilegt og sjálfsagt. Undir lokin, þegar afi var orð- inn veikur, hafði hann miklar áhyggjur af því að prófin gerðu al- veg út af við okkur. Hann hvatti okkur til að sitja ekki of lengi við í einu, heldur taka sig til, fara í sund, göngutúr eða gera eitthvað hressandi. Maður átti að vera bú- inn að læra yfir veturinn og aðeins að rifja námsefnið upp fyrir próf- in. Þannig var afa rétt lýst, ávallt að vera vandvirkur og vera búinn að undirbúa sig. Afí var góður og vitur maður, við munum minnast hans með þakklæti og virðingu. Með saknað- ar- kveðjum. Sigurgeir Björn og Óli Páll Geirssynir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, RÓSU JÓNU KRISTMUNDSDÓTTUR, Álfheimum 68, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynning- ar Krabbameinsfélagsins og Líknardeildar Landspítalans. Jón Guðmundsson, Guðmundur Jónsson, Bryndís Jónsdóttir, Elín Jónsdóttir, Páll Kjartansson, Áslaug Jónsdóttir, Hildur, Kjartan og Signý. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar konu minnar, móður, stjúpmóður, ömmu, systur og frænku, ÞÓRU BJARKAR ÓLAFSDÓTTUR (Dúu í Lótus), Álftamýri 7, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 6. maí sl. Jón R. Lárusson, Þór Bjarkar, stjúpböm, barnabörn, systur og systrabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR G. EIRÍKSDÓTTUR, áður til heimilis á Hagamel 25. Sérstakar þakkir til starfsfólks og hjúkrunar- fólks á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir frábæra umönnun. Helga Ágústsdóttir, Björn T. Gunnlaugsson, Hörður Jóhannsson, Sigríður G.B. Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartanlegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall elskulegs eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, GUNNARS GUÐJÓNSSONAR hárskerameistara, Lautasmára 20. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 11E Landspítalanum, og Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Díana írís Þórðardóttir, írís Gunnarsdóttir, Guðmundur Örn Jóhannsson, Díana íris Guðmundsdóttir, Jóhann Berg Guðmundsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN RUNÓLFSSON, Hraunteigi 26, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðju- daginn 25. maí kl. 13.30. Guðbjörg Eiríksdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR ÁRNASON, áður til heimilis á Grundargötu 4, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 25. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjálparsveit skáta á Akureyri. Filippía Ingólfsdóttir, Bjöm Gestsson og barnabörn. t Af alhug þökkum við auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, KONRÁÐS ÓSKARS AUÐUNSSONAR bónda, Búðarhóli, Austur-Landeyjum. Sigríður Haraldsdóttir, Jóna Gerður Konráðsdóttir, Sigurjón Sveinbjörnsson, Héðinn Konráðsson, Haraldur Konráðsson, Helga Bergsdóttir, Guðlaug Helga Konráðsdóttir, Andrés Ingólfsson, Ingigerður Konráðsdóttir, Sigmar Gíslason, Gunnar M. Konráðsson, Rosana Ragimova, Auður I. Konráðsdóttir, Margrét Ósk Konráðsdóttir, Ásgeir Ólafsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. 5 t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, KJARTANS STEINÓLFSSONAR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar Landspítalans, deild 14E, fyrir góða umönnun. Sigríður Erla Þorláksdóttir, Erla María Kjartansdóttir, Guðmundur Sigurbjörnsson, Jóhanna Guðrún Kjartansdóttir, Brynjar Örn Bragason, Þórir Kjartansson, Unnur Sveinsdóttir, Birgir Kjartansson, Arnþrúður G. Björnsdóttir, Þorlákur Kjartansson, Anna María Pétursdóttir, Guðmundur Kjartansson, Guðrún Svava Viðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför VILHJÁLMS H. VILHJÁLMSSONAR frá Sæbóli í Aðalvík. Ásgeir Vilhjálmsson, Geir Viðar Vilhjálmsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Fríða S. Kristinsdóttir, Ingi H. Vilhjálmsson, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Haukur Geirmundsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, María Ellingsen, Guðrún S. Vilhjálmsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.