Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 ■ MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Viðbrögð við útreikningum Hagstofunnar vegna tryggingahækkana Samræmi nauðsynlegt í mælingum og útreikningum AÐ MATI sérfræðinga á fjármála- markaðinum verður að gæta sam- ræmis í útreikningum á þeim þátt- um sem hafa áhrif á vísitölu neyslu- verðs og varasamt sé að meta gæði vörunnar á móti verðhækkunum líkt og Hagstofan leggur til grund- vallar í útreikningum á áhrifum ið: gjaldahækkunar bflatrygginga. I fréttabréfi Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins á vefnum var í gær vik- ið að þessum útreikningum og þar sagt að „nokkurrar íhaldssemi hafi gætt í mælingum Hagstofunnar þar sem tilhneigingin hefur verið sú að taka ekki afstöðu til breytinga á gæðum að öðru jöfnu“. Almar Guðmundsson hjá FBA sagði að þessir hlutir yrðu að vera stöðugir og að menn þyrftu að vera samkvæmir sjálfum sér í útreikn- ingum, sérstaklega þegar tekin væri afstaða til hversu mikil gæða- aukning fylgi verðhækkunum. Lækkun á tölvum vanmetin í vísitölu „Almennt má segja að okkar skoðun sé sú að við teljum að íhaldssemi eigi við í þessu tilviki þar sem menn þurfa að passa sig á því að vera að mæla verð á sambærileg- an máta, þannig að því leyti skýtur þetta nokkuð skökku við. Hinn flöt- urinn á þessu er sá að þarna er klárlega um eina aðskilda stjóm- valdsaðgerð að ræða og þess vegna kannski auðveldara að réttlæta það að menn reyni að taka tillit til hversu miklu betri þjónustu fólk fær eftir þessar breytingar. En al- mennt má segja að menn þurfi að fara varlega í svona hluti,“ sagði Almar. Hann sagði einnig að hægt væri að fara í samanburðarleik og færa fyrir því gild rök að liður eins og tölvur og tæknivömr, sem hefðu almennt lækkað vegna þess að menn hafa náð betri árangri í að framleiða þessa hluti ódýrar, hefðu átt að lækka mun meira vegna þess að menn væru sennilega að nýta hverja krónu miklu betur í tölvu- kaupum í dag heldur en þeir gerðu fyrir þremur árum. Almar taldi að svona spurningar gætu auðvitað verið óþægilegar vegna þess að menn vilji hafa þetta í föstum skorðum. „En punkturinn um að þetta sé einhliða stjórnvaldsaðgerð og þess vegna vilji menn reyna að meta þetta, hann kannski svarar þeim að mörgu leyti.“ Aðrir sérfræðingar sem leitað var til tóku í svipaðan streng, en menn vildu í sjálfu sér ekki vefengja út- reikninga Hagstofunnar og töldu að eflaust mætti rökstyðja þessa nið- urstöðu. Menn virðast þó almennt ekki hafa reiknað með þessari nið- urstöðu og sagðist Eiríkur Magnús Jensson hjá Kaupþingi hafa reiknað með að öll hækkunin á iðgjalda- tryggingum yrði tekin með í reikn- inginn: „Þess vegna kom þetta mér á óvart.“ Samvinnuháskólinn á Bifröst semur við tölvu- og fjarskiptafyrirtæki þráðlaust samband Víðtækt SAMVINNUHÁSKÓLINN á Bifröst undin-itaði í gær samstarfs- samning við nokkur fyrirtæki í tölvu- og fjarskiptatækni sem hafa mun í för með sér að hægt verður að tengjast þráðlaust öflugu upplýs- ingakerfi hvar sem er á skólasvæð- inu. Fyrirtækin sem um er að ræða eru Opin kerfi, Tal, Concorde Axapta ísland, IceCom og Búnaðar- banld Islands og nefnist samningur- inn „Háskóli 21. aldarinnar". Runólfur Ágústsson, viðtakandi rektor Samvinnuháskólans, sagði að með samningnum kæmist skólinn í fremstu röð háskóla hvað varðar upplýsinga- og tölvutækni, en hann felur meðal annars í sér að nemend- ur og kennarar á Bifröst verða tengdir með fartölvum um þráðlaust net hvar sem er á háskólasvæðinu, hafa afnot af öflugum viðskiptahug- búnaði og fá nýjustu kynslóð GSM- Morgunblaðið/Halldór SAMNINGSAÐILAR að undirritun lokinni. Sögðu menn að stærri samning hefðu þeir aldrei skrifað undir. síma til að vera í tal- og tölvusam- bandi jafnt innan skólasvæðisins sem utan þess. Að sögn Runólfs ger- ir þetta að verkum að nemendur og kennarar verða ekki lengur háðir tenglum og innstungum á ákveðnum stöðum í skólahúsum til að komast í samband við tölvukerfi skólans eða umheiminn. Hægt verður að taka glósur á tölvur í öllum fyrirlestrum, próf verða tekin á tölvur og almenn vinna í skólanum verður unnin á tölvum. Hafði Runólfur þó á orði að ekki stæði enn til að skipta kennur- unum út fyrir tölvur. Frumvarp til stj drnskipunarlaga um breytingu stjórnarskrár Annaðhvort staðfest óbreytt eða hafnað DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi til stjómskip- unarlaga um breytingu á stjórnar- skrá á Alþingi í gær. Frumvarpið felur í sér breytingu á kjördæma- skipan og að dregið verði úr misvægi atkvæða milli landshluta. Forsætisráðherra sagði að meðferð þessa þings á frumvarpinu sem sam- þykkt var á síðasta þingi yrði að því leyti ólík að annaðhvort yrði að stað- festa frumvarpið óbreytt eða synja. Vísað til annarrar umræðu og nefndar í máli forsætisráðherra kom fram að frumvarpið legði grunn að afger- andi breytingum á kjördæmaskipan landsins og endurbætti það kerfi sem kosið er eftir til Alþingis. Dreg- ið yrði úr misvægi atkvæða milli landshluta sem mældist mest 1:4 milli Reykjaneskjördæmis og Vest- fjarða í síðustu kosningum. Sagði hann að í þjóðfélaginu ríkti ekki lengur sú sátt um kosningakerfið sem til þyrfti og að allir stjómmála- flokkar sem áttu sæti á síðasta þingi hafi ályktað með einum eða öðrum hætti að jafna þyrfti vægi atkvæða. Fram kom að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að löggjafinn ákvæði fjölda þingsæta, þó þannig að þau verði minnst sex í hverju kjördæmi. Þannig yrði hægt að breyta vissum atriðum er varðar kjördæmaskipan án þess að breyta þyrfti stjórnar- skránni en áskilið væri að breyting- ar á lögmætum kjördæmamörkum og úthlutun þingsæta yrði aðeins með samþykki 2/3 hluta atkvæða á Alþingi. Þá væri gert ráð fyrir að 5% atkvæða á landsvísu þyrfti til að fá jöfnunarsæti en jafnframt væri gert ráð fyrir að fari misvægi at- kvæða fram úr 1:2 skuli flytja þing- sæti milli kjördæma. Forsætisráð- herra sagðist vonast til að breið samstaða gæti tekist um afgreiðslu frumvarpsins og lagði í lok ræðu sinnar til að frumvarpinu yrði vísað til annarrai' umræðu og sérstakrar nefndar. í umræðu um frumvarpið kom fram í máli Steingríms J. Sigfússon- ar (VG) að hann teldi að efna ætti til sérstakra kosninga um þær breyt- ingar, sem frumvarpið gerði ráð fyrir eða að kjósa sérstaklega um þær með sérstökum kjörseðli við kosningu til Alþingis. Þannig mætti ná fram umræðu um breytingarnar meðal almennings fyrir kosningar. Ögmundur Jónasson (VG) sagðist vilja stíga skrefíð til fulls og gera landið að einu kjördæmi. Frum- varpið í þeirri mynd sem það væri nú væri skref til fortíðar. Sverrir Hermannsson (FI) sagð- ist ekki sjá að hægt væri að leggja fram breytingartillögu við frum- varpið enda þótt hann væri á móti því, þar sem búið væri að taka um það ákvörðun. Bryndís Hlöðversdóttir (SF), sagði frumvarpið nauðsynlega málamiðlun til að ná fram breyting- um til framfara og draga úr misvægi milli kjördæma. Sama vægi atkvæða ætti að ná yfir allt landið. ALÞINGI Fjögur þingmál frá vinstri- grænum ÞINGMENN Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs hafa lagt fram fjögur þingmál á yfirstandandi þingi, þrjár þingsályktunartillögur og eina fyrirspurn. Þingsályktunar- tillögumar fjalla um aðgerðir vegna stríðsátakanna í Kosovo, um skipan nefndar um verkaskiptingu hins op- inbera og einkaaðila og um að fram fari lögformlegt umhverfismat vegna fynrhugaðrar Fljótsdals- virkjunar. í fréttatilkynningu segir að einnig hafi verið lögð fram fyrir- spurn til félgsmálaráðherra um nið- urstöður launakönnunar kjararann- sóknarnefndar sem sýnt hafi mikinn launamun milli kynja og landshluta. Arétting í MORGUNBLAÐINU í gær var frétt um að vegna lagareglna hefði móðir þurft að höfða dómsmál til að feðra með dómi börn sem fædd- ust eftir andlát föður þeirra. Vegna fréttarinnar skal eftirfarandi árétt- að um leið og það er ítrekað að í dóminum er talið sannað að hinn látni hafi verið líffræðilegur faðir bamanna enda var tæknifrjóvgun- in gerð með sæði hans og eggjum úr móður barnanna. I endurriti dómsins, sem frásögn Morgunblaðsins byggist á, segir að synjun sýslumannsins í Kópavogi við því að lýsa hinn látna sambýlis- mann föður barnanna hafi byggst á 3. grein barnalaga sem fjallar um tæknifrjóvgun. I fréttinni var end- ursagt efni þessarar lagagi'einar sem vitnað var til í dóminum. Nú hefur Jóhannes Rúnar Jó- hannsson, lögmaður konunnai', upplýst að þessi tilvísun í dómsendurritinu til 3. greinar lag- anna hafi verið gerð fyrir mistök. Þess í stað hefði átt að vitna til 3. málsgreinar 2. greinar laganna. Fyrir mistök hafi þessi villa orðið við frágang dómsendurritsins. í 3. mgr. 2. gr. barnalaga segir að ef móðir bams og maður sem hún lýsir fóður þess búa saman við fæðingu barnanna samkvæmt því er greini í þjóðskrá eða öðram ótví- ræðum gögnum skuli hann teljast faðir barnanna. Afstaða sýslumannsins hafi því ekki byggst á því að um tækni- frjóvgun var að ræða heldur var lögum þannig háttað að vegna þess að faðirinn var látinn þegar börnin fæddust og um óvígða sambúð var að ræða voru skilyrði til feðranar án dómsmáls ekki fyrir hendi. ----------------------- Formenn og varaformenn fastanefnda Alþingis Allsheijarnefnd: Þorgerður K. Gunnarsdóttir formaður, Valgerður Sverrisdóttir varaformaður. Efnahags- og viðskiptanefnd: Vilhjálmur Egilsson formaður, Kristinn H. Gunnarsson varaformaður. Félagsmálanefnd: Arnbjörg Sveinsdóttir formaður, Ólafur Óm Haraldsson varaformaður. Fjárlaganefnd: Jón Kristjánsson formaður, Einar Oddur Kristjánsson varaformaður. Heilbrigðis- og trygginganefnd: Valgerður Sverrisdóttir formaður, Lára Margrét Ragnarsdóttir varaformaður. Iðnaðarnefnd: Hjálmar Amason formaður, Guðjón Guðmundsson varaformaður. Landbúnaðamefnd: Hjálmar Jónsson formaður, Kristinn H. Gunnarsson varaformaður. Menntamálanefnd: Sigríður A. Þórðardóttir formaður, Ólafur Örn Haraldsson varaformaður. Samgöngunefnd: Árni Johnsen formaður, Hjálmar Ámason varaformaður. Sjávarútvegsnefnd: Einar K. Guðfinnsson formaður, Kristinn H. Gunnarsson varaformaður. Umhverfisnefnd: Ólafur Öm Haraldsson formaður, Kristján Pálsson varaformaður. Utanríkismálanefnd: Tómas Ingi Olrich formaður, Jón Kristjánsson varaformaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.