Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ s forskots hætti iðstoð aka úr gildi magnafslátt í GSM-þjón- ustu. Tal er bæði keppinautur Lands- símans á GSM-markaði og kaupandi að almennri fjarskiptaþjónustu hjá fyrirtækinu vegna einokunarstöðu Landssímans í almennri talsímaþjón- ustu, leigulínum o.fl. Því ber Lands- símanum að viðhafa skýra stjórnun- arlega aðgreiningu innan fyrirtækis- ins. Engu að síður hafa verið stofn- aðar ýmsar nefndir innan Landssím- ans þar sem fulltrúar af öllum svið- um fyrirtækisins eiga sæti, jafnt frá þeim sviðum sem eiga í samkeppni við Tal og þeim sviðum sem selja Tali þjónustu. Samkeppnisráð telur þetta fyrirkomulag fela í sér aðstæð- ur sem séu til þess fallnar að raska samkeppni, m.a. þar sem trúnaðar- upplýsingar frá Tali geti borist til stjórnenda GSM-deildar Landssím- ans. I ákvörðun samkeppnisráðs er fyrirmælum beint til Landssímans um að fella niður framangreint fyrir- komulag. Loks er fyrirmælum beint tO Landssímans um að fyrirtækið láti Samkeppnisstofnun árlega í té yfir- lýsingu löggilts endurskoðanda þar sem sýnt sé fram á að GSM-þjónusta Landssímans sé í raun fjárhagslega aðskilin frá annarri starfsemi fyrir- tækisins. FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 35 i Alit og rökstuðning- ur samkeppnisráðs HÉR fer á eftir samandregið álit og forsendur sam- keppnisráðs vegna málefna Landssíma íslands hf., sam- kvæmt fréttatilkynningu frá Sam- keppnisstofnun: I. Álit samkeppnisráðs Inngangur Hér verður gerð nánari grein fyrir forsendum í áliti samkeppnisráðs sem beint hefur verið til samgönguráðherra (Álit nr. 6/1999, 70 bls.). Á undanfömum árum hafa orðið miklar breytingar á lagalegu umhvei’fí fjarskiptamarkaðar hér á landi eins og annars staðar í Evrópu. Megintilgang- ur breytinganna er að skapa skilyrði fyrir virka samkeppni á markaðnum með því m.a. að afnema einkarétt á fjarskiptaþjónustu. Hlutverk sam- keppnisyfirvalda á fjarskiptamarkaðn- um er að stuðla að því að tilganginum með hinu breytta lagaumhverfi verði náð. Að mati samkeppnisráðs er mjög mikOvægt að virk samkeppni fái þrifist á fjarskiptamarkaðnum og fyrirtæki sem á honum starfa geti keppt á jafn- ræðisgrundvelli. Virk samkeppni tryggir neytendum fjarskiptaþjónustu lægsta mögulega verð og bestu mögu- legu þjónustu þegar tO lengri tíma er litið. Njóti eitt fyrirtæki hins vegar rekstrarlegs forskots í formi ríkisað- stoðar er það tO þess fallið að hamla gegn því að virk samkeppni ríki á markaðnum. Við það skaðast neytend- ur þótt þeim kunni að virðast, þegar litið er til skamms tíma, að þeir njóti lægra verðs og bættra kjara í viðskipt- um við hið ríkisstyrkta fyrirtæki. Ef ríkisstyrkurinn hrekur keppinauta út af markaðnum eða kemur í veg fyrir að nýir keppinautar festi rætur mun það fyrr eða síðar leiða tO hærra verðs en eUa og slakari þjónustu og skaða neyt- endur þegai- tO lengri tíma er litið. Aðdragandi að stofnun hlutafélags Á árinu 1996 veitti Alþingi ríkis- stjórninni heimOd með lögum tO að stofna hlutafélag um rekstur Póst- og símamálastofnunar og leggja tO félags- ins allar eignir, skuldir, réttindi, skuld- bindingar og viðskiptavild. Var sér- stakri matsnefnd falið að leggja mat á þessa þætti og gera tOlögu að stof- nefnahagsreikningi. Við matið skyldi byggt á efnhagsreikningi Póst- og símamálastofnunar í ái’slok 1995. Fastaíj ármunir vanmetnir Að mati samkeppnisráðs sýna gögn málsins að eignir þær sem Póstur og sími fékk afhentar við formbreyting- una hafi verið vanmetnar. I þessu sam- bandi má benda á að starfsmenn Póst- og símamálastofnunar framkvæmdu mat á eignum fyrirtækisins. Verðmæti eigna var að mati starfsmannanna hartnær helmingi hærra en niðurstaða matsnefndarinnar. Eftir að mat starfs- manna hafði verið leiðrétt var það átta milljörðum kr. hærra en hjá mats- nefndinni. Hluti skýringarinnar á þessum mikla mun kann að felast í því að sam- eiginlegur kostnaður við uppbyggingu kerfa Póst- og símamálastofnunar hafi verið gjaldfærður þegar tíl hans var stofnað án þess að hann væri eign- færður um leið. Slíkt hefði m.a. haft í för með sér mun lægri fjárfestingar- kostnað en fyrirtæki þurfa almennt að leggja í. Vanmat á eignum þegar Póst- og símamálastofnun var breytt í hlutafé- lag í samkeppnisrekstri felur í sér rík- isstuðning sem er í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Jafnframt er það skoðun samkeppnisráðs að ríkisað- stoð af þessu tagi fari gegn ákvæðum EES-samningsins. Viðskiptavild var ekki metin í lögum um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar kemur skýrt fram að meta beri við- skiptavild stofnunarinnar. Ekki verður séð af stofnefnahagsreikningi hlutafé- lagsins í byrjun árs 1997 að það hafi verið gert. Með því virðist sem brotið hafi verið gegn ákvæðum laganna. Að mati samkeppnisráðs er enginn vafi á að veruleg viðskiptavild hafi verið fólg- in í rekstri Póst- og símamálastofnun- ar. Þá viðskiptavfld bar að meta til verðmætis og færa í efnahagsreikning Pósts og síma. í fyi’sta lagi benda rekstrartölur úr ársreikningum og milliuppgjörum ár- anna 1995 og 1996 tO þess að viðskipta- vild hafi verið fólgin í fyrirtækinu. í öðru lagi hafði fyrirtækið starfað á grundvelli einkaréttar um áratuga skeið og byggt upp starfsemi sína á þeim tíma. I þriðja lagi bendir sam- keppnisráð á að erlend matsfyrirtæki, sem metið hafa verðmæti Landssím- ans í kjölfar þess að fyrirtækið var gert að hlutafélagi, telja verðmæti þess vera á bilinu 25-45 milljarða eða veru- lega meira en efnahagsreikningur fyr- irtækisins á sama tíma sýndi. Jafn- framt hafa stjórnendur fyrirtækisins lýst því opinberlega að fyrirtækið sé mun meira vh’ði en efnahagsreikning- ur þess bendh tfl. Með því að meta ekki viðskiptavild og færa í efnahagsreikning Pósts og síma hefur fyrirtækinu verið færð við- skiptavild endurgjaldslaust. Það fer gegn þeim ákvæðum sem um stofnun hlutafélagsins Pósts og síma gfltu, markmiði samkeppnislaga og ákvæð- um EES-samningsins að áliti sam- keppnisráðs. Samtals telur samkeppnisráð að rík- isaðstoð til Pósts og síma, nú Lands- símans, vegna framangreinds nemi a.m.k. 10 milljörðum króna. Hluti skulda felldur niður Þegar hlutafélagið Póstur og sími var stofnað var meginskuld fyrirtækis- ins við lífeyrissjóð starfsmanna ríkis- ins. I skýrslu matsnefndarinnar er skuldin á núvirði metin tæplega 7,5 milljarðar króna. Með sérstökum samningi Pósts og síma við fjármála- ráðuneytið var skuld þessi lækkuð um 1,5 milljarð króna. Ekki verður séð að lög um stofnun hlutafélagsins Pósts og síma hafi heim- Oað slíka breytingu á skuldum fyrir- tækisins. Lækkun skulda með framan- greindum hætti er að auki tO þess fall- in að styrkja stöðu fyrirtækisins enn frekar, þar sem í henni er falin ríkisað- stoð, og fer sem slík gegn markmiði samkeppnislaga og hamlar því að nýir keppinautar nái að hasla sér völl. Stofnun dótturfyrirtækis um GSM-þjónustu Landssímans í áliti samkeppnisráðs eru rakin sjónarmið er lúta að stjórnskipulegri uppbygginu Landssímans. Er m.a. á það bent að í Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku séu rekin sérstök dótturfyrir- tæki um farsímaþjónustu þeirra fyrir- tækja sem hafa svipaða markaðsstöðu og Landssíminn nýtur hér á landi, þ.e. fytTum ríkiseinokunarfyrirtæki. Sam- keppnisráð telur að sterk rök hnígi að því að stofnað verði sérstakt dótturfyr- irtæki um rekstur GSM-þjónustu Landssímans. Slíkt myndi leiða tfl þess að rekstrarlegur og stjórnunarlegur aðskilnaður yrði skýr, dregið yrði úr tortryggni keppinauta sem er óhjá- kvæmfleg við núverandi stöðu mála, reikningssldl GSM-þjónustunnar yrðu að fullu sambærileg við reikningsskfl keppinauta Landssímans á farsíma- markaði o.s.frv. Loks telur samkeppnisráð óumflýj- anlegt að stjórnvöld á sviði fjarskipta- mála hugi vandlega að samkeppnis- stöðu þeirra fyrirtækja sem munu hugsanlega reyna að hasla sér völl á farsímamarkaði í framtíðinni, m.a. vegna þeirrar kröfu sem gerð var tfl Tals hf. um að fyrirtækið reisti sitt eig- ið dreifikerfi en það var forsenda fyrir starfsleyfi fyi’irtækisins. Tal hefur þurft að leggja út í mflljarða króna fjárfestingu í þessu skyni. Að mati samkeppnisráðs má draga í efa að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að setja slíkt skilyrði þar sem ekki verður bet- ur séð en að GSM-kerfi Landssímans geti annað allri GSM-þjónustu hér á landi. Niðurstaða - tilmæli samkeppnisráðs Samkeppnisráð telur með vísan tfl alls framangreinds að samkeppnis- stöðu keppinauta Landssímans hafi verið raskað með alvarlegum hætti með því að Landssíminn hafi notið a.m.k. 10 mflljarða króna ríkisstuðn- ings. Samkeppnisráð beinir því tilmæl- um til samgönguráðherra að fram fari endurmat á eignum og skuldum fyrir- tækisins, að viðskiptavild þess verði metin og eignfærð og ríkisaðstoð við Landssímann verði dregin til baka, þ.m.t. lækkun á langtímaskuld fyrir- tækisins við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þar til ríkisaðstoðin hefur verið dregin tfl baka telur samkeppnisráð nauðsynlegt að samgönguráðherra, sem handhafi hlutabréfs rfldsins í Landssímanum, tryggi að fyrirtækið haldi að sér höndum í öllum markaðs- aðgerðum sínum sem, vegna framan- greindra sjónarmiða, geta raskað sam- keppni á markaðnum. Loks leggur samkeppnisráð til við samgönguráðherra að stofnað verði sérstakt dótturfyririæki um rekstur farsímaþjónustu Landssímans. II. Ákvörðun samkeppnisráðs Inngangur Hér verður gerð grein fyrir forsend- um í ákvörðun samkeppnisráðs þar sem gripið er tO beinnar íhlutunar vegna hegðunar og aðstæðna hjá Landssímanum. (Akvörðun samkeppn- isráðs nr. 17/1999,52 bls.) í ákvörðun samkeppnisráðs kemur fram að Landssími Islands hafi ein- staka yfirburðastöðu á fjarskiptamark- aði hér á landi, þ.á m. á markaði fyrir GSM-þjónustu. Efth’fai’andi atriði varpa ljósi á yfirburðastöðu Landssím- ans: 1. Mjög sterk fjárhagsleg staða fyr- irtækisins. 2. 83% markaðshlutdeild á GSM-far- símamarkaði. 3. Einokunarstaða í raun á NMT- farsímamarkaði. 4. Einokunarstaða í raun í almennri talsímaþjónustu innanlands og þar með viðskiptatengsl við nær öll heimfli og fyrirtæki í landinu. 5. Landssíminn og dótturfyrirtækið Skíma hf. hafa sameiginlega markaðs- ráðandi stöðu á Intemetmarkaði. 6. Landssíminn nýtur þess að forveri fyrirtækisins bjó við áratuga einokun- arstöðu en í skjóli hennar voru fjar- skiptakerfi fyrirtækisins byggð upp. 7. Vegna eignarhalds Landssímans á grunnfjarskiptakerfinu þurfa keppi- nautar fyrirtækisins óhjákvæmflega að eiga viðskipti við það. Þannig hefur Landssíminn því tekjur af starfsemi þeirra. 8. Landssíminn býr yfir öflugu og víðtæku sölukerfi sem byggt var upp á þeim tíma er fyrirtækið naut einka- réttar. Af framansögðu leiðir að sérstök skylda hvflir á fyrirtækinu um að mis- nota ekki hina einstöku yfirburðastöðu og gæta þess að aðgerðir fyrirtækisins skaði ekíd samkeppni á markaðnum. Það er sérstaklega mikilvægt þegar ný fyrirtæki eru að hefja samkeppni á markaði sem þessum þar sem eitt fyr- irtæki hefur áður notið óskoraðs einka- réttar. Verðlagningarstefna í ákvörðun samkeppnisráðs er rakið að á meðan Póst- og símamálastofnun naut einkaréttar til að veita GSM-þjón- ustu urðu litlar sem engar almennar verðlækkanir á GSM-þjónustu fyrir- tækisins. Frá 1. aprfl 1997, þegar ljóst varð að Tal hygðist hefja samkeppni á markaðnum, og tfl dagsins í dag hefur Póstur og sími, og síðar Landssíminn, lækkað verð á GSM-þjónustu sinni um 27-50%. Samkeppnisyfirvöld öfluðu margvís- legra gagna um forsendur þessara verðlækkana, m.a. fundargerða frá stjómarfundum Landssímans. Af þeim verður ekki ráðið að ástæður verð- lækkana hafi í aðalatriðum verið góð afkoma fyrirtækisins. Rökin virðast nær eingöngu hafa verið að það yrði að lækka verð tfl að halda stöðu sinni á markaðnum. Með því hefur Landssím- inn verið að hindra að nýr keppinautur nái að hasla sér völl. Á sama tíma og Landssíminn hefur lækkað verð á GSM-þjónustu verulega hefur fyrirtækið í litlum mæli lækkað verð á þeirri þjónustu sem er ekki í raunverulegri eða fyrirsjáanlegri sam- keppni. Magnafsláttur Hluti af verðlækkunum Landssím- ans á GSM-þjónustu fólst í sérstökum magnafslætti til stómotenda. í ákvörð- un samkeppnisráðs kemur fram að engin kostnaðarleg rök hafi verið færð fram fyrir þessum afslætti, þ.e. að hann megi réttlæta með minni til- kostnaði fyrirtækisins af auknum við- skiptum einstaki’a notenda. Þvert á móti virðist ákvörðun um magnafslátt hafa verið tekin með það fyrir augum að halda öllum verðmætari viðskipta- vinum hjá Landssímanum og koma í veg fyrir að Tal næði tfl sín viðskiptum við þá. Með vísan tfl áðurgreindrar yfir- burðastöðu Landssímans telur sam- keppnisráð að magnafsláttur fyrirtæk- isins feli í sér misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu sem sé tO þess fallin að raska verulega samkeppni á GSM- markaði. Magnafsláttur Landssímans er því felldur úr gfldi. Innra skipulag Landssímans er til þess fallið að raska samkeppni Lands- síminn á og rekur grunnfjarskiptanet sem nær tfl flestra heimOa og fyrir- tækja hér á landi. Aðgangur að þessu neti er nauðsynlegur fyrirtækjum í fjarskiptastarfsemi. Gagnvart fyrir- tækjum eins og Tali er Landssíminn í tvíþættri stöðu. Annars vegar neyðist Tal til þess að kaupa grunnfjarskipta- þjónustu af Landssímanum og hins vegar er Landssíminn helsti keppi- nautur Tals. Vegna þessa tvíþætta hlutverks hvílir sérstök skylda á Landssímanum að haga innra skipu- lagi sínu með þeim hætti að ekki skap- ist hætta á hagsmunaárekstrum, t.d. með því að viðskiptarleyndarmál sem Tal neyðist til að láta Landssímanum í té berist til GSM-deOdar fyrirtækisins. I gögnum málsins kemur fram að innan Landssímans eru starfandi nefndir þar sem eiga sæti fulltrúar frá ýmsum sviðum fyrirtækisins. M.a. er starfrækt sérstök nefnd vegna GSM- þjónustu fyrirtækisins sem beinlínis hefur það hlutverk að styrkja yfir- burðastöðu Landssímans. I nefndinni eiga sæti starfsmenn frá þehri deild fyrirtækisins sem annast GSM-þjón- ustu en einnig eiga þar sæti starfs- menn deilda sem selja Tal grunnfjar- skiptaþjónustu. Framangreint fyiTrkomuIag fer þvert gegn þeim skyldum sem hvfla á Landssímanum og felur í sér augljósa hættu á hagsmunaárekstrum og því að Landssíminn njóti með óeðlflegum hætti þeirrar einokunarstöðu á grunn- fjarskiptamarkaði sem fyrirtækið býr yfir. Þá veldur framangreint fyrir- komulag einnig tortryggni keppinauta um að trúnaðarupplýsingar frá þeim tO Landssímans verði nýttar innan fyrir- tækisins í markaðssókn þess gegn þeim. Telur samkeppnisráð að í þessu sé fólgin misntokun á yfirburðastöðu fyrirtækisins. Vegna þessa leggur samkeppnisráð þá skyldu á Landssímann að tryggt verði, með nánar útfærðum hætti, m.a. undirritun trúnaðaryfirlýsinga, að fyr- irtækið aðgreini með skýrum hætti miUi hins tvíþætta og ósamrýmanlega hlutverks síns, að vera bæði keppi- nautur fyrirtækja á markaði og óum- flýjanlegur seljandi þjónustu tfl þeirra. Fjárhagslegur aðskilnaður GSM- þjónustu frá öðrum rekstri í ákvörðun samkeppnisráðs er loks fjallað um fjárhagslega aðgreiningu GSM-þjónustu Landssímans frá öðr- um rekstri. Af hálfu Landssímans hef- ur því verið lýst yfir að GSM-þjónusta fyrirtækisins sé í raun þegar rekin al- gerlega sjálfstætt frá öðrum rekstri. Að mati samkeppnisráðs er því ekki ástæða tU að mæla fyrir um slíka skyldu. Hins vegar leggur samkeppn- isráð þá skyldu á Landssímann að af- henda samkeppnisyfirvöldum árlega skýrslu löggilts endurskoðanda þar sem sýnt verði fram á að reksturinn sé sjálfstæður, að kostnaður sé eðlilega færður innan GSM-þjónustunnar, þ.á m. þátttaka í sameiginlegum kostnaði og að GSM-þjónusta fyrirtækisins sé ekki niðurgreidd með tekjum af annarri starfsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.