Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 51 , að segja henni og þegar ég talaði um það við hana seinna þá sagði hún: „Ágústa, stundum er bara ekki rétti tíminn til að vera að gagnrýna“ sem var alveg rétt, ég tek þetta bara sem dæmi til að lýsa þessum næmleika sem hún hafði yfir að búa. Það er svo óendanlega, óendan- lega sárt að sjá á eftir þér og til- hugsunin um að eiga aldrei eftir að heyra hláturinn þinn, húmorinn og geta ekki lengur hringt í þig og fengið góð ráð nístir mann alveg inn að hjartarótum, en ég er sérstak- lega þakklát fyiír að hafa haft tæki- færi til að eiga þessi samferðarár með þér því að mínu mati er betra að hafa átt vináttu þína og þurfa þó að horfa á eftir þér, heldur en að hafa ekki kynnst þér, svo mikið gafstu mér. Ég votta foreldrum Laufeyjar, systkinum, börnunum hennar og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau í þessari sáru sorg. Það hefur verið hoggið stórt skarð bæði í fjölskyldu Laufeyjar og vinkvennahóp, skarð sem aldrei verður fyllt, enda kemur enginn í stað Laufeyjar. Ég á eftir að ylja mér við minn- ingamar um þig, elsku vinkona. Þótt líkaminn falli að foldu og fellist sem stráið í moldu, Þá megnar Guðs miskunnarkraftur af moldum að vekja hann aftur. í jörðinni sáðkomið sefur, unz sumarið ylinn því gefur. Eins Drottinn til dýrðar upp vekur Það duft, hér sem gröfin við tekur. Sá andi, sem áður þar gisti frá eilífum frelsara Kristi, Mun, leystur úr læðingi bíða þess líkamans, sem englamir skrýða. Og brátt mun konungur kalla, sem kemur að fylla von alla. Hann græðir á fegurri foldu þau fræ, er hann sáði í moldu. (Stef. Thor.) Þín vinkona, Ágústa Karla ísleifsddttir. Við andlát Laufeyjar hefur myndast stórt skarð í vinkonuhóp- inn sem aldrei verður fyllt, þessi brosmilda kona með svo frábæran húmor mun lifa áfram í minningu okkar. Þau veikindi sem Laufey barðist við minnti okkur hinar á að vera þakklátar fyrir það sem við höfum, heilsuna ofar öllu, og maður hugsar hvílík forréttindi það eru að fá að ala upp börnin sín og sjá þau dafna. Það er sárt að sjá svo unga og þróttmikla konu hverfa smátt og smátt í burtu án þess að geta nokk- uð að gert og aldrei verður maður undirbúinn undir dauðann, hversu nálægur sem hann er. Ég á ótal margar minningar með Laufeyju og þegar ég hugsa til baka eru þær all- ar góðar og skemmtilegar. Hún var ávallt mjög glæsileg og hrókur alls fagnaðar hvar sem við vorum. Hún hafði búið sér og börnum sínum fal- legt og mjög svo hlýlegt heimili. Elsku Daðey, framundan er skemmtilegur tími með Inga litla og ég er viss um að þú munt reynast honum vel. Kæra fjölskylda, Guð styrki ykkur öll og varðveiti í þess- ari miklu sorg. Þig, Laufey mín, kveð ég að sinni. Hvíl þú í friði. Víst er þetta löng og erfið leið, og lífið stutt og margt, sem út af ber. En tigið gegnum tál og hverskyns neyð skín takmarkið og bíður eftir þér. Hve oft þú hrasar, oft þig brestur mátt, hve undarlega er gott að sitja kyrr. Samt kemstu á fætur, réttir höfiið hátt, og hraðar þér af stað sem áður fyrr. Svo styttist þessi ganga smátt og smátt, og seinast stendurðu einn við luktar dyr. (Steinn Steinarr.) Þín vinkona, Helga Jónsdóttir. Elsku Laufey. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um kynni mín við þig. Ég man fyrst eftir þér í bamaskóla, síðan lágu leiðir okkar saman fyrir átta árum og þá tókst með okkur vinskapur. Það fyrsta sem ég tók eftir hjá þér var hvað þú varst lífsglöð og alltaf hlæjandi. Einnig var gott að ræða alvarlegri mál við þig og fannst mér ég oft vera að tala við mér eldri konu, svo þroskuð í tilsvörum varstu oft. Það voru margar skemmtilegar stund- irnar sem við stelpurnar áttum í eldhúsinu hjá þér og var aldrei komið að tómum kofanum og var mikið skrafað. Það var óvenjulegt að maður væri einn i heimsókn, alltaf var einhver staddur hjá þér og gat maður gleymt stað og stund með blaðri. Þegar ég heimsótti þig á líknardeild Landspítalans varstu úti í sólinni og naust veðursins. Þú varst nýbúin að versla föt og húmorinn alltaf til staðar þar sem þú spurðir mig hvort ég ætlaði nú ekki að fara að leggja þessari skelfi- legu bankapeysu og smekkbuxun- um með. Ég dáðist að þér hvað þú tókst veikindunum með miklu æðruleysi og ró. Elsku Laufey, ég veit að börnin þín eru í góðum höndum þar sem fjölskyldan þín er og ég bið Guð að vernda og gefa bömum þínum, foreldrum, systkin- um og öðrum ættingjum og vinum styrk í þessari miklu sorg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viökvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér aá þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég trúi að við hittumst aftur. Þín vinkona, Bjamey (Baddý). Elsku Laufey. Nú ertu sofnuð svefninum langa og allar þjáningar á bak og burt. Það var mikið áfall að heyra að þú værir komin með krabbamein, og fylltist ég mikilli reiði. Skildi ekki alveg tilganginn, aðeins 29 ára gömul með tvö lítil böm og allt lífið framundan. Hvem- ig þú tókst á þessum málum fannst mér alveg aðdáunarvert, þá sá ég hvað þú varst hörð af þér og tókst þessu af mikilli skynsemi. Þú vildir ekkert vera að tala um eitthvað leið- inlegt og neikvætt, þú varst ótrú- lega jákvæð og hress. Þegar ég sat hjá þér uppi á spítala, nýbúin að heyra þessar fréttir hjá þér og þú að byrja í lyfjagjöf, þurfti ég að hafa mig alla við að brotna ekki saman fyrir framan þig. Ég sat með tárin í augum og kökk í hálsinum. Þú horfðir á mig og sagðir á svo róleg- an og yfirvegaðan hátt: „Veistu það, Anna Helga, ég gæti verið að labba úti á götu á morgun og orðið undir bfl. Ég hef tíma til að ganga frá mínum málum og þann tíma ætla ég að nýta vel.“ Ég hef oft hugsað um þessi orð þín og gleymi þeim aldrei. Þetta varst alveg ekta þú. Búin að hugsa þetta vel. Þú barst harm þinn í hljóði. Þau eru ófá prakkarastrikin okkar saman og oft sátum við og rifjuðum þau upp. Eins og skemmti- lega tímabilið okkar sem við kölluð- um drottningartímabilið okkar. Skemmtum okkur alltaf konunglega saman þótt við værum bara tvær að bralla eitthvað. Ef okkur datt eitt- hvað í hug var það yfirleitt fram- kvæmt. Ég sendi foreldrum þínum, systk- inum, bömum og vinum innilegar samúðarkveðjur. En þetta er búið að vera erfiður tími hjá okkur öll- um. Þú varst svo hrifin af englum og ég veit að þú ert hjá þeim núna og þeir passa þig. Ég á eftir að sakna þín, elsku Laufey. Hvíl í friði. Anna Helga. Ég læt tár mín renna um vanga, sem vott um sorg og leiða. Ég græt með bömunum þínum, systkinum, foreldrum, ættingjum og vinum. Ég læt óréttlæti lífsins naga sálu mína og halda fyrir mér vöku. Ég sæki í minningu hugar míns óm frá röddinni djúpu, ljóma augnanna og brosið þitt. Ég sé vorið ganga í sumar, gleðst yfir að hafa verið í návist þinni og geta sagt frá því að mér gafst kostur á að njóta félagsskapar og persónuríkrar návistar þinnar. Ég þakka þér fyrir að hafa gengið með mér á grýttum vegi lífsins, auðgað og víkkað skilning minn á mannlegum örlögum. Ég staldra við, finn hugrekkið, kærleikann og ástina, sem þú umvafðir bömin þín, snerta hörpustrengi lífsins. Takk fyrir samfylgdina. Þórunn Sigríður Jóhannesdóttir, Ljótur Magnússon, Illugi Ljótsson, Brjánn Ljótsson, Laufey Rós Jóhannesdóttir, Trausti Evans. • Fleiri minningargreinar um Laufeyju Ingadótlur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og lang- afi, GUÐBJARTUR BETÚELSSON rafvirkjameistari, Urðarhæð 6, lést fimmtudaginn 10. júní. Jóna Lísa Guðbjartsdóttir, Pálmar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. + MAGNÚS GUÐMUNDSSON kennari, Neskaupstað, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju á morgun, laugardaginn 12. júní, kl. 14.00. Skúli Magnússon, Eria Kristjánsdóttir, Björn Magnússon, Katrín Guðnadóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Grímur Magnússon, Eva Sybilla Guðmundsdóttir, Magnús Magnússon, Sigrún Rúnarsdóttir, Anna Magnúsdóttir, Jóhann Jónsson. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar og afa, EINARS GUÐMUNDSSONAR, Kópavogsbraut 1a. Lára Pálsdóttir, Guðmundur Einarsson, Dröfn Ólafsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Jón Barðason, Lárus Einarsson, Sólveig Brynja Magnúsdóttir og barnabörn. + Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við and- lát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGURBJARGAR LÁRUSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Baldursgötu 9, Reykjavfk. Angela Baldvins, Grímhildur Bragadóttir, Baldur B. Bragason, Halldór Bragason, Steingrímur L. Bragason, Kormákur Bragason, Matthías Bragason, Þorvaldur Bragason, Kristín Bragadóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Stefán V. Pálsson, Haukur Guðlaugsson, Esmat Paimani, Sesselja Einarsdóttir, Þórdís Pálsdóttir, Ragnheiður Helgadóttir, Ólöf Sighvatsdóttir, + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vin- semd og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, MATTHÍASAR SVEINS VILHJÁLMSSONAR, Urðarvegi 64, ísafirði. Guð blessi ykkur öll. Guðrún S. Valgeirsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNU KRISTBJARGAR GUNNARSDÓTTUR, Víðihlfð, Grindavfk. Margeir Á. Jónsson, Guðlaug R. Jónsdóttir, Ólafur Æ. Jónsson, Guðný Elíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar BJÖRNS BENEDIKTSSONAR, bifreiðastjóra. Vélorka hf., Grandagarði 3, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.