Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 19 ___________________LANPIÐ____________________ Heimsókn dönsku sendiherrahjónanna til ísafjarðar Morgunblaðið/Halldór DÖNSKU sendiherrahjónin, Flemming og Hanne Mnrch, ásamt Ruth Tryggvason, fyrrverandi ræðismanni Dana á Isafirði, við hátíðahöld sjómannadagsins á Isafirði. Drógu þorsk á sjó- manna- daginn ísafirði - Dönsku sendiherra- hjónin, Flemming og Hanne Morcii, ásamt fylgdarliði sínu og ræðismanni Dana á Isafirði, Fylki Ágústssyni, brugðu sér á sjómannadaginn í róður frá Isa- firði og drógu þorsk. Aflinn var utan kvóta enda var einungis verið að veiða í soðið fyrir stór- íjölskyldur þeirra sem hlut áttu að máli. Sendiherrahjónin ásamt blásarakvintett úr lífvarðasveit Margrétar Þórhildar drottning- ar komu til Isafjarðar á laugar- dagsmorguninn, 5. júm, en það er þjóðhátíðardagur Dana. Er- indið var að heimsækja ræðis- manninn og hitta fólkið í land- inu, en skammt er síðan sendi- herrann tók við starfi. Eins og orðheppinn maður í Netagerð Vestfjarða sagði, þá var þetta í fyrsta sinn sem það gerist í ann- að sinn, að nýskipaður sendi- herra Danmerkur er í heimsókn á ísafirði bæði á þjóðhátíðar- degi Dana og sjómannadegi Is- Iendinga. Blásarasveitin lék á hafnarsvæðinu á Iaugardaginn og í ísafjarðarkirkju fyrir messu á sunnudagsmorgun. Á laugardag fóru sendiherr- ann og föruneyti til Flateyrar, þar sem m.a. voru skoðuð um- merki snjóflóðsins og varnar- garðarnir miklu. Einnig var farið til Bolungarvíkur. Síðdeg- is var móttaka í Turnhúsinu í Neðstakaupstað, en auk for- ystufólks í bæjarmálum og at- vinnulífi hafði sendiherrann óskað sérstaklega eftir því að hitta skólamenn á svæðinu, einkum dönskukennara. Sendiherrann og föruneyti hans snæddu síðan þjóðhátíðar- kvöldverð heima hjá Fylki Ágústssyni ræðismanni og eig- inkonu hans. Eftir messu í ísafjarðarkirkju á sunnudag var farið í sjóferð með Kiddý og Hafsteini Ingólfs- syni, enda þótti við hæfí að kontóristar og aðrir landkrabb- ar færu af stað þegar sjómenn voru í fríi. Fyrst var dreginn þorskur eins og hæfilegt þótti í matinn en síðan var haldið inn í Súðavík og skoðað af sjó hvern- ig heilt þorp hefur flutt sig um set. Sendiherrahjónin létu mjög vel af móttökum öllum hér vestra. Ekki spillti veðrið, því að hér var blíðviðri alian tím- ann sem þau stóðu við. Fylkir Ágústsson hefur gegnt starfi ræðismanns Dana á Isa- firði jafnlengi upp á dag og Da- víð Oddsson hefur verið forsæt- isráðherra, en það var 30. apríl árið 1991 sem hann tók við embættinu af Ruth Tryggvason. Orvaycí er f\jáokkur Alumina Lux kerruvagn Stórhoícla 17, við Gullinbrú, -sinii S67 4844. www.flis@flis.is • netfang: flis@hn.is Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir BIJI Gíslason og Harpa Davíðsdóttir pússa trefjaplast á kanti sund- laugarinnar. Viðgerðum á Kolvið- arnesslaug lokið Eyja- og Miklaholtshreppi-Lokið er viðgerðum á Kolviðamesslaug í Eyja- og Miklaholtshreppi. Sundlaugin var steypt 1945 af Héraðssambandi ungmennafélaga í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu en gefin Laugargerðisskóla 1965. Sundlauginni hefur verið haldið ágætlega við en nú voru kantamir farnir að springa og molna. Búi Gíslason og Harpa Davíðs- dóttir hjá Búaplasti hf. klæddu kantana með trefjaplasti. Fyrst var það sniðið til, hitað og pressað á kantana og lofttæmt þannig að það legðist alveg að steypunni. Síðan var það pússað og að endingu málað. Að sögn Búa Gíslasonar er þetta mjög endingargott og vel til þess fallið að klæða sundlaugar alfarið á þennan hátt. Sundlaugin er nú tilbúin og bíður eftir sumargestunum í sund. 11-11 á Selfoss Selfossi - 11-11 verslunarkeðjan opnaði nýverið verslun á Selfossi. Þetta er ein fjölmargra verslana sem keðjan rekur og verslunin á Seifossi er sú fyrsta á Suðurlandi. Húsnæði verslunarinnar er Sunn- lendingum vel kunnugt en þar var áður verslunin Kjarval til húsa. Kaupás á og rekur 11-11 versl- unarkeðjuna. Sigurður Teitsson er framkvæmdastjóri 11-11. Verslunarstjóri á Selfossi verður Ölvar Bjarnason en hann starfaði áður sem verslunarstjóri Kjarvals. Morgunblaðið/Sig. Pannar SIGURÐUR Teitsson, fram- kvæmdastjóri 11-11, og Ölvar Bjarnason, verslunarstjóri á Selfossi. Skráning skuldabréfa á Veröbréfaþing íslands Útgefandi: Lýsing á flokknum: Nafnverö útgáfu: Gjalddagar: Skráningardagur á VPÍ: Viöskiptavakt á VPÍ: Lýsing hf., Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, kt. 491086-1229. Heiti flokksins er 1. flokkur 1999. Bréfin eru til 7 ára, bundin vísitölu neysluverös og bera 4,50% ársvexti. Heildarfjárhæð útgáfunnar er 1.500.000.000 kr. að nafnverði. Bréfin eru öll seld. Greiddar verða 7 árlegar jafnar afborganir af bréfunum ásamt áföllnum vöxtum. Fyrsti gjalddagi er 14. september 2000 og lokagjalddagi er 14. september 2006. Bréfin veröa skráð á VÞÍ þann 15. júní 1999. Búnaðarbankinn Verðbréf verður með viðskiptavakt á flokknum á VÞÍ. Milliganga vegna skráningar: Búnaðarbankinn Verðbréf, kt. 491296-2249. Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Upplýsingar varðandi ofangreind skuldabréf liggja frammi hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum BUNAÐARBANKl NN VERÐBRÉF Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Sími: 525-6060 Fax: 525-6099 Aðili að Verðbréfaþingi íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.