Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ríkisstjórnin leggur til að framkvæmdum við Fljótsdalsvirkjun verði haldið áfram Tækifæri til að byggja upp öflugan þéttbýlis- kjarna á Austurlandi PINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra mælti fyrir þingsályktunartil- lögu í gær þar sem lagt er til að Al- þingi lýsi yfír stuðningi við að haldið verði áfram framkvæmdum við Fljótsdalsvirkjun á grundvelli fyrir- liggjandi skýrslu um umhverfísáhrif virkjunarinnar, greinargerðar um orkuöflun fyrir álver í Reyðarfirði, skýrslu um þjóðfélagsleg áhrif ál- versins og athugunar á samfélagsleg- um áhrifum þess. Finnur sagði margt hanga á spýt- unni með þessari tillögu. Þar væri m.a. fjallað um þann mikla þjóðfé- lagslega ávinning sem af fram- kvæmdum yrði og hvernig leggja mætti grunn að varanlegum lífs- kjarabótum fyrir Islendinga alla. Jafnframt myndi bygging álvers í Reyðarfírði auka fjölbreytni í at- vinnulífi og draga þannig úr vægi sjávarútvegs í útflutningi. Finnur sagði málið einnig eitt stærsta byggðamál sem Alþingi hefði fjallað um í langan tíma, þvi ef framkvæmd- ir gengju eftir gæfist tækifæri til að byggja upp öflugan þéttbýliskjarna á landsbyggðinni sem orðið gæti mót- vægi við höfuðborgina. Ennfremur sagði iðnaðarráðherra að horfíð væri frá þeirri stefnu að staðsetja öll stóriðjufyrirtæki á suð- vesturhomi landsins en í staðinn mótuð sú stefna að staðsetja þau sem næst orkulindum þannig að flutn- ingslínur valdi sem minnstri röskun á náttúru íslands. Verið væri jafn- framt að nýta hreinar endumýjan- legar orkulindir til raforkufram- leiðslu í stað mengandi orkugjafa og flytja inn í landið fjármagn, tækni- þekkingu og hundrað nýrra hálauna- starfa. Þá, sagði Finnur, „er það mat rík- isstjómarinnar, og er það mat byggt á skýrslunni um mat á umhverfisá- hrifum, að Fljótsdalsvirkjun komi ekki til með að hafa svo neikvæð áhrif á hið náttúralega umhverfí sitt að sá mikli þjóðfélagslegi ávinningur sem hlýst af virkjuninni yfírvinni það ekki.“' 1.300 ársverk við byggingu virkjunarinnar Ráðherrann gerði grein fyrir þeim þjóðfélagslega ávinningi sem talinn yrði verða af byggingu Fljótsdals- virkjunar. Sagði hann að skv. mati Þjóðhagsstofnunar myndi heildar- fjárfesting nema rúmlega 60 millj- örðum króna, starfsmenn við bygg- ingarframkvæmdir fyrsta áfanga ái- versins yrðu allt að 800 þegar mest væri um að vera á svæðinu og reikn- að væri með að 1.300 ársverk sköpuð- ust við byggingu virkjunarinnar. „Það er því ljóst að ef ekkert verð- ur af þessum framkvæmdum megum við búast við minni hagvexti, minni fjárfestingu og auknu atvinnuleysi. Andstæðingar virkjunarfram- kvæmda verða að benda á önnur raunhæf verkefni sem geta skilað jafnmiklum þjóðhagslegum ávinningi á næstu árum ef þeir ætla að koma í veg fyrir framkvæmdir við Fljóts- dalsvirkjun og álver í Reyðarfírði. Þá þýðir ekki að benda bara á eitthvað annað,“ sagði Finnur. Rangar forsendur við útreikninga um arðsemi I ræðu sinni minntist Finnur á að efasemda hefði gætt um arðsemi Fljótsdalsvirkjunar. Sagði hann að þeir menn, sem reynt hefðu að sýna fram á að tap yrði af framkvæmdun- um, hefðu haft rangar forsendur við útreikninga. „Það liggur auðvitað al- veg ljóst fyrir að forsenda íyrir þess- um framkvæmdum er að samningar Umræða stóð linnulítið á Alþingi frá kl. 10.30 til 22 í gær um þingsályktunartil- lögu ríkisstjórnarinnar um að halda skuli áfram framkvæmdum við Fljótsdalsvirkj- un. Davíð Logi Sigurðsson og Arna Schram fylgdust með fyrri umræðu tillög- unnar en henni verður fram haldið í dag. ALÞINGI takist um raforkuverð, samningar sem tryggi arðsemi framkvæmdar- innar. Þeir fjárfestar sem komið hafa að þessu verkefni era auðvitað best færir um að meta arðsemi fram- kvæmdanna.“ Finnur ítrekaði að bygging Fljóts- dalsvirkjunar og álvers í Reyðarfírði væri eitt mesta byggðamál sem ís- lendingar stæðu frammi fyrir því þannig mætti sporna við fólksfækkun á landsbyggðinni. Eftir byggingu fyrsta áfanga álvers yrði heildarfjöldi ársverka þar um 270 en með marg- feldisáhrifum mætti gera ráð fyrir að um 540 ný störf sköpuðust á svæðinu. Finnur sagði aðrar þjóðir horfa öf- undaraugum til íslendinga vegna þeirra tækifæri sem þeir hefðu til að framleiða raforku með virkjun vatns- afls, sem væri afar umhverfisvæn orkuframleiðsla. Sagði hann að þeir sem gengju fram í nafni umhverfis- verndar gætu ekki talist trúverðugir ef þeirra helsta baráttumál er að koma í veg fyrir umhverfisvænustu orkuframleiðslu sem kostur væri á í heiminum. Þrír milljarðar í virkjunarrannsóknir Finnur sagði að um þrír milljarðar króna hefðu farið í virkjunarrann- sóknir og undirbúning vegna Fljóts- dalsvirkjunar. Því mætti fullyrða að ekkert annað virkjunarsvæði á land- inu hefði gengist undir jafn miklar umhverfisrannsóknir. Hugmyndin um virkjun Jökulsár á Fljótsdal væri síður en svo ný af nálinni og vett- vangsrannsóknir hefðu staðið nær óslitið síðan 1975. Ráðherrann rakti ferli málsins frá 1981 en framkvæmdir hófust ekki fyrr en 1991 og þá hefði m.a. verið unnið við vega- og gangagerð. Síðan hefðu samningaumleitanir við Atlant- sál siglt í strand og framkvæmdum verið frestað. Sagðist Finnur rifja þetta upp þar sem ætla mætti af um- ræðu undanfarna mánuði að margir stæðu í þeirri trú að það væri nýleg ákvörðun að virkja Jökulsá í Fljóts- dal. „Islendingar hafa ávallt verið fylgjandi því að nota þá auðlind, sem fallvötnin okkar eru. íslendingar hafa einnig verið jákvæðir í garð stóriðju hér á landi og era það enn samkvæmt fyrrnefndri könnun. Því hefur verið haldið hátt á lofti að fyrir- hugaðar virkjunarframkvæmdir í Fljótsdal séu í andstöðu við vilja þjóðarinnai-. Því hefur nú verið alger- lega vísað á bug,“ sagði Finnur. Sagðist hann vona að friður tækist um framkvæmdirnar í Fljótsdal. Umdeildasta mál þessa þings Rannveig Guðmundsdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingar, tók til máls á eftir iðnaðarráðherra og sagði hér sennilega á ferðinni umdeildasta mál þessa þings. Tekist væri á um byggðaþróun á Austurlandi annars vegar og umhverfisþróun hins vegar. Sagði hún að vegna þess hve átaka- þættir málsins væra viðkvæmir skipti miklu máli að farið væri að settum leikreglum, nefnilega að fyrir lægi mat á umhverfisáhrifum eins og Alþingi hefði sett lög um. Rannveig sagði að það væri fjar- stæða að segja að þeir sem afdráttar- laust krefjast mats á umhverfísáhrif- um væru á móti virkjunum, stóriðju og byggðastefnu. Samfylkingin hins vegar styddi umhverfismat og sagði hún að til að tryggja að það gerðist myndi flokkurinn gera breytingartil- lögu við þingsályktunartillögu iðnað- arráðherra þegar málið yrði tekið til seinni umræðu á Alþingi. Hún rifjaði upp yfirlýsingu Guð- mundar Bjarnasonar, fyrrverandi umhverfisráðherra, í júní 1988 þar sem hann sagði að skynsamlegast væri að iðnaðarráðherra felldi úr gildi leyfi Landsvirkjunar til að virkja Jökulsá í Fljótsdal eða að Landsvirkjun tæki sjálf ákvörðun um að framkvæmdir færu í þann farveg sem lög kveða á um. „Ríkisstjómin er að reyna að þvo hendur sínar af slæmum vinnubrögð- um með þvi að koma með þessa sér- kennilegu þingsályktunartillögu fyrir þingið núna,“ sagði Rannveig. „Vegna þess að ef Guðmundur Bjarnason, þáverandi umhverfisráð- herra, hefði ekki látið sitja við orðin tóm væri málið ekki í þeirri heljarg- reip sem það er statt í núna.“ Sagði Rannveig furðulegt að stjórnvöld flyttu þingsályktunartil- lögu um framkvæmdir sem þau teldu sig hafa fullt leyfi fyrir. „Það er full- komlega óviðunandi að Alþingi sjálft geri umhverfismat eins og hér er lagt til. Og það er óþolandi að Alþingi fái fyrirmæli frá forstjóra Landsvirkjun- ar um að þetta mál verði að afgreiða fyrir jól. Þau skilaboð eru afar óvið- eigandi." Rannveig sagði það alvarlegt um- hugsunarefni hversu mjög ætti nú að hraða afgreiðslu málsins. Sagði hún að ef haldið hefði verið rétt á málum fyrir einu og hálfu ári og fram- kvæmdin sett í umhverfismat með þeim flýti sem nú einkenndi vinnu- brögð hefðu menn fengið niðurstöðu á þeim tíma sem ríkisstjórnin hefði gefið sér. Benti Rannveig jafnframt á að mjög óljóst væri hver eignarhlutur Norsk Hydro í verkefninu yrði. I upphafi hefði verið talað um að Norsk Hydro ætti eignarhlut í virkj- uninni sjálfri og meirihluta í álverinu. Nú væri áformuð hlutdeild Norsk Hydro hins vegar komin niður í fjórðungshlutdeild í álverinu ein- göngu, skv. upplýsingum úr fjölmiðl- um. „Það er þvi að verða áleitin spurn- ing hvort Islendingar eigi ekki fyrst og fremst við sjálfa sig hvort fresta á framkvæmdum til að framkvæma lögformlegt umhverfísmat,“ sagði Rannveig. Itrekaði hún að verið væri að tala um að fresta framkvæmdum, ekki að taka virkjunarheimildina af Landsvirkjun. Ekki hefði heldur ver- ið sýnt fram á að Norsk Hydro teldi það frágangssök þótt verkinu væri frestað. Engin skýr svör Davíð Oddsson forsætisráðherra kvaðst hafa beðið spenntur eftir ræðu fulltrúa Samfylkingar því hann hefði viljað vita hvort flokkurinn væri með eða á móti að setja uppistöðulón við Eyjabakka. Hann hefði hins veg- ar engin skýr svör fengið, aðeins að setja ætti lón ef skipulagsstjóri og umhverfisráðherra væra sammála því. „Það kom ekki fram hjá Samfylk- ingunni, talsmanni hennar hér, hvort að Samfylkingin væri þeirrar skoð- unar að það ætti að setja lón við Eyjabakka eða ekki. Hvort það ætti að sökkva Eyjabökkum eða ekki,“ sagði Davíð. Hann sagði ljóst að ríkisstjórnin væri hlynnt því að setja lón við Eyja- bakka. „Við eram ekkert að skorast undan því að axla þá ábyrgð. Það er með þeim hætti sem stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar eiga að starfa. Og það er með þeim hætti sem það ræðst hvort stjórnmálaflokkar njóta trausts eða njóta ekki trausts." Sagði hann lítils virði í stjórnmál- um að sækjast eftir stundar vinsæld- um. „Langvarandi traust fæst ekki með málatilbúnaði af þessu tagi, að heill stjórnmálaflokkur komi fram og það viti enginn um afstöðu hans til stærsta deilumálsins, hvort það eigi að setja lón við Eyjabakka við ekki.“ Davíð sagði ljóst að ríkisstjórnin væri einmitt að fara að þeim leikregl- um sem settar hefðu verið af þinginu. „Og þær leikreglur skylda ekki Landsvirkjun til þess að fara út i það sem kallað er lögformlegt umhverfis- mat,“ sagði hann. Davíð sagði reyndar að það væri umfram nauðsyn sem ríkisstjórn legði fram þessa þingsályktunartil- lögu, hún þyrfti það í raun ekki. Hún vildi hins vegar veita Alþingi tæki- færi til að veita virkjuninni pólitískan stuðning sinn. Ríkisstjórnin vildi tryggja sem mesta umræðu um málið og safna saman á einn stað öllum upplýsingum í málinu. Sagðist forsætisráðherra sann- færður um framkvæmdin myndi koma öllum landsmönnum til góða. Umhverfismat hefði þegar farið fram og svokallað lögformlegt mat myndi ekkert nýtt leiða í ljós í þeim efnum. Þeir flokkar, sem ekki gætu gert upp hug sinn, væra einungis að slá ryki í augu kjósenda með því að krefjast lögformleg umhverfismats. Bráðabirgðaákvæði misnotað Kolbrún Halldórsdóttir, talsmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs í umhverfismálum, sagði þings- ályktunartillögu stjórnarflokkanna sögulegt plagg enda gerði hún ráð fyrir að Alþingi tæki að sér að gegna hlutverki skipulagsstofnunar. Sagði hún tillöguna því vantraustsyfirlýs- ingu á skipulagsstjóra auk þess sem fjarstæða væri að tillagan væri útrétt sáttarhönd, eins og iðnaðarráðherra hefði haldið fram. Þvert á móti hefði ríkisstjórnin skellt skollaeyram við kröí'uin úr samfélaginu um lögform- legt umhverfismat. Kolbrún sagði Vinstri gi'æna að- | hyllast sjálfbæra þróun og lagði áherslu á að í þeim málum yrði að móta stefnu til framtíðar, ekki síst ’ hvað sneri að orkumálunum. Sagði hún stjórnvöld hafa svikist um að endurskoða lög um mat á umhverfis- áhrifum og sakaði þau um að hafa í staðinn misnotað bráðabirgðaákvæði sem aldrei hefði verið ætlað til ann- ars en leyfa byggingu nokkurra veg- arslóða. Kolbrún sagði svo miklar breyting- ar hafa verið gerðar á væntanlegi'i virkjunarbyggingu, að skýrt væri að hana bæri að senda í lögformlegt matsferli. Rök ríkisstjórnar og Landsvirkjunar í þessu efni væru hins vegar þau að allar breytingar hefðu verið til bóta. Þetta sagði Kol- brún furðulegt, ætti einungis að gera umhverfismat ef eitthvað neikvætt og skaðlegt væri á teikniborðinu? „Þetta stangast á við markmið lag- anna,“ sagði Kolbrún, „og það er hryggilegt til þess að vita að þjóðin skuli búa við ríkisstjórn sem fer fram af þessu offorsi, sem hún gerir, með kyrfilega bundið fyrir augun.“ Breytt viðhorf í umhverfismálum Bergljót Halldórsdóttir, varaþing- maðm- Frjálslynda flokksins, ræddi í sinni ræðu um breytt viðhorf í um- hverfismálum. Gagnrýndi hún að þrátt fyrir breyttan tíðaranda hygð- ist ríkisstjórnin þjösna málinu í gegn um þingið. Bergljót gerði að umtalsefni þá sýn að fjöldi fólks myndi flytja til Austfjarða til að starfa við væntan- legt álver. Sagði hún furðulegt að ræða um í þessu sambandi að konur væru reiðubúnar til að flytja austur ef maki þeirra fengi góða atvinnu, nær væri að stuðla að því að konur fengju sjálfar vinnu við hæfi. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði að með þeirri tillögu, sem lögð hefði verið fram, gæfist þing- mönnum enn eitt tækifæri til að gera upp hug sinn. Hún rakti lögformlegt ferli málsins og sagði engan vafa á að ríkisstjórnin hefði leyfi til að halda málinu áfram. Því miður myndi virkj- unin hafa neikvæð umhverfisáhrif en kostirnir væra hins vegar meiri, bæði á atvinnu og búsetu fólks á Austur- landi. Hreppsnefnd Fljótsdals- hrepps ekki veitt heimild Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, sagði ekkert að því að menn skiptu um skoðun, það hefðu margir gert í umhverfismálum enda hefðu ný viðhorf ratt sér þar til ráms á undanförnum árum. Hann hefði hins vegar engar skýringar fengið á sinnaskiptum Sivjar Friðleifsdóttur, sem verið hefði hlynnt því fyrir ári að virkjunin færi í mat á umhverfisá- hrifum. Össur vakti athygli á því að skv. greinargerð þingsályktunartillög- unnar hefði hreppsnefnd Fljótsdals- hrepps enn ekki veitt heimild fyrir virkjuninni, samt hefði Landsvirkjun ráðist í framkvæmdfr. Ljóst væri að án þessa leyfis væri ekki hægt að hefja framkvæmdir og jafnframt væri ljóst að Landsvirkjun gæti ekki krafist skaðabóta yrði virkjunarleyfi af henni tekið, áhættan hefði verið hennar að hefja framkvæmdir án umrædds leyfis. Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði mál þetta nokkuð sérkennilegt enda lægi fyrir að ríkisstjórnin þyrfti í raun ekki frekara umboð Alþingis til að leyfa virkjunina. Sagði hann augljóst að virkjunin væri undanskilin mati á umhverfisáhrifum skv. gildandi lög- um og bætti við að öllum mætti vera Ijóst hversu mikil og góð áhrif álver við Reyðai-fjörð myndi hafa á at- vinnumál eystra. Af virkjuninni myndi ennfremur hljótast bætt að- gengi að hálendinu og það síðan auka umsvif ferðaþjónustu á svæðinu. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, gagnrýndi hins vegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.