Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Um veiðieftirlit o g veiðimál - síðari hluti í FYRRI grein minni, sem birtist í Morgunblaðinu 30. október gerði ég grein fyrir tilhögun veiðieft- irlits á vatnasvæði Ölf- usár/Hvítár. Einnig svaraði ég hluta af ósönnum og órök- studdum fullyrðing- ciim, sem birst hafa í fjölmiðlum á undan- förnum vikum og mánuðum um veiðimál á vatnasvæði Ölfusár/ Hvítár. En áfram skal haldið. Hilmar Hans- son, sem er einn af for- kólfum undirskrifta- söfnunarhóps stangveiðimanna, skrifaði grein í Morgunblaðið í sumar. Greinin hét Sauðaþjófar á Selfossi. Grein þessi er skrifuð í mikilli geðshræringu, tilefnið viðtal við Jón Þ. Jónsson kaupmann hjá N óatúnsbúðunum. Þar upplýsir Jón að hann kaupi lax af neta- bændum við Ölfusá og Þjórsá. Nefnir hann magntölur í því sam- bandi. Ennfremur segir Jón: „Sú var tíð- in að duglegir magn- veiðimenn (stangveiði- menn, innsk. höf.) seldu veiði sína til að fjármagna veiðileyfa- kaup næstu vertíðar.“ Tekið skal fram að hér er verið að lýsa sport- veiðum sumra stang- veiðimanna. Svo grát- broslega vill til að þessa svokölluðu „magnveiðimenn" er að finna á meðal þeirra sem stóðu að títtnefndri undirskrifta- söfnun hóps stangveiðimanna. Þessir sportmagnveiðimenn bera ábyrgð á því að settur hefur verið Lax Hægt er, segir Þorfinnur Snorrason, að blekkja menn tii lags við lygina. aflakvóti á flestar bestu laxveiðiár landsins. Og þetta eru mennirnir sem hrópa rányrkja, og kalla bændur sem stunda löglega neta- veiði fyrir sínum jörðum „sauða- þjófa". Eg vil áður en lengra er haldið, taka fram að sjálfur er ég stang- veiðimaður og meðlimur í Stang- veiðifélagi Selfoss og hef enga hagsmuni af netaveiðum. Mér blöskrar einungis ofstækið sem sumir stangveiðimenn hafa tamið sér. Ég vil einnig benda á þá stað- reynd að bændur hafa umgengist Þorfínnur Snorrason og nýtt íslenskar laxveiðiár frá fyrstu tíð og skiluðu þeim ósköðuð- um í hendur sportveiðimanna. En hvernig er ástandið í dag þegar krafist er stöðugrar hámarksveiði. Skoði hver fýrir sig. Því má bæta við þó óskylt sé, að sportveiðimenn sem veiða villta fugla á Islandi eru með græðgi sinni að kalla yfir sig lög og hömlur á sitt „sport“. Og þessi lenska sem hér hefur tíðkast að sportveiðar þurfi að standa und- ir sér heitir í raun atvinnuveiði. Slíkur hugsunargangur hæfir frumbyggjum sem verða að lifa af landinu, en ekki einni auðugustu þjóð heims. En víkjum næst að skrifum Hreggviðs Hermannssonar í Morg- unblaðið 15. september síðastlið- inn. Þar segir greinarhöfundur: „Að auki eru net lögð á fjöru og lát- ið falla yfir og fiskurinn veiddur á aðfallinu. Litur árinnar í sumar sýnir vel það sem allir vissu, að þessi lax er veiddur í sjó. Allir vita hvað það þýðir samkvæmt laxveiði- lögum, þarna er framinn stórglæp- ur gagnvart öðrum er ofar búa.“ Tilvitnun lýkur. Stórt er sagt og mætti sá sem les í fljótu bragði álykta að þarna væri maður sem vel væri að sér í lögum um lax- og sil- ungsveiði. Tekið skal fram að þarna er verið að lýsa netaveiði í Ölfusá ofan við Óseyrarnesbrú. En hvern- ig hljóða lögin um lax- og silungs- veiði nr. 76/1970? „Ós í sjó: sá stað- ur sem straumur ár hverfur í sjó á stórstraumsfjöru". Það er einfald- lega sú skilgreining sem gildir um hvar á endar. Og til upplýsingar þá er sá staður í Ölfusá nokkur hundr- uð metrum neðan við Óseyrarnes- brú. Það dettur engum heilvita manni í hug að kalla það veiði í sjó þótt á blandist sjó á háflæði. En með slíkum framburði og ég vitna til er hægt að blekkja menn til lags við lygina, því það eru svo margir sem trúa því sem stendur í fjölmiðl- um gagmýnilaust. Ég tek hinsveg- ar undir þau orð hans síðar í grein- inni þar sem hann talar um „tiltekt heimafyrir“, reyndar tel ég hvað veiðimál áhrærir að það standi hon- um sjálfum allra næst. Að síðustu að markaðssetningu á netalaxi veiddum í Ölfusá /Hvítá ásamt Þjórsá heitir hann ekki allur Ölfus- árlax þegar hann er kominn í búð- irnar. Hilmar Hansson og fleiri stangveiðimenn ættu að hafa það í huga. Höfundur er stangveiðimaður og veiðieftirlitsmaður á vatnasvæði Ölfusár/Hvítár. FYRIR nokkru hófst kennsla í at- vinnulífsfræði við fé- lagsvísindadeild Há- skóla Islands. Orðið atvinnulífsfræði er ekki mjög lýsandi fyrir það sem það stendur fyrir. A ensku gengur jiámsbrautin undir liéitinu „Human Res- ource Management and Industrial Rela- tions“, en á undanförn- um árum hefur kennsla á þessum við- fangsefnum aukist mikið við erlenda há- skóla. Þar sem at- vinnulífsfræðin er ört vaxandi grein innan félagsvísindadeildar og getur haft mikið gildi á vinnumarkaði er ástæða til að kynna hana nánar. Atvinnulífsfræðin er þverfagleg grein sem hægt er að taka sem aukagrein til 30 ein- inga með hverri sem er af aðalgreinum félags- vísindadeildar til BA- prófs. Námskeið innan atvinnulífsfræðinnar er aðallega að finna innan félagsfræðinnar en einnig eru kennd námskeið úr stjórn- málafræði og sálfræði. Markmið atvinnu- lífsfræðinnar er að veita nemendum und- irstöðuþekkingu um samspil efnahagslífs, stjómmála og félags- gerða í nútímanum. Atvinnulífsfræðin ger- ir nemendur læsa á undirstöðugögn um efnahagslíf og þjóðhagsreikn- inga. Markaðs- skipulagning, virkni hennar og áhrif í þjóðfélaginu eru könnuð, m.a. á hagvöxt og lífskjör, stéttaskiptingu og lífshætti. At- vinnulífsfræðin fjallar um tog- streitu markaða og stjórnmála og sérstaka erfiðleika við að samræma markaðsskipulag, lýðræði og menn- ingu í nútímaþjóðfélögum. Einnig er fjallað um sögu og viðfangsefni klassískrar vinnufélagsfræði, helstu stefnur í skipulagningu og stjómun vinnustaða og grunnatriði í vinnu- og skipulagssálfræði. Meðal viðfangsefna í náminu eru stjómunarfræði, mannleg sam- skipti á vinnustöðum, áhrif tækn- innar og vinnuumhverfis, áhrif við- horfa og vinnumenningar, stjórnunarstíll og stjórntækni, fyr- irtækjabragur, upplýsingamiðlun, kenningar og leiðir til hvatningar, starfsmannasamtöl og frammistöð- umat, viðhorfskannanir, forysta, þátttökustjóm, þróunarstarf, streita og ráðgjöf til ráðamanna, vald, yfirráð og regluveldi, fram- leiðniaukandi aðgerðir, fyrirtækja- menning, þróun vinnunnar, tengsl Atvinnulífsfræði Markmið atvinnu- lífsfræðinnar, segir Arna Guðlaug Einarsdóttir, er að veita nemendum undir- stöðuþekkingu. vinnustaðaskipulags, framleiðni og nýsköpun svo og nýjar stefnur í vinnustaðafræðum, svo að eitthvað sé nefnt. Atvinnulífsfræðin tekur á helstu breytingum sem átt hafa sér stað á vinnumarkaði og í atvinnulífinu síð- ustu tvo áratugina. Gerð er grein fyrir megineinkennum vinnumark- aða m.a. í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Þýskalandi, Japan, Frakklandi og Ítalíu. Atvinnulífsfræðin fæst einnig við samskipti aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins, kjarasamninga, átök á vinnumarkaði, atvinnulýð- ræði, tilvistarkreppu verkalýðsfé- laganna og um íslensku vinnulög- gjöfina, evrópskan vinnumai’kað og áhrif fjölþjóðlegra fyrirtækja á hann. Þannig er í náminu fjallað um ýmis svið atvinnulífsins sem tengj- ast þeim efnahagslegu breytingum sem orðið hafa á undanfömum ára- tugum. Gerð er grein fyrir kenning- um um samkeppnishæfni og sveigj- anleika fyrirtækja og helstu pólitísku og efnahagslegu ástæður fyrir auknum sveigjanleika, bæði á alþjóðavettvangi og á íslandi. At- vinnulífsfræðin fjallar þannig um nýtt rekstrammhverfi fyrirtækja, breyttan stjómunarstíl, manna- ráðningar og breytingar á vinnu- aflsnotkun fyrirtækja í hinu breytta umhverfi upplýsingaþjóðfélagsins. Höfundur er BA í félags- og atvinnulífsfræði. - Hvað er atvinnulífsfræði? Arna Guðlaug Einarsdóttir Að níðast á barni Meðal annarra orða Eftir Njörð P. Njarðvík AÐ BERJA lítið bam þótt ekkert sjáist á því ber að telja meiri glæp en , lemja fullorðinn mann til óbóta. Þannig kemst Sigvaldi Hjálmarsson að orði í bók sinni Að sjá öðmvísi (1979) og greinir þar . y með kjarnann í afstöðu fullorðinna til barna. Ef aðgát skal höfð í nær- veru sálar, þá þarf tvöfalda aðgát í nærveru bamssálar. Bömin okkar eru ást okkar holdi klædd. Við vit- um auðvitað, að börn eru stundum getin í ástleysi og jafnvel með of- beldi. En almennt em böm afleið- ing ástar karls og konu, eru í raun áþreifanleiki ástarinnar, ef svo má komast að orði. Og þeirri ást eru börnin svo aftur algerlega háð uns þau öðlast þroska, styrk og dóm- greind. Þau eru í umsjá okkar og sú umsjá felur í sér ábyrgð okkar jF á ást okkar. Þegar níðst er á bami hefur í rauninni allt bragðist. Og þegar bam verður fyrir kynferðislegri misnotkun, hefur ástin sem skóp það snúist í tortímandi afl, sem getur ógnað allri tilveru þess. Það á hvergi athvarf. Við vitum að þetta gerist oftast innan fjöl- skyldu. Sú fjölskylda á að vera hinn tryggi griðastaður barnsins, jafnt í andlegum sem líkamlegum skilningi. Þótt aðeins einn sé sek- ur um hinn skelfilega glæp, er fjöl- skyldan ekki lengur athvarf barnsins, og allra síst ef því er ekki trúað. Það er þar með flæmt í eins konar útlegð í sinni eigin litlu tilveru. Það er dæmt til að flýja eitthvað langt inn í sjálft sig í leit að öraggum felustað sem aldrei finnst. Sem aldrei finnst af því að barnið hefur ekkert vald á innri veruleika sínum. Þannig er það hvergi óhult lengur og einrænt umkomuleysi þess getur orðið al- gert. Af þessum sökum er sér- staklega brýnt að tekið sé strax fast og örugg- , lega á því, þegar uppvíst verður um kynferðislega misnotk- un bams. Eins og margoft hefur komið fram, eru sjaldnast vitni að níðingsverkinu. Og oftar en ekki hefur baminu verið ógnað og hót- að öllu illu ef það segir frá. Þar með verður óttinn tvöfaldur: ótt- inn við níðingsverkið og óttinn við refsinguna, ef það segir frá. Slík togstreita hlýtur að verða hveiju barni ofviða. Nú er hvorki meira né minna en sjálf sálarheill þess í voða. Ef barnið segir frá þrátt fyrir allt, annaðhvort vísvitandi eða óafvit- andi, þ.e.a.s. ef það sést á einhvern hátt á atferli þess eða verkum, svo sem á teikningum (sem að vísu getur stundum reynst erfitt að túlka) - þá skiptir sköpum að bregðast fljótt við. Nú hafa verið þróaðar aðferðir til að fá börn til að tjá hug sinn og til að meta raunveraleika þeirrar tján- ingar. Og það hefur komið skýrt fram í opinberri umræðu hér nú að undanförnu, að þessa rannsókn þarf að vanda sérlega vel í upphafi málsmeðferðar, svo að öll máls- atvik séu sem skýrust. Takist það, er ef til vill unnt að frelsa barnið úr nauð þess. Því miður er hitt algengara, að barnið segi ekki frá eða að því sé ekki trúað, að málflutningur hins seka vegi þyngra í hugum ann- arra. Sá málflutningur er af skilj- anlegum ástæðum skýrari og ákveðnari en ófullburða tjáning barnsins, sem ekki hefur skilyrði til fullburða tjáningar. Hinn tak- mai’kaði skilningur getur kallað fram sektarkennd barnsins, eins og því finnist þessi óskiljanlega kvöl að einhverju leyti því sjálfu að kenna. Barnið getur jafnvel lokað huga sínum fyrir hinum ógnvæn- legu staðreyndum, af því að tak- markaður þroski hugans fær blátt áfram ekki afborið þær. Ef eitt- hvað af þessu gerist, barnið þegir, byrgir allt innra með sér eða að því er ekki tráað, getur ánauð barnsins varað óhugnanlega lengi. Við þekkjum dæmi um jafnvel tíu ára stöðuga misnotkun bams. En að því kemur samt ein- hvem tíma, að þögninni lýkur. Kannski er þá langt um liðið og mis- notkun hætt. Kannski sér ungl- ingsstúlka að yngri systir er að lenda í sömu skelfingu. Kannski er það blátt áfram andleg þörf sem heimtar að þögnin sé rofin. En nú eru ekki sömu aðferðir fyrir hendi og þegar tjáning ungs barns er könnuð. Nú getur hin kalda rétt- vísi (sem svo er kölluð) ef til vill sagt að hér standi orð gegn orði, að skortur sönnunargagna (sem ættu að vera hver, ef vitni er ekki fyrir hendi?) hljóti að verða sak- borningi í vil. Því ekki viljum við að saklaus maður sé dæmdur. Ég viðurkenni að málið er ekki auð- velt viðureignar þegar langur tími er liðinn frá misnotkuninni. Saklausan mann á ekki að dæma. En hvað um hið saklausa barn, sem hefur verið svívirt, mis- notað og níðst á áram saman? Hver er þá réttur þess ef það get- ur ekki leitt fram óyggjandi sönn- un? A því hefur verið níðst af þeim sem bar skylda til að vernda það innan vébanda fjölskyldunnar. Á nú sjálf réttvísin einnig að níðast á því innan vébanda þjóðfélagsins? Hver era þá þau skilaboð sem þetta barn fær? Á útlegðin að verða ævilöng? ögn um þessar skelfingar i smáu þjóðfélagi okkar er ógnvekjandi. Við vit- um hversu mörg þessara mála eru þögguð niður. Þögguð niður fyrst innan fjölskyldunnar sjálfrar, sem þó hlýtur að tvístrast fyrir bragðið. Svo þau sem aldrei komast til meðferðar dómstóla. Og loks þau þar sem staðföst neit- un og skortur „áþreifanlegrar sönnunar" veldu sýknu. Um ein- stök mál get ég ekki dæmt. Til þess hef ég ekki forsendur. En mikil er ábyrgð þeirra sem trúað er fyrir að fara með málefni kyn- ferðislegra misnotaðra barna. Þegar barn er barið þó svo að ekki sjást á því, - og þessi misnotkun er ekki ævinlega sýnileg - þá er það nefnilega meiri glæpur en að berja fullorðinn mann til óbóta. Höfundur er prófessor ífslenskum bókmenntum við Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.