Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Þær Stefanía Sif Stefánsdóttir og Sandra Sif Sverrisdóttir sögðu að það væri gaman að lesa Ijóð. Matthi'as Björnsson og Olgeir Óskarsson ætluðu að Iesa sín Ijóð fyrir marga til að vinna keppnina. Dagur íslenskrar tungu Ljóð í flösku Ingvar Rafn Jónsson las ljóð sitt fyrir Ijósmyndara sem kvittaði fyrir. Morgunblaðið/Kristinn Börnin f Álftanesskóla tóku þátt í Degi íslenskrar tungu í gær, líkt og önnur ungmenni á landinu. Nokkur þeirra komu saman á Bókasafni Bessastaðahrepps og leystu gátur, sem Erla Lúðvíksdóttir, forstöðumaður safnsins, las fyrir þau. Grafarvogur DAGUR íslenskrar tungu var í gær og héldu fjölmargir grunnskólar daginn hátíðleg; an með ýmsum hætti. I Rimaskóla tóku nemendur upp á því nýmæli að bjóða gestum og gangandi að lesa fyrir þá ljóð sem þeir geymdu í plastflösku um hálsinn. Dagskráin í Rimaskóla hófst formlega með því að Snædís Snorradóttir, nem- andi í 6. bekk, las eitt ljóða Jónasar fyrir nemendur 4.-7. bekkjar, en það var sá hópur sem í gær flutti ljóð Jónasar Hallgrímssonar fyrir hvem þann sem heyra vildi. Hug- myndin kom upp á kennara- fundi í Rimaskóla og þótti vel við hæfi að nemendur læsu ljóð Jónasar þar sem Dagur íslenskrar tungu er einnig af- mælisdagur skáldsins. A göngum Rimaskóla mátti víða finna nemendur með plastflösku um hálsinn sem ólmir vildu lesa ljóð fyr- ir viðstadda gegn kvittun. Hálsmenin voru útbúin úr LGG-plastflöskum, mynd af Jónasi límd á og tappinn síð- an merktur LJH, þ.e. ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Hver flaska geymdi svo miða með stuttu æviágripi skáldsins, ljóði hans og reit- um þar sem kvitta átti fyrir ljóðalestur. Nemendur voru hvattir til að fara um skólann, hverfið, verslanir og heimili og bjóða fólki upp á ljóða- flutning. En keppni stóð yfir milli bekkjardeildanna um hvaða bekkur fengi mesta áheym og flestar kvittanir. Orti fyrsta Ijóðið sjö ára Stefanía Sif Stefánsdóttir og Sandra Sif Sverrisdóttir, nemendur í 5. bekk, voru í hópi þeirra sem lásu ljóð Jónasar. Sandra Sif valdi sér Runki fór í réttirnar og Stef- anía Sif Hákarl í hafi. Báðar voru þær staðráðnar í að lesa ljóðið sitt fyrir marga. „Eg ætla að plata Dóru og Ernu til að fara með mér í hús og dingla á bjölluna og lesa þar,“ sagði Sandra Sif, á meðan Stefanía sagðist ætla að lesa sitt ljóð fyrir mömmu sína og frænku. Sandra Sif og Stefanía Sif sögðust hafa lært svolítið um Jónas með ljóðalestrin- um og voru ánægðar með daginn. „Mér finnst þetta gaman,“ sagði Stefanía Sif um ljóðalesturinn. Þeir Matthías Bjömsson og Olgeir Óskarsson sem einnig era í 5. bekk, vora auðkennanlegir á LJH-flösk- unum sem þeir bára. Ljóðið sem Matthías valdi sér var Sigga litla systir mín á með- an Olgeir valdi Runki fór í réttimar. Þeir vora ekki búnir að lesa fyrir marga þegar blaðamaður ræddi við þá, en Matthías sagði að ljóð- in ættu krakkamir helst að lesa fyrir fullorðna. Hann og Olgeir voru báð- ir staðráðnir í að fylla blaðið sitt, enda er keppni í gangi. Þeir virtust nokkru fróðari um skáldið eftir daginn. „Hann var sjö ára gamall þegar hann orti fyrsta ljóð- ið,“ sagði Matthías og kvaðst ekki hafa ort neitt sjálfur. „Nei,“ sagði hann og dró seiminn. „Það kemur kannski að því einhvern tím- ann.“ Upplestrarkeppni sjö- undubekkinga Að sögn Helga Arnasonar, skólastjóra Rimaskóla, er útlit fyrir að ljóðalesturinn verði gerður að árlegum við- burði í skólanum, enda mæltist verkefnið vel fyrir hjá bæði nemendum og kennurum. Þá sagði hann það vera góðan undirbúning fyrir nemendur í því að koma fram fyrir aðra. Helgi sagðist enn fremur viss um að þekking nem- enda á Jónasi og ljóðum hans yrði meiri eftir daginn þar sem þeir voru látnir skrifa upp æviágrip Jónasar á bak ljóðamiðans. „Ég segi það nú bara sjálfur að þau [börnin] eru nokkur búin að lesa upp kvæði fyrir mig og það hefur komið mér á óvart að nokkur kvæðanna era eft- ir Jónas,“ sagði Helgi og kvað Jónas hafa samið ótrú- lega mikið af ljóðum. Upplestrarkeppni hófst Umferð Kópavogur EKKI verður ráðist í fram- kvæmdir við nýja vegteng- ingu frá Hafnarfjarðarvegi og inn í Smára- og Linda- hverfi í Kópavogi fyrr en í fyrsta lagi árið 2007 til 2010, en á því tímabili hyggst Vegagerðin eyða u.þ.b. 1 milljarði króna í fram- kvæmdir við Hafnarfjarðar- veg. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Þórarin Hjaltason, bæj- arverkfræðing Kópavogsbæjar, en hann sagði að í aðalskipulagi Kópavogsbæjar væri gert ráð fyrir vinstri beygju af Hafn- um land allt í gær og tóku nemendur 7. bekkjar Rima- skóla þátt ásamt nemendum annarra skóla. Keppnin er haldin á vegum Samtaka móðurmálskennara og sam- takanna Heimili og skóli. Einungis sjöundu bekkingar taka þátt og halda þau áfram að æfa sig fram í janúar. Þá verða þrír til fimm nemend- ur valdir úr hverjum bekk og síðan tveir úr skólanum öllum til að taka þátt í loka- Börnin s í Alftanes- skóla leystu gátur Bessastaðahreppi BÖRNIN í Álftanesskóla tdku þátt í Degi íslenskr- ar tungu með nokkuð sér- stökum hætti, því í stað þess að fara í sögustund á Bókasafn Bessastaða- hrepps eins og þau gera venjulega reyndu þau að leysa gátur, sem Erla Lúðvíksdóttir, forstöðu- maður bókasafnsins, las fyrir þau. „Með þessum hætti kynnast þau orðum, sem þau eru ekki vön að heyra,“ sagði Erla. „Marg- ar íslenskar gátur geyma sjaldgæf orð íslenskrar tungu og börnin læra því á þessu, en þau fá líka leik út úr þessu.“ Erla sagði að þau börn sem ekki færu strax heim að loknum skóladegi kæmu á bókasafnið og eyddu deginum þar í leikj- um, við að lita og hlusta á sögur, en að brugðið hefði verið út af vananum nú í tilefni dagsins. hátíð síns byggðariags. Mat á gæðum lestrarins byggist m.a. á líkamsstöðu, notkun talfæra, raddstyrk, blæbrigðum, hraða, fram- burði og samskiptum við áheyrendur. Aðalfundur Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra verður haldinn í Hvalamiðstöðinni á Húsavík fimmtudaginn 18. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Ný vegtenging frá Hafiiaríj arðarvegi að Lindahverfí er á langtímaáætlun beint upp á Arnarnesveg arfjarðarvegi að Linda- hverfi. Þann 28. ágúst fjallaði Morgunblaðið um erindi, sem Stefán Ingólfsson arkitekt sendi bæjaryfirvöldum í Kópavogi, en Stefán gagn- rýndi m.a. aðkomuna af Hafnarfjarðarvegi inn í Smára- og Lindahverfi. Hann benti á að vegna þessarar slöku aðkomu væri rnikil gegnumstreymisumferð um Digi'anesveginn í gamla bæn- um og það væri m.a. slæmt, þar sem margir skólar væru á þessu svæði. „Eg tel að það megi alveg beina umferðinni frá Hafnar- fjarðarvegi upp á Arnarnes- veg og þaðan í austur að Smárahverfi eða Linda- hverfi," sagði Þórarinn. „Þannig að ég hef ekki mikl- ar áhyggjur af því að það verði mikil gegnumumferð í viðbót á Digranesveginum, eins og íbúar þar hafa haft áhyggjur af.“ Megináherslan á stofn- brautakerfið Að sögn Þórarins skiptir mestu máli að stofnbrauta- kerfi bæjarins sé afkastamik- ið og öruggt og því hefur megináherslan verið lögð á að byggja það upp. Hann sagði það ekki skipta jafn- miklu máli þó vegfarendur þyrftu að taka á sig krók upp á einn til tvo kílómetra þegar eknar væra langar vega- lengdir innan höfuðborgar- svæðisins, enda væri slíkt eðlilegt í flokkuðu gatnakerfi. í vegaáætlun Kópavogs- bæjar frá 1998 til 2002, skipta framkvæmdir við Reykjanesbraut mestu máli. Þórarinn sagði að tvöföldun Reykjanesbrautar frá Breið- holtsbraut suður að Fífu- hvammsvegi væri u.þ.b. að ljúka. Fyrirhugað væri að klára mislæg gatnamót við Nýbýlaveg og Breiðholts- braut árið 2001 og að fljót- lega eftir það tækju við fram- kvæmdir við misiæg gatna- mót við Smiðjuveg og Stekkj- arbakka. Árið 2002 á einnig að klára tvöföldun Reykja- nesbrautar að Arnarnesvegi og gera mislæg gatnamót við Arnarnesveg. Þórarinn sagði að helstu framkvæmdirnar innanbæjar tengdust Smáralindinni, sem myndi líklega opna haustið 2001. Með tilkomu Smára- lindarinnar þyrfti að auka af- köstin á gatnakerfinu í kring- um verslunarmiðstöðina, m.a. tvöfalda Fífuhvammsveg milli Smárahvammsvegar og tengirampa austan Reykja- nesbrautar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.