Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 41 UMRÆÐAN Vísvitandi misskilningur? Er það satt að þig velgi við, vinur íslenskunni, og haldir lítinn herra sið hanaaðberaímunni? (Gunnarskáld Pálsson, 1714-1791, Hólarektor.) ÞAR sem það er eitt atriða í skil- greiningu á Islendingi að hann tali íslensku, þá er það nú svo að: „Eng- inn getur talist Islendingur nema sá hinn sami sé full- fær um að tjá sig á hinni íslensku þjóðt- ungu.“ eins og segir í ályktun Varðar, frá 10. nóvember, með fyrirsögn sem vísar í slagorð Sjálfstæðis- flokksins, _ frá for- mannstíð Ólafs heit- ins Thors farsælasta formanns ílokksins, frá árinu 1953. Mér sýnist sem svo að hag- ur nýbúa sé betur tryggður ef þeir tali íslensku. Um hugsan- legar sálarkvalir sem fólk kann að líða sök- um ónógrar færni í ís- lensku ætla ég ekki að fullyrða en mér er illa við þær ymtur að álykt- unin eigi eitthvað skylt við kyn- þáttafordóma. Mér þykir hún eiga meira skylt við réttindabaráttu nýbúa, því með þokkalegum tökum á íslensku getur fólk betur leitað og sótt rétt sinn sem og tekið þátt í daglegu lífi hér á landi. Okkur þyk- ir pottur brotinn þegar Islendingar geta ekki talað íslensku og eiga í erfiðleikum með að bjarga sér, eins og kom fram í ríkisútvarpinu í síð- ustu viku. íslenskan á í vök að verj- ast. Við í Verði teljum að taka eigi fastar á málefnum nýbúa með því að efla þá íslenskukennslu sem þeim er boðin, því eins og Halldór Blöndal sagði í samtali við Dag sl. föstudag þá „bagar það hvern mann að tala ekki það mál sem er við lýði í því landi sem hann býr“. Guðrún Pétursdóttir upplýsinga- fulltrúi hjá Miðstöð nýbúa í Reykjavík sagði þessa ályktun vera skandal, en markmið okkar með henni var alls ekki að ráðast á nýbúa, heldur að senda hinu opin- bera tóninn um þá skoðun okkar að það eigi að efla íslenskukennslu nýbúa. I Stjórnmálaályktun Varð- ar frá aðalfundi félagsins 16. októ- ber sl. segir: Varðarmenn telja að hlúa þurfi að menntun æsku þjóð- arinnar, sérstaklega í íslensku. Til- vísun okkar í grunnskólapróf sner- ist auðvitað um málskilning og tjáningu en ekki efnislega um próf Nýbúar Mér sýnist sem svo, segir Arnljótur Bjarki Bergsson, að hagur nýbúa sé betur tryggð- ur ef þeir tali íslensku. sjálfstæðismenn leggja áherslu á að einstaklingar, Islendingar eða aðrir, eigi að hafa frelsi til allra lýð- réttinda. Við erum þeirrar skoðun- ar að frekar eigi að auka aðgang út- lendinga sem vilja koma hingað og setjast að en byggja múra og hindra aðgang þeirra," sagði Sig- urður Kári. Vil ég segja að í grund- vallarsjónarmiðum eru sjálfstæðis- menn sammála um að vinna að vexti og viðgangi víðsýnnar, frjáls- lyndrar og þjóðlegrar framfarast- efnu og öflugri sameiningu þjóðar- innar með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Varðarmenn eru ekki að mæla fyrir einhverri einangrun- arstefnu heldur um bættan hag þeirra sem til landsins koma. „Ef norðanmenn eru hræddir við að með auknum fjölda útlendinga sem koma hingað fari íslensk tunga halloka þá hefði ég talið að það hefði verið heppilegra að mælast til þess að þessu fólki yrði frekar hjálpað tÚ að ná betri tökum á tungumálinu en að því væri tor- veldaður aðgangur að landinu." Varðarmenn voru ekki að tala um lokun landsins, breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga eða röskun á fyrirkomulagi um dvalar- leyfi þeirra á íslandi. Ályktunin hefur að stefnumiði breytingu á lögum um i-íkisborgararétt og að krefja hið opinbera um ábyrgð. Þessari ályktun er alls ekki beint gegn nýbúum heldur átti hún að tala máli þeirra. Er það miður að umræðan hefur þróast í allt aðra átt en við ætluðum í upphafi þegar ályktunin var gerð á fundi okkar. I gegnum tíðina hefur Vörður fus verið óvæginn við að minna stjórnvöld opinberlega á skyldur sínar við íbúa þessa lands. Mun svo verða enn um sinn. Það er alger- lega röng túlkun á ályktun okkar að hún sé til höfuðs nýbúum. Hana á einmitt að túlka sem liðsstyrk við þá sem vilja vera Islendingar með þeim skyldum og réttindum sem því fylgir. Höfundur er formadur Varðar fus, Akureyri. r Bjarki sson við lok grunnskóla. Hér mætti miða við próf yngri árganga grunnskóla þar sem áhersla er á tungumálið sjálft en ekki söguna á bak við það. En hvað felst í ríkisborgararétti? Þar má nefna kosningarétt, að til- einka sér íslensk lög og reglur svo og margvísleg réttindi sem Alþingi hefur ákveðið með lögum að verði aðeins veitt íslenskum ríkisborgur- um. íslendingur sem ekki kann ís- lensku getur t.d.ekki kynnt sér kjarasamn- inga á vinnumarkaði eða sótt annan rétt sinn nema þá e.t.v. með aðstoð túlks. Okk- ar krafa um íslensku sem skilyrði er ekki um kunnáttu í Gísla sögu Súrssonar eða ljóðum þjóðskáldanna, heldur lágmarks kunnátta í málinu sem gerir fólki kleift að sjá um sín mál án þess að vera upp á aðra komið. Alyktunin er ekki sett til höfuðs útlendingum heldur til að vekja máls á réttindum þeirra. Yrðu slíkar reglur settar, sem við leggjum til, myndi felast í þeim að okkar viti skylda ríkisins til að styðja fólk í íslenskunámi sem ekki hefur íslensku að móðurmáli. Hafa skal það í huga að skilyrði rík- isborgararéttar eru búseta hér á landi í þrjú til sjö ár. Hafi einstakl- ingur ekki náð lágmarksfærni í ís- lensku á þeim tíma er ríkisvaldið að brjóta sjálfsögð réttindi á verðandi ríkisborgara sínum. Þannig yrði t.d. opnuð leið fyrir óvandaða menn að færa sér óheiðarlega í nyt þá einangrun sem gera má ráð fyrir að íylgi því að geta ekki talað fullum hálsi við hvern sem er. Um orð Bryndísar Hlöðversdótt- ur háttvirts alþingismanns á Bylgj- unni sl. föstudag, vegna þróunar á íslensku máli, sem hún taldi okkur Varðarmenn kenna nýbúum um, vil ég benda á ályktanir Varðar fus á Akureyri um íslenska dagskrár- viku á sjónvarpsstöð RUV í sept- ember 1998 og ályktun um íslenskt dagskrárefni \ sjónvarpi frá nýl- iðnu hausti. íslenskan á í vök að verjast fyrir erlendum menningar- áhrifum sem fylgja m.a. aukinni tækni í Qölmiðlun. Ekki yrði það til bóta ef Islendingar sjálfir gefa upp á bátinn að ríghalda í íslenskt mál eins og hingað til hefur verið gert. Vegna orða Sigurðar Kára for- manns SUS á fréttavef Vísis sl. föstudag: „Kjarninn í stefnu SUS er frelsi einstaklingsins og ungir Arnljótur Bjarki Bergsson Mikið úrval af nýjum tískuejhum VIRKA Mörkin 3 - Sími 568 7477. Opið Mánud,—föstud. kl. 10—18 Laugard. kl. 10-16 tii 20/12 m™ [S(síE(S(súnss leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk enduraeislandi einonarun í rúllum. 7 lög en 2 ylri alúminíum-lög endurgeisla hilann. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15,38 og 76m. í húaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, ó rör, ú veggi, tjaldhotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri. heftibyssa og límband einu verkfærín. PÞ &co Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 8 568 6100 Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Þakrennur og rör úr Plastisol- vöröu stáli. Heildarlausn á þakrennuvörnum í mörgum litum. A SiBA BLIKKAS hf IMECALUX tálhillur Gott hillukerfi tryggir hámarks nýtingu á plássi hvort sem er i bilskúr eða vörugeymslu. Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi sem henta þinum þörfum. Mjög gott verö! Lyftitæki og trillur færðu einnig hjá okkur. Lagerlausnir eru okkar sérgrein MECALUX - gæði fyrir gott verð UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN m m Ssnaumtvr efef SUNDABORG 1 • SlMI 568-3300 Fást í bygginga vöm verslununi um land allt Blöndunartæki Gamaldags blöndunartæki framleidd bæði fyrir eldhús og baðherbergi. Blöndunartæki fyrir handlaugar eru framleidd með háum og lágum stút. Yfirborðsáferðin erýmist króm, gull eða króm/gull. T6HGI mii yo Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 MOGNUÐ NYJUNG I BlOflex segulmeðferð hefur slegið í gegn í Danmörku og er nú fáanleg á íslandi. Um er að ræða segulþynnur í 5 stærðum sem festar eru á líkamann með húðvænum plástri. létekið Apj 1 s SCANDiNAVIA 5S5; Dæmi þar sem BlOflex segulþvnnan hefur sýnt irabær áhrif • Höfuðverkur • Hnakki • Axlir • Tennísolnbogi • Bakverkir • Liðaverkir • Þursabit • Hné • Æðahnútar • Ökklar i Kynninqar f þessaviku frá kl. 14-18 Ap* tekið Iðufelli S. 577 2600 mm Ap'tekið Mosfellsbæ S. 566 7123 Ap'tekið Kringlunni S. 5681600* Þín frístund- okkar fag VINTERSPORT Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is NORTHBROOK ^SPOHTB Northbrook Freelander sportleg dúnúlpa með ásmeiltri hettu og mittisreim. Fleiri litir. S-XXL .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.