Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT því að undirrita viðskiptasamninginn við Bandaríkin í fyrradag og opna Kínamarkað fyrir erlendri samkeppni, sem getur haft mikil áhrif á atvinnulífíð og stjórnmála- þróunina í landinu. Peking. The Washington Post. AFP. VIÐSKIPTASAMNINGUR Kína og Bandaríkjanna, sem var undir- ritaður í fyrradag, getur rutt brautina fyrir aðild Kína að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO). Kínverjar lofuðu þar að heimila er- lenda samkeppni sem getur orðið til þess að rúmlega tíu milljónir bænda flosni upp og milljónir starfsmanna bílaverksmiðja og fleiri fyrirtækja missi atvinnuna á næstu fimm til tíu árum. Hins vegar er búist við að samn- ingurinn verði til þess að milljónir manna fái atvinnu í kínverskum út- flutningsfyrirtækjum, svo sem vefnaðar- og fataverksmiðjum, þar sem Bandaríkin skuldbundu sig til að afnema kvóta á innflutning frá Kína. Samningurinn styrkir mjög stöðu kínverskra einkaíyrirtækja og gerir þeim kleift að keppa við ríkisfyrirtækin og erlend fyrirtæki á jafnréttisgrundvelli. Hann verð- ur ennfremur til þess að Kínverjar þurfa að gera gagngerar breyting- ar á lögum og viðskiptareglum sín- um og draga úr skrifræðinu til samræmis við þær reglur sem gilda á Vesturlöndum. Þá mun samningurinn hafa var- anleg áhrif á kínversk stjórnmál, til að mynda styrkja stöðu umbóta- sinna í forystusveit kommúnista- flokksins, og auka efnahagsleg tengsl fjölmennasta ríkis heims við hið öflugasta. Hann er einnig talinn líklegur til að styrkja efnahags- tengsl Kínverja við Taívana og það gæti orðið til þess að minnka spennuna í samskiptum þeirra. Sigur fyrir umbótasinna Samningnum er ætlað að opna Kínamarkað fyrir vörum og þjón- ustu, lækka innflutningsgjöld, auð- velda erlendar fjárfestingar í Kína og styrkja stöðu kínverskra út- flutningsfyrirtækja. Samningurinn snýst þó ekki að- eins um tolla og innflutningshöft, því hann mun hafa mikil áhrif á lífskjör og daglegt líf Kínverja, t.a.m. á það hvaða bíla þeir kaupa og hvaða kvikmyndir þeir horfa á. Sú ákvörðun kínversku stjórnar- innar að undirrita samninginn er sigur fyrir umbótasinna undir for- ystu Zhu Rongji forsætisráðherra, sem hafa beitt sér fyrir því að kín- verska hagkerfið verði fært í nú- tímahorf og samlagist efnahag- skerfí heimsins. Þeir vonast til þess að ávinningurinn af samning- num - einkum fyrir einkafyrirtæk- in, sem fá aðgang að nýjum mörk- uðum, erlendum fjárfestingum og erlendri tækni - bæti upp félags- legu ólguna sem getur skapast vegna tímabundinnar fjölgunar at- vinnulausra. Vestrænt fyrirtæki, sem stundar efnhagsrannsóknir í Peking, sagði að samningurinn væri jafnmikil- vægur og sú sögulega ákvörðun Dengs Xiaopings árið 1978 að heimila erlendar fjárfestingar til að binda enda á einangrunarstefnuna frá valdatíma Maós og færa efna- hag landsins í nútímalegra horf. Hlutur Kína í heims- viðskiptunum þrefaldast Þótt margir þættir samningsins eigi að taka gildi í áföngum er erfítt að ýkja þýðingu hans. Alþjóðabankinn áætlar að samn- ingurinn verði til þess að hlutur Kína í heimsviðskiptum meira en þrefaldist, verði um 10%, og að landið verði annað mesta viðskipta- veldi heims. Tvö vestræn fyrirtæki í Peking áætla að hann eigi eftir að bæta allt að prósenti við hagvöxt- inn í Kína á ári hverju. Ríkisfyrirtæki vfkja fyrir einkafyrirtækjum Á næstu fímm árum hyggjast Kínverjar leggja niður fjölmörg ríkisfyrirtæki sem hafa einokað sölu á ýmsum varningi í öllu land- inu og einnig inn- og útflutninginn. Erlendum fyrirtækjum og kín- verskum einkafyrirtækjum verður þá leyft að keppa sín á milli á kín- verska markaðnum. Mikill fólksflótti úr sveitunum Breytingarnar verða sennilega mestar í sveitahéruðunum. Tollar á margar landbúnaðarvörur verða lækkaðir, þannig að búast má við því að korninnflutningurinn frá Bandaríkjunum stóraukist. Gert er ráð fyrir því að innflutn- ingur Kínverja á landbúnaðarvör- um tvöfaldist á næstu áram og það verði til þess að tíu milljónir bænda og landbúnaðarverkamanna flosni upp. Því má búast við miklum fólksflótta úr sveitahéraðunum í borgirnar á næstu fimm árum, að sögn bandarískra og kínverskra hagfræðinga. Aðild Kína að Heimsviðskipta- stofnuninni mun einnig hafa víðtæk áhrif í borgunum. Búist er við að milljónum verkamanna í þungaiðn- aði og fyrirtækjum sem framleiða neytendavörur verði sagt upp þar sem tollarnir verða lækkaðir úr rúmum 20% í 17%. Hætta á óeirðum Kínverski hagfræðingurinn Shawn Xu líkti fjöldauppsögnunum í borgunum og fólksflutningunum úi- sveitunum við eldfjall sem gæti gosið hvenær sem væri. Hann sagði að eina leiðin til að koma í veg fyrir að óeirðir blossuðu upp væri að byggja upp félagslegt ör- yggisnet til að vernda þá sem missa atvinnuna. „Almannatrygg- ingakerfíð er hins vegar langt frá því að vera undir það búið að tak- ast á við þær róttæku breytingar í atvinnumálum sem aðild að Heimsviðskiptastofnuninni hefur í för með sér,“ bætti hann við. Aukinn bílainnflutningur gæti t.a.m. orðið til þess að hálfri milljón verkamanna í kínverskum bfla- verksmiðjum yrði sagt upp á næstu tíu áram. Tollarnir á innflutta bíla eru nú 80-100% og verða lækkaðir í 25% fyrir árið 2006. Kínverjum verður einnig heimilað að fá lán hjá erlendum bönkum til að festa kaup á bflum. Vefnaðarfyrirtæki í sókn Fyrirtæki í öðrum atvinnugrein- um eiga hins vegar eftir að sækja í sig veðrið, einkum vefnaðarfyrir- tækin. Búist er við að starfsmönn- um þeirra fjölgi um 5,3 milljónir þar sem Bandaríkin skuldbundu sig til að afnema innflutningskvóta á kínverskar vefnaðarvörar í áföngum. Kínverskir embættis- menn vonast til þess að bændurnir, sem flosna upp, geti fengið atvinnu í vefnaðarverksmiðjunum. Erlendar ijárfestingar í fjarskiptafyrirtækjum leyfðar Samningurinn mun einnig hafa mikil áhrif á kínversku fjarskipta- fyrirtækin og auðvelda Kínverjum að fá aðgang að Netinu. Kínverska stjórnin skuldbatt sig til að heimila erlendum fjárfestum að kaupa allt að 49% hlut í fjarskiptafyrirtækj- unum um leið og Kína fengi aðild að Heimsviðskiptastofnuninni og allt að 50% tveimur árum síðar. Líklegt er að samningurinn hafi mikil áhrif á framvinduna í kín- verskum stjórnmálum og styrki stöðu þeirra embættismanna kín- verska kommúnistaflokksins sem hafa beitt sér fyrir efnahagslegum og pólitískum umbótum. Dregið hefur úr efnahagslegu umskiptun- um í Kína á síðustu misserum vegna andstöðu afturhaldssamra afla í kommúnistaflokknum og skriffinna í valdamiklum ráðuneyt- um sem eru tregir til að leggja nið- ur einokunarfyrirtækin. Samning- urinn verður hins vegar til þess að áhrif þeirra minnka. Mikil hætta er þó á að samning- urinn hafi þær afleiðingar að of margir missi vinnuna á of skömm- um tíma. Kínverjar verða að byggja upp nógu öflugt öryggisnet til að koma í veg fyrir að upp úr sjóði. „Takist það ekki gæti allt far- ið úr böndunum," sagði vestrænn stjórnarerindreki í Peking. „Kín- veijar verða að finna leið til að sjá milljónum manna fyrir nýjum störfum á hverjum mánuði.“ Gæti kynt undir kröfum um lýðræði Margir telja að með því að opna kínverska markaðinn fyrir erlend- um fjarskiptafyrirtækjum og bandarískum kvikmyndum sé samningurinn líklegur til að greiða fyrir auknum vestrænum menning- aráhrifum í Kína og kynda undir kröfum um lýðræði og frelsi. Margir hagfræðingar telja að efnahagslegt frelsi og pólitískt frelsi hneigist til að styrkja hvort annað og einræðisstjórn kommún- istaflokksins geti ekki haldið velli til lengdar eftir að markaðurinn verður opnaður. AP Vegfarendur í Hong Kong ganga framhjá skilti sem sýnir breytingar á verðbréfavísitölunni í kauphöllinni í bresku nýlendunni fyrrver- andi. Gengi verðbréfa í kauphöllinni hækkaði verulega eftir að kín- versk stjórnvöld undirrituðu viðskiptasamninginn við Bandarikin. Kínverjar undirrita viðskiptasamning við Bandaríkin Taka mikla áhættu með því að opna markaðinn Stjórnvöld í Peking tóku mikla áhættu með Tuttugu Falun Gong-meðlimir handteknir Peking. AP. TUTTUGU kínverskir meðlim- ir í andlegu hreyfingunni Falun Gong, sem hefur verið bönnuð í Kína, voru í gær handteknir á Torgi hins himneska friðar í Peking, þar sem þeir sátu í hljóðri hugleiðslu. Talið er að fólkið hafi með þessu viljað ná athygli Kofi Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem er í. opinberri heimsókn í Kína. Kínverska lögreglan beitti mik- illi hörku við að ná fólkinu inn í lögreglubíl sem flutti það á brott. Annan hefur lýst áhyggjum vegna stefnu kínverskra stjórn- valda í málefnum hreyfingar- innar en eftir fund með utan- ríkisráðherra Kína, Tang Jaixuan, sagðist hann skilja betur „nokkur atriði málsins“. Falun Gong hefur ítrekað leitað til Sameinuðu þjóðanna vegna ofsókna kínverskra stjórnvalda á hendur meðlim- um hreyfingarinnar. Þeir eru sagðir sæta illri meðferð, bars- míðum og pyntingum, í kín- verskum fangelsum. 305 félagar í hreyfingunni hafa sent Annan bréf þar sem þeir fullyrða að hún sé ekki andvíg stjórn kommúnistaf- lokksins vegna þess að hún hafi „lítinn áhuga á stjórnmálum, aðeins á andlegri fullkomnun". Annan hefur einnig fengið lista yfir 200 meðlimi Falun Gong sem sagðir eru hafa sætt bars- míðum í fangelsi. Wahid um framtíð Aceh-héraðs Boðar atkvæðagreiðslu innan sj ö mánaða Tokyo. AFP, Reuters. ABDURRAHMAN WAHID, for- seti Indónesíu, sagði í gær að hugs- anlegt væri að flbúar í Aceh-héraði fengju að kjósa um framtíð hérað- sins innan sjö mánuða. Ekki var ljóst af ummælum forsetans hvort hann átti við að íbúar héraðsins fengju að kjósa um fullt sjálfstæði, eða hvort aðeins yrði kosið um aukna sjálfstjórn innan indónesíska ríkisins. Hann sagði þó að eðli at- kvæðagreiðslunnar væri undir íbú- um héraðsins komið. Wahid tók einnig fram að atkvæðagreiðsla yrði ekki haldin fyrr en friði hefði verið komið á í héraðinu en þar hafa undanfarna mánuði geisað hörð átök milli aðskilnaðarsinna og her- manna úr Indónesíuher. Herinn hefur verið sakaður um mikinn hrottaskap og mannréttindabrot á þeim áratug sem liðinn er síðan barátta hans gegn skæraliðum að- skilnaðarsinna hófst. Aðrir ráðamenn í Indónesíu hafa lýst sig andvíga því að efnt verði til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal íbúa Aceh-héraðs um stöðu og framtíð héraðsins. Forseti æðstu löggjafarsamkomu Indónesíu, þjóðarráðsins, hefur varað við því að úrslit slíkrar atkvæðagreiðslu geti leitt til þess að ríkið leysist upp. Þá er einnig talið að hinn valdamikli her landsins muni ekki sætta sig við að héraðið fái fullt sjálfstæði. Óljóst hversu mikið fylgi er við sjálfstæði í Aceh-héraði, sem er vestasti hluti Indónesíu, búa um fjórar mil- ljónir manna. Héraðið er mjög auð- ugt af náttúruauðlindum, s.s. olíu- lindum, og hefur forsetinn lýst sig fylgjandi því að íbúarnir fái að ráð- stafa auknum hluta verðmætanna sem þar verða til gegn því að héra- ðið verði áfram innan ríkisins. Forystumenn aðskilnaðarsinna í Aceh hafa hins vegar hafnað öllum lausnum er gangi skemmra en að héraðið fái fullt sjálfstæði. Ekki er vitað hvort íbúar héraðsins eru al- mennt fylgjandialgeram aðskilnaði frá Indónesíu. I síðustu viku kom mikill mannfjöldi saman í höfuð- borg héraðsins, Banda, til að krefj- ast sjálfstæðis en tölum um þátt- takendur ber ekki saman. Wahid forseti segist þess fullviss að meirihluti íbúanna sé enn fylgj- andi því að halda sambandinu við Indónesíu og að fámennur hópur sé að reyna að hræða aðra íbúa hérað- sins til fylgis við sjálfstæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.