Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ l í í | I » í l Landbúnaðarháskólinn Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Eins sjá má á myndinni er snigillinn engin smásmiði. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Salomon svarti þykir afar forvitnilegur. Salomon svarti lifir góðu lífi í Eyjum Hlutur aldr- aðra og ör- yrkja verði bættur Selfossi - Kjaranefnd Félags eldri borgara á Selfossi hefur sent frá sér ályktun þar sem hún lýsir þungum áhyggjum yfir sívaxandi starfs- mannaskorti í umönnun á hjúkrun- ar- og dvalarstofnunum aldraðra. Nefndin skorar á heilbrigðisráð- herra og stjórnvöld almennt að beita sér fyrir bættum kjörum þessa starfsfólks svo fljótt sem auðið er svo ekki þurfi að koma til stórfelldra lok- ana vegna starfsmannaskorts. Þá mótmælir nefndin harðlega stórfelldri hækkun lyfjaverðs á þessu ári sem kemur mjög hart niður á sjúku öldruðu fólki. I ályktuninni segir að við gerð kjarasamninga Flóabandalagsins á þessu ári hafi ríkisstjórnin lofað að greiðslur almannatryggingakerfis- ins til aldraðra og öryrkja myndu fylgja almennri launaþróun í land- inu. Útreikningar sýni hins vegar að á samningstímanum til 2003 muni greiðslur úr tryggingakerfinu verða 3,64% lægri sem hlutfall af dag- vinnulaunum verkamanna á höfuð- borgarsvæðinu. Skorað er á ríkis- stjórnina að leiðrétta þennan mismun þegar í stað. Þá skorar nefndin á alþingismenn og ríkisstjóm að taka málefni aldr- aðra og öryrkja á dagskrá þegar AI- þingi kemur saman nú í haust og að þeir sameinist í því að miðla réttlát- um hluta góðærisins til þess fólks sem verst er sett í þessum hópum. ------------------ Landslag o g lífshættir á nýj- um Eyjavef EYJAVEFURINN var formlega opnaður í Athafnaveri ungs fólks í Eyjum á mánudag. Þar verður að finna upplýsingar um ýmsa þætti tengda lífinu í Eyjum, sögu, menn- ingu, auðlindanýtingu og lýsingu á staðháttum. Meðal annars verður notanda gert kleift að staðsetja sig á tilteknum stöðum í Vestmannaeyjum og skoða umhverfið eins og það blasir við í raunveruleikanum. Þá er hægt að að skoða ýmsa hluti úr Byggðasafni Vestmannaeyja og fræðast um sögu þeirra. Auk þess verður fjöldi ljós- mynda á vefnum og brot úr kvik- myndum. Hugmyndin að vefnum kviknaði þegar minnast átti aldarafmælis Þorsteins Þ. Víglundssonar sem stofnaði Byggðasafn Vestmannaeyja en hefur hlaðið á sig síðan. Eyjavef- urinn er samstarfsverkefni Vest- mannaeyjabæjar, LandMats ehf., Mannfræðistofnunar Háskóla ís- lands og Rannsóknarseturs í Vest- mannaeyjum en auk þess hafa fleiri aðilar komið að verkinu. Slóðin á Eyjavefnum verður fyrst um sinn www.eyjar.com. Vestmannaeyjum - Gísli Jóhannes Óskarsson, kennari og kvikmynda- tökumaður í Vestmannaeyjum, hef- ur fjögur árið haldið sérkennilegt húsdýr, snigilinn Salomon svarta en hann er stærstur snigla hér á Islandi. Salomon kom sem flæking- ur til Eyja með Iöntum. Ungur nemandi Gísla kom með Salomon til hans og hefur hann alið önn fyr- ir honum allar götur siðan. „Salomon svarti leggst í dvala á veturna, hann sofnar í endaðan október og skríður fram úr kring- um sumardaginn fyrsta vor hvert, nema hann sé geymdur á heitum stað. Þá er hann í fullu íjöri alla veturinn og lætur sér fátt um hríð- arbyli og norðan áhlaup. Salomon Gáfu garðbekk til minningar um formanninn Húsavík - Garðyrkjufélag Húsavík- ur hefur gefið Húsavíkurbæ garð- bekk til minningar um Svanlaugu Björnsdóttur, stofnanda og fyrsta formann félagsins en hún lést 1996 aðeins 64 ára að aldri. Bekkurinn er í skrúðgarðinum við Búðará og afhenti Ragna Páls- dóttir formaður félagsins Reinhard Reynissyni bæjarstjóra bekkinn að viðstöddum félögum úr garðyrkju- félaginu, aðilum frá Húsavíkurbæ ásamt eiginmanni og dóttur Svan- laugar. Garðyrkjufélag Húsavíkur er 25 ára á þessu ári og eru félagar innan við 50 en voru um 100 þegar mest var. Svanlaug sem var n\jög fróð um allt sem sneri að garðrækt gegndi formannstarfinu samanlagt í 11 ár. Á 5 ára afmæli félagsins gaf það 200 þúsund krónur til plöntukaupa og hafa félagar því lagt sitt af mörkum til að gera garðinn að þeirri perlu sem hann er í dag. Stjóm félagsins skipa í dag Ragna Pálsdóttir for- maður, Ósk Þorkelsdóttir ritari, Guðrún Þórsdóttir gjaldkeri og til vara þær Þorbjörg Björnsdóttir og Steinunn Harðardóttir. er var um sig og teygir ekki mikið úr sér né gefur færi á að láta þreifarana sjást mikið. Líf hans snýst um það að gera ekki neitt og hvfla sig vel á milli,“ segir Gísli fóstri hans. Agúrka í uppáhaldi Salomon er mikið fyrir mat og er tilbúinn að prófa margar teg- undir, t.d. kartöflur, gulrófur, mel- ónur en agúrka er uppáhaldið hans. „Eitt sinn komst hann í tóm- ata og taldi sig kominn feitt því hann át yfir sig og sást rauður lög- urinn ganga aftan undan honum og eftir þá bitru lífsreynslu hefur Salomon látið tómata í friði en spænir í sig 10 sm af agúrku á ein- Nýr kaup- félag’sstjóri hjá KVH UM síðustu mánaðamót tók Björn Elíson við starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetn- inga á Hvammstanga, en Gunnar V. Sigurðsson lét þá af störfum. Björn er 38 ára Reykvíkingur og hefur starfað við iðnaðar- og trygginga- störf, en nú síðast hjá Landssíman- um hf. Kona hans er BáraTrausta- dóttir og eiga þau fjóra syni, en fyrir á Björn eina dóttur. Gunnar V. Sigurðsson hefur starfað við Kaupfélagið nær alla sína starfsævi, var fyrst ráðinn í byggingarvinnu árið 1946, þá 14 ára en síðar við ýmis verslunarstörf, þar til hann var ráðinn kaupfélags- stjóri. Gegndi hann því starfi árin 1962-973 og síðan 1975 þar til nú við starfslok. Kaupfélagið var stofn- að árið 1909 og hafa aðeins sex menn gegnt starfi kaupfélagsstjóra á starfstímanum. Aðspurðir sögðu Björn og Gunn- ar að Kaupfélagið stæði á traustum um sólarhring án þess að bregða,“ sagði Gísli fóstri. I sumar hefur hann notið frelsisins í lóðinni á Stóragerði 2. Hann heldur kyrru fyrir á daginn en fer á stjá þegar rökkva tekur á kvöldin. Salomon svarti er 20-25 sm lang- ur og vegur um 100 gr og er mjög slímugur svo skorkvikindi festast á honum hætti þau sér nærri. í sum- ar festist á honum mýfluga og gat hún sig hvergi hrært. Hún endaði sína lífdaga þegar Salomon boraði sig ofan í jörðina með fluguna fasta á bakinu. Ekki er vitað hvað þessi tegund snigla getur lifað lengi en trúlega eru þeir nytsamir í náttúrunni þrátt fyrir frekar slímugt og óhugnanlegt útlit. grunni, hefði góða eiginfjárstöðu. Miklar breytingar hafa verið hjá fé- laginu á liðnum árum. Sláturhús fé- lagsins var sameinað nokkrum öðr- um fyrir fáum árum í hlutafélagið Norðvesturbandalagið, sem nú á þessu ári sameinaðist öðrum sam- bærilegum félögum í Goða hf. Kaupfélagið átti tæpan helming í NVB, sem mun aftur eiga um 34 % í Goða. Rekstur sláturhússins mun verða með líkum hætti og stefnt er á Hvanneyri settur Fyrstu pró- fessorarnir taka til starfa Grund, Skorradal - Magnús B. Jóns- son rektor setti Landbúnaðarháskól- ann á Hvanneyri og í máli hans kom fram að frá og með 1. september hefði formlega verið tekin upp þau starfsheiti kennara sem ákvörðuð eru í búfræðslulögum. Fjórir af kennurum skólans fá starfsheitið prófessor. Þau Anna G. Þórhallsdóttir, Bjarni Guðmunds- son, Björn Þorsteinsson og Ríkharð Brynjólfsson. Þá verða einnig tekin upp starfsheitin dósent og lektor í stað kennari. Þá sagði hann ákveðið að allar brautir háskólanámsins hæfust með almennum grunnáföngum og starfs- námi þar sem í raun væri boðið upp á hliðstætt nám og áður var innifalið í þeirri þekkingu sem búfræðiprófið veitti. Þetta þýðir að þeir sem lokið hafa skilgreindri fagmenntun á sviði viðkomandi námsbrautar eða starfs- þjálfun geta fengið þessa áfanga metna. Boðið er upp á þrjár brautir á há- skólastigi. Námsbrautirnar eru bú- fræði, landnýting og skógrækt og umhverfisskipulag. Allar náms- brautir gera ráð fyrir brautskrán- ingu eftir þrjú ár með BS-prófi eða eftir fjögur ár með kandídatsprófi í búvísindum. Nemendur eru 94 Síðan sagði rektor: „Vetrarstarfið, sem nú er að hefjast, verður því mót- að af þeim viðfangsefnum sem ég hef hér að framan gert að umtalsefni og einnig af því að við erum í mörgu að feta okkur eftir nýjum vegum inn í framtíðina. Þrátt fyrir það verður þó margt með hefðbundnu sniði og fylg- ir þeim hefðum og reglum sem mót- ast hafa í skólasögu Hvanneyrar. Nú við skólasetningu eru 94 nem- endur skráðir við skólann. í háskóla- námið eru skráðir 16 nemendur á lokaári en 15 munu hefja hér nám á tveim brautum. í starfsmenntanám bændadeildar eru nú við skólasetn- ingu skráðir 46 nemendur í reglulegt nám. Af þeim em 23 nemendur skráðir í II bekk og 13 í I bekk. Óvíst er hvort nemendur verða teknir inn á vorönn. Þá era nú 27 nemendur skráðir í fjarnám við skólann og er áhugi á því námsfyrirkomulagi mjög vaxandi. Auk hefðbundins skóla- starfs er námskeiðahald skólans um- fangsmikið verkefni. Frá áramótum hafa um 600 þátttakendur sótt nám- skeið sem við skipulögðum og héld- um.“ Af skólasetningu lokinni var við- stöddum boðinn morgunverður, síð- an hófst kennsia í deildum háskólans. að aukinni úrvinnslu afurða á staðn- um. Þá seldi Kaupfélagið mjólkur- samlag sitt til Mjólkursamsölunnar í Reykjavík fyrr á þessu ári. Nú rekur Kaupfélagið myndarlegar verslanir á Hvammstanga ásamt tengdri þjónustu. Einnig er starf- rækt innlánsdeild hjá félaginu. Að- spurðir sögðu Gunnar og Björn ekki fyrirhugaðar breytingar á verslunarekstrinum með samruna við önnur verslunarfélög. Morgunblaðið/Hafþór Frá afhendingn garðbekksins. Karl Sigurgeirsson Björn Eh'son og Gunnar V. Sigurðsson á skrifstofu kaupfélagsstjóra. Myndir af forverum þeirra í starfí í bakgrunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.