Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 31 fyrir alla Þridjudagur 12. september PALLALVfíUR ÞOR HF Reykjavík - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 Vestræn ritskoðun undar eins og Soltsjenitsjin hefðu algerlega horfið úr heimspress- unni. Hvort mögulegt væri að and- ófsrithöfundar þrifust á hatri og ritskoðun. Grass svaraði því til að Soltsjen- itsjin hefði skrifað stórkostlegar bækur sem enn væru til en fjölmið- lar hefðu bara gleymt honum. Sagði það segja meira um fjölmiðla en Soltsjenitsjin. Hann sagðist draga þá ályktun að blaðamenn væru ekki lengur færir um að lesa og síðan væri þetta spurning um ritskoðun á Vesturlöndum. Ef rithöfundur skrifaði gegn ríkjandi kapítalisma, væri hann þagaður í hel. Setning alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar í Reykjavik Orðið lifir með fullum ALÞJÓÐLEGA bókmenntahátíðin sem nú stendur yfir í Reykjavík, vai’ sett við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu síðastliðinn sunnudag. Mikið fjölmenni var viðstatt, en auk ís- lenskra gesta voru margir erlendir þátttakendur, en þeir koma að þessu sinni óvenju víða að eða frá sextán löndum. Setningarathöfnin hófst með sam- leik Gunnars Kvaran sellóleikara og Selmu Guðmundsdóttur píanóleik- ara, en að því loknu tók Riitta Hein- ámaa forstjóri Norræna hússins til máls og bauð gesti velkomna. Hún vék að því hversu margir þeirra höf- unda sem nú sækja ísland heim hafa gert erfiða tíma á sínum heimaslóð- um að yrkisefnis sínu. Vegna þess að Islendingar eiga sér langa þinghefð jafnframt því að vera ungt Iýðveldi, taldi Riitta Heinámaa ísland vel til þess fallið að vera sá vettvangur þar sem rithöfundar skiptast á skoðun- um um vandamál samtímans og sög- unnar. Aldrei má sofna á verðinum um frelsi andans Næst flutti Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, ávarp. Hann sagði hátíðina vera samræður höfunda við lesendur sína, en vék því næst að mikilvægi tjáningarfrelsisins. Helgi benti á að samþjöppun valds og eignarhalds í menningu og fjölmiðl- un gæti verið ógn við tjáningarfrels- ið, og að margar þjóðir hafi reynt að gera ráðstafanir til þess að slík sam- þjöppun hafi ekki skaðleg áhrif. Helgi tók undir orð forstjóra Nor- ræna hússins er hann sagði að í hópi gesta hátíðarinnar væru rithöfundar sem minntu okkur á það að við hefð- um verk að vinna á sviði tjáningar- frelsisins, því aldrei mætti sofna á verðinum um frelsi andans. Nauðsynlegt að kveikja áhuga meðal unga fólksins Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, tók því næst til máls og minntist framlags Snorra Sturluson- ar til heimsbókmenntanna. Björn hljómi sagði áhuga á gömlum menningar- heimum enn vera fyrir hendi og að hann setti svip sinn á samtímann. Við þyrftum því öll að nota tækifær- ið og kveikja þennan áhuga meðal unga fólksins. Björn sagði bók- menntahátíðir ekki svipta dulúðinni af bók menntunum, en hins vegar gerðu þær okkur kleift að komast í návígi við höfunda sem okkur finnst við þekkja af því við höfum lesið verkin þeirra. Björn þakkaði erlend- um gestum fyrii- að heiðra ísland með komu sinni og lýsti fimmtu al- þjóðlegu bókmenntahátíðina í Reykjavík setta. Að láta aldrei segjast Eftir að viðstaddir höfðu hlýtt á Rómönsu eftir Jean Sibelius ávarp- aði Thor Vilhjálmsson rithöfundui’ gesti. Hann sagði skáldið vera þjóð- félaginu brýnast í því hlutverki að láta aldrei segjast, að hlýða aldrei öðru, þegar á reynir, en því sem Sókrates kallaði guðsröddina í brjósti sér - því sem einnig mætti kalla samvisku. Thor varpaði fram þeirri spurningu til hvers væri boðið til þessarar bókmenntahátíðar og taldi svarið vera margþætt. Mikil- vægasta hlutverk hátíðarinnar væri samt sem áður að færa þjóð okkar lifandi vitni þess að orðið lifir með fullum hljómi. Thor sagðist vona að gestum bókmenntahátíðar myndi takast að ræða „vanda þess að vera manneskja“, og vitnaði þar í orð Jó- hannesar Kjarval. Áhrifamáttur skáldskaparins Síðastur til að ávarpa gesti við setningarathöfnina var Gunter Grass handhafi bókmenntaverð- launa Nóbels árið 1999. Grass sagð- ist hafa eytt þremur dögum í að ferðast um landið og ýmislegt mark- vert hefði borið fyrir augu hans. Hann sagðist hafa undrað sig á því \ NORRÆNA HÚSIÐ KL. 10 Alþjóðleg bókmenntahátíó Meðal viöburöa í dag er málþing út- gefenda ísamvinnu viö Félag ís- lenskra bókaútgefenda. NORRÆNA HÚSIÐ KL. 15 Pallborösumræöur um bókmenntir og kvikmyndir. IÐNÓ KL. 20.30 Á bókmenntakvöldi í kvöld veröur upplestur Jógvans Isaksen, Noru Ikstena, Ivans Klima, Sjóns og Pét- urs Gunnarssonar. Hátíðin stendur til 16. september. www.nordice.is www.reykjavik2000.is, wap.olis.is Það var ekki laust við beiskjutón hjá Grass þegar hann sagði að Vesturlönd litu á sig sem sigurveg- ara og að sigurvegarar væru alltaf heimskir. „Þeir eru að gera sömu mistök og kommúnistarnir áður,“ sagði hann, „og þeir trúa sínum eigjn blekkingum. Á Vesturlöndum er því haldið fram að markaðurinn leysi allt. Það er lygi og áróður.“ I fyrsta skipti í þessu hádegisspjalli heyrðust mót- mæli úr sal en Grass var ekki af baki dottinn og bætti við: „Þetta er eins og þegar kommúnistaflokkur- inn sagði að flokkurinn myndi sjá um allt." Matthías Johannessen tók undir það, að markaðurinn bjarg- aði ekki endilega neinum verðmæt- um, hann væri t.a.m. ekki listvænn, þar ættu góðar bókmenntir undir högg að sækja. "Það er mitt kapita- liska viðhorf!!." Mrozek sagði, að hann væri ekki ritskoðaður í dag. „Ég hef búið einn í Mexíkó í mörg ár, á afskekktum stað þar sem ég hef ekki haft síma og ekki sjónvarp. Ég fór aftur heim fyrir nokkrum árum og þá hafði Pólland gerbreyst. Ef það hefði ekki gerst, hefði ég aldrei farið heim. En ég er í einskismannslandi. Ég hef gleymt reynslunni af kommúnistakerfinu og af kapítalíska kerfinu í þau sjö ár sem ég bjó í Mexíkó. í þau fjög- ur ár sem ég hef verið í Póllandi, hef ég verið að reyna að púsla lífi mínu saman." Náttúra og bókmenntir Höfundarnir þrír ræddu að lok- um um tengsl náttúru og bók- mennta og sagðist Grass vel skilja að þessi tengsl væru íslendingum hugleikin, þar sem hér væri bara náttúra, náttúra, náttúra - menn þyrftu ekki að fara út úr húsi til þess að njóta hennar. „Það er auðvelt að skilja hversu hættuleg tilvera ykkar er,“ sagði hann og bætti því við að ef hann ætti að tala um náttúruna á vinsamlegan hátt, þá hefði náttúr- an mun meiri fantasíu en mannlegt eðli. „Ég reyni að skilja hana og bregðast við henni,“ sagði Grass, „og ég held að manneskjan sé að missa sambandið við hana.“ Hann lýsti yfir þeirri skoðun sinni að hann áliti manneskjuna mesta að- dáanda náttúrunnar - og versta óvin hennar. Matthías Johannessen lauk svo hádegisspjallinu með því að lýsa ánægju sinni með að hafa þessa tvo viðmælendur í hádegisspjalli, sem m.a. hefði snúizt um íslenzka nátt- úru og fornsögurnar. Grass sagði þá, að það væri óþarfi að nefna til fornsögurnar, þegar Islendingar ættu svo ágætan og lifandi sam- stímaskáldskap. -2000 Allir almennir dansar fyrir börn, unglinga og fullorðna. Gömlu dansarnir - Standard - Latin Byrjendur og framhald. Kántry línuáans Salsa + Mambó + Merenge Brúðarpör Keppnispör, æfmgar 2-3svar í viku Erlenáir gestakennarar # Einkatímar Frábœrir kennarar og skemmtilegt anárúmsloft # Opið hús á láugaraagskvöláúm FaýtKeiwg/lci. ifyf-immi DANSSKÓLI Siguröar Hákonarsonar Auðbrekku 17 - Kópavogi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ólafur Jóhann Ólafsson og norski rithöfundurinn Erlend Loe lesa úr verkum sínum á bókmenntakvöldi í Iðnó. að þjóð sem ekki teldi nema u.þ.b. 270.000 íbúa hefði tekist að skapa bókmenntir sem lesnar væru víða um heim. Hann vék í því samhengi orðum sínum _að mætti bókmennt- anna og bar Islendinga sem smáa menningarheild saman við sinn eigin móðurarf, en Grass er af kasjúbísk- um ættum í móðurlegg. Það vakti nokkra kátínu meðal gesta hátíðar- innar er hann sagði frá því að honum hefðu eitt sinn verið veitt kasjúbísk bókmenntaverðlaun en við upphaf verðlaunaveitingarinnar hefði for- maður nefndarinnar tilkynnt honum að þeim líkaði ekki bækurnar sem hann skrifaði. „Það sem þér skrifið um kaþólsku kirkjuna er hræðilegt, og það sem þér skrifið um kynlíf er voðalegt. En vegna þess hve bækur yðar hafa verið þýddar á mörg tungumál hafið þér sýnt öllum heim- inum fram á tilvist okkar Kasjúba - og fyrir það fáið þér verðlaunin," sagði Grass að nefndarformaðurinn hefði sagt við sig. Með þessari litlu dæmisögu setti Grass sig í hlutverk sagnamannsins frammi fyrir gest- unum og lagði á þann táknræna máta áherslu á áhrifamátt skáld- skaparins og mikilvægi tjáningar- frelsisins, eins og þeir sem á undan honum höfðu talað. F yrsta upplestrarkvöld bók- menntahátíðarinnar var síðan í Iðnó á sunnudagskvöldið og lásu fimm höfundar fyrir troðfullu húsi. Þeir sem lásu voru Thor Vilhjálmsson, Erlend Loe, Kristín Ómarsdóttir, Ólafur Jóhann Ólafsson og Gunter Grass. Erlendu rithöfundarnir lásu á eigin tungu og var íslenskum texta varpað á skjá á sviðinu. Var sú til- högun til mikillar fyrirmyndar og átti án efa sinn þátt í því að skapa góðan skilning meðal hlustenda, sem fögnuðu rithöfundunum vel eftir að lestri þeirra lauk. Forstjóri Norræna hussins, Riitta Heinamaa, ávarpar gesti við setningu bókmenntahátíðar. Morgunblaðið/Arni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.