Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 33 Ferskir vindar í DANS/ GJÖRIVINGUR Listasafn Reykjavík- ur — Hafnarhús Dansarar: Erna Ómarsdóttir, Riina Saastamoinen. Hljóðlist: Martiens Go Home - Benoit Deuxant, Roland Wauters, Pierre Dejaeger. Innsetn- ingar: Architecture en Scéne - Eric Pringles. Framleiðandi: 1X2X3 Philippe Baste. WALKABOUT Stalk er yfir- skrift dansverks/gjörnings sem framinn var í porti Listasafns Reykjavíkur í liðinni viku. Þar könnuðu dansarar gleymd svæði stórborgar og endurvöktu þau með því að leggja um þau rauða stíga. Sýningunni er ætlað að skila upp- lifunum frá ólíkum svæðum og borgum sem hafa verið könnuð á sköpunarferlinu. Gjörningurinn hófst á því að dansararnir Erna Omarsdóttir og Riina Saastamoin- en skriðu inn portið og fikruðu sig í átt að vídeómynd sem varpað var á einn gluggann í portinu. Á myndbandinu sáust tvær mann- eskjur hreyfa sig til skiptis milli húsaraða og bátahöfn þar í baksýn. Dansararnir í listasafns- portinu hreyfðu sig um rýmið og áhorfendur fylgdu í humátt á eftir. Stórt hringlaga ljósker sem hékk yfir portinu lýsti verkið upp ásamt smáum rauðum ljósum sem áttu að mynda rauða stíga. Dansararnir dönsuðu um portið hvor í sínu lagi þannig að áhorfendur skiptust gjarnan í tvo hópa. Fataskipti áttu sér endurtekið stað í verkinu. I seinni hluta verksins opnaðist risa- stór hleri við enda portsins. Þaðan barst lýsing sem dansararnir böð- uðu sig í. Verkið bauð upp á að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Þannig mátti i upphafi greina tvo fiska á þurru landi skríða í átt til Tónlist o g tilfínningasemi KVIKMYJVDIR Slj örnub íó MUSIC OF THE HEART ★ ★ V2 Leikstjóri: Wes Craven. Handrit: Pamela Gray eftir heimildarmynd- inni „Little Wonders" um líf og starf Robertu Guaspari. Aðal- hlutverk: Meryl Streep, Cloris Leachman, Henry Dinhofer, Micha- el Angarano, Aidan Quinn og Ang- ela Basset. Miramax 1999. ÞEGAR ég sá heimildarmyndina „Little Wonders", sem þessi kvik- mynd byggir á, og segir sögu Robertu Guaspari, varð ég alveg heilluð af þessari konu. Með því að gefa fiðlutíma tókst henni á ein- hvern ótrúlegan hátt að læðast inn fyrir harðan skrápinn á krökkunum í austurhluta Harlem, og sýna þeim inn í heim tónlistar, listsköpunar og fegurðar, sem flest þeirra höfðu áð- ur lítið velt fyrir sér. Fiðlutímarnir urðu svo vinsælir að halda varð happdrætti um hver tæki þátt, og börnin lögðu allt á sig til þess að standa sig, sum þeirra æfðu sig inni í skáp á plásslitlum heimilum. Sumir gætu sagt að þessi heim- ildarmynd væri svo góð að það hefði ekki þurft að gera bíómyndina, en staðreyndin er auðvitað sú að marg- falt fleiri sjá bíómyndir en heim- ildarmyndir, og þetta er að mínu Tímarit • Hugur. Tímarit um heimspeki er komið út og er þetta 10. og 11. árgangur. Þetta er afmælisútgáfa tímaritsins og er það helgað Brynjólfi Bjarnasyni í tilefni af því að hundrað ár eru frá fæðingu hans á haustmánuðum 1998. Hann var einn stofnfélaga Félags áhuga- manna um heimspeki og var fyrsti og enn sem komið er eini heiðurs- félaginn. Greinarnar eru níu eftir jafn- marga höfunda og tengjast þær Islandi og íslenskri heimspeki á einhvern hátt. Félctg áhugamanna um heim- speki gefur rítið út.Tímarítið er 171 bls, kilja og kostar kr. 2.300. Háskólaútgáfan sér um dreifingu. mati saga sem á erindi til allra. Börn eru frábær. En eins og ann- að gott fólk geta þau verið ósköp vitlaus og halda t.d. að allt sem mamma, pabbi og annað fullorðið fólk segir sé rétt og satt. Því er mik- ilvægt að þeim séu kynntar allar þær leiðir sem lífið býður þeim upp á að velja, svo að þau geti fundið sinn rétta veg í stað þess að ganga óhikað þangað sem þeim er beint af ofannefndum aðilum. Roberta Gu- aspari opnaði augu óteljandi lítilla listasálna fyrir sinni í'éttu veröld, og þess vegna er hún hetja fyrir mér. Og sagan er líka aðalkostur myndarinnar. Wes Craven, „hryll- ingsmeistarinn", hefur með þessari mynd farið úr hræðslunni í grenjið, því á stundum virðist eini tilgangur myndarinnar vera að koma út á manni tárum, svo mikil er tilfinn- ingasemin. Og auðvitað er hápunkt- ur táraflóðsins í lokin og hann er sérdeilis magnaður. Það sem kom mér hins vegar á óvart er að myndinni er ekki sér- lega vel leikstýrt. Hún rennur ekki alveg nógu vel, auk þess sem leikar- arnir eru ekkert sérstakir. Meryl Streep var tilnefnd til Óskarsverð- launa fyrir hlutverk Róbertu, og hún stendur sig reyndar vel. Hún gerir mjög raunsæja og ofurvenju- lega manneskju úr Róbertu, sem er skemmtilegt val. Hún verður engin ofurhetja, bara venjuleg kona sem gerði óvenjulega hluti. Hins vegar er hún ekki mjög minnisstæður karakter. Eg get ekki dæmt um frammistöðu Aidan Quinn því mér finnst hann alltaf leiðinlegur, en Angela Bassett fannst mér ekki nógu góð, og Josh Pais var mjög ýktur sem leiðinlegi tónlistarkenn- arinn. Það er ekki hægt að segja að persónurnar séu sérlega skemmti- legar í þessari mynd. Eg er ennþá að spyrja mig hvað Gloria Estefan er eiginlega að gera þarna. Hlut- verk hennar er gegnsætt, hún kann ekki að leika og hún er ekki falleg. Og hún er á plakatinu! Þótt margt hefði mátt betur fara við gerð þessarar kvikmyndar er hún alls ekki leiðinleg. Þetta er fal- leg, sönn saga og fínasta hreinsun fyrir tárakirtlana. Hildur Loftsdóttir „Ófölsuð íslensk list“ SÝNING á verkum nokkurra listamanna; „Ófölsuð íslensk list“, hefui"verið opnuð í galleríi Sævars Karis. Verkin eru gerð á síðustu árum og eru í eigu gallerísins og eða listamannanna sjálfra. Verkin eru til sölu. Sýningin stendur til 28. sepetember. Morgunblaðið/Jim Smart Dansatriði í sýningunni Walkabout Stalk. portinu sjávar eða amöbur á hreyfingu. Snöggar flæðandi hreyfingarnar voru heillandi á að horfa og ferð dansaranna um rýmið leið töfrandi áfram við taktfasta en þó ágenga tónlistina. Dansararnir hreyfðu sig um rýmið þannig að áhorfendur urðu að bakka eða fylgja þeim eft- ir. Þannig tóku áhorfendur þátt í því að skapa umgjörð um dansinn sem varð meira spennandi og lif- andi fyrir vikið. Fataskipti dansaranna brutu upp verkið. Skiptin voru ástæðu- laus en gáfu óræð fyrirheit um kaflaskipti og juku þannig á stemmninguna. Meginhluti verks- ins er eflaust unninn í spunavinnu og ekki fyrirfram ákveðinn. Það gerði samsetningarnar ferskar og fallegar. Gott dæmi um það var lokakaflinn þar sem hurðarfleki opnaðist og dansararnir dönsuðu snerti-spuna-dúett í sterkri kast- aralýsingu við náttúrulega rign- ingu að himnum ofan. Port Lista- safns Reykjavíkur er kjörið fyrir dansgjörning sem þennan. Hópur- inn nýtti sér rýmið á frumlegan máta með innsetningum sem féllu vel að verkinu og þeim hugmynd- um sem að baki því búa. Hér er á ferð lítill hópur fagmanna með ferskar hugmyndir og frumleg efnistök sem skiluðu sér í vel lukk- uðum dansgjörningi. Lilja ívarsdóttir 1 ölvuskattholin sem slóéu í 9e9n Skattkol Verð áður: 38.000.- Verð nú: 16.000.- Gegnkeil eik. 122sm x 73sm x 130sm verð: 89,000kr. nú: 69,000kr. Snyrti / sk ri fkorá Verð áður: 38.000.- Verð nú: 16.000.- 137sm x 73sm x 130sm verð: 99,000kr. nú : 79,000kr. Sófakorð m/ marmaraplötu Verð áður: 38.000.- Verð nú: 13.000,- Borá á kjólum Verð áður: 24.000. Verð nú: 10.000.- COLONY Vörur fyrir vandláta Síðumúla 34 (Homið á Sfðumúla og Fellsmúla) Sími: 568 7500 - 863 2317 - 863 2319 EUROCARD MasferCarcf V/SA I Sfssæ5^*íissasíSBE3ss*aSfes j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.