Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 37 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EVROPA FRAMTÍÐARINNAR Breski fræðimaðurinn Christ- opher Coker dregur upp at- hyglisverða mynd af framtíð- arþróun Evrópu í viðtali í Morgunblaðinu síðastliðinn laugar- dag. Coker, sem er fyrirlesari við London School of Economics, telur ljóst að á næstu árum verði nauðsyn- legt að leyfa innflutning á fólki frá framandi menningarsvæðum, m.a. Norður-Afríku. I viðtalinu segir Coker m.a.: „Um 40% af íbúum Norður-Afríku eru fólk undir fimmtán ára aldri. Unglingarn- ir eru óþolinmóðir, uppreisnargjarn- ir, ekki reiðubúnir að sætta sig við ör- lögin og reyna því að komast til Evrópu. Þeir vilja fá vinnu sem ekki er fyrir hendi á heimaslóðum, kjör og lífsstíl sem ekki bjóðast þar heldur. Þjóðarvitund er veik í þessum lönd- um, einkum Marokkó, Alsír og Túnis en trúin, íslam, veitir mótvægi í þeim efnum. Innflytjandi verður að hafa öfluga, menningarlega vitund til að fyllast ekki tilfinningum einangrunar og útskúfunar í framandi landi og menningu. Evrópumenn verða að takast á við þessa áskorun og hún verður ekki auðveldari viðfangs með tímanum. Ef ekki verður breyting á lýðfræðilegri þróun verða Evrópumenn 100 millj- ónum færri eftir hálfa öld ... En ef gildin og menningin eru varðveitt þarf ekki að halda við ákveðnu munstri kynþátta. Bandaríkin eru af- ar gott dæmi um það. Kóreumaður sem flyst til Bandaríkjanna er ekki lengur kóreskur, hann er asísk-amer- ískur að uppruna en hann er Banda- ríkjamaður eins og hinir, ekki Asíu- maður lengur.“ Líftækniiðnaðurinn er að verða blómleg atvinnugrein á íslandi. íslenzk erfðagreining er stórveldið á því sviði. Deilur, sem staðið hafa um einstaka þætti í starfsemi fyrirtækis- ins og þá fyrst og fremst áform um uppbyggingu miðlægs gagnagrunns með upplýsingum úr heilbrigðiskerf- inu, hafa beint athyglinni frá því stór- afreki, sem dr. Kári Stefánsson hefur unnið á örfáum árum með uppbygg- ingu þessa fyrirtækis. Islenzk erfðagreining er komin á það stig, að starfsemi fyrirtækisins skiptir verulegu máli í samfélagi okk- ar. Þjóðfélagsleg áhrif af starfsemi þess eru margvísleg og margslungin. En ekki sízt skiptir máli sá mikli fjöldi hámenntaðra íslendinga og út- lendinga, sem ráðizt hafa til starfa hjá Islenzkri erfðagreiningu. Augljóst er, að markvisst er unnið að uppbyggingu annars fyrirtækis, Urðar, Verðandi, Skuldar, þótt um- svif þess séu, enn sem komið er a.m.k., ekkert nálægt því, sem er hjá Islenzkri erfðagreiningu. í Morgunblaðinu um helgina var skýrt frá þriðja líftæknifyrirtækinu, sem er að hazla sér völl hér. Það nefn- ist Procaria og starfar á öðru sviði en hin fyrirtækin tvö. Tekizt hefur að byggja upp sterkan fjárhagslegan grundvöll fyrir starfsemi þess fyrir- Coker segir að ef Evrópa eigi að lifa verði hún að verða fjölþjóðleg, en vissulega verði sú þróun varla sárs- aukalaus. „Nú sættum við okkur við að jafn- vel þótt svo fari að helmingur Evrópumanna verði ekki hvítur á hörund muni álfan eftir sem áður verða evrópsk. En fasisminn var evrópsk uppfinning og á sér tæpast hliðstæðu utan Evrópu og er ekki dauður. Deila um Austurríki í Evrópusambandinu er því aðeins upphafið að mörgum slíkum málum og spurningum sem sambandið mun verða að fást við í framtíðinni, sem allir Evrópumenn verða að horfast í augu við. Verður hægt að tryggja við- gang lýðræðisins?" Vafalítið er mikið til í þessu hjá Coker. Þá andstæðu þróun er sjá má í fólksfjölgun í hinum þróaða hluta Evrópu og fátæku ríkjunum í kring er að mörgu leyti tímasprengja ef ekki verður rétt haldið á málum. Sú spenna er innflytjendamál valda í nágrannaríkjunum gæti þá verið for- boði þess sem koma skal, jafnvel hér á landi. Stjórnmál Evrópu hafa verið á forsendum þjóðríkisins í rúmlega öld og hugmyndir um fjölþjóðlega menningu yfirleitt fallið í grýttan jarðveg. Ef grannt er skoðað má þó sjá að flest ríki Evrópu hafa þegar tekið stór menningarleg skref í átt til hins fjölþjóðlega samfélags. Ef þróunin verður sú sem Coker spáir er þó vart við öðru að búast en að gífurleg þjóðfélagsleg átök séu framundan á næstu áratugum, þar sem ríki Evrópu verða að svara erfið- um grundvallarspurningum um fram- tíðarþróun sína. tækis með íslenzku áhættufjármagni. Raunar er ljóst, að ný þekking og tækni ungra fjármálamanna gerir kleift að byggja upp ný fyrirtæki á nýjum sviðum með allt öðrum hætti en menn gátu gert sér í hugarlund fyrir aðeins rúmum áratug. Procaria er byggt á grunni þekk- ingar og rannsókna íslenzkra vísinda- manna og þá fyrst og fremst Jakobs K. Kristjánssonar á hveraörverum. Margt bendir til þess, að fyrirtækið eigi sér mikla framtíð. Hér er að fæðast ný atvinnugrein, sem getur átt eftir að hafa byltingar- kennd áhrif í okkar litla samfélagi. Um þessa framtíð segir Jakob K. Kristjánsson í samtali við Morgun- blaðið í fyrradag: „Framtíðin er mjög spennandi. Ég er sannfærður um, að hún lofar góðu. Líftæknin hefur þan- izt hratt út. Þetta hófst allt fyrir um það bil 25 árum og hefur svo átt sinn meðgöngutíma en við vorum það heppnir íslendingar að komast snemma inn í þetta ferli. Það var óskaplega þýðingarmikið að við skyldum hafa byrjað á undirbúningi að þessu á svipuðum tíma og aðrar þjóðir. Það er raunhæft að þetta hafi tekið svona langan tíma en það þýðir líka, að nú er tæknin orðin það þrosk- uð að núna eru hlutirnir farnir að ger- ast.“ Hann bjó um sig í Drangey samtímans INDRIÐI G. Þorsteinsson lifði margar ævir. Hann var rithöfundur, fram- kvæmdastjóri, ritstjóri; hvarvetna í fremstu víglínu. Styrkur hans sú ís- lenzka þjóðmenning og þúsund ára arf- leifð sem setti mark sitt á æskuumhverfíð í Skagafirði. Þessi arfleifð var umgjörð fræknustu afreka Indriða G. Þorsteins- sonar, skáldsagna sem spruttu úr um- hverfí hans sjálfs. Deiglan þjóðfélags- breytingar stríðsáranna. Þessi skáldverk voru sérstæð og mörkuðu tímamót í ís- lenzkri bókmenntasögu. Samt átti Indriði við andróður að stríða enda var skaplyndi hans með þeim hætti sem einkenndi þjóð- félagstákn eins og Gretti Ásmundarson. Undir lokin bjó hann um sig í Drangey samtímans. Þar varðist hann ef að honum var sótt og hafði engar áhyggjur af örlög- um sínum að öðru leyti. Féll að lokum fyr- ir þeim eina vígamanni sem allt hefur í hendi sér, þessum með ljáinn. En hann kallar á andstöðu sína, upprisuna. Nú er upprisa Indriða G. Þorsteinssonar hafin þarna á bökkum þess mikla fljóts sem við köllum tíma og hverfur í hafið án þess hugsa um bakka sína: Spegill er vatnið og vökul er nóttin við ána og vaxandi tunglið er glitrandi daggir við ljána, þannig er dauðinn og dregur sinn slóða við stráin unz deyjandi sólin hún hnígur við grasið og ljáinn. En spegillinn gárast og vatnið er söngfugl í sárum og síðustu ljósbrotin ýfast sem vindur í gárum, svo dagar að morgni og gustar við glitrandi ána og grasrótin styrkist og upprisan hefst nú við Ijána. Indriði G. tók mikinn þátt í þjóðmálum og gegndi reyndar einskonar forystuhlut- verki í þeim efnum, meðan hann var rit- stjóri Tímans. Þá gekk á ýmsu. Stundum kenndi hann áreiðanlega til í stormum sinna tíða eins og klisjan hermir. Stund- um minnti hann á að illt er að egna óbilgjarnan. Hann var ritstjóri Tímans þegar blaðið gerði harða hríð að okkur Jóni úr Vör. Þá hóf Rithöfundasambandið málssókn vegna ritlauna og tapaði! En við Jón úr Vör stóðum uppi sem fórnardýr einhvers konar íslenzkrar þjóðmála- heimsku. Slíkt erfir maður ekki, það hverfur með fljótinu eins og morið. Þetta var að vísu skemmtilegur tími en harður og illskeyttur. Hann fór ekki vel með Indriða enda átti hann það sjálfur til að vera óbilgjarn og minnti á suma þá víga- menn sem eru helzt nefndir í Skagafirði á dögum sturlunga eða Gretti, sem gat ekki einu sinni látið gæsfugla foreldra sinna í friði! En hann var sanngjarn og ræktaði með sér réttlætiskennd. Þegar að honum var sótt gat hann verið langrækinn. Ég minnist hans ekki sízt í baráttunni um Fjaðrafok, þá tók hann upp hanzkann fyr- ir þetta óvelkomna leikrit og varði rit- stjóra Morgunblaðsins sem var óvígur á heimavígstöðvum. Hann hafði sannfær- ingu og hún gilti. Hann átti í erjum við allskyns vinstri menn sem töldu sig af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum andstæð- inga hans, sóttu að verkum hans en nefndu þau þó helzt ekki á opinberum vettvangi. Indriði lét sér fátt um finnast. Hann bjó um sig í Drangey og varðist eins og honum einum var lagið. Þar ein- angraðist hann æ meir og í síðasta samtali okkar heyrði ég ekki betur en hann væri sáttur við þessa einangrun og trúði því áreiðanlega innra með sér að verk hans stæðust þetta próf, þegar til lengdar léti. Á því er ekki heldur neinn vafi. Það hafa ekki verið rituð betri skáldverk um þessa umbrotatíma og þessar tvísýnu uppákom- ur sem hafa verið eins og Ionescu hafi skrifað þær. Indriði tók ríkan þátt í þessu íslenzka fjarstæðuleikriti. Hann lifði og hrærðist í alls kyns kenningum og póli- tískum vafningum sem ég botnaði ekkert í. Hættu að berjast við þessar vindmyllur, sagði ég við hann í sumar, komdu og láttu Eddu gefa út verkin þín. Vindmyllur eru óverðugir andstæðingar, segir bók- menntasagan. En Indriði lagði kollhúfur. Hann vitnaði í reynsluna. Ég talaði um fyrir honum þegar Rithöfundasambandið var sameinað, en hann þóttist síðar illa svikinn. Hann nærðist á þessari baráttu við þá sem að honum sóttu, vildi einhvern veginn ekki missa af henni. Rússnesku andófsskáldin nærðust á illsku kommún- ismans. Þá voru þau í tízku um allan heim, nú að mestu gleymd á óseðjandi markaðnum sem allt gleypir og engu skil- ar; jafnvel Solzhenitsyn! Það er alltaf verið að fjalla um ein- hverja pólitík, einhverja uppákomu, eitt- hvað sem skiptir listir og bókmenntir í raun og veru litlu sem engu. Sjaldan um kjarnann; verðmætin; listina; handbragðið sjálft sem öllu skiptir. Ef skáldsaga er skrifuð um fólk er fjallað um hana sem þjóðfélagssögu. Og þá helzt sem einhvers konar dæmisögu. Blikktromma Grass fjallar fyrst og síðast um fólk, um það er sjaldnast talað. Hún á að fjalla um Þjóðfé- lagið. Menn eru alltaf að tala um það sem stendur ekki í bókum, sagði Halldór Lax- ness. Ég hef einhvern tíma haldið því fram að 13. öldin sé höfundur Njáls sögu. Það mætti til sanns vegar færa, þó að margt sé þar af arfsögulegu ívafi. Hún fjallar að sjálfsögðu um fólk, en þó ekki fólkið á söguöld, heldur fólkið á 13. öld, sturl- ungualdarfólkið, hvernig það lifði í mót- sögnum sínum eins og sagt hefur verið um Njál; og hvernig það dó. En ekki um Þjóðfélagið sem slíkt. Þannig fjallaði Indriði einnig um tímamótin í 20. aldar sögu samtímans. Hann skrifaði um fólk, að vísu í samfélagsumhverfi sínu, en um- fram allt fólk. Og það lifir í fáguðum stíl, eða eins og Jóhann Hjálmarsson sagði svo ágætlega hér í blaðinu þegar hann minnt- ist Indriða, „Sögur hans gerast í stílnum og andrúminu með sérkennilegum hætti“. Indriði skrifaði eins og skáldi er lagið, en ekki leiðarahöfundi. Féll þannig ekki að formúlunni um pólitíska gagnsemi skáldverka. Hann vissi að markaðurinn er samtímalegt tízkuok, olnbogaskot þeirra sem lifa og hrærast í fjölmiðlatóminu mikla. En það er mýflugnalíf, sjaldnast reist á mikilvægri eða frumlegri listrænni sköpun, og raunar með ólíkindum hvað þessi hávaði getur gert mikið úr litlu. Indriði G. Þorsteinsson reyndi að vernda skáldið í brjósti sínu og gerði sér grettisbæli þar sem enginn náði til hans. Þar er hann minnisstæðastur, þar er hann allur. Eins og fjall úr fjarlægð. Við sjáum það allt, kalblettirnir horfnir og aurskrið- urnar. Indriði G. var framkvæmdastjóri þjóð- hátíðarnefndar 1974. Það var engin tilvilj- un að hann var valinn í þetta erfiða starf sem hann gegndi af miklum sóma og stakri samvizkusemi. Sem slíkur var hann framkvæmdastjóri fjölmennustu samkomu í sögu íslenzku þjóðarinnar og ekki þarf að tíunda, hvernig til tókst. Samstarf okk- ar var framúrskarandi. Ég hef aldrei kynnzt duglegri manni eða útsjónarsam- ari, ef því var að skipta. Hann komst jafn- vel í samband við veðurguðina og það lék ítalskur lognblær um Þingvöll á þjóðhátíð- inni. Allt eftirminnilegt. Og niðurstaðan heiðblá minning og þríefldur þjóðarmetn- aður eftir váleg tíðindi Vestmannaeyja- goss. Það var mikið gos og þjóðhátíðin mikilvæg uppörvandi hátíð. Ég er enn að hitta þakklátt fólk sem býr að henni. Það er ekki hægt að minnast hennar án þess í hugann komi nafn skáldsins úr Skagafírði, Indriða G. Þorsteinssonar. Það er inní þennan bláma sem minning hans mun vaxa, nú þegar upprisan er haf- in. Matthías Johannessen. Nefnd á vegum forsætisráðherra vill að landsbyggðarþingmenn fái aðstoðarmenn Aðstoðarmenn verði með skrifstofu á landsbyggðinni ITILLÖGUM nefndar, sem forsætisráðherra skipaði til að bregðast við breyttri kjör- dæmaskipan, er gert ráð fyrir að fyrsti þingmaður hvers flokks fái einn aðstoðarmann og hálf staða að- stoðarmanns bætist við hvem þing- mann sem kjörinn er til viðbótar. Gert er ráð fyrir að aðstoðarmenn- irnir verði með skrifstofur á lands- byggðinni. Nefndin var skipuð af forsætis- ráðherra í tengslum við kjördæma- breytinguna. Nefndin sldlaði áliti fyrir síðustu kosningar, en í henni sátu fulltrúar allra þingflokka sem þá áttu sæti á Alþingi. Nefndina skipuðu Einar K. Guðfinnsson for- maður, Tómas Ingi Olrich, Magnús Stefánsson, Svavar Gestsson, Krist- ján Möller, Jóna Valgerður Krist- jánsdóttir og Steingrímur J. Sigfús- son. Nefndin hafði tvíþætt hlutverk, annars vegar að móta aðgerðir í byggðamálum og hins vegar að móta reglur um aðstoð við þingmenn í nýj- um kjördæmum þar sem þingmönn- um fækkar og svæði þeirra stækkar. „Markmiðið var að reyna að tryggja eftir fóngum að þetta sam- band þingmanns og kjósenda rofn- aði ekki,“ sagði Einar K. Guðftnns- son. Einar sagði að tillaga nefndarinn- ar, sem skilaði sameiginlegu áliti, væri að hver flokkur, sem fengi kjör- inn þingmann í kjördæmunum, fengi einn aðstoðarmann og hálfur starfs- maður bættist við hvern þingmann sem kjörinn væri til viðbótar. Með öðrum orðum fengi flokkur sem næði tveimur þingmönnum eina og hálfa stöðu, en flokkur sem fengi þrjá þingmenn tvær stöður aðstoð- armanna. Ráðnir verði um það bil 20 aðstoðarmenn „Það var lögð á það mikil áhersla af okkar hálfu að þessir aðstoðar- menn störfuðu úti í kjördæmunum. Það var rætt sérstaklega um hvort aðstoðarmaður ætti að starfa við hlið þingmanns á skrifstofu hans á Al- þingi, en niðurstaðan var sú að þar sem meginmarkmiðið væri að auð- velda samband þingmanna og kjós- enda væri eðlilegt að þessir aðstoð- armenn störfuðu úti í kjördæmunum. Það væri síðan á valdi þingmannanna að kveða nánar á um það. Við leituðum upplýsinga um þessa starfsemi í löndunum í kringum okk- ur. Þar fer þetta fram með ýmsum hætti. Víða njóta þingmenn aðstoðar á skrifstofum sínum, en okkar nið- urstaða var sú að það væri mjög mikilvægt að þessir menn væru starfandi í kjördæmunum sjálfum. Þetta gæti þá um leið létt á þing- málaskrifstofu Alþingis, sem m.a. aðstoðar þingmenn við undirbúning mála,“ sagði Einar. Einar sagði ljóst að þetta kallaði eftir viðbótarkostnaði, en hann liti svo á að þetta væri herkostnaðurinn við þessa kjördæmabreytingu. Nefndin lagði til að tillögur nefndar- innar kæmu til framkvæmda í áföng- um og fyrsti áfangi yrði stiginn með fjárveitingu í fjárlögum árið 2001. Þá yrðu u.þ.b. 10 aðstoðarmenn ráðnir, en þegar tillögumar yrðu komnar að fullu til framkvæmda eftir næstu al- þingiskosningar yrðu aðstoðar- mennimir u.þ.b. 20. Þingmenn í landsbyggðarkjördæmunum verða eftir kjördæmabreytinguna alls 30. Einar sagði að nefndin hefði ekki talið ástæðu til að gera breytingu á aðstoð við þingmenn á höfuðborgar- svæðinu. „Verið er að bregðast við þeim aðstæðum sem skapast þegar kjördæmin á landsbyggðinni eru stækkuð og þingmönnunum þar fækkar. Hið gagnstæða gerist á höf- uðborgarsvæðinu. Kjördæmin, hvert um sig, minnka og þingmönn- um fjölgar." Skýrsla um samkeppnishæfni þjóða Staða Islands batnar en horf- urnar versna Island er í fremstu röð þjóða hvað varðar lítið atvinnuleysi, mikla notkun á Netinu, jöfnuð í heilbrigðis- og menntakerfínu og stofnun nýrra fyrirtækja. Skattheimta á Islandi er hins vegar mikil, litlu fjármagni varið í rannsóknir og þróun og þjóðhags- legur sparnaður er lítill. ALÞJÓÐLEGA efnahags- stofnunin (The World Economic Forum) í Davos í Sviss hefur undanfarin ár lagt mat á sam- keppnishæfni þjóða með því að bera saman margvíslega þætti í efnahagsstarfsemi þeirra. Ný skýrsla stofnunarinnar er komin út, en samkvæmt henni er Island í 24. sæti, en var í 18. sæti í fyrra. Skýrslan byggist á þróun ýmissa efnahagsstærða og huglægu mati stjórnenda fyrirtækja. Samtök at- vinnulífsins aðstoðuðu við gerð skýrslunnar fyrir íslands hönd. Skýrslan í ár felur í sér þá ný- breytni að niðurstöður eru settar fram á tveimur mælikvörðum í stað eins líkt og áður var gert. Annars vegar er skoðaður grund- völlur verðmætasköpunai’ og hins vegar er lagt mat á forsendur framtíðarhagvaxtar. Báðir þessir mælikvarðar eru settir saman úr fjölda ólíkra þátta. FyiTÍ mælikvarði skýrslunnar byggist á þáttum sem leggja grunn að framtíðarhagvexti og er sá mælikvarði sambærilegur við þann mælikvarða sem notast hef- ur verið við í eldri skýrslum. Þess ber þó að geta að nú er tekið mun meira tillit til tækni og þróunar og þátta er leggja grunninn að upp- lýsingasamfélaginu og hinni nýju efnahagsskipan en áður var gert. Á þessum kvarða lendir Island í 24. sæti, en var í 18. sæti fyrir ári. Hinn kvarðinn segir til um sam- keppnishæfni ríkjanna núna. Á þessum lista eru Islendingar í 17. sæti. Minnst atvinnuleysi á Islandi Samkeppnis- hæfni ríkjanna 2000 RÍKI (RÖÐ 99) 1. Bandaríkin (2.) 2. Singapore (1.) 3. Lúxemborg (7.) Holland (9.) frland (10.) Finnland (11.) Kanada (5.) Hong Kong (3.) Bretland (8.) Sviss (6.) Taiwan (4.) 12. Ástralía (12.) 13. Svíþjóð (19.) Danmörk (17.) Þýskaland (25.) Noregur (15.) Belgía (24.) Austuríki (20.) ísrael (28.) Nýja-Sjáland (13.) Japan (14.) Frakkland (23.) Portúgal (27.) ÍSLAND (18.) Malasía (16.) Ungverjaland (38.) Spánn (26.) Chile (21.) Kórea (22.) italía (35.) Thailand (30.) 32. Tékkland (39.) 33. SuðurAfríka (47.) 34. Grikkland (41.) 35. Pólland (43.) 36. Máritíus (29.) 37. Filippseyjar (33.) 38. KostaRíka (34.) 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. í skýrslunni eru bornir saman margvíslegir efnahagslegir þættir í 59 löndum um allan heim. Ágætt er að hafa í huga að sé ríkjunum raðað eftir stærð efnahagskerfa landanna lendir Island í neðsta sæti. Hagvöxtur á íslandi árið 1999 var 4,33% sem setur landið í sjötta sæti. Sé hins vegar litið til hagvaxtar landanna frá 1990-1999 lendir ísland í 27. sæti með 1,77% árlega hagvöxt að meðaltali. Kína er þar á toppinum með 8,75% hag- vöxt á ári að meðaltali. Ekkert land í skýrslunni er með jafnlítið atvinnuleysi og ísland eða 2% árið 1999. ísland er einnig efst á lista yfir lönd sem gera minnsta mun á heilbrigðisþjónustu eftir efnahag íbúanna. Kína og Banda- ríkin eru þar í 31. og 32. sæti. Sama á við um jafnrétti innan skólakerfisins með tilliti til efna- hags. Þar er Island í öðru sæti næst á eftir Finnlandi. í saman- burði á gæðum heilbrigðisþjónust- unnar er ísland í 6. sæti I skýrslunni er löndum raðað með tilliti til þess hvað lágmar- kslaun hafa mikil áhrif. Efst á list- anum eru lönd sem eru annað- hvort með mjög lág lágmarkslaun eða ekki er farið eftir reglum um lágmarkslaun. Þar lendir Island í 12. sæti. Lægst á þessum lista er Danmörk og Frakkland. Island er í 3. sæti yfir lönd þar sem ráðn- ingarréttindi starfsfólks eru hvað rúmust, þ.e.a.s. auðvelt er fyrir vinnuveitendur að ráða starfsfólk og segja því upp störfum. Dan- mörk er í 9. sæti en Svíþjóð í neðsta sæti. Finnland og Svíþjóð eru í efstu sætum yfir þjóðir þar sem vald verkalýðsfélaga er sterkast, en Island er þar í 17. sæti. Island er hins vegar í 44. sæti yfir ríki þar sem fyrirtæki ráða hvað mestu um laun starfs- manna. Háir skattar á Islandi Island kemur vel út þegar borið er saman það sem kalla má reglu- gerðarbákn í ríkjunum. Þar er ís- land í 5. sæti. ísland er 21. sæti á lista yfir lönd þar sem minnst er svikið undan skatti. Útgjöld ís- lenska ríkisins voru um 36,5% af landsframleiðslu árið 1998, sem setur ísland í 33. sæti, en ríki með mest útgjöld eru Svíþjóð og Dan- mörk. ísland er í 9. sæti yfir þjóð- ir sem skila mestum afgangi á rík- issjóði. ísland kemur illa út í saman-^ burði á skattheimtu. Aðeins þrjú samanburðarlönd eru með hærri virðisaukaskatt en ísland. Noreg- ur, Svíþjóð og Danmörk eru reyndar á svipuðum stað og Is- land hvað þetta varðar. Skattar á meðaltekjur eru með því mesta sem þekkist ef marka má skýrsl- una. Þar sem fjallað er um dómstóla í skýrslunni er ísland í efstu sæt- um. Kostnaður við málaferli er mjög lítill miðað við samanburðar- ríkin, mjög lítið er um skipulagða glæpi, spilling er lítil og traust á lögreglunni er gott. Á lista yfir traust almennings á heiðarleik stjórnmálamanna lendir Island í .. 8. sæti. Mikil notkun á síma og Netinu I kafla skýrslunnar þar sem fjallað er um innviði samfélagsins lendir ísland í 15. sæti. Þar er átt við ástand vega, flugvalla, hafna, símakerfis. o.s.frv. Island er í 7. sæti yfir þjóðir þar sem farsíma- notkun er útbreiddust og 8. sæti á lista þar sem fjallað er um ódýr- ustu innanlandssímtölin. ísland er í 3. sæti yfir lönd sem hafa mest-j an aðgang að Netinu og 7. sæti þegar fjallað er um notkun á tölvupósti. í kafla skýrslunnar um tækni og rannsóknir er ísland frekar aftarlega. íslensk fyrirtæki eru í 43. sæti á lista þar sem fjallað er um rannsóknir og þróun. Dönsk fyrirtæki eru einu sæti fyrir ofan Island. ísland er í 22. sæti þegar kemur að útgjöldum til rannsókna og þróunar sem hlutfall af lands- framleiðslu. Hugverkaréttindi eru einnig illa varin á íslandi ef marka má skýrsluna. Þjóðhagslegur sparnaður er lítill ísland er í 3. sæti á lista yfir lönd sem eru með hvað auðveld- astan aðgang að fjármagni. Þegar löndunum er raðað upp eftir muni á innláns- og útlánsvöxtum lendii’ Island hins vegar í 38. sæti. Á lista yfir lönd þar sem auðvelt er að afla fjár á hlutabréfamarkaði er Island í 17. sæti. Innherjavið- skipti eru aftur á móti mjög al- geng hér á landi því að þar lendir Island í 54. sæti. Þjóðhagslegur sparnaður er einnig lítill á Islandi því þar lendir landið í 52. sæti. Island lendir hins vegar efst yfir lönd þar sem hlutafjáreign al- mennings í bankakerfinu er al- mennust. ísland er í 24. sæti þeg- ar löndunum er raðað upp eftir' lánstrausti. Island lendir frekar aftarlega í kafla skýrslunnar um utanríkis- viðskipti og fjármagnsflutninga. ísland er í 50. sæti yfir lönd þar sem gengi er hagstæðast útflutn- ingsatvinnuvegum. Island er í 52. sæti yfir lönd þar sem aðgangur erlends fjármagns er hvað frjáls- astur. Tollar virðast hins vegar vera lágir á íslandi því þar er landið í 6. sæti yfir lönd sem eru með lægstu tollana. Samkeppnishæfni íslands er góð þegar kemur að stofnun nýrra fyrirtækja, en þar er ísland í öðru sæti. Þetta á við um almennt um- hverfi fyrir stofnun nýrra fyrir- tækja og sama má segja um stjórnkerfið og lagaumhverfið. Hvort tveggja styður stofnun nýrra fyrirtækja á íslandi ef marka má skýrsluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.