Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 64
JB4 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 m “1 MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM Spencer Tracy, Hedy Lamarr og John Garfield í Kátir voru karlar. Leigh, Gable og Fleming við tökur Á Hverfanda hveli. Frægustu faðmlög bíósögunnar. „MAÐURINN sem gerði Á Hverf- anda hveli“, þannig verður Victors Fleming minnst um aldur og ævi. Þó ekkert annað lægi eftir hann, dygði þessi frægasta mynd allra tíma ein til og gott betur. En Fleming gerði margar fleiri gæðamyndir á tiltölulega skömm- um ferli, sem hófst fyrir alvöru 1927 og stóð til 48. Þá hafði hann reyndar lítið gert minnisstætt frá 42, siðustu myndirnar slakastar, líkt og altítt er á ferli leikstjóra. Fráfall hans kom snögglega svo tímabundin lægð gat allt eins ver- ið orsakavaldurinn. Fleming fæddist 1883, óx því úr grasi á sama tíma og kvikmynda- iðnaðurinn. Hollywood var í mót- 'un þegar Fleming kom þangað fyrst. Það var við upphaf annars áratugar 20. aldarinnar og upp- sveiflan risavaxin í kvikmynda- framleiðslu. Tækifæri hæfra manna, framan sem aftan við tökuvélarnar álíka stórbrotin. Fleming þótti manna hand- lagnastur og vann fyrir sér á þessum tíma sem þúdundþjala- smiður í Los Angeles. Einn góðan veðurdag var hann ráðinn til að lappa uppá bifreið leikstjórans Allans Dwan, sem hreifst svo af handbragði unga mannsins að hann bauð honum vinnu sem töku- maður. Þannig hófst einstæður ferill á bílskúrsgólfinu. Þetta voru - >»annkallaður ævintýratímar. Fleming vakti samstundis athygli sem útsjónarsamur og listrænn tökumaður, en um það leyti sem hann var að skapa sér nafn í kvik- myndaborginni, blönduðu Banda- ríkin sér í hildarleik fyrra heims- stríðs og Fleming var skipað í kvikmyndadeild landhersins. Þar hélt framagangan áfram, hún fór ekki framhjá sitjandi forseta, Woodrow Wilson, sem réð Flem- ing persónulega sem tökumann við friðarsamningana í stríðslok , sem fóru fram og kenndir eru við Versali. Eftir þessa upphefð sneri Flem- ing til Hollywood og komst að því >að hans gamli vinur, Douglas Fa- irbanks, var orðinn einn af stóru nöfnunum í borginni og búinn að stofna United Artists. Fairbanks réð hann samstundis til að taka His Majesty, The American (19), fyrstu mynd sina hjá fyrirtækinu. Hún var jafnframt sú síðasta sem Fleming gerði sem slíkur, því skömmu síðar var hann ráðinn sem leikstjóri hjá Paramount út þriðja áratuginn. Viðfangsefnin einkum átakamyndir, ævintýri og vestrar. Gott dæmi um leik- stjórnarlegan styrk Flemings, "ÍStrax á upphafsárum hans, má nefna Mantrap (26). Ævin- týramynd sem m.a. var tekin á víðáttum norður í Kanada. Með hinni seiðmögnuðu Clöru Bow, að- alkvenstjörnu Paramount á þess- um tíma (og Fleming átti með fun- heitt ástarsamband). Þarna naut sín til fulls ungur og efnilegur tökumður, James Wang Howe, sem varð einn sá besti í sögunni og mikill vinur og samstarfsmað- ur leikstjórans. Ári síðar sló Fleming fyrst eftirminnilega í gegn með The Way of All Flesh, fyrstu mynd þýska stórleikarans Emil Jennings í Vesturheimi. Minnti að vísu berlega á The Last Laugh, bestu mynd leikarans í föðurlandinu, en vann engu að síður til Óskarsverðlaunatilnefn- ingar sem besta mynd ársins og Jennings fékk sinn fyrsta (og eina) Oskar. Fleming lauk samn- ingi sínum hjá Paramount með miklum stíl og smelli; vestranum sígilda, The Virginian (29). Fyrsta talmynd Gary Cooper, og markaði upphaf glæsiferils hans í slíkum myndum um ókomin ár. Fleming hóf störf hjá MGM 1932 og nú gekk í garð glæsilegt timabil. Hófst með Red Dust, sem státaði tveimur af fremstu stjörn- um kvikmyndaversins, Clark Ga- ble og Jean Harlowe. Fleming varð strax með sinni fyrstu mynd, einn eftirsóttasti leikstjóri versins og fékk jafnan að velja leikara sína sjálfur. Eftirlætin; Gable, Harlowe og Spencer Tracy. Má segja að blómatíminn hafi stðið í 14 ár. í kjölfarið fylgdu tvær myndir með platínuljóskunni Har- lowe; háðsádeilan Bombshell (’33), og dans- og söngvamyndin Reckless (’35). Næsta verkefni, Gulleyjan - Treasure Island (’35), sýnir fjölhæfni Icikstjórans og ós- korðað traustið sem borið var til hans á þessum árum. Myndin er Á HVERFANDA HVELI - GONE WITH THE WIND (1939)-**^* Stórfengleg lýsing á sögu Suður- ríkjanna fyrir og á tímum þræla- stríðsins, síðan eftirhreytnanna og uppbyggingarinnar, sem reyndist þeim dýr. Þungamiðjan er Scarlett ÓHara (Vivian Leigh), vellauðug stúlka, alin upp í allsnægtum og eft- irlæti á risastórum búgarði föður síns þar sem ódýrt vinnuafl og frjó- söm jörðin var undirstaða afkom- unnar. Fylgst með ástarævintýrum hennar og tveggja herramanna; hins hreinskiptna Ashley Wilkes (Lesley Howard) og ævintýramannsins, kvennagullsins Rhett Butler (Clark Gable). Systir hennar (Olivia De Havilland), er hlédræg, vönduð, siðprúð, andstæða Scarlett, sem er hrokafull, frek, sjálfselsk og heill- andi. Stríðið skellur á, öll gömul gildi heyra sögunni til. Lífið tekur algjör- um stakkaskiptum sem sumir ráða við, aðrir ekki, Örlög aðalpersón- anna fjögurra, landsins, lífsháttanna, verða með ýmsu móti. Niðurlæging Suðursins átakanlegri en margir ráða við. Stórmyndir gerast ekki mikilfenglegri. Hvorki dramatíkin né umgjörðin. Urvinnsla Flemings er stórvirki þar sem mörg atriði eru gerð af slíkri fagmennsku að brellu- og frábærlega vel skrifuðu bók Kiplings um auðmannssoninn sem fellur fyrir borð á skemmtiferða- skipi, er bjargað af skútukörlum sem gera mann úr dekurdrengn- um, er nánast óaðfinnanleg. Myndin færði Tracy hans fyrstu Óskarsverðlaun og sjálf hlaut hún tilnefningu, önnur mynda leik- stjórans, sem sú besta á árinu. 1938 réð Fleming tvo góða vini sína, Clark Gablc og Tracy (sem einnig nutu þess að vinna saman), til að fara með aðalhlutverkin, ásamt Myrnu Loy, í Test Pilot (’38). Myndin gerði stormandi lukku (einkum þóttu loftmynda- tökurnar tímamótaverk), og enn var verk eftir leikstjórnn tilnefnt til Óskars - án þess að fá þau eða hann sjálfur tilnefningu. Um þetta sem Garland litla verður að sjá við til að eygja von um að komast úr hinni litríku en varasömu veröld skýjum ofar og heim til mömmu. KÁTIR VORU KARLAR - TORTILLA FLAT (1942) Sögur Johns Steinbeck um hina sjarmerandi, blóðlötu og drykkfelldu auðnuleysingja í Monterey kreppu- áranna, er eftirminnilega skemmti- leg lesning og Fleming hefur tekist vel við að fanga þennan á sinn hátt, heillandi heim þar sem ekkert er gert á morgun sem hægt er að gera hinn daginn. Lífið gengur sinn vana- bundna og tiltölulega átakalitla gang, ekki til það vandamál sem ekki má leysa með smávægilegum belli- brögðum - uns ástin kemur til sög- unnar og ekki síður bölvun þess sem felst í veraldlegri velgengni, þar sem kemur til sögunnar höllin Hliðskjálf. Gáski bókarinnar, gráglettin ádeilan á auðvald og neysluþjóðfélagið og lit- ríkar persónurnar, allt kemst dýrð- lega til skila hjá Fleming og leikur- unum. Ekki síst Spencer Tracy, John Garfield og Frank Morgan í rónahópnum, og Hedy Lamarr er hreinlega ógleymanleg sem stúlkan sem vinirnir verða ástfangnir af. Sæbjörn Valdimarsson leyti var MGM að hefja tökur á einu viðfangsmesta verki sínu fyrr og síðar, Galdrakarlinum í Óz. Búið var að reka þá báða, Richard Thorpe og George Cukor frá þessum vandræðapakka þar sem hvert ólánið elti annað og út- gjöldin fóru gjörsamlega úr bönd- unum. Aðalvandamálið var þó ný tækni, liturinn, en Galdrakarlinn i Oz var aðeins önnur myndin sem MGM gerði í Technicolor. Hún út- heimti fleiri tökuvélar, nákvæm- ari lýsingu o.fl. o.fl. Það kom á óvart að Fleming var ráðinn til að koma þessari óhemju dýru barna- og fjölskyldumynd til bjargar - sem hann gerði með glæsilegum árangri. En heimurinn hafði ekki enn séð meistaraverk Flemings. Um þessar mundir voru tökur að hefj- ast á einni dýrustu og umtöluð- ustu mynd allra tíma, Á hverf- anda hveli - Gone With the Wind, og allt gekk á afturfótunum. Enn á ný var Fleming fenginn til að leysa sjálfan Cukor af liólmi. Ekki þarf að orðlengja árangurinn, myndin er eitt mesta stórvirki kvikmyndasögunnar og hefur not- ið, allar götur síðan, nánast óvið- jafnanlegra vinsælda. Óstjórnleg velgengni Á hverf- anda hveli, bæði hvað snerti gagn- rýni og aðsókn, hefur örugglega orðið hemill á framgangi Flem- ings við gerð þeirra mynda sem hann átti eftir að leikstýra. Þar af voru þrjár til viðbótar með Tracy, þar sem Kátir voru karlar - Tort- illa Flat (’42), ber hæst. Hinar eru Dr. Jekyll and Mr. Hyde (’41), sem menn telja reyndar hið besta verk í dag, en á þessuin tíma var of skammt liðið frá útgáfunni frá ’32, sem státar af Óskarsverð- launaleik Frederics March í titil- hlutverkunum. Eftir þetta leik- stýrði Fleming einni MGM mynd með Gable, Adventure (’45), svanasöngur þessa meistara stór- myndanna var Jóhanna af Örk - Joanne of Arc (’49), með Ingrid Bergman. Myndinni var líkt við risa á brauðfótum. Hvort „maður- inn sem gerði Á hverfanda hveli“, hafði glatað einhverju af töfrun- um verður aldrei svarað, Victor Fleming féll frá skömmu síðar. Judy Garland og kynlegir félagar hennar í Galdrakarlinum í Oz. Vivien Leigh sögð ein sú besta af fjölmörgum sem gerðar hafa verið eftir hinu sígilda ævintýri Roberts Louis Stevenson. Árið eftir var Fleming lánaður til 20th Century Fox, til að leikstýra aðalstjörnu kvik- myndaversins, Henry Fonda í The Farmer Takes a Wife (36). Stórstj- arnan benti á það í ævisögu sinni, Fonda, My Life, að það hefði ein- mitt verið Fleming sem benti hon- um á að skilja greinilega á milli sviðs- og kvikmyndaleiks, en Honda hafði einnig leikið aðal- hlutverkið í leikritinu sem myndin er byggð á. Fleming sneri síðan aftur til MGM og ári síðar var frumsýnd Captains Courageus, fyrsta myndin sem hann gerði af fimm með Spencer Tracy. Með- ferð þeirra félaga á hinni sigildu Sígild myndbönd meistarar samtímans gætu ekki bet- ur. Bruninn í Atlanta, atriðið á lest- arstöðinni o.fl. o.fl., eru ódauðleg stórvirki manna sem í dag teljast tæknilega séð með skóflu og haka í höndunum. Leikhópurinn er óað- finnanlegur. Leitin að Scarlett ÓHara er sú frægasta og umfangs- mesta í allri kvikmyndasögunni, og val Leigh, stórieikkonunnar bresku, jafnásættanlegt og það var fyrir 60 árum. Enginn þó betri en Gable, sem er fremstur meðal jafningja. Það stormar af honum og nálgast að vera hið sanna hjarta þessarar svipmiklu og sögufrægu goðsagnar. GALDRAKARLINN í OZ - THE WIZARD OF OZ (1939)-*-**-% Ævintýrferð sveitatelpunnar í Kansas (Judy Garland), sem geysist á stormsveipi til undralandsins ofar regnboganum, er ein af kvikmynda- perlum sögunnar. Byggð á ævintýr- inu góða, tekin af ótrúlegri útsjónar- semi með frábæra leikara í hverju hlutverki og Garland í hlutverki fer- ils síns. Svo sannarlega er túlkun hennar á titillaginu, Somewhere, Over the Rainbow, einn af hápunkt- um kvikmyndatónlistarinnar. Við sögu koma fjölmargar furðu- verur sem hafa orðið sígildar með ár- unum, skæðust allra galdranomin VICTOR FLEMING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.