Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ f ÚRVERINU ERLENT Vilhelm Þorsteins- son til veiða NÝJASTA fiskiskip flotans, Vilhelra Þorsteinsson EA, er nú haldið til veiða. Það lét úr höfn síðastliðinn laugardag og er nú á kolmunnaveið- um við miðlínuna milli Islands. Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, sagði í samtaJi við Verið í gær að búið væri að taka eitt prufu- hol og skipið væri með annað hol á siðunni og allt virtist ganga vel fyrir sig. Kolmunninn verður ekki frystur um borð, heldur kældur í lestum skipsins og landað í mjölvinnslu hér heima, líklega í Grindavik. Skýring- in á því er tvíþætt, annars vegar er ekki búið að ganga frá öllum vinnslubúnaði um borð og hins veg- ar sú að engir kjarasamningar eru til fyrir veiðar og vinnslu af þessu tagi. Lítil sem engin hreyfíng er á samningaviðræðum sjómanna og út- vegsmanna en samningsgerð fyrir skipið er hluti þeirra. Skipið verður á kolmunna fram í miðjan október, en þá er stefnt að því að fara á sfld og frysta um borð. Það er eftir sem áður háð því að samningar hafí ver- ið gerðir að sögn Kristjáns. Morgunblaðið/V íðir Björnsson Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samheija, leysir hér landfestar Vilhelms Þorsteinssonar er hann fer í sína fyrstu veiðiferð. Jörgen Niclasen, sjávarútvegsráðherra Færeyja Oánæg’ður með dönsk afskipti Þórshöfn. Morgunblaðið. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Færeyja, Jörgen Nielasen, gagn- rýnir nú dönsku ríkisstjórnina fyrir afskipti af sjávarútvegsstefnu Fær- eyja. Þessi afskipti hafa leitt til þess að þríhliða samningur íslands, Fær- eyja og Grænlands hefur ekki orðið að veruleika. Markmiðið með þess- um þríhliða samningi er að vernda sameiginlega fiskistofna gegn of- veiði, meðal annars karfa, grálúðu og kolmunna. Vinna við undirbún- ing að samkomulaginu hefur því stöðvazt, vegna kröfu danska utan- ríkisráðuneytisins um að það verði að leggja blessun sína yfir allar breytingar á samkomulaginu. Það sættir Jörgen Niclasen, sjávarút- vegráðherra Færeyja, sig ekki við. „Það kemur hreinlega ekki til greina að Danir eigi að leggja bless- un sína yfir þetta samkomulag okk- ar. Hér er um að ræða veiðar Fær- eyinga innan færeyskrar lögsögu og það kemur Dönum hreinlega ekkert við,“ segir Niclasen, sem jafnframt undrast kröfu Dana um að þurfa að staðfesta samkomulagið. „Við Færeyingar höfum í fjölda ára, án þátttöku danska utanríkis- ráðuneytisins, gert samninga um fiskveiðar við ísland og Grænland hvort fyrir sig. En þegar svo kemur að þríhliða samkomulagi, segjast Danir verða að staðfesta samkomu- lagið, sem er afar óheppilegt. Við höfum árum saman mótað okkar eigin fiskveiðistefnu og jafnframt erum við í þeiiTÍ stöðu að vinna að sjálfstæði okkar. Þess vegna er ekki hægt að sætta sig við að Danir skuli þurfa að eiga aðild að samkomulagi sem snýst meðal annars um okkar eigin fiskveiðilögsögu. Þetta virkar á mig eins og þeir treysti okkur ekki,“ segir Niclasen. Ráðherrann segir einnig að hann undrist kröfu danska utanríkisráðu- neytisins, þar sem dönsku ríkis- stjórninni sé fullkunnugt um það að umræðurnar um sjálfstæði eyjanna, leiði til þess að sjálfstjórn Færeyja aukizt. „Það fer ekki saman við það að Danir krefjist þess að allar breyt- ingar á samningum um fiskistofna innan lögsögu okkar, þurfi staðfest- ingu þeirra," segir Niclasen. Verði samningsdrögin um þrí- hliða samkomulag milli Islands, Færeyja og Grænlands að veru- leika, verða þjóðþing allra þjóðanna að staðfesta það áður en það öðlast gildi. ---------------- Tíu sviptir veiðileyfi FISKISTOFA svipti 10 báta veiði- leyfi í ágústmánuði vegna afla um- fram heimildir. Allir bátarnir hafa fengið leyfið að nýju eftir að aflamarksstaða þeirra hafði verið lag- færð. Eftirtaldh- bátar voru sviptir leyfinu: Styi-mir KE 11, Austurborg GK 91, Gústi í Papey SF 188, Ólafur GK 33, Dagur ÍS 400, Bjarmi VE 66, Valm- ÍS 420, Suðurey VE 500, Jón Pétur RE 411 og Röst SH134. --------------------- Heimsókn frá Mósambík RÁÐUNEYTISSTJÓRI sjávarút- vegsmála í Mósambík, Roderigues Bila, og fyrrverandi fiskimálastjóri landsins, Herminin Tembe, komu til landsins síðdegis í gær. Þeir munu dvelja hér á landi til 15. september á yegum Þróunarsamvinnustofnunar íslands. Með í ferðinni er verkefnis- stjóri ÞSSI í Mósambík, Gísli Páls- son. Heimsóknin er liður í að efla þróunarsamstarf landanna tveggja á sviði sjávarútvegs, sem staðið hefur yfir síðan 1995. Gestirnir munu með- al annars ræða við ráðuneytisstjóra í utanríkis- og sjávarútvegsráðuneyti, heimsækja ýmsar stofnanir, skóla og fyrirtæki á sviði sjávarútvegs og svara spurningum fjölmiðlafólks. J) o ö a s í a r f 1 iD’piíílbkOt&Halffívii áí asiafiriiaiímn TWr>-25> ánai Uerihrðhé; ib’ifíbbxdfBw’ríKHttw ii lung^limg^tsntiti S^iÍfoífegiiHgsiui;, siömten fi Wm - aj#kr*a«ríHi %mir Maafkrm'ífc: ’tönrma) að) imamniix&m- teig; ffiwininnntt'flJíífffritanááiisni •Kfrm smajfíöi uuangí tkfoifi Q>-W íímvar íi rmHiixibi l^imim^iniutnáifr wfsrihifr Ifiaiflimi H3UBH2m) ItíL 2Um)a& iHfe«ri&£iNuu 1MSL. lU^Mn^Hi-ííáifiMtnTCiSTiB íBHIÖ) H mS. Mm niia urkiríf'deiid.fedcross.ís www.redcwMJs/uhi HK Kosningasvindl sagt hafa hjálpað Pútín Yfír milljón til- búinna kjósenda á skrá í Rússlandi BEITT var víðtæku kosningasvindli í Rúss- landi í vor til að tryggja að Vladímír Pútín for- seti þyrfti ekki að beij- ast við frambjóðanda kommúnista, Gennadí Zjúganov, í annarri um- ferð. Kom þetta fram í langri og ítarlegri um- fjöllun dagblaðsins Moscow Times sem gef- ið er út á ensku í Moskvu. The Sundaý Times í Bretlandi fjallar um skriftn um helgina og segir að í greininni komi fram fjöldi dæma um meint svindl en þess má geta að al- þjóðlegir eftirlitsmenn álitu að kosn- ingamar hefðu í aðalatriðum farið vel fram. Atkvæði voru keypt, bætt við at- kvæðum í kjörkassa og niðurstöðutöl- um breytt af dæmalausri ósvífni í að minnsta kosti 12 héraðum af 89. I Dagestan var tölunum breytt og Pút- ín þannig látinn fá um 500 þúsund at- kvæði aukalega. Mútur voru notaðar í Tatarstan til að fá embættismenn á staðnum til að fleygja tilbúnum Pút- ín-atkvæðum í kassana, í borginni Novosíbírsk fékk hver kjósandi sem kaus Pútín vodkaflösku að launum og í Bashkortostan var einfaldlega skipt á atkvæðatölum, Pútín í hag, þegar talning benti til að Zjúganov væri að þokast fram úr forsetanum. Frásögnin er ekki einvörðungu hnekkir fyrir ráðamenn í Kreml. Hún er einnig talin geta valdið vestrænum ráðamönnum nokkram vanda vegna þess að þeir hafa margir veðjað á að Pútín væri þrátt fyrir allt reiðubúinn að halda fast við leikreglur lýðræðis. Sé það rétt að kosningasvikin hafi verið svo umfangsmikil verður að draga í efa að Pútín sé rétt kjörinn þótt fáir efist um að hann hefði sigrað Zjúganov ef til annarrar umferðar mUli þeirra tveggja hefði komið. Leikið á erlenda eftirlitsmenn? Strax að loknum kosningum full- yrtu kommúnistar að um sjö milljónir atkvæða hefðu verið hafðar af Zjúg- anov með sviksamlegum hætti. Þess- um staðhæfingum var yfirleittvísað á bug og talið að ekkert væri að marka þær, kommúnistar væra einfaldlega tapsárir. Fulltraar Ör- yggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu, ÖSE, á kjörstöðum víða um Rússland sögðu að þær hefðu í aðalatriðum farið vel og lýðræðislega fram. Samkvæmt opinberam tölum um niðurstöður kosninganna vann Pút- ín þegar í fyrstu um- ferð, hlaut rúmlega helming atkvæða og var með 2,2 milljónir atkvæða fram yfir meirihlutann sem ki-af- ist var. Moscow Times segir í átta blaðsíðna umfjöllun sinni að minnst jafnmörg- um atkvæðum hafi beinlínis verið stolið af öðrum frambjóðendum og l, 3 milljónir atkvæða hafi verið búnar til handa Pútín með því að skálda upp nöfn á fólki sem ekki var til. Embættismenn úti héraðunum, sem neituðu að taka þátt í svindlinu, vora sumir reknir eftir kosningamar. Yfirkjörstjóm í Rússlandi var sama sinnis og erlendu eftirlitsmennimii- en að sögn Moscow Times átti hún sjálf mikinn þátt í svindlinu. Frá því að haldnar vora þingkosningar í des- ember 1999 og þangað til fosetakjörið fór fram þrem mánuðum síðar var bætt við nær 1,3 milljónum nýrra kjósenda á kjörskrár. Er spurt var hvemig á þessu stæði var skýringin m. a. að nær 500 þúsund manns, sem orðið hefðu að flýja heimili sín vegna átakanna í Tsjetsjníu, hefðu ekki kos- ið í desember en gert það í mars. Einnig sagði yfirkjörstjórnin að um 550 þúsund manns undir tvítugsaldri hefðu bæst í hóp kjósenda á umrædd- um þrem mánuðum en að sögn Moscow Times er þetta rangt. Heimilisföng margra af kjósendun- um sem bætt var við listana reyndust ekki tíl, sumir vora skráðir á hæðum í fjölbýlishúsum sem hafði ofur ein- faldlega verið bætt við veraleikann. Er embættismennh'nir hjá yfirkjör- stjórninni rússnesku voru spurðir nánar út í málið vora allar upplýsing- ar um kjörskrámar skyndilega fjar- lægðar af heimasíðu embættisins. The Sunday Tímes gefur í skyn að málið minni helst á fræga 19. aldar skáldsögu Gogols, Dauðar sálir en þar era stunduð viðskipti með ánauð- uga bændur sem hvergi era til. Vladímír Pútín Myndsíma spáð vinsæld um í Bandaríkjunum New York. AP. MYNDSIMANUM er nú spáð vin- sælduin en hann hefur heillað al- menning frá því fyrirtækið AT&T kynnti hann á heimssýningunni 1964. Frá þeim tíma hefur mynd- siminn verið kynntur við og við en hár kostnaður og léleg myndgæði komið í veg fyrir að hann hafi náð almennum vinsældum. Síminn skal hins vegar nú kynnt- ur almenningi á ný en vinsældir hans til þessa hafa verið bundnar við fjarfundi fyrirtækja. Símalínur hafa reynst illa til flutnings á flúknum myndtáknum enda hamiaðar til flutnings á hljúði. Myndsími jap- anska fyrirtækisins Kyocera er gott dæmi um þetta en sá sími getur ein- ungis flutt fjóra myndramma á sek- úndu. I Bandaríkjunum er nú hins vegar eytt milljörðum dollara í að skipta út hefðbundnum símalinum fyrir staf- ræna DSL-þjúnuslu. Mörg ár geta þú liðið þar t.il þorri almennings hef- ur aðgang að myndsímuin, m.a. vegna þess hve kostnaðarsamir þeir eru. „Myndsímai’ eru í raun aðeins nytsamlegir ef þeir sem þú vilt tala við eru með einn slíkan líka,“ segir Sheldon Hochheiser hjá AT&T. Gene Rosov, forstjúri fyrirtækis- ins Talk Visual, sem nú þegar býður myndsímaþjúnustu í gegnum ISDN- línur, er þú bjartsýnn en viðurkenn- ir að kostnaðurinn, sem nemur urn 120.000 krúnum fyrir hvern síma, sé of mikill fyrir hinn almenna neyt- anda. „Við trúum því þú að á næsta ári munum við geta boðið fúlki upp á úkeypis myndsíma ef það fer með alla símaþjúnustu sína í gegnum okkur,“ sagði Rosov. Ilvort almenningur vill síðan láta sjá sig í símanum er svo annað mál. Síminn býður fúlki í dag upp á sitt sérstaka samskiptakerfi og eru þeir til að mynda úfáir sem tala í símann á meðan þeir sinna öðruin verkum. „Það er ekki vitað hvort fúlk vill lála sjá sig í símanum," segir Hochheis- er. „Við spurðum ekki að þessu þeg- ar við kynntum myndsímann upp- haflega og mér er ekki kunnugt um að þessari spumingu hafí nokkurn tíma verið svarað." j m- i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.