Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBL'AÐIÐ Breytingar á vísitölu neysluverðs Frá okt. til nóv. 2000 Mars 1997=100 01 Matur og drykkjarvörur (16,8%) f 0.0% 0111 Brauð og kornvömr (2,7%) :íA\, j 1+1,2% 012 Drykkjan/örur (2,0%) -0,7% | | 02 Áfengi og tóbak (3,2%) | 11+1,6% 03 Föt og skór (5,5%) r i +0,7% 04 Húsnæði, hiti og rafmagn (19,5%) □ +0,5% 043 Viðhald og viðgerðir á húsnæði (1,1 %) ffl EB I 1+1,1% 05 Húsgögn, heimilísbúnaður o.fl. (5,2%) □ +0,2% 06 Heilsugæsla (3,0%) -0,4% □ 07 Ferðir og flutningar (19,4%) f V □ +0,4% 072 Bensín og olíur (4,9%) □1+1,5% 0733 Flutningar í lofti (1,1 %) -2,3% Q 08 Póstur og sími (2,5%) fi+0,1% 09Tómstundirog menning (12,2%) 1+0,1% 10 Menntun (1,0%) 0,0% 11 Hótel og veitingastaðir (5,3%) []+0,1% 12 Aðrar vömr og þjónusta (6,5%) fi+0,1% 122 Skartgripir (0,5%) -1,1% l 1+1,0% VÍSITALA NEYSLUVERÐS í nóvember: 113,2 0 +0,3% Vísitala neysluverðs hækkar um 0,3% Howard Kruger hefur fullan hug á að eignast Hótel Valhöll en leggur áherslu á að gerist í sátt Vill títskýringar fái hann ekki að kaupa hótelið Morgunblaðið/Þorkell Howard Kruger segisl skilja þau viðbrögð sem urðu þegar fyrst fréttist að hann vildi kaupa hótel Valhöll. Hann vonast eftir því að meiri friður skapist geri hann tilboð í hótelið á ný. VÍSITALA neysluverðs var 202,1 stig miðuð við verðlag í nóvember- byrjun og hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hagstofu ís- lands. Til samanburðar má nefna að vísitalan hækkaði um 1% í sept- ember. Vísitala neysluverðs án hús- næðis var 200,5 stig og hækkaði um 0,2% frá því í október. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 4,6% og án hús- næðis um 3,3%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,5% sem jafngildir 6,2% verðbólgu á ári. Af einstökum liðum í neyslu- vísitölunni hækkaði verð á áfengi og tóbaki mest eða um 1,6% og verð á olíu og bensíni um 1,5%. Líkur á auknum innflutningi í evrum á kostnað bandarfkjadals I Morgunpunktum Kaupþings segir að hækkun vísitölu neyslu- verðs sé minni en fjármálafyrirtæki hafi almennt spáð. Mestu hafi mun- að um hækkun á markaðsverði hús- næðis um 0,7% og hækkun á bens- íni og olíu 1,5% en áhrif þessara liða á vísitöluna séu um 0,14%. „Að undanförnu hefur gengi íslensku krónunnar lækkað talsvert, en veikara gengi ýtir undir verðbólgu þar sem verð á innfluttum vörum hækkar í kjölfarið. Þess ber að geta að krónan hefur lítið veikst gagnvart evru eða um rúm 2% frá áramótum á sama tíma og krónan hefur lækkað um 8% mælt í gengis- vísitölunni. Rúmlega 40% af inn- flutningi til landsins er í evru eða gjaldmiðlum sem mikla fylgni hafa við evru (svissneskur franki og dönsk króna). Hins vegar eru um 25% af innflutningi til landsins í bandaríkjadollurum en dollarinn hefur styrkst um rúm 20% gagn- vart krónunni frá áramótum. Þegar svo miklar sviptingar verða á verði gjaldmiðla eins og orðið hefur það sem af er ári, vaknar sú spurning hvort ekki sé líklegt að innflutning- ur komi til með að aukast í evrum á kostnað dollarans þegar fram í sækir. Ef þessi þróun myndi eiga sér stað myndu áhrif gengissveiflna á verðlag verða minni en ella.“ í Morgunkorni FBA segir einnig að hækkun neysluvísitölunnar sé minni en aðilar á fjármagnsmarkaði hafi spáð en FBA hafi gert ráð fyr- ir hækkun á bilinu 0,4-0,7%. Síð- astliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hins vegar hækkað um 4,6% og verðbólgan hafi því færst í aukana að nýju eftir að hafa lækk- að úr 6,0% í apríl niður í 4,0% í segtember. í Markaðsyfirliti Viðskiptastofu Landsbanka Islands kemur fram að undanfarna þrjá mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 1,5% sem jafngildi 6,2% verðbólgu á ári. Hækkun vísitölunnar í októ- ber hafi þó verið minni en menn áttu von á en í spá Landsbankans var gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,5%. BRESKI kaupsýslumaðurinn How- ard Kruger, sem gert hefur tilboð í Hótel Valhöll á Þingvöllum, segir til- boð sitt í hótelið hafa verið sett fram í fullri alvöru. Hann segist þó gera sér grein fyrir að staðurinn skipi sér- stakan sess í huga íslendinga og hann vill að málið verði leyst með sem mestri sátt. Hindri ríkisstjórn Islands hins vegar kaupin hljóti hann að krefjast útskýringa. Kruger ræddi í gær við Jón Ragn- arsson, eiganda hótelsins, en í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Krug- er að nýtt tilboð í hótelið hefði ekki verið lagt fram. Vill útskýringar verði honum meinuð kaup Talsverðar deilur urðu þegar fregnir bárust af tilboði Krugers og fyrirhugaðri sölu hótelsins í lok sum- ars. Helst var deilt um lóðarréttindi og eignarhlut ríkisins í hótelinu. Þar sem tilboðið kom í gegnum fyrirtæk- ið Verino Investments í Mónakó þurfti að fá undanþágu fyrir kaupun- um þar sem Mónakó er utan EES- svæðisins. Dómsmálaráðuneytið synjaði hins vegar fyrirtækinu um undanþáguna. Ef annað tilboð verð- ur gert í hótelið verður það í nafni bresks fyrirtækis í eigu Krugers. Hann segir að það velti á ríkis- stjórninni hvort af kaupum verður. „Annaðhvort verður eignin seld eða ekki. Ef ríkisstjórnin vill kaupa þá gerir hún það,“ segir Kruger og bæt- ir við að þá verði hann einfaldlega að leita fjárfestingartækifæra annars- staðar. Verði honum hins vegar meinað að kaupa hótelið hljóti hann að krefjast útskýringa. Hann geti vel skilið að Islendingar telji að ríkið eigi að eignast Hótel Valhöll enda sé það á afar sérstökum stað. Rökin geti þó ekki falist í því að hann sé út- lendingur. ísland sé hluti af EES- svæðinu og því hljóti hann að geta fjárfest hér á landi. Kruger segir að þegar hann gerði fyrst tilboð í hótehð hafi hann alls ekki gert sér grein fyrir því uppnámi sem það myndi skapa. Þetta hafi ein- Endurbyggð flugstöð opnuð á Akureyri STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra opnaði endurbyggða flugstöð á Akureyrarflugvelli síð- degis í gær. Flugstöðin er um 1.600 fermetrar að stærð og var kostnaður við þann áfanga sem nú er lokið 68 milljónir króna. Ráðherra greindi við opnunina frá því að samningur hefði verið undirritaður um rekstur slökkvi- liðsins á Akureyrarflugvelli, en hann felur í sér að Slökkvilið Ak- ureyrar tekur að sér rekstur slökkviliðs Akureyrarflugvallar. Slökkvilið Akureyrar mun sjá um slökkvi- og björgunarstörf ásamt verkefnum er lúta að öryggis- málum á Akureyrarflugvelli. Þá mun Slökkvilið Akureyrar sjá um faglega umsjón og þjálfun með slökkvi- og brunavarnarmálum á landsbyggðarflugvöllum Flugmálastjórnar. Með því færir Flugmálastjórn verkefni til Akur- eyrar sem áður var sinnt í Reykjavík, sem er í samræmi við stefnu stjórnvalda. Slökkviliðið á Akureyri mun eftirleiðis hafa um- sjón og eftirlit með landsbyggðar- flugvöllum Flugmálastjórnar og annast þjálfun flugvallarstarfs- manna í tengslum við það. Einnig var undirritaður samn- faldlega átt að vera venjuleg við- skipti. Hann hafi þó vitað að það væri innan þjóðgarðs en benti á að í Bretlandi gæti fólk keypt eignir þrátt fyrir að þær væru innan e.k. verndarsvæðis. Kruger segist þó skilja viðbrögðin enda viti hann nú hve sérstakan sess staðurinn eigi í huga Islendinga. Segir verðið ekki hátt miðað við kosti staðarins Kruger segist fyrst hafa séð Hótel Valhöll þegar hann var hér á ferð í viðskiptaerindum fyrir fimm árum. Honum hafi þá þótt hótelið og um- hverfi þess afar fallegt. Þegai- hann frétti að hótelið væri til sölu ákvað hann að slá til. Hann gerði Jóni Ragnarssyni kauptilboð í hótelið upp á 3,8 milljónir punda sem þá sam- svöruðu um 450 milljónum króna. Aðspurður hvort það sé ekki hátt verð segir Kruger svo ekki vera. „Þetta er frábær eign og alls ekki víst að slíkt tækifæri bjóðist aftur.“ Hann bendir auk þess á að fasteigna- verð í London sé gríðarlega hátt og samanburðurinn Valhöll í hag. ingur við Háskólann á Akureyri um rannsóknarsamstarf sem hef- ur að markmiði að byggja upp gagnagrunn og líkan sem lýsir þróun innanlandsflugsins í nútið og framtíð. Alls fóru 194 þúsund farþegar Kruger segir ekkert ákveðið um framtíð Hótel Valhallar. Engin áform séu um breytingar á því. Hann muni að sjálfsögðu virða þau skilyrði sem sem sett verði varðandi fram- kvæmdir við hótelið. Hann sér ekk- ert því til fyrirstöðu að Hótel Valhöll verði opið almenningi. Eignast mikið af góðum vinum hér á Iandi Knager hefur margoft komið til landsins, einkum í viðskiptaerindum. Hann hefur m.a. staðið fyrir komu hljómsveitanna Iron Maiden og Rage Against the Machine sem kom hingað í tengslum við Listahátíð Hafnarfjarðar 1993. Þá hafi hann skipulagt komu Bolshoj- og Kirov- ballett-flokkanna hingað til lands ár- ið 1992. Ki'uger telur að heimsóknir sínar til íslands séu orðnar á þriðja tug. Hann segir kynni sín af þjóðinni góð. Næg viðskiptatækifæri séu til staðar auk þess sem fjármálaástand- ið sé gott. „Ég hef eignast mikið af góðum vinum og átt mikið af ágæt- lega heppnuðum viðskiptum hér á landi,“ segir Kruger. um flugstöðina á Akureyri í fyrra og er það 7,3% aukning frá árinu á undan. Fyrstu 6 mánuði þessa árs var farþegafjöldinn 99 þúsund sem er um 10% aukning frá síð- asta ári, en á sama tíma fækkaði farþegum á landsvísu um 1,4%. VAKA-Í-ÍB „Blikktromman er meðalþeirra bóka 20. aldar sem lengst munu lifa.“ Úr umsögn sænsku akademíunnar um Giinter Grass þegar hún ákvað að veita honum Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1999. Morgunblaðið/Rúnar Þór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.