Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ 1 LAUGARDAGUR 11. NOVEMBER 2000 41 1 z w 1 Tölvuofnæmi? The New York Times Syndicate. SAMKVÆMT nýrri rannsókn er gerð var í Svíþjóð getur efni sem skjáir gefa frá sér valdið ofnæm- isviðbrögðum hjá tölvunotendum. En bandarískir ofnæmisfræðing- ar gefa lítið fyrir þessar niður- stöður. „Mér fínnst harla ósenni- legt að tölvur gefí frá sér einhverjar hættulegar agnir,“ segir dr. Diana Marquardt, yfir- maður ofnæmisrannsókna við læknadeild Háskólans í Kaliforn- íu í San Diego. En sænskir vísindamenn segja að efnið trifenýl fosfat, sem notað er sem eldvarnarefni í sjónvarps- skjám, valdi umtalsverðri útgeisl- un umhverfis tölvur. Trifenýl fos- fat getur valdið ofnæmisvið- brögðum, þ. á m. snertiskinn- þrota, sem vísindamenn segja að valdi kláða. Ekki sé ljóst hversu mikið af efninu þurfí til að vekja ofnæmi. Niðurstöðurnar birtust í nýlegu hefti Environmental Science & Technology. Efnið berst frá tölvu- skjám þegar þeir hitna við notkun og segja vísindamennirnir að nýir skjáir gefí frá sér meira af efninu en gamlir. Rannsóknin beindist að „öndunarsvæði“ um það bil hálfan metra fyrir framan skjá- inn. Eftir tíu daga notkun minnk- aði magn trifenýl fosfats í loftinu en var engu að síður tífalt meira en fannst í venjulegu skrifstofu- lofti. Ókunnugt um ofnæmi fyrir tölvum Efnið fannst 1 tíu af átján skjám sem prófaðir voru. Rannsóknin kann að útskýra hvers vegna sumir tölvunotendur segjast fínna fyrir ofnæmiseinkennum við vinnu, að því er segir í niður- stöðunum. Einn rannsakendanna, efnafræðingurinn Conny Ostman, kveðst ekki geta svarað því hverj- ir séu líklegir til að vera við- kvæmir fyrir trifenýi fosfati. Varað við fæðubótar- 2 jólastjörnur að eigin vali 998 Upplýsíngasími: 5800 500 New England Journal ofMedicine: www.nejm.org/ efni Þekkt hér sem smyglvarningur NOTKUN fæðubótarefna sem inni- halda svonefnda efedra alkalóíða (ephedra alkaloids á enskri tungu) virðist auka hættu á því að sá sem þau innbyrðir fái hjartaáfall. Þetta kemur fram í grein í nýjasta hefti tímaritsins New England Journal of Medicine, sem birt var fyrr en ætlað hafði verið þar eð hún reyndist hafa að geyma upplýsingar sem vörðuðu almannaheill. Fæðubótarefni sem innihalda ef- edra alkalóíða hafa notið vinsælda víða um heim en þau eru notuð í megrunarskyni auk þess sem vaxt- arræktarfólk og fleiri telja sig fá aukna orku með neyslu þeirra. Mill- jónir manna nota slík fæðubótarefni í Bandaríkjunum en 64 dauðsföll hafa verið tengd notkun þeirra frá því á miðjum tíunda áratugnum. „I greininni er sagt frá tengslum notkunar efedra alkalóíða við hjarta- og heilasjúkdóma. Þessi efni eru bönnuð hér á landi en við vitum til þess að þau hafa verið hér á ferð- inni sem smyglvarningur," sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir í samtali við Morgunblaðið. Fæðubótarefni þessi eru seld undir ýmsum nöfnum á enskri tungu. Þau fai'a fremst Ripped Fu- el, Ma huang, Chinese Ephedra, Metabolife, Diet-Phen og epitonin. Að sögn Sigurðar Guðmundsson- ar hefur þetta efni svipaða virkni og adrenalín. Hjartsláttur notandans eykst til muna. Dr. Christine Haller, einn aðal- höfunda greinarinnar í New Eng- land Journal of Medicine, segir í samtali við fréttaþjónustu banda- ríska dagblaðsins The New York Ti- mes að ávinningurinn af notkun fæðubótarefna sem hafa að geyma efedra alkalóíða sé lítill eða enginn en hins vegar fylgi raunveruleg áhætta henni. „Ég ráðlegg fólki að nota ekki framleiðslu sem inniheld- ur þetta efni.“ Rannsóknin tók einkum til heil- brigðs, ungs fólks. TENGLAR Reuters Tveir bandarískir ofnæmis- fræðingar segjast aldrei hafa heyrt um ofnæmi fyrir tölvum, skjám eða trifenýl fosfati. Annar þeirra, dr. Myron Zitt, telur að kannski viti sænsku vísindamenn- irnir ekki fyllilega hvað ofnæmi sé. Ofnæmisvakar valdi viðbrögð- um hjá ónæmiskerfí líkamans en ertingarvaldar séu einungis til óþæginda. Ef trifenýl fosfat sé í rauninni ofnæmisvaldur þurfí vís- indamenn að sýna fram á að líkaminn reyni að ráðast gegn efninu, segir Zitt. Tímaritið Environmental Science & Technology: http://pubs.acs.org/ journals/esthag/.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.