Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 JAKOB KRISTINN GESTSSON + Jakob Kristinn Gestsson fæddist í Stykkishólmi 27. júní 1926. Hann lést hinn 1. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jak- obína Helga Jakobs- dóttir, húsfreyja, f. 5. mars 1902, d. 24. september 1987, og Arelíus Gestur Sól- bjartsson, útvegs- bóndi, f. 6. júní 1901, d. 13. apríl 1991. Jakob var elstur systkina sinna, hin voru: Bryndís Margrét, f. í Sth. 29. ágúst 1927; Bergljót Guð- björg, f. í Sth. 9. ágúst 1928, d. 11. nóvember 1999; Olafur Helgi, f. í Sth. 1. desember 1929, Ingibjörg Charlotta, f. í Sth. 14. ágúst 1931; Jósef Berent, f. í Rvk. 30. desem- ber 1932; Sólbjört Sigríður, f. í Flatey 11. febrúar 1934; Berg- sveinn Eyland, f. í Svefneyjum 2. janúar 1937; Jónína, f. í Flatey 17. desember 1940. Jakob var fyrstu árin sín í Stykkishólmi, þegar foreldrar hans flytja í Svefneyjar 1932 verður hann um kyrrt hjá Jakobi afa og Ingibjörgu ömmu, móður- foreldrum sínum. Iljá þeim er hann fram á sumar 1937, þá fer hann í Svefneyjar til foreldra sinna. Þar tók alvaran við, að vinna. Frá Svefneyjum er flutt í Bjarneyjar 1937, þar er búið til 1944, þá er flutt suður yfír fjörð í Hrappsey. í Hrappsey búa Gestur og Jakobína til 1958 er þau bregða búi og flytja í Stykkis- hólm. Hinn 24. febrúar 1962 kvæntist Jakob Kristínu H. Hansen frá Hafnarfírði. For- eldrar Kristínar voru Hendrik A. Hansen, sjómaður, f. 20. apríl 1859, d. 4. janúar 1940, og Gísl- ína Guðrún Egils- dóttir, húsmóðir, f. 23. október 1892, d. 19. maí 1953. Kristín er yngst sinna systk- ina. Systkini Krist- ínar eru þessi, talin eftir aldri: Hinrik (dáinn); Jónfna, Sigmundur, Egill og María. Jakob og Kristín eign- uðust þrjú börn: Jakob Ingi, f. 12. september 1962; Guðrún Helga, f. 30. júní 1964, og Guðbjörg Þóra, f.27.júní 1971. Jakob stundaði margskonar störf til lands og sjávar, byijaði ungur að stunda sjó með fóður sínum á opnum bátum frá Bjarn- eyjum, hann var vertíðir í Olafs- vík. Átti bátinn Jakob í félagi við Ólaf bróður sinn, þar áður trill- una Þorsk sem þeir fengu hjá pabba sfnum. Jakob var á Reykja- fossi hjá Eimskip, togaranum Ágústi hjá BÚH, hjá sandblást- ursfyrirtækinu Stormi, Hafnar- firði, Bátalóni og víðar. Seinni ár- in var hann í Stykkishólmi við ýmis störf, hjá Kaupfélagi Stykk- ishólms, Röst sf., Jóni Finnssyni f Dagverðarnesi og Purkey við þangslátt. Svona mætti lengi telja. Útför Jakobs fer fram frá Kálfatjarnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elskulegur bróðir minn, Jakob, er búinn að fá hvíld eftir mikil veikindi. Er ég hugsa til liðinna ára rifjast margt upp. Þegar ég var smá písl heima í Hrappsey hlakkaði ég næstum til heimkomu hans sem væru það mín önnur jól. Diddó, eins og hann í daglegu tali var nefndur, fór snemma að heiman til að vinna. Hann var elst- ur okkar systkina. Alltaf vissi ég á undan öðrum ef hann var væntan- legur heim þó aðekki væri sími eða talstöð til að flytja fréttir milli lands og eyja. Hann átti íslenska tík sem hét Snotra og hún vissi þegar hann fór af stað úr Stykkis- hólmi, þá fór hún niður að lending- unni og beið hans þar. Þessu tók ég eftir. En þegar ég sagði fólkinu þetta fyrst var hlegið að mér en því var fljótt hætt. Þegar hann kom að bryggjunni í Hrappsey beið ég uppi á bökkunum því þá vissi ég að hann bæri mig á há- hesti heim. Eins kom hann með eitthvað gott í munninn. Hann hafði líka tíma til að leika við mig, spila og tefla, en ég vann alltaf þó ég kynni ekki mannganginn. Hann byrjaði snemma að stunda sjóinn og fluttist að heiman meðan ég var krakki. En alltaf þegar hann kom í heimsókn urðu fagnaðarfundir hjá okkur. Hann kvæntist indælis konu, Kristínu Hansen úr Hafnar- firði, og hófu þau þar sinn búskap. Við hjónin heimsóttum þau á Hverfisgötuna þar sem þau voru með litla risíbúð. Þó hún væri lítil var alltaf nóg pláss fyrir nætur- gesti. Seinna fluttu þau niður á Norðurbrún. Þangað komum við nokkrum sinnum. Svo komu þau til Stykkis- hólms en þaðan fluttu þau að Traðarkoti á Vatnsleysuströnd. Þar barðist hann við sín veikindi með þolinmæði sinni og þraut- seigju við dyggan stuðning konu sinnar sem gat ekki vikið frá hon- um síðustu mánuði ásamt börnum, tengdabörnum og mágsystkinum. Elsku Diddó, ég á minningarnar eftir, þær ylja, en ég veit að nú líð- ur þér vel. Allar þrautir eru farn- ar. Nú.tekur annað tímabil við. Ég þakka öllum sem hlúðu að bróður mínum og reyndu eftir megni að láta honum líða sem best. Öllu lækna- og hjúkrunarliði sem lögðu til sína aðhlynningu, systkinum mínum og síðast en ekki síst þér elsku Stína mín og börnum og barnabörnum þínum. Stína mín, horfðu fram á veginn, þetta er ekki allt búið, þetta er aðeins spurning um tima. Ég votta þér og börnum þínum samúð mína og öðr- um þeim sem tengdir voru Diddó fjölskyldu- og vinaböndum. Guð blessi og styrki ykkur öll. Jóna á Höfða. Já, nú er hann Diddó frændi dá- inn og farinn af þessu tilverusviði, það er samt stór huggun harmi gegn að þjáningum hans er lokið. Það veit ég að vel hefur verið tekið á móti honum á hans nýja dvalar- stað, því beggja vegna landamær- anna var hann elskaður og dáður. Mig langar hér að minnast hans Diddó frænda með nokkrum fá- tæklegum orðum. Honum Diddó kynntist ég nokkuð snemma á ævi minni, ég er systursonur hans og ólst upp hjá foreldrum hans. Ég kem inn í þennan hóp eftir að flutt var í Hrappsey. Diddó hafði mjög gaman af þessum strákpjakki sem var þarna kominn svo miklu yngri inn í hópinn og hægt að leika sér með hann eins og dúkku. Þess fékk ég að njóta og þegar ég eltist þurfti hann nú að kenna mér meira um alvöru lífsins. Ein kennslustund er mér öðrum minn- isstæðari þegar hann fór að kenna mér að verða sjómaður, ég var að þvælast með honum niður í lend- ingu hjá bátunum, þar var smá julla sem hentaði vel til kennslu. Farið var um borð í julluna, ég lát- inn sitja á þóftunni, svo var jull- unni ruggað þar til saup á bæði borð til skiptis, sá sem átti að verða hetja nærri missti hjartað ofan í buxur af hræðslu og grenj- aði þvílík ósköp að þetta varð al- veg misheppnuð kennslustund. Þessa misheppnuðu kennslustund .fékk.ég.nú bætta með ýmsu dekri seinna meir. Diddó frændi bar mig gjörsamlega á höndum sér þegar ég var lítill og hann var heima í Hrappsey. Þeir bræður Diddó og Óli keyptu bátinn Þorsk af afa og áttu hann um tíma en seldu hann svo Jobba bróður sínum þegar þeir keyptu bátinn Sæbjörgu sem þeir nefndu Jakob. Hann var stolt þeirra bræðra ekki síst þegar þeir tóku úr honum Skandía vélina og settu stóra Buek vél, var þá Jakob orðin ein gangmesta trillan á svæðinu svo nauðsynlegt var að fara í kappstím við einhvern þegar tækifæri gafst. Jakob áttu þeir nokkuð lengi og réru honum á sumrin og haustin. Síðustu árin sem búið er í Hraþpsey er hann á vetrarvertíð í Ólafsvík. Eftir að flutt er úr Hrappsey 1958 út í Stykkishólm fer Diddó suður á bóginn að vinna, þar fann hann sína heittelskuðu og fór að búa í Hafnarfirði. Fyrst bjuggu þau á Reykjavíkurvegi, þar til þau keyptu íbúð á Hverfisgötu, þar kom ég æði oft í heimsókn vetur- inn sem ég var í Versló, síðan kemur aftur hlé, þau kaupa sér hús á Norðurbraut 9c. Ég var að vinna hjá Isbirninum í Reykjavík í þrjú ár. Þá var maður heimagang- ur á þeim bæ og dekrað var við mann með ýmsum hætti. Margar skemmtilegar stundir átti maður nú á Norðurbrautinni á þessum ár- um, sem of langt mál er að telja upp. Enn kemur hlé þar til þau flytja í Stykkishólm, þá fórum við að vinna stundum saman, fyrst í Kaupfélaginu, svo á Árna SH og inni í Hrappsey. Það verður nú að segjast eins og er að frá fyrstu tíð er ég man eftir honum Diddó tal- aði hann alltaf við mig eins og jafningja. Ekki vorum við nú alltaf samála en skildum yfirleitt sáttir. Ég verð nú að láta eina stutta en góða korna með, þegar við vorum saman á Árnanum. Það var nýbúið að setja eldvarnarkerfi í bátinn, blátt vaktljós uppi í mastri. Þetta var rétt fyrir jól. Diddó er inni í brú hjá Begga skipstjóra, þá fer allt eldvarnarkerfið í gang. Guð- brandur á næsta bát kallar í tal- stöðina til Begga og spyr hvort hann sé í lögguleik, það blikki bláa ljósið uppi í mastri. Nei, nei, sagði Beggi, kallinn hann Diddó er bara að fá sér í pípu (reykurinn frá píp- unni setti kerfið í gang). Ýmsar minningar reika um huga manns á svona stundum. Alltaf var Diddó tilbúinn í þjóðmálaumræð- una og hafði sínar beinskeyttu skoðanir á þeim, líflegar urðu þær umræður á köflum. Hann var al- ger fróðleiksbanki um gamla tím- ann og finnst mér miður hversu lítið ég hafði sinnt því að taka út úr þeim banka. Þar átti hann næga innstæðu. Mikinn og einstakan hlýhug bar hann til ömmu sinnar og afa, ég held ég geti sagt að hún amma hafi verið honum næst á eft- ir guði. Alla tíð var hann Diddó mikill barnakarl, þvílík himnasending það var honum er hann fór að fá barnabörnin, þau voru honum mik- ils virði, hann var líka þeirra mað- ur. Hann dýrkaði þau og dáði, þau hafa þarna örugglega misst mikið með honum afa. Elsku Diddó minn, svona endar þetta víst hjá okkur öllum, þetta ráðum við ekki við. Ég vil hér með þessum fátæklegu orðum kveðja frænda blessaðan sem nú er farinn yfir móðuna miklu. Ég og mínir hafa fengið margs að njóta frá þér sem seint verður endurgoldið að fullu. Að leiðarlokum kveðjum við fjöl- skyldan í Lágholti 16 hann Diddó frænda með virðingu og þökk og árnum honum heilla á nýrri veg- ferð. Ég veit að hann skilur eftir bjarta og fagra minningu í huga allra sem þekktu hann og áttu með honum samleið. Elsku Stína, Jakob Ingi, Helga Rúna og Guðbjörg, við sendum ykkur og fjölskyldum ykkar ein- lægar samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur á stund sorgar og saknaðar. Blessuð sé minning þín, Diddó minn. Gestur Már Gunnarsson. Þegar við Sólbjört Gestsdóttir vinkona mín fórum í sumarfrí fyrir mörgum árum, lá leið okkar til Ak- ureyrar. Við ferðuðumst með rútu eins og algengt var í þá daga. Akureyr- arförinni lauk og við vorum á leið heim, datt okkur í hug að gaman væri að fara út í Hrappsey en for- eldrar hennar bjuggu þar. Við fór- um því út úr rútunni á Hvítár- bökkum og ætluðum að taka rútu þaðan vestur í Stykkishólm. En þegar þangað kom fór engin rúta fyrr en daginn eftir og engir gist- istaðir nálægt. Okkur bauðst hins vegar að sofa í hlöðunni þegar búið væri að heyja. Nú voru góð ráð dýr. Við tókum þann kostinn að stoppa bíla og treysta þess að komast vestur. Eftir langan tíma hittum við á nann sem var á leið til Stykkishólms og fengum far með honum. En hvernig áttum við að komast áfram út í Hrappsey? Við vorum svo ljónheppnar að bróðir Sólbjartar, hann Jakob, var stadd- ur í Stykkishólmi. Hann gerði út bátinn sinn Jakob frá Hrappsey en einhverra hluta vegna var hann staddur í Stykkishólmi þennan dag sem við komum. Þetta var 5 tonna súðbyrðingur sembræðurnir Jakob og Ólafur gerðu út frá Hrappsey. Þannig kynntist ég Jakobi eða Didda eins og hann var kallaður af fjölskyldunni. Jakob var prúður og stilltur, velgefinn piltur sem var dálítið hissa á ævintýramennsku okkar. Hann reri með okkur út í Hrappsey og þar eyddum við heilli viku við að kanna eyjuna, fórum með strákunum í siglingar og kynntumst lífi eyjamanna. Þetta var heil ævintýramennska fyrir mig, borgarbarnið, sem aidm hafði kynnst siglingum eða lífi á eyju fyrr. Foreldrar Sólbjartar bjuggu þarna ásamt börnum sínum, einnig voru þarna tvö barnabörn um þessar mundir. Nóg rými virtist vera og ekkert mál að bæta tveimur við. Systkinin voru níu en einhver þeirra voru farin að heiman, um stundarsakir a.m.k. Jakob stundaði sjóinn eins og fram hefur komið, var m.a. vél- stjóri á togurum og einkum á tog- aranum Ágústi í Hafnarfirði. Hann- var sérstaklega barngóður maður og skapgóður. Hinn 24. febrúar árið 1962 kvæntist hann Kristínu Hansen, f. 26.10. 1936, sem var ættuð úr Hafnarfirði. Þau bjuggu í Hafnarfirði um árabil og eignuðust þrjú börn, Jak- ob, Guðrúnu og Guðbjörgu. En svo fluttu þau vestur í Stykkishólm og bjuggu þar í nokkur ár. Síðustu árin hafa þau búið á Vatnsleysu- strönd, að Traðarkoti. Þar undu þau hag sínum vel og hefur Jakob haft ánægju af að byggja þar upp og dytta að ýmsu ásamt Kristínu konu sinni. Ég votta Kristínu, börnum^ þeirra, barnabörnum, systkinum, vinum og þeirra fjölskyldum mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Valborg Soffía Böðvarsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓSKAR JÖRUNDUR ENGILBERTSSON, Þverholti 5, Mosfellsbæ, lést miðvikudaginn 1. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ólafía Magnúsdóttir, Kristín Óskarsdóttir, Rakel Ósk Ólafsdóttir, Berta Óskarsdóttir Potts, Michael S. Potts, Alexandra Elín Potts, Daníel Kjartan Potts, Ester Óskarsdóttir, Þórir Hálfdánarson, Óla María Þórisdóttir, Vilborg Þórisdóttir, Engilbert Ágúst Óskarsson, Ellen Mjöll Ronaldsdóttir. + JÓNÍNA GUNNLAUG MAGNÚSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Atlastöðum, iést á Dalbæ, Dalvík, þriðjudaginn 7. nóvember. Útförin fer fram frá Urðarkirkju, Svarfaðardal, þriðjudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Lena Gunnlaugsdóttir, Jóhann Sigurbjörnsson, Erla Gunnlaugsdóttir, Sigfús Sigfússon, Halla Gunnlaugsdóttir, Gylfi Ketilsson, Magnús Gunnlaugsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Okkar ástkæra, SERÍNA STEFÁNSDÓTTIR, Nesgötu 20, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað að kvöldi miðvikudagsins 8. nóvember. Anna Karen Billy, Arthur F. Billy, Lúðvík S. Sigurðsson, Brenda I. Sigurðsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Bertha S. Sigurðardóttir, Hermann Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.