Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 S Vísindavefur Háskóla Islands Hvað er Hanta-veira? VISINDI Umfjöllunarefnin á Vísindavefn- um undanfarna viku hafa verið margvísleg að vanda. Spurn- ingum um tiivist af ýmsu tagi hefur verið svarað, nánar tiltekið um tilvist til- raunastöðvarinn- ar Black Mesa, manneðlis og hjarta, sjálfsmyndar áhrif eldflaugar hafi á hyrfi. Möguleikinn á www.opinnhaskoli2000.hi.is kyneðlis, krabbameinsdrepandi efna, krabbameins í faghópa og eilífðarvélar. Fjallað hefur verið um ósonlagið; hvaða ósonlagið og hvaða áhrif það hefði á lífið á jörðinni ef ósonlagið jarðskjálfta ef allir Kínverjar stykkju niður af stól á sama tíma var ræddur, vöngum velt yfir því hvort hlutir væru lifandi, hverjir 10 merkilegustu atburðir ísiands- sögunnar eru og hvernig skuli mæla þenslu á fasteignamarkaðnum. Einnig birtust svör við spurn- ingum um flugtíma milli íslands og Ameríku, hlaupársútreikninga, innsigli Háskóla íslands, læri- sveina Jesú, mengi rauntalna, algebru, ummál íslands, eldrauð krítarsteinsjarðlög, mælingar á spennu í jarðlögum, Hantaveiruna, splæst gen, frumufjölda í mannslíkamanum, aðfangadag jóla og latneskan texta jólaguðspjallsins. Slóð Vísindavefjarins er http://www.visindavefur.hi.is, netfangið er ritstjorn@visindi.rhi.hi.is og síminn 525-4765. Reuters Suður-kóreskur hermaður, sem barðist í Kóreustríðinu á sínum tima, hjá víggirðingu við landamæri Suður- og Norður-Kóreu fyrir skömmu, þegar forsetar þjóðhöfðingjar landanna hittust á sögulegum fundi. Hvað er Hanta-veira? SVAR: I Kóreustríðinu, sem háð var á árunum 1950-1953, varð vestræn- um læknum fyrst kunnugt um dul- arfullan „nýjan“ sjúkdóm sem lagðist á hermenn Sameinuðu þjóðanna sem þar börðust. Sjúk- dómnum var gefið nafnið kóresk blæðandi hitasótt (Korean hemorr- hagic fever). Yfir 2000 hermenn sýktust og margir þeirra dóu af völdum sjúkdómsins. Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir færustu manna tókst ekki að greina or- sakavaldinn fyrr en árið 1976, en hann reyndist vera veira sem fékk nafnið Hantaan í höfuðið á Hanta- an fljótinu nálægt landamærum Norður- og Suður -Kóreu þar sem sóttin var landlæg. Veiran var ein- angruð úr hagamús, Apodemus agrarius, en hún er aðalhýsill veir- unnar. Til eru fleiri skyldar veir- ur, sem eru af svonefndri Bunya- veiru-fjölskyldu, og eru nagdýr náttúrulegir hýslar þeirra víða um heim. Hefur skilningur manna aukist mjög á undanförnum árum á því hvernig þessar veirur valda sjúkdómi í mönnum. Veiran skemmir æðaveggi í mönnum sem leiðir til þess að æðarnar verða lekar. Þegar músin eða önnur nagdýr sýkjast tekur veiran sér bólfestu í mörgum líffærum dýranna. Það skiptir þó mestu að þau skilja út veiruna í munnvatni, þvagi og hægðum á meðan þau lifa, en dýr- in lifa í góðu sambýli við hana. Talið er að veiran berist til manna með úðasmiti frá þvagi og saur dýranna. Faraldsfræði sjúkdóms- ins er háð hegðun nagdýrsins sem ber veiruna. Þess vegna er sjúk- dómurinn árstíðabundinn og er hann algengastur á haustin og snemma vetrar í Kóreu, Kína og austasta hluta Rússlands. Einkenni sjúkdómsins í mönnum eru hiti, blóðþrýstingsfall, nýrna- bilun. Flestir sjúklingar fá roða- myndun í andliti og einkum á hálsi. Þeir sem veikjast mest fá útbreidda marbletti vegna húð- blæðinga og blóðhlaupin augu. Nýrnabilunin er þó alvarlegust og getur hún leitt til dauða. Dánar- tíðnin er um 5-10%. í Skandinavíu, Austur-Evrópu og vesturhluta Rússlands er til vægara form þessa sjúkdóms, sem gengur undir nafninu Nephrop- athia epidemica, en veiran sem veldur honum nefnist Puumala. Veiran hegðar sér eins og Hanta- anveiran en blæðingar eru fátíðari og dánartíðnin lægri (1%). Þá hef- ur þriðja veiran af þessum ætt- meið greinst á Balkanskaga en hegðun hennar er fremur ætt við Hantaanveiruna en Puumalaveir- una. Sú veira gengur undir nafn- inu Dobrava. í maí 1993 brutust út atsóttir eða hópsýkingar í suðvesturhluta Bandaríkjanna, nánar tiltekið í Ar- isóna, Nýju-Mexíkó, Kólóradó og Úta. Sýkingin lýsti sér í lungna- sjúkdómi með hárri dánartíðni. Rannsóknir gátu ekki skýrt þessa farsótt fyrst í stað. Umfangsmikl- ar rannsóknir á vegum bandarísku faraldsfræðistofnunarinnar leiddu í ljós að orsök sjúkdómsins var veira, náskyld Hantaanveirum. Var hún nefnd Sin Nombre en músartegundin Peromyscus man- iculatus reyndist aðalhýsill veir- unnar. Músin lifir á landsbyggð- inni í útihúsum, hlöðum og jafnvel á heimilum manna. Sjúkdómurinn sem veiran veldur hefur fengið nafnið Hantaveiru-Iungnaheilkenni (Hantavirus pulmonary syndr- ome). Navaró-indíánum hefur lengi verið vel kunnugt um þennan sjúkdóm og þeir tengt hann mús- um. Síðar hefur sjúkdómurinn fundist í Vestur-Kanada og í mörgum ríkjum Suður-Ameríku. Atsóttin vorið 1993 tengdist mikilli fjölgun músa á þeim land- svæðum þar sem sóttin geisaði. Mikill þurrkur hafði hrjáð svæðin mörg undangengin ár þar til mikil úrkoma varð snemma árs 1993. Gróður lifnaði vel við og nagdýr- um fjölgaði óvenju mikið. Fór þá ekki hjá því að menn kæmust oft í návist músanna. Einkenni Sin Nombre-sýkingar eru frábrugðin einkennum Hanta- anveiru-sýkingar að því leyti að veiran veldur bráðum lungnasjúk- dómi, sem leitt getur til öndunar- bilunar, en blæðingar og nýrna- skemmdir eru sjaldgæfar. Dánartíðni Hantaveiru-lungna- heilkennis er há eða 40-50%. Þeir sjúkdómar, sem hér hefur verið lýst, ganga nú allir undir nafninu Hantaveiru-sjúkdómar og er þeim skipt í tvo flokka, blæð- andi hitasótt með nýrnaheilkenni annars vegar og Hantaveiru- lungnaheilkenni hins vegar. Engin viðunandi sértæk meðferð er til við sjúkdómnum, en talið er að veirulyfið ríbavírín komi að nokkr- um notum ef það er gefið snemma í sjúkdómi. Ekkert bóluefni er til gegn sjúkdómnum. Ekki er talin hætta á að sjúklingar geti smitað aðra menn. Forvarnir byggjast á því að forðast nagdýr og hindra að Eru vandamál á toppnum? Ofnæmi, flasa, exem, psoriasis, feitur eða þurr hársvörður? Jurta(j ull Hárvörur leysa VANDANN OG ÞÚ BLÓMSTRAR. UTSÖLUSTAÐIR: HEILSUVORUVERSLANIR 0G APOTEK UM ALLT LAND. BATMAN ER MÆTTUR MYNDASÖGUBLAÐIÐ ZETA www.nordiccomic. com Viltu vinna heima? www.ercomedia.com s. 881 5969 KOSTABOÐ Allt aö afsláttur riform Fyrsta flokks hönnunarvinna hátúni6A(íhúsn. Fönix)s(Mi: 5524420 Fagleg rábgjöf /í Fullkomin tölvuteiknun ‘ þau komist inn í mannabústaði og önnur hús. Þá er mikilvægt að sótthreinsa þau svæði þar sem sýkt nagdýr hafa dvalist. Haraldur Briem sóttvarnalæknir Er í alvöru til eitthvað sem heitir eðli, hjá mannfólki og sem munur á milli kynjanna? SVAR: Hugmyndir um mannlegt eðli, og þá hugsanlega ólík og jafnvel ósættanleg eðli karla og kvenna, eru ævagamlar. Þær gengu jafn- vel svo langt að fela í sér að nán- ast væri um tvær aðgreindar teg- undir fólks að ræða. Tvíhyggjuhugmyndir af þessu tagi hafa einkennt vestræna hugsun allt frá Grikklandi hinu forna og fram á þessa öld. Körlum var þannig eignaður stærri og öflugri heili, enda voru rökhugsun og skynsemi taldar séreign karla. Konur stjórnuðust hinsvegar af tilfinningum frekar en skynsemi, heili þeirra var álitinn vanþroska og lítils megnugur og þær því tengdar líkama (móðurlífi) frekar en anda og sál. Talið var að barnastúss og heimilishald væru sniðin að eðlis- lægri umhyggjuhvöt kvenna en rökvíst karleðlið gerði stjórnun og valdabrölt í bland við óhefta veiði- hvöt að „eðlilegum“ hluta karl- mennskunar. Höfuðandstæðurnar, karl og kona, urðu því að koma saman og fullkomna hvort annað í heilögu hjónabandi. Það var hinsvegar ekki fyrr en á sjötta og sjöunda áratug þessarar aldar að femínistar höfnuðu á rót- tækan hátt öllum hugmyndum um „eðli“ kynjanna, og beindu sjónum sínum þess í stað að menningar- og félagsbundinni kynjamótun. Talsmenn mótunarhyggju halda því fram að kynjamunur sé fyrst og síðast félagslegt sköpunarverk, eitthvað sem hefur orðið til og er viðhaldið í samfélagi við annað fólk, en ekki eðlislægt fyrirbæri. Þú fæðist kvenkyns (eða karlkyns) en það er samfélagið sem gerir þig að konu (eða karli). Slík samfélagsmótun á sér stað allt í kringum okkur, innan fjöl- skyldunnar, vinahópsins, í fjölmiðl- um, skólakerfinu, á vinnumarkaði og svo framvegis. Kynjamótunin er sívirk og ein fyrsta birtingar- mynd hennar er þegar kornabörn fá bleik eða blá armbönd á fæðing- ardeildinni. Upp frá því mótar vit- undin um kyn alla framkomu og viðhorf til barnsins. Strákum er þannig hrósað fyrir hvað þeir eru stórir og sterkir en stelpur eru hvattar til að vera sætar og fínar. Andstæðupörin kyn og kyngervi („sex“ og „gender") eru hér lykil- hugtök. Kyn vísar til líffræðilegs kyns en kyngervi er notað um þá menningarbundnu merkingu sem samfélagið leggur í hið líffræðilega kyn, það er væntingar um karl- mennsku og kvenleika. Þannig hefur hvert samfélag ákveðnar væntingar um hvað það þýði að vera karl eða kona, um verksvið og skyldur kynjanna og það hvernig konur og karlar eigi að líta út og hegða sér. Það voru einmitt mannlræðing- ar sem ruddu mótunarhyggjunni braut á sínum tíma með því að benda á að kynhlutverk og það sem kallað hafði verið „eðli kynj- anna“ var ákaflega breytilegt frá einu samfélagi til annars. Hug- myndir um kynjabundinn mun og æskilega hlutverkaskiptingu milli karla og kvenna finnast alls staðar en þær eru breytilegar frá einu samfélagi til annars. Niðurstaðan var því sú að karl- eða kven-„eðli“ væri menningarleg afurð en ekki óbreytanlegt náttúrufyrirbæri sem hægt væri að ganga að, óháð sam- félagsgerð. Þrátt fyrir röksemdir mótunar- sinna eru hverskyns hugmyndir um eðlislægan kynjamun ótrúlega lífseigar í dægurmenningu. Má þar nefna metsölubækur sem ganga út á það að kynin tvö komi hvort frá sinni plánetu og eigi fátt sameiginlegt. Þá fjallaði leikritið „Hellisbúinn", sem sýnt var við metaðsókn hér á landi, á klisjukenndan hátt um þá árekstra sem óhjákvæmilega myndast þegar „karl- og kveneðl- ið“ rekast á. Það sem er hinsvegar horft fram hjá í öllu tali um karl- og kveneðli er margbreytileiki mannfólksins. Þvert ofan á allan kynjamun kemur breitt litróf ein- staklinga sem falla engan veginn inn í svarthvítt tveggja flokka kerfi. Það að dæma stöðu, hlut- verk, hegðun eða útlit einstakl- inga, rétt eða rangt, viðeigandi eða óviðeigandi, eftir því hvort manneskjan sem um ræðir er karl eða kona er bæði heftandi og niðurnjörvandi fyrir einstakl- ingana og fyrir samfélagið þýðir það sóun á mannauði. Þess vegna er nauðsynlegt að tryggja félags- legt svigrúm svo að fólk geti fundið sér réttan bás í litrófi samfélagsins, óháð stöðluðum hugmyndum um „eðli“ kynjanna. Þetta svar er samið frá sjónar- hóli kynjafræðings. Ásta Kristjana Sveinsdóttir heimspekingur hefur einnig svarað sömu spurningu á Vísindavefnum. Þorgerður Þorvaldsdóttir sagn- og kynjafræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.