Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 54
454 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGUNN ' EINARSDÓTTIR + Ingunn Einars- dóttir fæddist á Drangsnesi við Stein- grímsfjörð 8. ágúst 1928. Hún lóst á heimili sínu í Mos- fellsbæ 3. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Helga Soffía Bjarna- dóttir, Ijósmóðir frá Klúku í Kaldrananes- hreppi og Einar Sig- valdason, skipstjóri frá Sandnesi, Kald- rananeshreppi í Strandasýslu. Helga og Einar bjuggu lengst af á Drangsnesi og eignuðust þau fimm börn. Systkini Ingunnar voru Guðbjörg, f. 27. ágúst 1922, gift Hallfreði G. Bjarnasyni, lát- inn; Bjarnfríður, f. 10. október 1923, gift Bjarna Guðmundssyni, látinn; drengur, f. 21. apríl 1927, lést frumvaxta, og Jóhanna, f. 15. apríl 1930 látin. Ingunn giftist 27. desember 1951 Guðjóni Benediktssyni, skip- stjóra, f. 12. apríl 1924, d. 25. nóv- ember 1987. Foreldrar hans voru Benedikt Sigurðsson og Guðríður Askelsdóttir frá Brúará. Ingunn og Guðjón eignuðust fimm börn sem eru: 1) Kolbrún, gift Bendt Pedersen, eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. 2) Daði, kvæntur Krist- ínu L. Gunnars- dóttur, eiga þau fimm börn og tvö barnabörn. 3) Erna, gift, Ingimundi Hilm- arssyni, eiga þau þijár dætur og eitt barnabarn. 4) Jó- hann Guðbjörn, kvæntur Rakel K. Gunnarsdóttur, eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn. 5) Guðríður, gift Skarphéðni Jónssyni og eiga þau fjögur börn. Einnig dvaldist á heimili þcirra um árabil Þórey Guðmundsdóttir, hún á fimm börn og eitt barnabarn, sambýlismaður hennar er Jón Erlingsson. Ingunn og Guðjón bjuggu á Drangsnesi til ársins 1971 er þau tóku sig upp og fluttu til Suður- nesja þar sem þau settust að í Garði. Útför Ingunnar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Með þessum orðum vil ég þakka tengdamóður minni fyrir öll þau ár sem við höfum átt saman. Leiðir okk- ar lágu saman 1967 eftir að ég kynnt- ist dóttur hennar þá aðeins sautján ára. Þá bjuggu þau Ingunn og Guðjón í húsinu Bræðraborg á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Guðjón stundaði sjómennsku á eigin báti en Ingunn var húsmóðir og vann einnig í frysti- húsinu á staðnum ásamt því að ann- ast búskapinn sem stundaður vai- íyr- ir heimilið. Allt frá fyrstu stundu er ég kom til þeirra hjóna var mér vel tekið og vil ég þakka fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með þeim norður á Ströndum. Það var síðan 1971 sem þau ákváðu að hætta útgerð og flytja suður í Garð. Eftir það fækkaði ferð- um mínum norður á Sti'andir en Ing- unn og Guðjón fóru margar ferðir þangað til að heimsækja vini sína. Aii eftir að Guðjón og Ingunn fluttu í Garðinn fluttum við hjónin til Suður- nesja og 1974 vonim við líka komin í Garðinn. Leigðum við þai' húsnæði á sama tíma og við hófum að byggja okkar eigið hús ekki svo langt frá Lyngholti þar sem þau bjuggu. Skömmu síðar var húsið sem við leigðum selt og kom þá ekkert annað til greina en að flytja til þeirra í Lyngholtið þrátt fyrir að við værum með tvö börn og margir í heimili hjá þeim, bjuggum við þar í nimt ár. Arin liðu og samgangur var mikill milli heimilanna og börnunum þótti gott að vita af afa og ömmu ekki langt frá þannig að hægt var að fara til þein-a því þeim var alltaf vel tekið og gert gott við þau. Síðar var farið að byggja hús við Urðarbrautina. Þang- að var síðan flutt en það var síðan í nóvember 1987 að Guðjón lést skyndilega. Eftir það fluttum við hjónin ásamt tveimur yngri bömum okkai’ til Ingunnar á Urðarbrautina. Þar bjuggum við saman þai- til fyrir fimm árum að við fluttum í Mosfells- bæ. Síðustu árin var Ingunn hætt að vinna og dvaldi hjá dóttur sinni og HREFNA JÓNSDÓTTIR + Hrefna Jónsdótt- ir var fædd í Keflavík 24. ágúst 1938. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur í Fossvogi 4. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jón Jónsson frá Stapakoti í Innri Njarðvfk, f. 19.12. 1879, d. 3.4. 1944 og Ragnhildur Helga Egilsdóttir, f. 10.7. 1895, d. 26.9. 1969. Jr Hrefna var yngst í stórum hópi systkina. Hálfsystkini hennar í fóðurætt voru Jóna, f. 18.12. 1904, d. 18.7. 1939; Einar NorðQörð, f. 23.3. 1915, d. 13.7.1976; Jón Margeir, f. 23.11. 1916 og hálfbróðir í móður- ætt Egill Ragnar, f. 24.6. 1918, d. 29.4. 1986. Alsystkyni hennar voru Guðrún, f. 28.4. 1920; Ingi- björg Þóranna, f. 30.9. 1921; Helgi, f. 29.3. 1923, d. 12.3. 1995; Halldóra Auður, f. 20.7.1924; Kri- stján Hafstcinn, f. 12.6.1926; Mar- grét, f. 29.11.1927; Guðjón Magn- ús, f. 29.6. 1929; Aðalheiður Ósk, f. 10.11. 1930; Sigvaldi Guðni, f. 17.10. 1932 og Sigurður Hjalti, f. 16.4. 1936, d. 24.12. 1963. Hrefna giftist eft- irlifandi ciginmanni sínum Guðbrandi Valtýssyni, f. 5.8. 1939, hinn 7.10. 1967. Börn þeirra eru 1) Valtýr Guðbr- andsson, rafvirkja- meistari, f. 4.2. 1968, kvæntur Melkorku Sigurðardóttur, f. 13.9.1969, börn þeirra eru Þórhildur Magnúsdótt- ir, f. 14.10. 1990 og Aron Ingi Val- týsson, f. 25.2. 1993. 2) Ragnhild- ur Helga Guðbrandsdóttir, þroskaþjálfi, f. 5.9. 1969, gift Páli Marcher Egonssyni, f. 18.12.1967, börn þeirra eru Aníta Marcher Pálsdóttir, f. 21.6. 1993 og Atli Marcher Pálsson, f. 20.9.1995. Útfór Hrefnu fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku mamma. - Þegar Palli hringdi til þess að segja mér frá andláti þínu var eins og blóðið frysi í æðum mínum. Það var mjög erfitt að vera ekki á landinu og geta ekki verið í faðmi fjölskyldunnar þennan erfiða tíma. í huga minn koma upp margar minningar um samverustundir okkar. Minningarnar um jólin eru mér kærar. Eg minnist allra bæn- anna sem þú kenndir mér og svo þegar barnabörnin komu kenndir þú þeim sömu bænirnar. Margar aðrar góðar minningar koma upp í huga minn eins og þegar þú versl- aðir á þig fatnað voru það oft föt sem pössuðu okkur báðum og ber fataskápurinn minn þess merki. Elsku mamma þakka þér fyrir allt. Ég vil kveðja þig með bæn sem er mér kær og við fórum oft með saman. Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín. Tárin þoma sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn Þegar stór ég orðin er allt það launa skal ég þér (S.J.J.) Þín dóttir, Helga. Elsku amma mín Ég ætla að senda þér bænina sem þú hefur kennt mér. Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (H.P.) Þú varst alltaf svo góð við mig. Þetta er Aníta sem sendir þér þetta. Amma, ekki gleyma mér, ég ætla ekki að gleyma þér. Þín Aníta. Þetta er frá Atla, elsku amma mín. Nú er ég klæddur og kominn á ról Kristur Jesús veri mitt skjól, í guðsóttanum gefðu mér að ganga í dag svo líki þér. (H.P.) Atli. „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin". Þannig kvað Reykjavíkurskáldið Tómas Guð- mundsson svo listilega. Þetta Ijóð kom upp í hugann þegar ég frétti af andláti Hrefnu. Það voru ungar og glaðværar meyjar, víðsvegar af landinu sem hittust á Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði haustið 1956. Hrefna kom frá Keflavík, ég frá Siglufirði og hinar frá flestum landshomum. Það tókust góð kynni og Hrefna var hrókur alls fagnaðar. Dillandi hláturinn var smitandi og við sóttumst eftir fé- lagsskap hennar. Hún hafði þá kosti sem flestir sækjast eftir en ekki öllum auðnast, að vera hlý og góð manneskja. Síðustu þrjátíu árin höfum verið saman í saumaklúbb og var ætið gaman og gott að koma á glæsilegt heimili Hrefnu og Brands sem ber húsbændum sínum gott vitni. Elf- ur tímans rennur að ósi aldarinnar og skörð höggvast í saumaklúbb- inn okkar sem hefur verið mér óm- etanlegur í gegnum árin. Við í saumaklúbbnum sendum eiginmanni, börnum og öðrum ást- vinum innilegar samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Edda Júlía Þráinsdóttir. tengdasyni á Hólmavík, sem höfðu eignast tvíbura og því í nógu að snúast. Hafði hún mikla ánægju af dvöl sinni þar og naut þess að fylgjast með drengjunum ásamt því að geta verið með eldri bömunum. Það var síðan fyrir tæpum tveimur ámm að við hjónin ásamt dóttur og dóttur syni fluttum í Fellsás 7 í Mos- fellsbæ. Þar höfðum við fundið hús sem hafði þrjár íbúðir og fékk Ingunn þai’ litla íbúð fyrir sig að vera í. Naut hún þess að koma í Mosfellsbæinn og tók strax þátt í starfi fyrir eldri borg- ara. Hafði hún mikla ánægju af því að taka þátt í þessu starfi og eignaðist þar góða vini. Enda var Ingunn mannblendin og átti gott með að kynnast öðrum. En við nutum þess ekki síður að fá að hafa hana hjá okk- ur. Oft var fjölmennt og bamabörnin eða bamabamabömin nutu þess að hafa ömmu til að spila við og ekki vom þau há í loftinu þegar þau hænd- ust að henni því hún var alltaf tilbúin að taka við þeim. Það var líka mikill styrkur fyrir h'tinn dreng sem var að hefja skólagöngu að vita af lang- ömmu sem tæki á móti honum heima og oft settust þau niður og lærðu eða saumavélin var tekin fram og gert við eitthvað sem aflaga hafði farið. Það mátti líka margt læra af þessum sam- skiptum sem einkenndust af góðvild og vináttu og er óhætt að segja að þannig hafi líf hennar verið. En sam- býlið í þessari litlu fjögurra ættliða fjölskyldu varð styttra en við höfðum vonast til. Fyrir þremur mánuðum fékk Ingunn að vita að hún væri með sjúkdóm sem engin lækning væri við. Þrátt fyrir mikið áfall var það sama rólega og yfirvegaða konan sem tók á móti örlögum sínum. A þessum erfiða tíma komu börnin, barnabömin og barnabamabörnin til ömmu og allir reyndu að gera sitt besta. Ingunn var heima á sínu litla heim- ih þar til yfir lauk og naut hjúkmnar og aðstoðar bama sinna ásamt þjón- ustu frá Heimahlynningu Krabba- meinsfélagsins og viljum við hjónin þakka öllum fyrir, því það vai’ Ing- unni léttir að geta verið heima og njóta þess umhverfis sem hún þekkti. Öll þessi ár sem við höfum átt samleið hafa verið átakalaus og aðeins verið um vináttu og hlýhug að ræða og vil ég þakka fyrir alla þá góðvild sem hún sýndi allri fjölskyldunni. Skömmu fyrir andlát hennar er við sátum að spjalli sagði hún að hún vildi óska þess að allir gætu lifað í jafn- mikilli sátt og samlyndi og við hefðum gert því þá væri heimurinn betri. Tel ég að þetta lýsi kanski best því sem ég hef verið að reyna að segja. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka fyr- ir samfylgdina, missir okkar allra er mikill en mestur er hann þó hjá böm- unum sem hafa misst góða ömmu og langömmu. Hvíl þú í guðs friði. Bendt Pedersen. þín verk vel unnin og falleg. Það var alveg sama ef einhver átti í vandræð- um með handavinnuna sína þá varst þú alltaf tilbúin til að hjálpa og fannst iðulega lausn á málunum. Hvað mér fannst nú gaman og notalegt að koma til þín í Mosfellsbæinn og sitja og sauma kortin mín og fá ábendingar hjá þér og finna að þú hafðir áhuga á mínu. Og hvað mér fannst gaman þegar þú varst að sækja allt sem þú varst búin að gera síðan ég kom síð- ast, þú vai’st alltaf með eitthvað nýtt til að sýna mér og allt var svo flott. Allar þessar stundir em mér mjög dýrmætar og mun ég geyma þær í hjarta mínu. Elsku amma, takk fyrir að vera jafn yndisleg og góð amma og þú varst. Ég veit að hann afi hefur tekið vel á móti þér og nú líður þér vel. Þeg- ar ég sit með handavinnuna mína ert þú mér alltaf efst í huga og ég veit þú munt fylgjast með mér. I kringum þig vora alltaf allir glaðir og veit ég að það er þín ósk að við séum það áfram. Þess vegna langar mig að enda þetta með þessum orðum. Þóégsélátinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig hald- ið... En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lffið gef- ur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykk- aryfirlífinu. (Höf.óþ.) Þín Eva Rut. Elsku amma, nú ertu farin og svo ótal minningar rifjast upp í huga mín- um. Eg á eftir að sakna þín mjög mik- ið. Ég á eftir að sakna allra samtal- anna okkar í gegnum símann og í stofunni hjá þér þegar þú varst að leggja kapal eða gera handávinnu, þú varst alltaf tilbúin að hlusta á mig. Ég mun sakna heitu handanna þinna og hlýja faðmsins. Mér þykú’ rosalega vænt um þig, amma mín, og veit að þér líður vel hjá honum afa og hann hefur tekið vel á móti þér. Ég er þakklát fyrir að hafa átt svona góða ömmu og ég bið Guð að varðveita þig og geyma. Þín ömmustelpa, Inga Sif. Elsku amma mín, nú ertu farin okkur frá og nú er óskin þessi, elsku- lega amma mín, ávallt Guð þig blessi. Ég á eftir að sakna þín mikið og þú verður alltaf í hjarta mínu. Ég veit þér líður vel núna og ert komin til afa. Þín Una Björg. Elsku amma. Þegar ég hugsa til baka rifjast upp svo ótal hlutir að ég veit varla hvar skal byrja. Ég man þegar ég var lítil og stóð í útidyranum heima og kallaði inn „ég ætla uppeft- ir“ og þá var ég auðvitað að fara upp- eftir til þín. Það var bara eitthvað svo sjálfsagt að hlaupa yfir alla garða hjá nágrönnunum á fullu spani og koma rjúkandi inn um dyrnar hjá ykkur afa og Guddu. Ég man svo vel þegar við Jóhanna lékum okkur á stéttinni fyrir neðan stofugluggann og þú varst fyr- ir innan í græna sófanum að lesa eða gera handavinnu og fylgdist með okkur í gegnum gluggann. Þær era svo margar minningarnar af Urðar- brautinni. Aðfangadagskvöld hjá ömmu var alveg lúxus. Eftir að hafa opnað allai’ gjafirnar eftir jólamatinn vai’ alltaf beðið í ofvæni uns klukkan varð tíu því þá var farið til ömmu að fá heitt súkkulaði og kökur. Það sem ég held að standi upp úr núna þegar ég hugsa um þig amma mín er góða skapið þitt og brandar- amir, brandaramir þínir amma vora sko engu líkir og komu mér alltaf til að brosa. Frá því ég var lítil man ég ekki eft- ir þér öðravísi en með einhverja handavinnu í höndunum eða með bók að lesa, þú sast nú aldrei aðgerðar- laus. Handavinna var það sem þú hafðir hvað mesta unun af og vora öll Elsku amma Kommi. Nú ertu farin frá okkur og við eig- um eftir að sakna þín mikið, því þú varst alltaf svo góð og hress við okk- ur. Eg sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsinsnótt Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þáauðnuaðhafaþighér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, éghittiþigekkiumhríð, þín minning er Ijós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Blessuð sé minningin um þig. Þínir langömmustrákar, Andri Már, Bergur Óli og Hjörtur Geir, Syðri-Gauksmýri. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn.) Elsku amma. Það er skrýtið til þess að hugsa að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.